Tíminn - 16.09.1977, Page 12
12
Föstudagur 16 . september 1977.
Merki UMFl
[ Ungmennafélag íslands 70 ára j
Félags-
málaskóli
þj óðarinnar
rætt við nokkra fulltrúa á 30. þingi UMFÍ á
þingvöllum:
liafsteinn Þorvaldsson
Valhöll á Þingvöllum þar sem afmælisþingíb var haldið.
í yfirgripsm ikilli skýrslu
stjórnar UMFÍ sem lögð var
fram á 30. þingi samtakanna á
Þingvöllum kom fram að starf-
semin er mikil og sífellt fjölgar
félögum i ungmennafélögunum.
A siðustu átta árum hefur félög-
um fjölgað úr 10.200 i 19.130.
Starfsemin hefur vaxið að sama
skapi og fátt er það sem ung-
mennafélagar láta sér óviðkom-
andi.
A þinginu voru fjölmargar á
lyktanir samþykkatr og i þing
loksagöi Hafsteinn Þorvaldssor
formaður UMFÍ, að þetta þing
hefði einkennzt af mikilli festu
og vinsemd. En þinghaldið hefði
verið meö glæsibrag og teknar
hefðu verið djarfar ákvaröanir.
Menn væru sammála um aö
halda glæsilegt landsmótá Sel-
fossi næsta sumar og mikill
hugur væri i félögunum að eign-
ast eigið húsnæöi fyrirþjónustu-
miðstöð samtakanna i Reykja-
vik. Aform væru uppi um enn
frekari uppbyggingu i Þrastar-
lundi og fjölmargt fleira mætti
nefna sem á dagskrá væri.
Ungmennafélagshreyfingin
stendur nú traustum fótum i
flestum héruðum landsins. Ný
félög eru stofnuð og önnur
endurreist og félagsmönnum
fjölgar stöðugt. Hafsteinn sagði
að stjórn UMFI og fram-
kvæmdastjóri hefðu lagt mikla
vinnu i erindrekstur og út-
breiðslustarf og væri takmarkið
aö komast i persónuleg kynni
viö sem flest> forustumenn
hreyfingarinnar sem viðast um
land.
1 þinglok ræddi blaðamaður
Timans viö nokkra fulltrúa á
þinginu og spurði þá hvaö þeim
væri efst i hug á 70 ára afmæli
Ungmennafélags Islands og
hver væri stærstu mál ung-
mennafélaganna á næstu árum.
Fyrst tókum við tali Guöjón
Ingimundarson frá Sauðár-
króki.
Guðjón Ingimundarson
Árangurinn
blasir
hvarvetna við
— Arangur stefnu og starfs
ungmennafélaganna I landinu
blasir hvarvetna viö augum
sagði Guðjón. Hugmyndimar
sem skutu upp kollinum á fyrstu
árum félaganna um félagslegar
og verklegar framkvæmdir
hafa smátt og smátt verið að
komast i framkvæmd. Þessar
framfarir bera vott um fram-
sýni þeirra sem mótað hafa
störf og stefnu samtakanna frá
upphafi.
Mestu varðar þó þau þrosk-
andi uppeldisáhrif sem starfiö i
félögunum hefur veitt öllum
þeim, sem þar vinna að áhuga-
málum sinum og félaganna.
Það er einnig ánægjulegt til
þess að vita að þrátt fyrir
breytinga-og byltingatima sið-
ustu áratuga, stendur ung-
mennafélagshreyfingin nú í dag
föstum fótum i Islenzku þjóölifi
og hefur virkari samstöðu og
sterkari tengsl um allt land en
nokkru sinni fyrr. Það er því
augljóst að hún hefur miklu
hlutverki að gegna i framti'öinni
ekki síður en á liðnum tímum.
Mörg vandamál steðja að i
þjóöfélaginu sem ungmenna-
félögin geta og eiga að láta sig
varða og leitast við að beina á
réttar brautir.
