Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 16. september 1977 Umsjónarmenn: Pétor Einarsson Ómar Kristjánsson Ungt fólk og eigið íbúðarhúsnæði Sérhver ungur maður hlýtur að leita sér að eigin húsaskjóli fyrr eða síðar. FjölskyIdufólk þarfnast íbúðar fyrr en einstaklingar almennt séð. Strax og haf izt er handa rekst fólk á ótal vandamál. Hvað á að gera? Á að ráðast út í byggingu, á að kaup nýtt hús- næði, á að kaupa gamalt eða leigja sér íbúð? Sama er hver þátturinn er valinn, alls staðar þarf viðkomandi mikið f jármagn, nema ef til vill helzt við húsaleigu. Ef til stendur að leigja sér húsnæði, þá þarf hins vegar oftast að greiða æði miklar fúlgur í fyrirframgreiðsl- ur, og almenn leiga á íbúðarhúsnæði er orðin það há, að hún nálgast það sem kalla mætti okur. Menn greiða frá 25 þúsund kr. á mánuði fyrir eitt herbergi til 50 þúsund kr. fyrir f jögurra herbergja íbúð fyrir utan Ijós og hita. Það er sláandi, ef tekið er dæmi af sex manna f jöl- skyldu, þ.e. hjón með f jögur börn, að svo getur farið að hún sé alls ekki af lögufær þegar brýnasti kostnað- ur mánaðarins hefur verið greiddur. Ef gert er ráð f yrir því, að fyrirvinnan sé láglaunamaður og haf i um það bil 120 þús. kr. á mánuði, sem ekki er óalgengt, og f jölskyldan leigir f jögurra herbergja íbúð, sem kostar með öllu um 60 þúsund kr. á mánuði, þá er ekkert eft- ir. Þessi hugsaða f jölskylda getur aldrei eignazt bíl eða eigið húsnæði og varla fatað f jölskylduna nema með óhæf ilegum vinnuþrældómi, sem að dugir þó alls ekki til þess að eignast eigið húsnæði með þeim kjör- um, sem gefast í dag. Þótt hér sé talað um hugsaða fjölskyldu skulu menn vera þess alveg fullvissir, að alltof margar fjölskyldur eru einmitt í þessari að- stöðu. Ráðamenn þessa lands heyrast of t tala um það, að rétta þurfi hag þessa fólks. Litið gerist og það læðist að manni sá grunur að þeir skilji alls ekki vanda þessa fólks, enda er umhverf i og kjör þeirra gjörólík. Þrátt f yrir smæð þessa þjóðfélags þá eru þjóðfélags- hóparnir mikið að fjarlægjast hver annan. Þennan ákveðna hóp virðist tilf innanlega vanta málssvara — ekki setur verkalýðshreyf ingin hag þeirra á oddinn en eðlilegasti vettvangur baráttumála af þessu tagi ætti tvimælalaust að vera þar. Meginstefnan í húsnæðismálum okkar er, að sem flestir séu í eigin húsnæðiog þannig á það að vera. Þó að ýmsir krefjist ódýrs leiguhúsnæðis og þá eflaust með þarfir áðurgreinds hóps í huga, þá gleyma þeir því að þetta er beinasta leiðin til augljósrar stétta- skiptingar, þar sem lágstéttirnar eru í leiguhúsnæði en hástétt í eigin einbýli eða þess háttar byggingum. Það er orðið brýnt að ef la þá opinberu lánasjóði sem veita lán til húsbygginga og kaupa á eldri íbúðum. Erf itt er að segja hvað lán úr byggingasjóði ríkisins og lífeyrissjóðslán eru mikill hluti af byggingarkostnaði — en þaðeru þau lán sem f lestir fá — gera má ráð fyr- ir að þau geti verið frá 20%-50%, að lítið rannsökuðu máli. Þessa lánafyrirgreiðslu verður að hækka þannig að hún verði allt að 100% fyrir þá tekjuminnstu og til mjög langs tíma. Þetta er ekki hægt að framkvæma nema algjör bylting verði á f járveitingu til byggingar- sjóðs ríkisins. Auðvelt er að benda á f jármagnsuppsprettuna, en hún er hinir f jölmörgu lífeyrissjóðir landsmanna. Líf- eyrissjóðirnir eru höfuðvígi fjölmargra smákónga, sem deila út fé — bankastjórarnir eru f leiri en í bönk- unum —. Það sem verra er að þeir sem mestar hafa tekjurnar eiga sterkústu lífeyrissjóðina og eiga þann- ig kost á hæstu lánum og þannig auðveldast með að byggja sitt eigið húsnæði. Þetta hljómar eins og öf ug- mæli en er rétt samt. Ekki er ætlunin að ræða að sinni hvað verður úr fé þess fólks sem á lífeyri sinn í óverðtryggðum sjóðum, en það er sérstakt umf jöllunarefni. Tímabært er að þeir sem valdir hafa verið til þess aðstjprna þessu landi taki mál af þessu tagi föstum tökum. Lífeyris- sjóðina á að sameina í einn, og þann sjóð á að ávaxta í þágu