Tíminn - 04.09.1977, Side 40
I
* 18-300
Auglýsingadeild
Tímans.
f 'ls&WMi v
Marks og Spencer
HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI
UNDIRFATNAÐUR
Nútima búskapur
jamimn
haugs
Guðbjörn
Guöjónsson
Heildverzlun SfAumúU
Sfmar B5694 & 8529S
Tíminn rædir vid Húnboga Þorsteinsson, sveitarstjóra í Borgarnesi
Miklar framkvæmd-
irí
MÓL-Reykjavík. I Borgarnesi stendur blómleg byggð,
eins og þeir vita sem þangað hafa komið. Um þessar
mundir standa þar yfir meiri framkvæmdir en margur
gæti ætlað á ekki stærri stað. Til að fá sem gleggstar
upplýsingar og yfirlit yfir þessar framkvæmdir sneri
Tíminn sér til Húnboga Þorsteinssonar, sveitarstjóra i
Borgarnesi og spurði hann um þær framkvæmdir, sem
nú er unnið við í Borgarnesi.
leiguíbúðirnar tilbúnar til af-
hendingar og hefur verkið gengið
alveg samkvæmt áætlun. Það er
búið að selja sex af ibúðunum, en
hreppurinn ætlar að eiga hinar
þrjár, sem eftir eru.
Stækkun skólans
— Við munum reyna að fá fjár-
veitingu á næstu fjárlögum, svo
að hægt verði að hefja fram-
kvæmdir þegar á næsta ári við
stækkun skólans en það hefur nú
um nokkuð skeiö verið i undir-
búningi. Arkitektarnir Ormar
Þór Guömundsson og örnólfur
Hall hafa verið ráðnir til að
teikna þessa viðbyggingu og hafa
frumteikningarnar verið sam-
þykktar af skólanefndinni,
kennurum og hreppsnefnd. Unnið
verður áfram að teikningum.
þessu ári er ætlunin að ljúka að
mestu fyllingu i þetta svæði og
ganga frá skolplögnum, sem
liggja þarna i gegn. Einnig á að
ljúka frágangi á garði sjávar-
megin og undirbyggingu götu
þar. Það er búið að úthluta flest-
um lóðum á þessu svæöi og fara
byggingaframkvæmdir aö hefjast
þar.
— Þá má nefna nýtt ibúöar-
hverfi i Bjargslandi en á s.l. vetri
var úthlutað lóðum undir 44 ibúðir
á þvi nýja svæði. Er hér mest um
aö ræða einbýlishús og raðhús, en
einnig var úthlutað einni lóð undir
tólf ibúða fjölbýlishús. Þar hafa
framkvæmdir staðið yfir i sumar
en jarðvegsskiptum undirbygg-
ingu gatna.holræsa- og vatnslögn
um verður lokið að mestu áöur en
ibúðarbyggingar hefjast.
— 1 sumar var byrjað að undir-
búa Helgugötu og Gunnlaugsgötu
undir varanlegt slitlag. t Helgu-
götu þurfti aö skipta um jarðveg
og allar lagnir, sem voru orðnar
mjög lélegar. t Gunnlaugsgötu
þarf einnig að skipta um jarðveg
Hiinbogi Þorsteinsson, sveitar
stjóri
Það kemur til að breyta mjög
hagkvæmni þeirra hitaveitu sem
við i Borgarnesi erum með i
undirbúningi sérstaklega vegrla
þess hve hún veröur dýr, þar sem
aðveituæöin er mjög löng.
Nýi leikskólinn verður tekinn i notkun nú I haust
Leiguibúðirnar verða tiibúnar til afhendingar á næstunni.
Sundlaug í haust
— Aö undanförnu hefur verið
unnið við að ganga frá sundlaug-
inni og standa vonir tii aö hægt
verði að taka hana I notkun i
haust, svona i október eða
nóvember sagði Húnbogi Þor-
steinsson. — Það sem hér er um
að ræöa er aö byggt er yfir eldri
sundlaug og hún mjög endurbætt.
