Tíminn - 04.09.1977, Blaðsíða 18

Tíminn - 04.09.1977, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 4. september 1977 menn og málefni Munurinn á Berlinguer og Kjartani Ólafssyni Áminning Brynjólfs Brynjólfur Bjarnason birti ný- lega i Þjóöviljanum afmælisgrein um niræðan öldung, Helga Jóns- son.sem vará sinum tima einn af stofnendum Kommúnistaflokks- ins. Brynjólfur getur þessm.a. aö Helgi hafi áöur fyrr verið mikill stuöningsmaður Þjóöviljans. Siöan segir hann: ,,0g nú er hann (þ.e. Þjóðvilj- inn) oröinn meiri stærö en okkur Helga dreymdi um i fyrstu, þegar viö vorum sem nákomnastir hon- um. Og fleira hefur breytzt, sem okkur óraöi ekki fyrir. Ef Helgi hefði þá séð i draumi sumar greinar Þjóöviljans á árinu 1977, þá heföi hann áreiðanlega ekki trúaö þvi aö slikt ætti fyrir honum aö liggja. Hann var mjög virkur félagi i þeim flokki, sem stofnaöi Þjóöviljann, og nú er sá flokkur sagöur hafa verið fáum harm- dauöi i einni greininni. Nú eru vissulega aörir timar og önnur verkefni. En ábyrgö þeirra, sem skrifa i Þjóðviljann, er engu minni en fyrr. Helgi var ófeiminn aö segja okkur til syndanna á sin- um tima. Nú býst ég við aö hann segi ekki margt viö ykkur Þjóö- viljamenn. En hann hugsar kannski meira. Og htrnn ætlast áreiöanlega til þess, aö þeir sem nú hafa tekiö viö Þjóöviljanum, skrifa hann og móta stefnu hans, geri sér ljósa grein fyrir þeirri sögulegu ábyrgö, sem þeir hafa tekiö á sig og þeim vanda, sem þvi fylgir.” Að fela upprunann Ljóst er af þessu, aö Brynjólfur Bjarnason kann þvi illa, aö núv. leiötogar Alþýöubandalagsins skuli leggja sérstaka rækt viö aö reyna aö fela uppruna þess, sem var Kommúnistaflokkur Islands, og þá róttæku stefnu, sem þá var fylgt. En fátt einkennir nú meira vinnubrögö leiötoga Alþýöu- bandalagsins. Þeir leggja megin- kapp á aö afneita bæöi byltingar- stefnunni og þjóönýtingarstefn- unni. 1 staö þess er reynt aö eigna Alþýöubandalaginu svokallaöan Evrópukommúnisma sem raunar enginn veit hvaö er, og kannski sizt áhangendur hans sjálfir. Að- eins mun til ein enn meiri graut- argerð, en það er stefnuskrá Al- þýöubandalagsins sjálfs, en af henni getur enginn ráðiö hvers konar flokkur þaö er. Tilraunir Alþýöubandalags- manna til að fela þannig uppruna sinn eru hins vegar næsta skiljan- legar. Bæöi byltingarstefnan og þjóönýtingarstefnan hafa beöiö skipbrot, þar sem þær hafa verið reyndar. Þess vegna vill Alþýöu- bandalagiö ekki vera bendlaö viö þær Játning Kjartans Raunar gekk þessi feluleikur svo langt um skeiö, aö Alþýöu- bandalagsmenn afneituðu tengsl- um viö hvers konar kommún- isma. Þeir vildu ekki frekar kannast viö Sameiningarflokk al- þýöu — Sósialistaflokkinn en Kommúnistaflokkinn gamla. Það var fyrst nú i sumar, sem sú skyndilega breyting geröist, að Kjartan ölafsson sem er nú helzti stjórnmálahugsuöur Alþýöu- bandalagsins, birti itarlega grein, Kjartan Ólafsson þar sem þvi var yfirlýst aö Al- þýöubandalagiö þurfi ekki aö ,,hika viö aö viöurkenna allnáinn skyldleika viö flokka eins og t.d. italska kommúnistaflokkinn.” Kjartan gekk lengra en þetta. Hann komst aö þeirri niöurstööu, aö Evrópukommúnisminn reki rætur sinar til tslands. 