allrar þjóðarinnar, m.a. með því að gera lág- launafólki kleift að eignast eigið húsnæði. Þessa f ramkvæmd mætti byrja með því að stórhækka lán til kaupa á eldra húsnæði. Lán til þess háttar kaupa eru nú svo lág að ungt fólk á í erfiðleikum með að festa Eiríkur Tómasson: Afbrot og ref singar Er það rétta leiðin til þess að stemma stigu við afbrotum að herða á ref singum og byggja fleiri fangelsi? Afbrot og refsingarhafa veriö i sviösljósinu hér á landi upp á siökastiö. Astæöan hefur án nokkurs vafa veriö sú, aö af- brotum, a.m.k. þeim, sem al- varlegri hljóta aö teljast, hefur fjölgað til muna siöustu ár. Fram yfir 1970 voru manndráp mjög fátiö hérlendis, eöa innan viö eitt á ári aö meöaltali. Þetta hefur breytzt nú á þremur til fjórum siöustu árum, og er nú svo komiö, aö tvö til þrjtf morö eru framin árlega hér á íslandi. Þaö hefur veriö fróölegt aö fylgjast meö viöbrögöum viö þessari afbrotaöldu. Þau eru flest á sömu lund: Strangari refsingar! Fleiri fangelsi! Og þannig mætti lengi telja En eru þessi viöbrögö raun- hæf, skynsamleg? Ég vil full- yröa, aö svo sé ekki. Viöbrögö af þessu tagi stjórnast fyrst og fremst af þeirri hvöt sem er okkur eölislæg, en ekki aö sama skapi göfug, þ.e. hefndarþorst- anum. Eflaust veröur seint hægt aö uppræta hefnd meö öllu en samfara aukinni þekkingu og aiuknum þroska mannsandans hafa menn reynt aö bæla niöur þessa frumstæðu eölishvöt. I öllum þeim löndum sem við köllum siömenntuð hefur hefndarráðstöfunum veriö út- rýmt sem lögbundnum refs- ingum. Litum nánar á þá fullyröingu aö afbrotum verði aftraö meö strangari refsingum. All yfir- gripsmiklar rannsóknir háfa* verið geröar erlendis til þess aö kanna þaö hvort afbrotum fækki við þaö eitt aö teknar séu upp strangari refsingar. Niöur- stööur þessara rannsókna benda til þess aö þaö aö heröa á refsingum sé ekki einhllt leiö til þess aö draga úr afbrotum. Sem dæmi má nefna könnun á þvi hvort dauöarefsing hafi meiri varnaöaráhrif en langvarandi fangelsi. Niöurstöður þeirrar könnunar leiða i ljós að svo sé ekki. Af þessu má aö mínum dómi draga þá ályktun aö refsingar þær sem viö Islendingar búum viö séu ekki svo vægar aö þær hvetji til afbrota, ef svo má aö orði komast. Maöur* sem stendur frammi fyrir pví aö taka ákvöröun um þaö hvort hann eigi aö fremja stórglæp eöa ekki (oft gefst mönnum aö sjálfsögöu lítill sem enginn timi til umhugsunar) veit aö hann verður dæmdur til fangelsis- vistar I svo og svo langan'tima ef brot hans upplýsist. óliklegt er aö afstaöa hans ráðist af þvi hvort refsing fyrir brotiö sé fangelsi i 12 ár eöa 16 ár. Aftur á móti getur þaö skipt máli hvort refsingin er fésekt eöa fangelsi. Nú er það svo aö til þessa hefur verið litiö á fangelsi sem mun strangari refsingu en greiöslu fésektar. Þetta er þó ekki alls kostar rétt ef tekiö er miö af þvi hvernig hlutirnir ganga til I raun og veru. Tökum dæmi af tveimur mönnum: Annar þeirra er vel stæður kaupsýslumaöur, sem gerist sekur um fjársvik. Skv. Islenzkum hegningarlögum á aö jaf naöi að dæma hann I f angelsi. Maöur þessi kemur sér hvað eftir annað undan þvi aö verða settur inn, t.d. meö þvi að fram- visa læknisvottoröi þar sem þvi erlýst yfiraðdvöl I fangelsi geti veriö honum lifshættuleg. Að nokkrum árum liönum hefur refsingin fyrnzt og maöur þessi erlausallra mála. Hinn maöur- inn er auönuleysingi og brýzt inn i verzlun. Hann er sömu- leiöis dæmdur i fangelsi og fer fljótlega inn þar sem hann er „óþægilegur” umhverfinu og hefur aö auki hvorki aöstööu né útsjónarsemi til þess aö losna við að afplána refsinguna. Ef hægt væri aö dæma fyrrgreinda manninn til greiðslu hárrar sektar yrði þaö honum mun þungbærari refsing en ,,fang- elsisrefsingin” þar sem auð- veldara er að innheimta sekt hjá slikum manni en setja hann Aö minu áliti hlýtur það aö teljast neyöarráöstöfun aö setja fullfrlskan mann I fangelsi. Til fangelsisrefsingar á ekki aö gripa nema þvi aöeinsaö sá sem i hlut á sé hættulegur, annað hvort