— Þessi sundlaug er í sömu
byggingu og iþróttahúsið en
stefnt er að þvi aö ljúka við
iþróttasalinn og taka hann i
notkun á fyrrihluta næsta árs.
Þessi framkvæmd er vissulega
háö þvi aö viðunandi fjárveiting
fáist á næstu fjárlögum. Til þessa
hafa meir en 100 milljónir farið i
þetta verk en sveitarfélagið
greiöir rúman helming
kostnaðarins.
tþróttahúsið og sundlaugin
munu koma til meö að gerbreyta
allri aðstöðu hér til innanhúss-
iþrótta og til ýmiss konar félags-
starfsemi.
Nýr leikskóli
— Það er ætlunin að ljúka bygg-
ingu leikskóla á þessu ári og taka
hann i notkun nú i haust. Það
veröur gengið frá girðingu um-
hverfis lóð skólans og þangað
flutt leiktæki af Svarfhólslóðinni
en þar er leikskólinn nú til húsa.
— 1 þessum nýja leikskóla
verður aöstaöa fyrir 80 börn á
dag, en skólinn verður tviskiptur
þannig að 40 börn verða þar i
einu. Húsnæðið i Svarfhóli veröur
hins vegar tekið til notkunar i
þágu grunnskólans i Borgarnesi,
eða svo er alla vega áformaö.
— Við reiknum þó varla með að
fjárveitingin til skólans dugi til að
ganga frá lóðinni i ár til fullnustu.
Leiguibúðirnar
— Seint i þessum mánuði eöa i
þeim næsta, þ.e. október, verða
Gatnagerðarfram-
kvæmdir
— 1 sumar hefur mikið verið
unnið aö gatnagerðarfram-
kvæmdum. Gatan á uppfylling-
unni austan Brákarbrautar, hefur
hlotið nafniö Bjarnarbraut. A
og lagnir, eða a.m.k. að einhverju
leyti.
Hitaveitan
— Nú er komið fordæmi fyrir
þvi að rikissjóður veiti til-
hliðranir i sambandi viö tolla og
söluskatt af efni til hitaveitna.
— S.l. vor lauk borun hitavatns-
holu við Laugarholt i Bæjarsveit.
Borunin sem var framkvæmd
með jaröbornum Narfa, bar
góðan árangur. Sjálfrennsli úr
borholunni er um 30 sekúndulitr-
ar og má reikna með aö þetta
vatnsmagn megi allt að þvi tvö-
falda meö dælingu. Talið er að
hola sem var boruð i Bæ i Bæjar-
sveit i fyrra geti gefið milli 20 og
30 sekúndulitra við dælingu og er
þar með tengiö talsvert meira
vatnsmagn heldur en Hitaveita
Borgarfjaröar þarf að nota i
byrjun.
— Þaö var á s.l. vetri, að béejar-
stjórn Akraness óskaði eftir við-
ræöum um aðild Akraness að
hitaveitu hér ofan úr Borgarfirði.
1 október á siðasta ári skipaði
iðnaðarráðuneytið Edgar Guð-
mundsson, verkfræðing til að at-
huga alla möguleika varöandi
hitaveitu fyrir Borgarnes,
Hvanneyri og Akranes. Hefur
hann siðan verið haföur með i
ráðum i sambandi við þessi mál.
— Undanfarið hafa svo staðið
yfir samningar milli stjórnar
Hitaveitu Borgarf jarðar og
bæjarstjórnar Akraness um þessi
mál og bendir flest til að um sam-
.vinnu þessara aðila verði að ræða
i sambandi við hitaveituna þótt
enn séu mörg mál óleyst i þessu
sambandi.
— En komi ekkert óvænt fyrir
þá má reikna með að fram-
kvæmdir við hitaveituna hefjist á
næsta ári og mun framkvæmda-
timinn standa yfir til 1979, þannig
Frh. á bls. 39