Tíminn - 30.09.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.09.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. september 1977 3 Starfsmenn í BSRB: Fá launin sín fvrsta október KEJ-Reykjavik — Vegna hugsan- legra verkfalla hjá BSRB hefur Fjármálaráðuneytiö sent frá sér fréttatilkynningu varðandi launa- greiðslur fyrir og i verkfalli. Sá orðrómur hafði eins og kunnugt er komið upp, að rikið mundi ekki greiða starfsmönnum sinum i BSRB laun nú um mánaöamótin nema til 11. október nk. en þá mun boðað verkfall hefjast ef af verður. Nú hefur ráðuneytið hins vegar borið þetta til baka og mun starfsmönnum i BSRB verða fullborguð laun um mánaðamót- in. í fréttatilkynningu fjármála- ráðuneytisins segir: „Samkvæmt lögum um ríttindi og skyldur starfsmanna rikisins ber að greiða starfsmönnum sem þau tögtakatil , föst laun þeirra fyrir- fram. Veröi af verkfalli rekst þessi regla á þá almennu reglu, að laun greiðast ekki i verkföll- um. Þar að auki er talsverður hópur starfsmanna sem ekki munu fara i verkfall vegna öryggisgæzlu, hjúkrunarstarfa o.s.frv. Ráðuneytið hefur viö þessar aö- Framhald á bls. 23 Þrennir flokkar umbúða hlutu viðurkenningu — unnir i hópvinnu hjá Auglýsingastofu Annað skrefið í lit- væðingu sjónvarpsins — verðlu• stigið í kvöld er beinar útsending- ar og stúdióupptökur verða sendar út í lit KEJ-Reykjavik — Það er alltaf gaman að geta haldiö upp á af- mæli sagði Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri sjónvarpsins i tilefni 11 ára afmælis Islenzka sjónvarpsins i dag, en i kvöld veröur I fyrsta sinn send út i lit upptaka á islenzku dagskráratr- iði úr upptökusal sjónvarpsins og auk þess verða beinar útsending- ar i lit i kvöld. Aætlaö er aö þetta verði til frambúðar, þó búast megi við einhverjum byrjunar- öröugleikum, en hér með er sem sagt á 11 ára afmæli sjónvarps stigiö annað skrefið i litvæðingu islenzka sjónvarpsins, en eins og kunnugt er hefur sjónvarpið nú um tveggja ára skeið sent út I lit efni af myndsegulböndum. Pétur Guðfinnsson sagði enn- fremur að sjónvarpið hefði nú fengið leyfi til kaupa á bráða- birgðalitmyndasýningarvél, sem kostar um 13 millj. og er væntan- leg til landsins jafnvel fyrir ára- mót. Með tilkomu hennar, sagði Pétur hefjast litútsendingar á er- lendum litfilmum, en okkur verð- ur ekki unnt að senda út i lit lit- filmuupptökur islenzka sjón- varpsins fyrr en við höfum fengið fullkomnari litsýningarvél ásamt litframköllunarvél, en áætlað er að sú samstæða kosti um 55 milljónir. Þá sagði Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri sjónvarpsins að nú væri búið að f járfesta furir um 82 milljónir vegna endurnýj- unará tækjabúnaði sjónvarpsins, og hafi megnið af þeirri fjárfest- ingu verið nauðsynlegt til endur- nýjunar á gömlum tækjum burt- séð frá litvæðingunni. Mun veru- legum hluta tolltekna af nýjum litsjónvarpstækjum á næstunni varið til endurbóta og uppbygg- ingar á dreifikerfi sjónvarpsins. Á þvi þarf ekki að gera eðlis- breytingar, sagði Pétur þar sem það er að mestu leyti lithæft, en hinu er ekki að neita að litsjón- varpsútsendingar krefjast meiri styrkleika og stöðugleika svo þær skili sér sæmilega i litsjónvarps- tækjum landsmanna. Olíumöl á götur f jórar — á Húsavík SSt-ÞJ Húsavik. — Nýlega er lokiö lagningu oliumalar á fjór- ar götur á Húsavik, Sólbrekku, Höfðabrekku, Baldursbrekku og Holtagerði. Búið var að skipta um jarðveg i Höföabrekku, en hinar göturnar voru taldar nægilega góðar og þurfti ekki að skipta um jarðveg i þeim. Húsa- vikurbær hefur keypt allnokkuð af oliumöl af Miðfelli h.f. og á þvi töluverðar birgöir. Sauðfjárslátrun hófst i slát- urhúsi Kaupfélags Þingeyinga 13. þessa mánaðar. Lógað er tvö þúsund kindum á dag. Gert er ráð fyrir að alls verði lógað um 47 þús, fjár. Er það litið eitt meira en var i fyrra. Sauðfjár- slátrun mun ljúka um miðjan