sjálfum sér og/eöa öðrum, eöa hann hafi framiö alvarlegt brot á borö viö mann- dráp, rán, nauögun, landráö eða stórfelldan þjófnaö, fjárdrátt eöa fjársvik, svo aö dæmi séu nefnd. Aö auki veröur svo aö vera hægt aö setja þann I fangelsi, sem ekki greiöir fésektir. Þráttfyrirþaösemaö framan er sagt hlýtur fangelsisrefsing, a.m.k. enn sem komið er, aö hafa slik varnaðaráhrif aö hún aftri mönnum frá þvi að fremja sum meiri háttar afbrot. Aö baki fangelsisrefsingu býr og nauðsyn þess að fullnægja hefndarþorsta þeim sem áöur hefur veriö drepiö á, hvort sem menn vilja viöurkenna þaö eða ekki. Viö myndum t.d. aldrei liöa þaö aö moröingi gengi laus, jafnvel þótt i ljós væri leitt, aö hann væri algerlega hættulaus og refsing fyrir ódæöiö ætti engan þátt i þvi að aftra öðrum frá þvi að gera slikt hið sama. Fyrir nokkrum árum eöa réttara sagt áratugum, trúöu margir þvi aö gera mætti betri menn úr þeim sem settir væru i fangelsi. Þessi trú á bætandi , áhrif fangelsisvistar hefur dvinaö mjög en þar með er þó ekki sagtaö menn hafi gefiö upp alla von i þessum efnum. Fangar eiga t.a.m. kost á þjdn- ustu læknis, prests og jafnvel sálfræöings, svo og einhverri menntun, bæði I formi bók- legrar fræöslu og verklegrar kennslu. Þrátt fyrir þessa viö leitni er þáö reynsla flestra þeirra sem starfaö hafa aö fangelsismálum að flestir komi út úr fangelsum litið betri til sálar og likama en þeir voru áöur en þeir voru settir inn. Fangelsisvist hlýtur þvi, einsog fyrr hefur verið staðhæft, aö vera hreint neyöarúrræöi, enda er hver fangi þjóöfélaginu dýr. Sé öllu á botninn hvolft, þá er það engin lausn á þeim vanda sem viö nú stöndum frammi fyrir aö hrópa á strangari refs- ingar eöa fleiri fangelsi. Strang- ari refsingar leiða til einskis nema ógæfu fyrir þjóöfélag okkar og bygging fleiri fangelsa er úrræöi sem getur að visu verið nauðsynleg til að taka viö þeim sem þegar hafa gerzt brot- legir viö lög en leysir þó engan vanda til frambúðar, eins og fyrr greinir. Rétta leiðin til aö stemma stigu viö afbrotum er aö sjálf- sögöu sú aö grafast fyrir um rætur meinsins og reyna aö upp- ræta þaö. Orsakirafbrota eru aö sjálfsögöu fjölmargar, en þær algengustu eru eflaust: Upp- lausn allt of margra heimila, of- neyzla áfengis og fikniefna og lcks sú veröbólga sem geisaö hefur hér á landi á undan- förnumárum. Aþessum sviöum öllum biða okkar allra risavaxin verkefni til þess að takast á viö. Þar til ráöizt verður aö fyrr- greindum meinsemdum af fullum krafti er ekki aö vænta verulegs árangurs I baráttunni gegn fjölgun afbrota. mn. kaup á gömlum íbúðum þó að það vilji, enda er svo komið að margar götur í gömlum hverf um í Reykja- vík eru nú að verða mannlausar ef svo má segja og er sum staðar einn maður í íbúð. Tölur f rá Norðurlöndum gefa til kynna að eðlilegur kostnaður við leiguhúsnæði sé um það bil 20% af tekj- um. Við erum langt frá því marki. Með stórauknum íbúðarbyggingum og þá stórauknu framboði ætti leiguokur að hverfa úr sögunni. Það ætti ekki að þurfa að benda á það hve mikil kjarabót leiðrétting af þessu tagi væri handa láglaunafólki. Reyndar er ástæða til þess að kjarabarátta á þessu landi færist meir en orð- ið er til sóknar fyrir betra umhverf i og þjónustu held- ur en hækkandi laun í krónutölu. Framsóknarmenn hafa stutt samvinnufélög af öllu tagi, enda samvinnustefnan eitt meginmið flokksins. Byggingarsamvinnufélög hafa víða orðið öflug og auðveldað fólki að eignast eigið húsnæði. Ef til vill hafa byggingarfélög gleggst sannað ágæti sitt með því að ungir sjálfstæðismenn, boðberar harðvítugs kapítalisma, reka nú víða byggingarsamvinnufélög. Það er ástæða til þess að skora eindregið á þingmenn f ramsóknarf lokksins að sinna þessum málum strax á næsta þingi, með því að stórauka framlög til bygg- ingarsjóðs ríkisins, gera hinum efnaminni kleift að eignast eigið húsnæði og styðja dyggilega við rekstur byggingarsamvinnufélaga. pe

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.