Tíminn - 16.09.1977, Page 4
4
f&fMáim
Föstudagur 16 . september 1977.
510 konur hafa hlotið styrk
úr minningarsj óði Bríetar
Hinn árlegi merkjasöludagur
Menningar- og minningarsjóös
kvenna er nú á laugardaginn 17.
september n.k.
Tilgangur sjóösins er aö vinna
að menningarmálum kvenna
m.a. með þvi að styöja konur til
framhaldsnáms, framhalds-
rannsókna og ritstarfa eða með
þvi að verölauna ritgerðir, eink-
um um þjóðfélagsmál er varöa
áhugamál kvenna.
„Komi þeir timar, að konur
og karlar fái sömu laun fyrir
sömu vinnu og sömu aðstæöur
til menntunar, efnalega, laga-
lega og samkvæmt almennings-
áliti þá skulu bæði kynin hafa
jafnan rétt til styrkveitinga úr
þessum sjóði”, segir i skipu-
lagsskrá.
Menningar- og minningar-
sjóður kvenna var stofnaður af
Brieti Bjarnhéðinsdóttur, og
stofnfé sjóösins er dánargjöf
Bri'etar, sem afhent var af börn-
um hennar á 85 ára afmæli
hennar 27. september 1941, og
telst sá dagur stofndagur sjóðs-
ins.
Um 510 konur hafa hlotið
styrk úr sjóðnum frá stofnun
hans. Merkjasalan hefur um
árabil veriö eina fjáröflunar-
leiðin til stuðnings við sjóðinn,
þar sem leitaö er til almennings
i landinu um aðstoð. Það er þvi
ekki sizt undir þvi komið hvern-
ig til tekst með þessa fjáröflun,
hversu mikið fé sjóðurinn hefur
handbært til styrkveitinga
hverju sinni.
Merkin verða afgreidd til
sölubarna i barnaskólum
Reykjavikur og i anddyri Hall-
veigarstaða við Túngötu. Oti á
landi er merkjasalan á vegum
kvenfélaga á staðnum. Verð
merkjanna er 100 kr. stykkið.
Söluiaun eru greidd.
Menningar- og minningar-
sjóður kvenna hefur gefiö Ut
Æviminningabók i fjórum heft-
ur Fimmta heftið er nú i undir
búningi. Tekið er á móti minn-
ingargreinum og minningar-
gjöfum á skrifstofu sjóðsins að
Hallveigarstöðum viðTúngötu á
fimmtudögum kl. 15-17 (3-5)
simi 1 81 56 eða eftir samkomu-
lagi við formann sjóðsins Else
Miu Einarsdóttur, simi 2 46 98.
Sjóðurinn hefur nokkrar tekj-
ur af sölu minningaspjalda.
Minningaspjöldin eru til sölu i
Bókabúö Braga að Laugavegi
26, i Lyfjabúð Breiðholts að
Arnarbakka 4-6 og á skrifstofu
sjóðsins.
Stjórn sjóðsins er skipuð 5
konum og 5 til vara. Stjórnin er
kosin á landsfundi til fjögurra
ára isenn. 1 stjóm og varastjórn
eiga nú sæti: Else Mia Einars-
dóttir formaður, Anna Borg
varaformaöur, Kristin B.
Tómasdóttir ritari, Guðrún Sæ-
mundsdóttir, Ragnheiður Möll-
er, Helga K. Möller, Asthildur
ólafsdóttir, Brynhildur Kjart-
ansdóttir, Sólveig Pálmadóttir
og Katrin Smári.
Stjórnir Kvenréttindafélags
Islands og Menningar- og minn-
ingarsjóðs kvenna hafa sam-
starf um framkvæmd merkja-
söludagsins og hefur undirbún-
ingur staðið all lengi. Núverandi
formaður Kvenréttindafélags-
ins er Sólveig ólafsdóttir. Björg
Einarsdóttir er varaformaður.
Má geta þess að tákn Kven-
réttindafélags tslands prýðir
merki dagsins, blátt tákn á hvit-
um grunni.
Allar upplýsingar um
Brlet Bjarnhéðinsdóttir.
merkjasöluna og starfsemi formanni sjóðsins Else Mie Ein-
sjóðsins eru fúslega veittar af arsdóttur í sima 2 46 98.
Ævisaga
séraPáls
Þorláks-
sonar
Hinn viðkunni læknir, dr. Paul
H.T. Thorlaksson i Winnipeg, hef-
ur ákveðið að beita sér fyrir
útgáfu á ævisögu séra Páls
Þorlákssonar, Jónssonar fiá Stóru-
Tjörnum i Ljósavatnsskaröi.
Séra Páll var einn af fyrstu
þjónandi prestum meðal íslend-
inga vestan hafs og kunnur fyrir
forustu sina meðal landa sinna á
hinum erfiðu landsnámsárum.
Vestan hafs hefur þegar verið
safnað miklu safni heimilda um
séra Pál og ýmsa ættingja hans
og það ti'mabil, er hér um ræðir.
Meðal þessara heimilda er
kirkjubók séra Páls, er hefur aö
geyma frábærar upplýsingar um
menn og kjör þeirra á hinum
erfiðu landsnámsárum.
Vestan hafs hefur þegar verið
safnað miklu safni heimilda um
séra Pál og ýmsa ættingja hans
og það timabil, er hér um ræðir.
Meðal þessara heimilda er
kirkjubók séra Páls, er hefur að
geyma frábærar upplýsingar um
menn og kjör þeirra á hinum
fyrstu árum íslendinga i
Ameriku.
Séra Páll fæddist á Húsavfk ár-
ið 1849 og dó i Norður Dakota
1882.
