Tíminn - 04.09.1977, Side 8
8
mmm
Sunnudagur 4. september 1977
Kjárhúsin á Refsstöðum á Laxárdal
Ingólfur Davíðsson:
187
Byggt og búið
í gamla daga
Auðunn Bragi Sveinsson
kennari hefur lagt til myndir og
efni i þennan þátt. Þarna er
skemmtilega minnzt hins sér-
stæða gáfumanns Sveins
Hannessonar frá Elivogum,
föður Auðuns Braga. Mynd er af
Sveini, sem Kaldal tók 1932, en
þá var Sveinn 43 ára gamall.
önnur mynd sýnir fjárhúsin á
Refsstöðum i Laxárdal, en þar
bjó Sveinn um skeið og hefur
lagt marga steina i vegg. Þriðja
myndin er af skólahúsinu i Sól-
görðum i Fljótum, byggt 1942 og
er heimavistarskóli. Þar var
Auðunn Bragi skólastjóri
1954-1957. Snæsamt mjög er i
Fljótum og gott skiðamönnum.
Grasgefið einnig. Fjórða mynd-
in er af skólahúsi Reykjanes-
skólans i tið Aðalsteins Eiriks-
sonar.
Hér fer á eftir kynning
Auðuns Braga á Sveini frá
Elivogum:
Hver var Sveinn frá
Elivogum?
— Bjargálna bóndi i Skaga-
firði vestanverðum og i harð-
býlum húnvetnskum dal á fyrri-
híuta þessarar aldar. En um
leið eitt minnisstæðasta alþýðu-
skáld sem uppi hefur verið. Lik-
lega það skáld sem likzt hefur
Hjálmari frá Bólu mest i kveð-
skap sinum. Beinskeytni beggja
á rót sina að rekja til óbliðra
lifskjara og misskilnings sam-
ferðamanna.
Sveinn var fæddur hinn 3.
april 1889, i Móbergsseli i
Litla-Vatnsskaröi, rétt við
sýslumörk Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslu. Þar átti
hann sin fyrstu spor, eins og
hann orðar það i ljóði:
Hér ég á min æskuspor,
ég þá dái minning kæra.
Fyrst hér sá ég sól og vor,
svellin blá og vatnið tæra.
Rétt hjá Móbergsseli er litil
tjörn. Þar er nokkur silungs-
veiði. 1 brunninn hjá móður
Sveins gekk silungur. Hefur
sjálfsagt verið samgangur milli
brunns og vatna. Mátti fá sér
silung i matinn um leið og
vatnið var sótt i brunninn. Þetta
’ mun satt, þótt ótrúlegt sé. En
siðarköstuðu prakkarar grjóti i
brunninn og silungurinn hvarf
þaðan.
Foreldrar Sveins voru hjónin
Hannes Kristjánsson bóndi og
Þóra Kristin Jónsdóttir: Þóra
var fædd 1849 og andaðist 1929,
en Hannes var fæddur 1841 og
andaðist 1903. Er Sveinn missti
föður sinn, var hann þvi aðeins
14 ára. Frá Móbergsseli fluttist
fjölskyldan að Gvendarstöðum i
Viðidal á Staðarfjöllum (kennt
Sveinn Hannesson frá Elivogum
við Reynistað i Skagafirði). Þar
var dvölin aðeins fá ár, enda
harðbýlt mjög. Var eitt sinn
talsverð byggð á Viðidal og sér
enn til bústaða manna þar.
Þegar Hannes og Þóra bjuggu á
Gvendarstöðum var önnur
byggð löngu horfin, svo að ein-
manalegt hefur verið i dalnum
þeim. Frá Gvendarstöðum er
svo flutt að Hryggjum i Göngu-
skörðum. Þar andaðist Hannes
árið 1903. Var lungnabólga talin
banamein hans. Hryggir eru
harðbalakot hið mesta. Fluttist
nú Þóra Kristin, móðir Sveins
þaðan i von um betra jarðnæði.