Eitt þeirra verkefna sem
framundan eru, er að eignast
eigið húsnæði yfir höfuöstöðvar
UMFI. Nú verður að leggja
mikla áherzlu á það mál og það
verður að fá framgang.
Þá þarf aö halda áfram þvi
starfi sem að hefur verið unnið
varðandi útbreiðslustarfið,
stuðla aö vaxandi samskiptum
félaga og sambanda og auka
enn samstarf við hliðstæð félög
á Norðurlöndum. Slik samskipti
geta oröið kveikjan að nýjum og
góðum hugmyndum til að vinna
að.
Persónulega er ég mjög þakk-
látur fyrir að hafa átt þess kost
að starfa innan þessara sam-
taka um áratugi. Af þvi starfi
hef ég haft mikla ánægju. Oft
hefur manni þó fundizt að
áhugaverö verkefni hafi gengið
mjög seint og þótterfitt við það
að una. Aðallega er um að
kenna að fjármagn hefur skort.
Þvi er það eins Og alltaf hefur
verið eitt höfuöviðfangsefnið að
tryggja nægjanlegt f jármagn til
starfseminnar.
Glæsilegur
árangur á
iþróttasviðinu
Næst tókum við tali Berg
Torfason Felli i V. Isafjarðar-
sýslu. Hann sagði m.a.:
— A þessum timamótum er
mér efst i huga sá mikli sam-
taka- og samstarfshugur þess
glæsilega hóps æskufólks, sem
Bergur Torfason
nú skipar sér i forustusveit is-
lenzkra ungmennafélaga. Hann
ber þess ljósast vitni að starf
frumherjanna var reist á
traustum grunni og allar úrtölu-
spár sem skotið hafa upp kollin-
um á siðustu árum hafa reynzt
rangar.
Starf samtakanna i heild hef-
ur aldrei verið meira eða fjöl-
breyttara á sviði fþróttamála,
félagsmála, fræðslu, leikstarf-
semi, unglingastarfs auk fjiS-
margra annarra smærri mála-
flokka, sem eru nær jafn margir
og félögin.
Að visu verður að viðurkenna
að ekki er starfið alls staðar
jafn öflugt og nokkur félög eiga
við ýmsa erfiðleika að etja. Það
minnir okkur aöeins á þd
staðreynd aö aldrei má slaka á
sókninni i útbreiöslustarfinu né
vikja af verðinum.
Við höfum aldrei lokaö að
fullu þeim verkefnum, sem ung-
Myndir
og texti
Magnús
Ólafsson
mennafélögin hafa unnið að. Þvi
verða þau siung og þörfin fyrir
að að þeim se unnið ætið hin
sama. Það er þvi ekki hætta á
verkefnaskorti hjá UMFI, hér-
aðssamböndunum eða ein-
stökum félögum.
Sé litið til þess hvar mestur
árangur hef ur náðst i starfi ung-
mennafélaganna er það tvi-
mælalaust á iþróttasviðinu. Á
fyrstu áratugum hreyf ingarinn-
arbar meira á öðrum þáttum i
starfinu, en á siðari árum hafa
Iþróttirnarsótt á. Landsbyggðin
hefur nú á að skipa glæsilegu
iþróttafólki þrátt fyrir að viða
skortir tilfinnanlega á aöstöðu
til iþróttaiðkana.
Framtfðarverkefnin eru mörg
ogerfitt að gera upp á milli hver
þeirra eru mest aðkallandi. En
forsenda fyrir öflugu starfi ung-
mennafélaganna um land allt
er, að öllum þáttum starfsins sé
sinnt og hvergi á slakað.
Útbreiðslustarfinu þarf að
halda áfram af fullum krafti og
treysta enn betur tengsl UMFÍ,
héraðssambanda og félaga. En
stærsta verkefni okkar á þessu
afmælisári er aö eignast eigið
húsnæði fyrir þjónustumiðstöð
samtakanna. Þetta er brýnt
verkefni og verðug afmælisgjöf
ungmennafélagshreyfingunni
til handa.