Tíminn - 04.09.1977, Page 9

Tíminn - 04.09.1977, Page 9
Sunnudagur 4. september 1977 9 O Ekki bið ég að þú takir þá út úr heiminum En það gerði hann alls ekki. (Hann biður hins gagnstæða. Ekki bið cg, að þú takir þá úr heiminum, heldur að þú varðveitir þá frá illu. En ef heimurinn er nú illur og á að varðveita okkur frá hinu illa, er þá ekki eðlilegt að taka okkur frá heiminum? Nei. Og það er þetta sem ein- kennir kristindóminn. Það liggur allt i þessum orðum: Ekki bið ég að þú takir þá úr heiminum. Það voru foreldrar sem eignuðust vanskapað barn. Læknirinn sagði þeim þegar barnið fæddist, að það væri stórkostlega fatlað og myndi tæpast verða eldra en 16 ára. Það fór eins og hann sagði: Þau fengu að halda barninu sinu i 16 ár. Þegar þau komu að undirbúa útförina sögðu þau að þessi fatlaði drengur hefði orðið þeim til svo mikill- ar gleði og gefið þeim svo margt til að þakka, að þau hefðu engin orð yfir það. Þeg- ar þau voru saman á ferðalög- um og voru setzt að i tjaldi sinu og lögðust þreytt til hvild- ar sagði hann: ,,Nú skulum við hlæja vel”. Hann naut þess að heyra hlátur þeirra. Heyra að þeim leið vel og þau nutu þess að vera saman og hvert með öðru. Þannig gátu þau sagt frá ýmsu smávegis, sem yljaði og hrærði: Hvað vakir fyrir mér með þessu? Ég vil benda á, að við erum tilleiðanleg að óska okk- ur frá heiminum þegar hann er fullur dauða og þjáninga og ekki aö okkar skapi og mikið er um slikt — það virðist raun- ar yfirgnæfandi. En hér voru foreldrar sem höfðu reynt hvaðfólst i þvi sem Jesús bað: Ekki bið ég, að þú takir þá úr heiminum. Umkringd öllu þvi sem menn vilja vera lausir við og flýja frá, fundu þau hvað guð hafði gefið þeim. Hið illa byrjar þegar við könnumst ekki við að hafa þegið neitt gott. Þegar við sjá- um lifið i heild sem ljótt og fyriríitlegt. t sögunni Brosið eilifa eftir Per Lagerkvist segir gamli maðurinn sem er guö, þegar menn ásaka hann fyrir aö hafa skapað heiminn og segja: ,,Hvers vegna gerðirðu þetta?” ,,Ég vildi bara eð enginn ykkar þyrfti að una allsleysi”. — Og það verðum við vist að játa hvertog eitt: Við þurftum ekki að una allsleysi. Við feng- Sjukrahotol Rauða kroaainm •ru á Akureyri og i Reykjavík. RAUÐIKROSSISLANDS Kaupum stimpluð islenzk frimerki á hæsta markaðsverði. I’ósthólf !I1Í2, Reykjavik. um meira en okkur bar. Þær stundir ,,Ég vildi bara að enginn ykkar þyrfti að una allsleysi”. — Og það verðum við vist að játa hvert og eitt: Við þurftum ekki að una allsleysi. Við feng- um meira en okkur bar. Þær stundir komu á ævi okkar að við vorum orölaus af þakklæti og full undrunar. Enginn okk- ar þurfti að una allsleysi. Þvi skulum við heldur ekki biðja þess aö verða tekin frá þessum heimi, heldur að vera varðveitt frá hinu illa. Frá djöílinum sem alltaf segir ef. Efþú hefur nokkuð að þakka, eftil er guð, ef þú ert guðsson, kasta þér þá úr musteristurn- inum.efþú vilt tilbiðja mig gef ég þér öll riki veraldarinnar. ef þú breytir steinum i brauð, ef guð hefur raunverulega sagt, að ávaxta þessa trés megirðu elli neyta. Þetta ef gerir allt óraun- verulegt. Þvi er það djöful- legt. Ef þér þykir vænt um nokkurn. Efeinhverjum þykir vænt um þig. Ef allt saman er ekki blekk- ing. í bæninni vill Jesús varð- veita okkur frá hinu illa þann- ig að kærleikurinn verði aug- ljós og opinber, sem það ljós sem allir óvættir flýja. Lát þá vera eitt eins og viðerum eitt. ég i þeim og þú i mér, allir eiga þeir að vera eitt, fullkomnir til þess að heimurinn skuli játa að þú hefur sent mig og þú hel'ur elskað þá eins og þú hefur elskað mig. Þetta er fullkomnun heimsins — eða dýrð hans, undrið mesta að allt á þessari jörð, að þessi heimur — og viðsem erum þessi heimur — erum elskaðir. Að guð elskar heiminn. Það er öll full- komnun hans. Jóhannesarguðspjall þekkir engan annan fullkomleika. Svo elskaði guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn. Svo. Ekki á þann hátt að hann tæki nokkurn frá heiminum eða léti skilja sig frá honum. Það var heimurinn sem guð elskaði. Kærleikur þinn til min skal vera i þeim eins og ég er í þeim. Svo má þá djöíullinn segja el eins olt og hann vill, og það verður alltaf að hviskri, Ef, ef ef. Það er orðið og það er satt — og þá breytir engu hve mikið er hvislað i ormagarðinum. Kærleiki guðs skapar það sem hann elskar. Verum þvi i þessum heimi og lærum að elska það, sem hann hefur skapað. Ijjr, I g» 1 ;A ' 1 $ SAMBANDIÐ BYGGINGAVQRUR ' SUÐURLANDSBRAUT 32- EINNIGINNAKSTUR FRÁ ARMÚLA29 BBIsláSEatalalálaSBlálataláSBIalaBSláBIalaSIalsBIaliIálalálálálalalálalala

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.