1 raun og veru séu kommúnistaflokkar Italiu og Frakklands ekki aö gera annaö en aö fara i slóö Alþýöu- bandalagsins. Kjartan telur upp þaö sem hann kallar meginatriði Evrópukommúnismans, og segir siöan: „öll þau atriöi sem hér voru rakin eru islenzkum sósialistum gamalkunn. Viö erum sammála þeim öllum, og um flest þeirra má segja aö flokkar Evrópu- kommúnismans séu nú aö þoka sér meö mjög eindregnum og ákveönum hætti inn á þá braut sem stjórnmálasamtök sósialista á tslandi hafa áöur fetaö.” Meö öörum oröum: Berlinguer hinn italski er i raun engu minni lærisveinn þeirra Brynjólfs Bjarnasonar og Einars Olgeirs- sonaren þeir Kjartan Ólafsson og Svavar Gestsson. Hann hefur aö- eins veriö seinni til og kann þaö aö stafa af fjarlægöinni. Hinn „allnáni skyldleiki” Vafalaust á Kjartan Ölafsson eftir aö rökstyöja þessa sögu- skoöun sina betur og verður býsna fróölegt aö fylgjast meö því.Fróöleguster þó sú yfirlýsing hans, aö „allnáinn skyldleiki” sé milli Alþýöubandalagsins og italska kommúnistaflokksins. Það er nú takmark Italska kommúnistaflokksins aö komast i stjórn meö Kristilega flokknum, sem er ihaldsflokkur ítallu,og til þess aö ná þvi marki, veitir hann minnihlutastjórn Kristilega flokksins bæöi hlutleysi og óbein- anstuöning. Eitthvaö svipaö hlýt- ur aðvaka fyrir Alþýöubandalag- inu, ef skyldleikinn er eins náinn og Kjartan vill vera láta. Kjartan getur meö góöum rétti bent á, aö hér er italski kommúnista- flokkurinn aöeins aö feta i fótspor Alþýöubandalagsins, sem þá hét aö visu Sameiningarflokkur al- þýöu — Sósialistaflokkurinn. Slik- an stuöning veitti þaö minnihluta- stjórn Sjálfstæöisflokksins 1942 og komst svo i rikisstjórn meö hon- um fjórum árum siðar. Nýr felu- leikur Þaö er nú komið á daginn, aö Kjartan Ólafsson hefur gerzt of opinskár, þegar hann játaöi skyldleika Alþýöubandalagsins og italska kommúnistaflokksins. Þess vegna er nú hafinn nýr felu- leikur I Þjóðviljanum.Fyrirfáum dögum var birt stutt forustugrein i Timanum, sem hljóðaöi á þessa leið: „Þjóöviljinn segir, aö Fram- sóknarflokkurinn sé hættur aö vera vinstri flokkur, þvi aö hann vinni meö Sjálfstæöisflokknum. Jafnframt segir Þjóöviljinn, aö Alþýöubandalagiö sé nú eini vinstri flokkur landsins. Þá hefur Þjóöviljinn margsinnis itrekaö aö flest sé likt með Alþýöubandalag- inu og ftalska kommúnistaflokkn- um, en megintakmark hans nú er aö komast i stjórn meö stærsta ihaldsflokki Italiu. Vakirlika ekki svipaö fyrir Alþýöubandalaginu? Fróölegt væri aö fá yfirlýsingu Kjartans Ólafssonar um þaö, hvort Alþýöubandalagið Utiioki samstarf við Sjálfstæöisflokk- inn.” Þaö heföi mátt ætla, að Kjartan brygöist ekki illa viö þessari fyrirspurn, enda ætti hann lika aö eiga auövelt meö aö svara henni eftir yfirlýsinguna um skyldleika Alþýöubandalagsins og ítalska kommúnistaflokksins. Sliku var. þó ekki aö heilsa. 1 staö þess aö svara fyrirspurn Tlmans mál- efnalega birti hann I slðasta sunnudagsblaöi Þjóöviljans ein- hverja óþverralegustu forustu- grein, sem sézt hefur i islenzku blaöi. Meginhluti greinarinnar er persónulegt nið um Kristin Finn- bogason, Þórarin Þórarinsson og Jón Sigurösson, en sneitt fram hjá allri málefnalegri umræöu Berlinguer eins og kostur er. * Tilgangur Kjartans meö þessu háttalagi er bersýnilega sá að fela þaö hver hinn raunverulegi tilgangur Al- þýöubandalagsins er i þessum efnum. Enþvi meira sem Kjartan skrifar af slikum greinum, þvi augljósara veröur þaö aö Alþýöu- bandalagiö stefnir að samstarfi viö Sjálfstæöisflokkinn eftir næstu þingkosningar, þótt allt kapp veröi lagt á aö fela þaö fyrir þær. Spurningin er aöeins sú, hvort Sjálfstæöisflokkurinn er reiðubúinn til aö endurnýja ný- sköpunarævintýriö. Berlinguer gengur hreint til verks Ljóst er af þessum viöbrögöum Kjartans Ólafssonar, aö þrátt fyrir allar yfirlýsingar hans um skyldleika Alþýðubandalagsins og ítalska kommúnistaflokksins, er þó aö einu leyti munur á þeim, en sá munur er meira persónu- legs eölis málefnalegs. Berlingu- er hinn ítalski telur heiðarlegast aö ganga hreint til verks og vera ekki meö neina feluleiki