október og hefst þá slátrun stór- gripa. Heldur minna framboö er af stórgripum til slátrunar I ár en var i fyrra. „Dagur iðnaðarins” í Reykjavík í dag Kás-reykjavik. t dag cr svo- kallaöur „Dagur iðnaðarins” i Reykjavik. Hefst hann með at- höfn við styttu Skúla fógeta kl. 13 eftir hádegi, en áður leikur Lúðrasveit Reykjavikur i hálf- tima. Borgarstjórinn I Reykjavik Birgir ísleifur Gunnarsson, flytur stutt ávarp, en þvi næst leggur Kristján Sveinsson, augnlæknir, og heiðursborgari Reykjavikur, blómsveig að styttu Skúla fógeta. Klukkan 14 hefst fundur um iðnaðarmál i Súlnasal Hótel Sögu. Þar verður rætt um stöðu og framtið islenzks iðnaðar. M.a. mun Gunnar Thoroddsen, iðn- aðarráðherra, flytja ávarp. Birg- ír Isleifur Gunnarsson, borgar- stjóri, og Gunnar J. Friðriksson, iðnrekandi, flytja ræður. Á eftir ræðunum verða leyfðar- almennarumræður , og verða þær væntanlega fróðlegar og skemmtilegar. Ollum er heimill aðgangur að fundinum. Kristin Þorkelsdóttir tekur við verðlaununum. Kristínar SJ-ReykjavIk. Það vakti athygli þegar tilkynnt var við opnun Iðn- kynningar i Laugardalshöli hverjir hefðu lilotið viðurkenn- ingu i umbúðasamkeppni að þrir flokkar umbúða af níu, sem viö- urkenningu hlutu, voru hannaðir hjá Auglýsingastofu Kristinar h.f., Hamraborg 5, Kópavogi. Auglýsingastofa Kristinar hefur áður hlotið margvíslega viður- kenningu og verðlaun m.a. fyrir merki Náttúruverndarráðs og merki sem Þjóðhátiðarnefnd lét gera i tilefni 1100 ára afmælis byggðar i landinu. Félag islenzkra iðnrekenda efndi fyrst til umbúðasamkeppni Brutust inn í vínleit GV-Reykjavik í gær kl. 15.45 barstlögreglunnii Reykjavik sú tilkynning igegnum Gufunes að fjórir piltar, sem brotizt hefðu inn i 8 sumarbústaði á ÞingvöII- um væru á leiö sinni i bæinn. Lögreglan beið þeirra á Ártúns- höföa og voru þeir handteknir. Maðurinn, sem tilkynnti um þessi innbrot, var staddur á Þingvöllum i bústað föður sins og er talstöð i bilnum hans, svo að hann gerði lögreglunni strax viðvart er hann varð piltanna var. Þeir tóku eftir áð sést hafði til ferða þeirra, og flýttu sér sem bráðast i burtu, og skildu i flýtinum meginhluta góssins eftir. Þeir brutust inn i bústað- ina ileit að vini, fundu vist eina flösku, en hún varð eftir ásamt öðru dóti sem þeir skildu eftir. Tveir piltanna eru 16 ára og einn er 18 ára, 1968 og hefur Auglýsingastofa Kristinar oft fengið viðurkenn- ingu i þessari keppni. Umbúðirn- ar sem nú fengu viðurkenningu, voru utan um smurosta frá Osta óg smjörsölunni, nýjar tegundir af is frá Mjólkursamsölunni og mjólk, súrmjólk, kaffirjóma og kókómjólk frá sama aðila. Að gerð þessara umbúða unnu ásamt Kristinu Þorkelsdóttur, Friðrika Geirsdóttir, Anna Þóra Amadóttir, Gerður Ragnarsdótt- ir, ólöf Baldursdóttir, Stephen Fairbairn, Miles Parnall, Imynd og Umbúðamiðstöðin. A6 sögn Kristinar eru umbúðir þessar unnu i hópvinnu og unnu mismun- andi hópar að þessum þrem flokkum umbúða. Viðurkenning i umbúðasam- keppni er ekki einungis fyrir smekklegt útlit og vel hannaðar umbUðir heldur einnig fyrir greinargóðar upplýsingar um þær vörur, sem i þeim eru, og eru þvi þannig einnig viðurkenning til framleiðendanna. Botn kísil- þróar brast F.I.Reykjavik — Það kom gat I botninn á þrónni á miðvikudag- inn, sem var auðvitað afar slæmt og jafnbagalegt og þegar veggur brestur, en við vorum fljótir að loka þessu aftur. A meðan á við- gerðinni stóð dældum við Ur hinni þrónni, svo að framleiöslan stöðvaðist ekkert, sagði Vésteinn Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Kisiliðjunnar, I samtali við Tlmann i ' gær. Kisilþrærnar i Mývatnssveit hafaekkiáttsjödagana sæla.sið- an i hrinunni frá 8. þ.m. Vésteinn sagðist ekki vita, hvort jarðhrær- ingar hefði orðið vart á mælum i fyrradag en gliðnun i sprungum héldi áfram hægt og sigandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.