Tíminn - 16.09.1977, Blaðsíða 23
Föstudagur 16 . september 1977.
23
( .------------------->
Héraðsfundurinn í Saurbæ:
Sálmasaga séra
Sigurjóns Guðjóns-
sonar verði gefin út
Héraðsfundur Borgarfjaröar-
prófastsdæmis var haldinn að
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd s.l.
sunnudag, 11. september, og
hófst með messu i Hallgrims-
kirkju, þar sem sr. Ólafur Jens
Sigurðsson prédikaði. Fjórir
prestar þjónuðu fyrir altari, og
var 200 manns við altarisgöngu,
flestir félagar i Kristilegum
skólasamtökum.
Settur prófastur, séra Jón
Einarsson I Saurbæ fluttí fyrir-
litsskýrslu um störf kirkjunnar.
Hann flutti einnig erindi á fund-
inum um álit starfsháttanefnd-
ar Þjóðkirkjunnar en hann er
formaður nefndarinnar.
Sóknarprestar og safnaðar-
fulltrúar sögðu fréttir af kirkju-
legu starfi i sinum sóknum.
A héraðsfundinum voru eftir-
farandi ályktanir samþykktar
samhljóða:
1. Héraðsfundur Borgarfjarðar-
prófastsdæmis, haldinn að
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 11.
sept 1977, þakkar starfs-
háttanefnd þjóðkirkjunnar vel
unnin störf og frábærlega
vandaða, greinargóða og ýtar-
lega álitsgjörð, sem hún lagði
fram á prestastefnu á Eiðum i
júni 1977.
Beinir fundurinn þeirri áskor-
un til sóknarnefnda að kynna
sér álitið vandlega, kynna það i
söfnuðum sinum og. leitast við
að vekja umræður um það.
Þá væntirfundurinn þess fast-
lega, að kirkjuráð og kirkjuþing
taki álit starfsháttanefndar til
verðugrar fhugunar, sem leiði
til jákvæöra og farsælla fram-
kvæmda.
2. Hérðasfundur Borgarfjarðar-
prófastsdæmis, haldinn að
Saurbæ á Hvalfjarðarstrixid 11.
september 1977, beinir þeim til-
mælum tíl kirkjuráðs, aö það
stuðli að þvi að hið mikla ritverk
séra Sigurjóns Guðjónssonar,
fyrr. prófasts, um sálmasögu
verði sem fyrst gefið út. Væntir
fundurinn þess, að Kristnisjóöur
leggi fram nokkurt fé til útgáf-
unnar.
3. Héraðsfundur Borgarfjaröar-
prófastsdæmis, haldinn að
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 11.
september 1977, telur mjög
brýnt að auka fjárhagslegt
sjálfstæði þjóðkirkjunnar og
efla forræði hennar yfir eignum
sinum. Fundurinn varar ein-
dregið við þeirri stefnu rfkis-
valdsins að selja kirkjueignir,
þar á meðal prestsseturshús, og
láta söluverð renna beint I rlkis-
sjóð, en eigi til þarfa kirkjunn-
ar.
______________________________J
Ný
bók
SIMI 86-300
— gefin út
á ísafirði
Undir lok júlimánaðar I sumar
kom út á ísafirði bók, sem ber
heitið Drullusokkar, skithælar og
algerir brjálæðingar. Höfundur
er Gústaf óskarsson. Bókin skipt-
ist if jóra kafla, sem heita Þrenn-
ingin, Að austan, Tvær sögur og
Heima. Fyrst eru nokkur inn-
gangsorð.rituð afhöfundinum, en
siðan taka við fyrrnefndir kaflar
bókarinnar.Bókinerstutt, aðeins
fjörutiu og sjö síður, offeetprent-
uð I Prentstofunni Asrún á ísa-
firði, og hún er gefin út á kostnað
höfundar.
0 Alkóhólismi
Við þörfnumst trausts alls al-
mennings ekki siður en
alkóhólistanna sjálfra, á að hér
sé verið að reyna aö gera eitt-
hvað raunhæft i málinu.
Stofnfund samtakanna hefur
verið ákveðið aö halda Laugar-
daginn 1. október n.k., kl. 14, I
Háskólabiói.og er undirskrifta-
söfnun væntanlegra stofnfélaga
þegar hafin.Að langmestu leyti
verður söfnunin unnin af sjálf-
boðaliðum, en i Reykjavik
munu áskriftarlistar aö auki
liggja frammi á eftirtöldum
stöðum:
Farin verður hringferð um
landið og reynt aö koma listum
til sem flestra byggöarlaga I
landinu — Ef ekki hafur náöst til
einhverra, sem leggja vilja
undirskriftasöfnuninni lið sitt,
eru þeir beðnir að hringja I síma
12802 milli kl. 15 og 18 virka
daga, eða koma i Frakkastfg
14B á sama tima.
