Tíminn - 16.09.1977, Page 10
10
Föstudagur 16 . september 1977.
Ég trúi því að innan
Þaö er erfitt aö halda lifandi
sambandi milli starfsfólksins
svo stóru fyrirtæki, sem Sam
band islenzkra samvinnufélaga
er.
— Svo fórust Þdröi Jóhanni
Magnússyni starfsmanni h_á
Afuröasölunni orö nýlega i viö
tali viö Timann en hann er ann
ar tveggja fulltrúa starfsmanna
i stjórn Sambandsins og hafa
þeir tiliögurétt og máifrelsi á
fundum stjórnarinnar, en ekki
atkvæöisrétt. Hinn fulltrúinn er
Aöalsteinn Halldórsson verk-
stjóri i prjónastofunni Hekiu á
Akureyri.
— Ég er Vestfirðingur i ættir
fram, fæddur I Súgandafirði, en
ersamtmeiri Onfiröingur,þvi á
Flateyri bjuggu þau lengst for-
eldrar minir, þau Guörún Guð-
bjarl dóttir og Magnús Hall-
f'órskon skipstjóri. Þar ólst ég
upp i náinni snertingu við sjó-
sókn og landbúnað, eins og al-
gengt var þá með börn i sjávar-
þorpum. Þá voru fráfærur al-
gengar i Onundarfirði eins og
viðar og fengu margir strákar
úr þorpinu að fara i sveit og
smala kviaánum á sumrin. Ég
fór sem smali til Guðmundar
Gilssonar á Innri-Hjarðardal
niu ára gamall og var meira og
minna á þvi ágæta heimili til
fullorðins ára.
Sjómennska og skóla-
nám
— Langt skólanám alþýðu-
fólks var sjaldgæft á minum
uppvaxtarárum. Hjá mér sem
mörgum öörum var það draum-
sýn sem óliklegt var að gæti
rætzt, ekki kannski sizt fyrir það
að faðir minn drukknaði þegar
ég var tólf ára og við þrjú
systkinin innan fermingar.
Barnaskólinn á Flateyri var
góður skóli enda kenndi þar og
stjórnaði Snorri Sigfússon siðar
námsstjóri.
— Frá 1930-1939 var ég lengst
aftilsjós, þarvarhelzt tekjuvon
og á þeim árum rættist að
nokkru draumurinn um skóla-
göngu, þvi þá fór ég i Laugar-
vatnsskólann og var þar i tvo
vetur.
— Arið 1936 fór ég svo í Sam-
vinnuskólann og lauk honum á
einum vetri. Skólagangan tak-
markaðist af auraleysi en ég
átti gott með aö læra og hef
siðan reynt á ýmsan hátt að
bæta við þekkinguna. Annars
var það þá eins og nú, aö þeir
sem höfðu samvinnuskólapróf
þóttu hæfir til margvislegra
starfa i þjóðfélaginu og hafa
veriö virkir á mörgum sviðum.
Kynntist ungur starf-
semi Kaupfélags ön-
firðinga
— Fyrsta janúar 1939 var ég
ráðinn fastur starfsmaöur hjá
Kaupfélagi Onfiröinga. Hjörtur
Hjartar var þá kaupfélagsstjóri
þar og minnist ég ávallt meö
ánægju samstarfsins viö þann
óhemju duglega ágætismann.
Segja má að siðan hafi ég
starfað eingöngu hjá samvinnu-
hreyfingunni. Fyrri hluta ársins
1944 var ég svo kaupfélagsstjóri
hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar
að tilmælum Sigurðar Kristins-
sonar sem þá var forstjóri Sam-
bandsins. Þá um haustið réðst
Hjörtur Hjartar sem kaup-
félagsstjóri til Siglufjarðar og
varð það úr að ég tók við kaup
félagsstjórastarfinu af honum 1
Kaupfélagi önfiröinga og var
þar þangað til siðla árs 1948.
Kaupfélagsstjórastarf er erfitt
en afar f jölbreytt og lifrænt og á
margan hátt skemmtilegt, og
hefði ég haldið þvi áfram ef sér-
stakar ástæður hefðu ekki knúið
mig til þess að flytja suöur.