Þeir, sem lesa þessa frétt og
kunna að hafa f fórum slnum eða
vita um einhverjar heimildir,
einkabréf, skjöl eða annað, sem
varðar séra Pál, ættingja hans og
það timabil, sem hér um ræðir,
eru vinsamlega beðnir að veita
dr. Paul Thorláksson aðstoðslna.
Biskupsskrifstofan I Reykjavik
mun veita slikum gögnum mót-
töku og koma þeim áleiðis.
LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR
GARY KVARTMILLJÓN
eftir
Allan Edwall.
Þýðandi:
Vigdis Finnbogadóttir og fl.
Leikstjóri:
Allan Edwald
Leikmynd:
Björn Björnsson
Lýsing: Daniel Williamsson
Leikfélag Reykjavlkur hefur
vetrarstarfið að þessu sinni meö
þvi aö frumsýna sænskt leikrit
Gary kvartmilljón, eftir Allan
Edwall.
Allan Edwall er frægur leik-
ari, leikjahöfundurog leikstjóri.
Hann er þekktur i heimalandi
sinu og einnig á íslandi, þar sem
börnin þekkja hann undir nafn-
inu pabbi hans Emils i Katt-
holti. Hinir fullorðnu þekkja
hann sem ráðsmanninn á
Heimaeyjum, eða sem trúboð-
ann I Vesturförunum.
Allan Edwall hefur samiö
þrjú leikrit, 5 eða 6 sjónvarps-
leikrit og auk þess sjónvarps-
þætti og reviur.
Hann hefur þvi talsverða
reynslu i leiklistinni.
Gary kvartmilljón
Þaö er ekki svo auövelt aö
skilgreina Gary kvartmilljón,
bókmenntalega. Liklega verður
þetta að teljast vera einhvers
konar raunsæisverk, þar sem
allt er tekið með — engu er
sleppt, hvorki smáu né stóru.
Lýst er lifi á heimili verka-
manns sem býr í sambýlishúsi
með konu og tveim bömum.
Þetta er visitölufjölskyldan
sjálf i siðari hálfleik lifsins.
Foreldrarnir eru farnir að
reskjast og börnin eru ekki
lengur börn.
Segja má aö Allan Edwall
Gary kvartmilljón
eftir Allan Edwall
Gary og unnustan, Harald G. Haraldsson og Soffla Jakobsdóttir.
sýni okkur raunveruleikann við
raunverulegar aðstæður og dag-
inn við dagsljós.
Söguþráðurinn er sannast
sagna mjög veikur, og skiptir I
raun og veru ekki máli. Upp I
hugann kemur sú kenning að i
raun og veru skipti þaö ekki
máli um hvað sé skrifað aðeins
að það sé nógu vel gert. Hinn
veiki þráöur flytur mikið llf og
töluverða undiröldu lika.
Höfundur leikstýrir verki sinu
sjálfur. Það er ljóst hvemig
hann skilur verk sitt. Það
verður að varðveita hversdags-
leikann út i yztu æsar. Hann
staðfærir verkið, sem oft er dá-
litið hæpið. En þarna tekst það.
Vigdis Finnbogadóttir þýðir
hráa þýðingu, siðan sjóöa leik-
endur og leikstjóri þetta saman.
Eimskipafélagiö, Breiðholtiö og
Geir Hallgrimsson koma I stað-
inn fyrir hliðstæður sinar I Svi-
þjóð.
Andstæður leiksins eru börnin
og foreldrarnir en hinir slðar-
nefndu hafa erft ráðdeild og
hina meðfæddu varúð. Fólkið
sem sættir sig við heiminn eins
og hann er — já og nýtur hans á
sinn hátt lika, hvort sem það
annars er Onedin skipafélagið
sem siglir með drauma þess og
vonir eða einhver annar.
A hinn bóginn eru það svo
börnin sem beita sinum aðferð-
um við aö sigra heiminn. Ungi
maðurinn með einhvers konar
menntun, námskeiðum og
undirgefni og svo unga stúlkan
sem vill sigra þennan heim með
nýjum skoðunum, Kefiavikur-
göngum og öðrum mótmælum.
Þau eru þó bæði undirgefin,
aðeins hvort á sinn hátt.
Niðurstaðan er svo lifsmynd
sem óhætt er að fullyrða að eigi
erindi við flesta. Og hún mun
vekja nokkra undrun hjá fólki
sem sjaldan litur i spegil.
Saga og sex leikendur
I Gary kvartmilljón koma
fram sex leikendur.
Harald G. Haraldsson leikur
Gary sem er veigamesta hlut-
verkið. Þettá er liklega i fyrsta
skipti sem hann fer með stórt
hlutverk hjá Leikfélaginu, og
ferst honum það vel úr hendi.
Aðrir sem þarna fara með hlut-
verk eru Guðmundur Pálsson og
Margrét ólafsdóttir, sem leika
foreldrana. Soffia Jakobsdóttir,
sem leikur unnustu Garys sem á
barn fyrir. Inga Svanhildur Jó-
hannesdóttirleikur dótturina og
Jón Hjartarson leikur svo hús-
vörðinn.
Þetta er vel skipað i hlutverk
að voru mati og leikstjóri teflir
liði sinu fram um einstigi milli
góðlátlegrar kimni og farsa.
Leikmynd Björns Björnsson-
ar var einkar hentug og gengur
á sama veg og textinn að geta
verið hvar sem er, en við þekkj-
um hana þó samtsvo einkar vel.
Lýsing Daniels Williamsson
var til fyrirmyndar.
Undirritaður sá leikinn á
aðalæfingu.
Jónas Guðmundsson
leiklist