Munið
alþjóðiegt
hjálparstarf
Rauða >
krossins.
Gironumor okkar or 90000
RAUÐI KROSSÍSLANDS
Allar:
konur
i með
Ifímanum
Eru til öruggir
drvkkj usiðir ?
hA o ó fon
1 ágústhefti af timaritinu
danska Det Bedste frá Readers
Digest er grein sem nefnist:
Eru til öruggir drykkjusiðir?
Sagt er að greinin sé eftir sér-
fræðing I áfengismálum, doktor
Morris Chafets.
Det Bedste fylgir greininni úr
hlaði með skirskotun til ritgerö-
ar Arósalæknanna Johannes
Nielsen og Kurt Sörensen um
drykkjuvenjur iDanmörku. Þar
er rif jað upp hve mjög áfengis-
neyzla hefur vaxiö siðustu árin,
og þar með afleiðingar hennar,
misferli, vanheilsa og gæfuleysi
margskonar. Segir ritstjórnin
að mikið sé nú hugsaö i Dan-
mörku um nýja áfengispólitfk
og þá einkum fræðslu, og sé þá
fyrsta sporið til viðnáms gegn
óheillaþróuninni að allir þeir
sem vilja hafa áfengi um hönd
þekki hættumörkin
Sérfræðingurinn telur, að
neyta megi áfengis sér til gagns
og gleöi ef fylgt sé réttum regl-
um, og tekur þó fram að hann
viti að áfengi sé það nautna-
meðal sem mestu óláni valdi.
Dr. Chafets segir, að það sé
auövitaö engin ástæðatil að vera
undir deyfandi áhrifum við
vinnu. Hins vegar telur hann að
þegar menn hittast til að slaka
á, geti áfengi oröíð til þess að
þeir fái meira út úr stundinni.
Reglur dr. Chafets eru I aðal-
atriðum þær að drekka aldrei
meira en 4,5 sentilitra af hreinu
áfengi á dag. Það segir hann að
svari til þriggja cl. af wiskýi,
fjögurra bjóra eöa háifrar
flösku af léttu vini. Jafnframt
tekur hann fram, aö alltaf eigi
að drekka hægt, dreypa aöeins á
miðir.um og aldrei að neyta
áfengis á fastandi maga. Eink-
um er áriðandi að maginn sé
birgur af eggjahvítu og fitu.
Þetta er þó ekki allt. Doktor-
inn segir, að bezt sé að láta
áfengi vera, séu menn úr jafn-
vægi andlega eða likamlega, og
enginn skuli gripa til áfengis
þegar hann þurfi huggunar við.
Þó að áfengið geti eytt ein-
manakennd, komi það aldrei i
stað félagsskapar. Þvi skuli
enginn drekka einn. Þá eru
menn enn fremur varaöir við að
drekka með þeim sem vilja
verða ölvaðir, og bezt að sneiða
hjá þeim sem mikið tala um
áfengi.
Doktorinn trúir á frjálslega
umgengni við áfengið, og hefur
t.d. trú á þvi að vel muni gefast
að börn fái að smakka áfengi
þegar þau langar til, og vitnar
þá til framandi þjóöa þar sem
slikt tiðkast. Hann nefnir I þvi
sambandi Itali og Spánverja og
segir, að þar þekkist ekki
áfengisvandamál svo að orð sé á
gerandi. Þar mun nú vera baga-
leg gloppa i fræðin hjá honum.
Nú geta menn borið þessa for-
skrift saman við algengar
drykkjuvenjur hér á landi og
hugleitt, hversu algengt það
muni vera að halda sig þeim
megin við mörkin sem hættu-
laust er aö áliti þessa sérfræð-
ings.
NÆRINGARGILDI:
Skyr
Efnisinnihald pr. 100g
Jarðarberjaskyr
Efnisinnihald pr. 100g
5rótín
/Ijólkursykur
5ykur
i/ljólkurfita
(alcium
:osfór
iárn
/ítamín A
i/ítamín D
ríamín
Ríboflavín Vítamín B
Níacín J
Askorbinsýra Vítamín C
Hitaeiningar
13,0 G Prótín 11,0 G
2,5 G Mjólkursykur 2,12 G
0,0 G Sykur 8,0 G
0,4 G Mjólkurfita 0,35 G
85,0 MG Kalcium 72,0 MG
180,0 MG Fosfór 153,0 MG
0,3 MG Járn 0,25 MG
13,0 ALÞJ.EIN. Vítamín A 11,0 ALÞJ.EIN.
0,3 ALÞJ.EIN. Vítamín D 0,25 ALÞJ.EIN.
0,03 MG Tíamín 0,025 MG
0,35 MG Ríboflavín Vítamín B 0,3 MG
0,1 MG Níacín 0,085 MG
1,0 MG Askorbinsýra Vítamín C 0,85 MG
74,0 Hitaeiningar 84,0
Mjólkursamsalan