Settist að i Elivogum á Lang-
holti I Skagafirði. Þar er Sveinn
bóndi ásamt móðurs sinni allt til
ársins 1923, er hann kvæntist og
fluttist vestur i Húnavatnssýslu.
Fyrst bjó hann i Selhaga á
Skörðum, litlu koti skammt
norðan við Stóra-Vatnsskarð,
sem flestir kannast við, sem
ekið hafa leiðina norður til
Akureyrar. Siðar bjó Sveinn á
Refsstöðum og Sneis á Laxár-
dal. En sumarið 1934 brá han
búi á dalnum og fluttist til
Skagastrandarkauptúns.
Stundaði þar almenna verka-
mannavinnu við hafnargerðina
á staðnum. Geðjaðist illa að
vera undir aðra gefinn. Hafði
litla reynslu af því. Var það
helzt er hann var vinnumaður
að Höskuldsstöðum á Skaga-
strönd eitt ár og réri þrjár
vertiöir i Grindavik sem korn-
ungur maður.
Vorið 1935 hóf Sveinn búskap
að Vindhæli á Skagaströnd,
fornfrægu höfuðbóli. Bjó þar I
þrjú ár. En hann kunni aldrei
við sig, enda sagði hann:
Auðnusól ég aldrei leit
eða við mig kunni
á höfuðbóli i breiðri sveit,
— beint i þjóðgötunni.
Og enn var haldið á dalinn.
Refsstaðir höfðu legið i eyði um
tima. Sveinn fluttist þangað frá
Vindhæli vorið 1938 og bjó þar til
dauðadags, 1945. Þegar Sveinn
kom I Refsstaði öðru sinni var
byggð orðin strjál á dalnum og
átti þó enn eftir að siga betur á
þá ógæfuhlið. Undir ævilokin
orti Sveinn um þetta:
vilja engin undanbrögð i þessu
efni — heimta höfundinn allan
eins og hann er. Smásálirnar
geta skemmt sér við að hneyksl-
ast á þvi, sem persónulegt
mætti kallast eða miður vel-
sæmilegt. En hinir, sem sækjast
eftir sjálfri list orðsins, munu
stikla yfir allt slikt, inn á önnur
viðari sjónarmið.”
Ég kærði þá litt til laga og dóms,
en ljóðin hefur þeim máski sviðið.
Þeir kannast við afl mins reiðiróms
og rýmdu á braut þegar ár var liðið.
Og kotungaland með kostaval
var komið i auðn á skömmum tima,
unz hafði ég ráð á hálfum dal.
Þá hófst fyrst min sókn — og lokaglíma.
Islendingar eru þannig gerðir
að þeir telja arfgengieiga rikan
þátt i eigindum manna, eins og
t.d. skáldgáfu. Og vist er um
það, að Sveinn átti til skáld-
mælts fólks að telja I bæði
móður-og föðurætt. Móðir hans,
Þór Kristin var skarpgáfuð
kona og skáldmælt vel, þó að
litið hafi varðveitzt af kveðskap
hennar. Ein visa hennar er al-
þjóð kunn eigi að siður. Sveinn
hafði ort grófa visu um móður
sina og þótti henni soniir sinn
fara þar illa með meðfædda
gáfu. Mælti hún þá fram visuna:
Gætt þess að Guð er einn
gáfuna sem léði.
Ef þú yrkir svona, Sveinn,
sál þin er i veði.
Hér kom einnig trúarhneigð
Þóru fram, svo ekki verður um
villzt. 1 föðurætt Sveins var
skáldgáfan einnig til staðar.
Skal það nú rakið. Foreldrar
Hannesar, föður Sveins, voru
Kristján Jónss.og fyrrv. bústýra
hans Arnþóra Ölafsdóttir. For-
eldrar Arnþóru voru hjónin
Ólafur Jónsson og Þóra
Guðmundsdóttir, en hún var
systir Guðrúnar, móður Vatns-
enda-Rósu skáldkonu (f. 1795, d.