— Faðir minn heitinn var einn
af stofnendum Kaupfélags ön-
firðinga árið 1918. Eitt af þvi
fyrsta sem ég minnist í sam-
bandi við Kaupfélagið er, þegar
verið var að skipta vörum, sem
pantaðar höfðu verið á óhefluö-
um borðum úti i skúr viö hin
skamms muni
starfsfólkið
eiga marga
fulltrúa
í stjórn
SÍS með
fullum
réttindum
Rætt við
Þórð Jóhann
Magnússon
starfsmann
Afurðasölu
SÍS
frumstæðustu skilyrði. En
Kaupfélagiö óx og árið 1927
keypti það eignir á Flateyri, þar
sem aöal athafnasvæði þorpsins
og aðal verzlunin var. Hinar
sameinuðu islenzku verzlanir
voru þá að hætta störfum á
Vestfjöröum, þarsem þær höfðu
haftmikilumsvif. Magniis Guö-
mundsson mikill athafnamaður
var þá kaupfélagsstjóri Kaup-
félags önfirðinga og rak félagið
mikla fiskverkun á þessum nýju
eignum undir hans stjórn. Af-
koma allra þorpsbúa byggðist á
fiski og verkun hans og eru
æskuminningar minar, eins og
annarra tengdar þvi lifi.
— Um 1930 varð verðfall á
saltfiskinum, en K.ö. átti mik-
inn saltfisk. Tapaði það miklu
og varð að draga úr starfsem-
inni, þó að það héldi eignunum.
Þannig skiptast á skin og skúrir,
en önfiröingar reka enn sitt
kaupfélag og hagnýta það sem
eitt traustasta tækiö í lifsbarátt-
unni eins og gert er hringinn i
kringum landiö.
Hjá Sambandinu
— Vilhjálmur Þór óskaði eftir
þvi að ég kæmi til starfa hjá
Sambandinu, þegar hann vissi
að ég var að flytja suður. Varð
það að ráði en þó vann ég fyrsta
veturinn við frystihús í Hafnar-
firði en sumariö 1949 fór ég svo
aðstarfaí gömlu Herðubreiö viö
Tjörnina við kjötsöluna en
þaðan dreifði þá Sambandið
kjötinu um Reykjavfk og Suð-
vesturland. Arið 1953 fluttist
starfsemin svo inn á Kirkjusand
I nýbyggingar Afuröasölunnar.
Umsvifin ukust stöðugtekki slzt
eftir aö Kjötiðnaöarstöðin tók til
starfa. Sést munurinn e.t.v. bezt
á þvi, að þegar ég byrjaði i
Heröubreið voru innan viö
tuttugu starfsmenn en nú nær
eitt hundraö og fjörutiu.
— Ég er nú hættur i sölunni,
en hleyp I skörðin fyrir deildar-
stjórana sem nú eru tveir annar
i Afurðasölunni og hinn I Kjöt-
iðnaðarstööinni, einnig lft ée
eftirsjóðum og annast ýmislegt
i sambandi við starfsfólkiö.
Félagsleg deyfð” nú-
timans
— Já, ég held að ég hafi alltaf
verið félagslyndur. Móðir min
heitin vann mikiö í kvenfélaginu
svo mér hlýtur aö hafa þótt
félagsmál sjálfsagður hlutur.
Strax og ég hafði aldur til tók ég
þátt I starfsemi ungmenna-
félagsins i sveitinni og iþrótta-
félagsins á Flateyri. M.a. var ég
llka einn af stofnendum verka-
lýðsfélagsins „Skjaldar” þar á
staðnum. Konan min hefur lika
alltaf unnið að félagsmálum og
ámeðanvið bjuggum fyrirvest-
an mátti heita aö heimiliö væri á
kafi i slikri starfsemi. Eftir að
égfluttistsuðurhef ég tekið þátt
i ýmsum frjálsum félagsskap.
Vitanlega hef ég verið i Starfs-
mannafélagi Sambandsins frá
þvi ég byrjaði aö vinna þar. Þvi
miður hefur „hin félagslega
deyfð”nútimans verið þaralltof
rikjandi þó að segja megi að til
þess liggi eðlilegar orsakir.
Starfsemi Sambandsins hefur
verið i stöðugum vexti og starfs-
fólki fjölgað i samræmi við það.