og sýndarmennsku. Hann segir ákveðið að hann stefni aö sam- starfi viö ihaldsflokk Italiu. Kjartan ólafsson og Lúövik Jósefsson vilja hins vegar fela þaö fram yfir kosningar að hið sama vaki fyrir Alþýöubandalag- inu. Þannig er nú allt starf Al- þýöubandalagsins einn alls- herjarfeluleikur. Þaö reynir aö fela stefnu sina og það reynir aö fela óskadraum sinn um samstarf viö Sjálfstæöisflokkinn. Munurinn á Berlinguer og Kjartani er sá, aö Berlinguer gengur hreint til verks en Kjartan er I felum. Aðgerdalaus meirihluti Yfirlýsingar borgarstjórnar- meirihlutans i Reykjavik um aö nú skuli hafizt handa um endur- reisn miðbæjarins og eflingu at- vinnulifsins er ótviræð játning hans sjálfs um það, aö hann hafi um áratuga skeið haldiö aö sér höndum varðandi mörg stærstu hagsmunamál Reykjavikur- borgar. Þæreru staðfesting á þvi, sem andstæöingar meirihlutans hafa haldiö fram um aögeröaleysi hans og sinnuleysi á fjölmörgum sviöum borgarmálanna. Miöbær- inn væri ekki kominn i slika niöurniöslu og siöustu skýrslur borgarinnar sýna ef málum hans heföi verið nægilega sinnt á und- anförnum áratugum. Undirstööu- atvinnuvegunum, sem Reykjavik byggöi lengi velgengni og vöxt sinn <$, feins og útgerð og fisk- vinnslu^ieföi ekki fariö hnignandi áratugum saman, ef hér heföi verið dugandiog vakandi borgar- stjórnarmeirihluti. Þó hefur ekki vantað að borgarstjómarmeiri- hlutinn hafi fengið um þetta áminningar frá andstæöingum sinum i borgarstjórn. Þær eru orönarbýsna margartillögurnar, sem minnihlutamenn hafa flutt i borgarstjórninni um eflingu út- geröar og fiskvinnslu i bænum, um .bætta aðstöðu iönaðarins o.s.frv.^en meirihlutinn hefur jafnan stungiö þeim undir stól. Þaö er lika vonlaust verk fyrir meirihlutann aö ætla aö kenna Byggöasjóöi um hrömun sjávar- útvegsogfiskvinnslui Reykjavik, þvl aö hún var löngu hafin fyrir tiö hans. Byggðasjóöur hefur að sönnu stuttaö eflingu atvinnulifs úti um land. Mestan gæfumuninn hefur það þó gert I þessum efnum, aö þar hafa viöast veriö vakandi og dugandi bæjar- . og sveitar- stjórnir, sem hafa beitt sér af kappi fyrir eflingu atvinnulifsins. Gömul grýla \ Mbl. finnur að illt er aö verja aðgeröaleysi borgarstjórnar- memhlutans. Þvi erþaö byrjaö á gamla grýlusöngnum um, aöekk- ert annað en hreinn voöi blasi framundan i Reykjavik ef Sjálf- stæðisflokkurinn missir meiri- hlutann. Þá taki viö vinstri stjórn og glundroöi. Til þess aö sýna Mbl. hversu fjarstæöur þessi grýlusöngur þess er , þarf ekki annaö en aö visa tilnágrannabæj- anna. Er nokkur glundroöi rikj- andi i Kópavogi, i Hafnarfiröi, i Keflavik eöa á Akranesi, þótt Sjálfstæöisflokkurinn sé ekki i meirihluta þar? Hafa ekki myndazt þar starfshæfir meiri- hlutar, myndaðir á breiöum gmndvelli? Benda mætti á fleiri staði þessu til sönnunar. Sann- leikurinn er sá, aö i sveitar- stjórnarmálum ber oftast ekki það mikið á milli flokka aö þeir geti ekki unniö saman aö fram- faramálum viökomandi staöar. Samstarf þeirra á breiöum grundvelli hefur þar oftast reynzt æskilegasta lausnin. Og hvaö Sjálfstæöismenn snertir ber aö viöurkenna þaö aö þeir reynast yfirleitt betur, þegar þeir vinna meö öörum, en þegar þeir ráöa einir og kyrrstööustefna þeirra fær aö ráöa rikjum. Reynslan frá sveitarfélögum og bæjarfélögum viös vegar um land er ótviræö sönnun þess, aö hér myndi ekki skapast neinn glund- roöi eöa vandræöi, þótt Sjálf- stæöisflokkurinn missti meiri- hlutann I borgarstjórninni. Þvert ámótier meiri von þeirrar nauö- synlegu stefnubreytingar, aö hafizt veröi rösklega handa i at- vinnumálum borgarinnar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.