1855). — Langamma Sveins frá
Elivogum var þvi móðursystir
Rósu. Skyldir Sveini voru einnig
skáldin Davið Stefánsson frá
Fagraskógi og sálmaskáldið
Björn Halldórsson prestur i
Laufási við Eyjafjörð, faðir
Þórhalls biskups. Var sizt að
undra, að Sveinn yrði skáld-
mæltur, þegar skáldgáfan var
rik i báðum ættum hans. Vel má
vera, að hann hafi á stundum
misnotað gáfu sina. En hrað-
kvæð skáld kasta oft þvi fram i
bundnu máli, sem geymist
löngu eftir að svipuð ummæli
efnislega séð i lausu máli eru
gleymd og grafin. Sveinn segir
um þetta á einum stað:
Sveinn naut sáralitillar skóla-
göngu. Hann sagði svo sjálfur
frá, að allur sinn aðkeypti lifs-
lærdómur hefði kostað fimmtán
kr. Hann naut þriggja vikna
kennslu fyrir fermingu hjá
gafngræðingnum Stefáni
Eirikssyni á Refsstöðum i
Laxárdal (d. 1907), föður Eirfks
kennara og þeirra systkina.
Minntist Sveinn sérstaklega
fyrsta kennsludagsins, þegar
Stefán gaf honum forskrift með
þessari visu Björns Gunnlaugs-
Viljirðu þræða vizkustig
og verða kórónaður,
einhvern tima ættir þig
áfram herða, maður.
Skulu hér að lokum tilfærðar
nokkrar af siðustu visum Sveins
frá Elivogum:
Framar nenni ei yrkja óð
upp þó renni vorin.
Nálgast senn mitt lokaljóð,
lifs — I fennir — sporin.
Ei þó gnæfi himinhátt
hljómar stefja minna,
bóndans ævi æðaslátt
er i þeim að finna.
Verði búið bóndans smátt
og bærinn kuldahreysi,
þá er að ljúga sig i sátt
við sjálfs sins auðnuleysi.
Ef að týnist eigið traust
ekkert bjargað getur^
Manni sýnist sólskinslaust
sumar jafnt og vetur.
Ef skáldinu verður geðið gramt,
þá gripur það vopn sem næst er hendi.
En öfganna milli oft er skammt,
á örvunum slikum margur kenndi.
Og öfganna hef ég óspart neytt,
þvi andans er vitt i færikvium.
1 náttuglur merkismönnum breytt
og máski páfugla þynnstu lýjum
Sveinn vissi, að beinskeytni i
orðum var visasti vegurinn til
að ljóðið lifði og hefði tilætluð
áhrif. Sveinn segir i formála að
siðari ljóðabók sinni, Nýjum
Andstæðum, er út kom i
Reykjavik 1935 (Fyrri bókin,
Andstæður, kom út 1933): ,,Er
þvi raunar ekki að leyna, að I
.viðbót þessari ber mun meira á
persónulegum skeytum og ber-
sögli um mannlegt eðlisfar
heldur en i hinum fyrri And-
stæðum. En hver og einn verður
að kannast við það tvennt, að
venjulega er orðhæfnin mest
þegar afdra'ttarlaust er miðað
(Leturbr. min ABS) og að
margir hinna beztu lesenda
Og siðasta visan, sem Sveinn
orti til konu sinnar, Elinar
Guðmundsdótturm helsjúkur,
nýkominn af sjúkrahúsi i
Reykjavik:
Langa vegi haldið hef,
hindrun slegið frá mér.
Til þin dregizt torveld skref
til að deyja hjá þér.
Auðunn Bragi
Sveinsson
tók saman
cxnxcð oltuu
^ ^0?5-\Q3fa
ijlco, x\w s\S
Skólahúsið á Sólgöröum í Fljótum. Byggt 1942. Reykjanesskólinn.