Á meðan minna var umleikis og
flestir unnu undir sama þaki,
þekktist allt starfsfólkið. Starfs-
mannafélagið var þá mjög
virkt, m.a. byggði það skiða-
skála sem haföi verið mikið
notaður á þeim tima. Lifeyris-
sjóöur Sambandsins tók til
starfa 1. janúar 1939, en hann er
einn ef elztu „frjálsu” lifeyris-
sjóðum i landinu. Margt fleira
lét Starfsmannafélagið þá til sin
taka. Nú eru deildir Sambands-
ins dreifðar um allt landið og
starfsfólkið þekkist litið nema
það sem vinnur á sama stað. Ég
hef verið trúnaðarmaður
Starfsmannafélagsins á vinnu-
stað og reynt að halda lifrænu
sambandi starfsfólksins þar við
félagið. Það er erfitt að halda
félagslegu starfi uppi I svo stór-
um og dreifðum hóp en ég held
W)
Þórður Jóhann Magnússon
að þetta sé að breytast. Þó að
mannaskipti séu tið hjá Sam-
bandinu, þá verður alltaf eftir
viss kjarni sem finnur að starfs-
fólkið á samleiðá mörgum svið-
um. Hamragarðar og starf-
semin þar er þarfur þjónn á
þeim vettvangi að leiða fólkið
saman og ætti starfsfólkið hér i
Reykjavik að notfæra sér það,
sem þar er boðið upp á, enn
meira en gert hefur verið.
Atvinnulýðræði
— Þeirri þróun sem oröið hef-
ur á siðustu Uu til tuttugu árum,
að hluturstarfsfólks vex stöðugt
i framleiðslunni, hefur viöa er-
lendis verið mætt meö því að
starfsfólk fyrirtækja hefur feng-
ið aðild að stjórnun þeirra.
Þannig er m.a. með samvinnu-
samböndin á Norðurlöndunum.
Þetta er kallaö atvinnulýðræði
og hefur það dálitiö veriö rætt
hér á undanförnum árum m.a.
var fjallað um það i vinnuhópi
hjá Starfsmannafélagi Sam-
bandsins.Tekinn varþar saman
bæklingur um þetta og er hann
eitt það itarlegasta sem um at-
vinnulýðræði hefur verið skrifað
á islenzku.
Forystumenn starfsmanna
fóru þess á leit við stjórn Sam-
bandsins að fulltrúi starfs-
manna tæki sæti i stjórn þess og
á aðalfundi 1976 var það sam-
þykkt. Þvi miður var starfsfólk-
ið ekki búið að átta sig nægilega
vel á þeirri ábyrgð sem fylgir
þvi aö óska eftir atvinnulýðræði
og tók þvi ekki nægan þátt i vali
fulltrúa i stjórnipa en vonandi
stendur það til bóta. Þá hefur
viða verið breytt þeim reglum
kaupfélaganna sem bönnuðu
starfsfólki setu ístjórn þeirra og
sumsstaðar er þá þegar komið
starfsfólk i stjórn. Við sam-
vinnumenn getum verið
ánægðirmeð það að stjórnendur
hreyfingarinnarskuli ganga á
undan hér á landi I a ð breyta úr-
eltum reglum. Ef til vill er slfk
viðsýni m.a. orsök geysilegrar
eflingar samvinnustarfseminn-
ar hér á undanförnum árum.
í stjórn Sambandsins
— Við Aðalsteinn Halldórsson
frá Akureyri sátum fyrsta
stjórnarfundinn sem fulltrúar
starfsfólksins 15.-17. nóvember
1976, og var okkur tekið þar með
mikilli vinsemd og virðingu. Ég
hef setið alla stjórnarfundi sið-
an og get ekki neitað þvi aö ég
hef notið þess og haft gaman af.
Það er geysilegur munur að
vera allt i einu setztur þar sem
allir þræðir samvinnu-
hreyfingarinnar liggja saman,
eins viötæk og hún er, eftir að
hafa eingöngu sinnt afmörkuðu
starfi i þrjátiu ár.
— Aðlögun aö breyttum að-
stæðum hvers tima hefur verið
gróskuhvati Sambandsins
hingað til. Sú nútimastaðreynd
að hlutur starfsfólksins vex
stöðugt í verðmætasköpuninni
hlýtur að valda þvi að það taki
þátt f stjórnarstarfi fyrirtækj-
anna. Ég tel að þetta sé rétt þró-
un.þannig opnast því leið til þess
að láta skoöun sina i ljósi viö
stjórnendurna. 1 stórum fyrir-
tækjum er skelfilega langt á
milli þeirra sem vinna hin dag-
legu störf og hinna sem stjórna
Þessiskipulagsbreyting á stjórn
Sambandsins mun ekki valda
neinni byltingu, þetta er aðeins
liður i þróun. Framkvæmda-
stjórnin hlýtur, eins og hingað
til aö vera i höndum sérhæfra
manna, sem til þess verða
valdir.
— Ég trúi þvi að inn-
an skamms muni starfsfólkið
eiga marga fulltrúa i stjórn
Sambandsins með fullum
réttindum.
S.J..