Tíminn - 30.09.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 30.09.1977, Blaðsíða 21
Föstudagur 30. septembcr 1977 21 |íþróttir| Mikil vinna hvilir á landsliðsmönnum okkar í handknattleik, fyrir HM-keppnina í Danmörku „st ráka mir gera sé r fyl lilega grein fyrir því... að þeir þurfa að leggja mjög hart að sér”, segir Birgir Björnsson, formaður landsliðsnefndarinnar í handknattleik ÓLAFUR EINARSSON . einn af 7 Vikingum i landsliöinu í hand- knattleik, sést hér skora i landsleik. — (Timamynd Róbert) Mætum Dönum og N orðmönnum — á NM-mótinu í handknattleik N'orðurlandamótið I handknatt- leik karla mun fara fram i Reykjavik dagana 27.-30. október. Nii hefur verið dregið i riðla og leika tslendingar i riöli með Dön- um og Norðmönnum, en Finnar, Svlar og Færeyingar skipa hinn riöilinn. — Landsliðsmenn okkar gera sér fyllilega grein fyrir að hverju er stefnt, og þeir eru tilbúnir að leggja mjög hart að sér, sagði Birgir Björnsson, formaður landsliðs- nefndarinnar í handknatt- leik, þegar hann tilkynnti fréttamönnum í gær, hvernig undirbúninginum fyrir HM-keppnina í Dan- mörku yrði háttað í stórum dráttum. Það kom fram hjá Birgi, að það hvilir mikil vinna á landsliðs- mönnum okkar, enda er fram- undan eitt hvert mesta og erfið- asta æfingaprógram, sem is- lenzkir iþróttamenn hafa gengið i gegnum. Landsliðið mun byrja að æfa af fullum krafti 23. október og verður æft mjög stift fram aö HM- BIRGIR BJÖRNSSON keppninni, sem hefst 26. janúar i Danmörku. A þessum tima mun landsliðið æfa 60 sinnum saman, leika 9-10 æfingaleiki og leika 18- 19 æfingaleiki og leika 18-19 landsleiki. Fyrir utan þetta mun mikill timi fara i feröir — innan- lands og til útlanda. , ,HM-undirbúiiLngurLnn kostar 14-16 miHjónir” — segir Signrður Jónsson, formaður H.S.I. — Allur undirbúningurinn fyTir HM-keppnina I Danniörku veröur mjög kostnaðarsamur, eins og gefur að skilja. sagöi Siguröur Jónsson, formaður H.S.l. á fundi með fréttamönn- um i gær. Sigurður sagöi, að lauslega reiknað þá myndi undirbúningurinn fyrir HM- keppnina og þátttakan í keppn- inni kosta 14-16 milljónir. — Eins og áður veröum við með klærnar úti til að afla okkur peninga ti aö standa undir þess- um gífurlega kostnaði. Við höf- um ákveðið að halda áfram með happdrætti, eins og sl. vetur og erum viö vongóðir um að það gangi vel, sagði Siguröur. Sigurður sagðist ekki búast við miklum styrkjum frá opin- berum aðilum. Hann benti t.d. á, að borgarstjórn Reykjavikur hefur ákveðið að styrkja H.S.Í. vegna undirbúningslandsliðsins fyrir HM-keppnina i Austurriki sl. vetur — og hefur afhent Iþróttabandalag Reykjavikur 1,5 milijónir, sem l.B.R. hefði siöan átt að úthluta. — Við höf- um ekki enn séð grænan eyri af þeim styrk, sem er enni umsjá I.B.R., sagði Sigurður. Þegar Sigurður var spurður að þvi, af hverju það stafaöi sagði hann, að framkvæmda- stjóri l.B.R. heföi gefiöH.S.l. þá skyringu, að þaö hafi ekki unpizt timi til að ganga frá sjoðnum. — Þaö ersorgarsaga að segja af þessum s jóði, en hann er nú — vegna verðbólgunnar — orðinn helmingi verðminni en hann var upphaflega. sagði Sigurður. Nú þegar hefur verið valinn landsliðshópur, sem er skipaður 7 Vikingum, 5 Valsmönnum, 2 FH- ingum og einum leikmanni úr Haukum. — Við höfum landsliðs- hópinn opinn, þannig að leikmenn sem standa sig vel i fyrstu fjórum umferðum 1. deildarkeppninnar i handknattleik geti gengið inn i hann, og við höfum nokkra leik- menn undir smásjánni, sagði Birgir. óákveðið með „útlend- ingana" Birgir Björnsson var spurður um, hvort „útlendingarnir” — þ.e.a.s. þeir handknattleiksmenn okkar sem leika með erlendum liðum, gætu tekið þátt i þessum mikla undirbúningi — og hvort þeir eigi möguleika á að komast inn i landsliðið, sem æfir eins mikið og gert verður i vetur. — Að sjálfsögðu kemur það til greina, en það er álitamál hvort við setjum einhvern út úr liðinu fyrir „útlendingana” af þeim sem koma til með að æfa stöðugt með liðinu frá byrjun. Birgir sagði að „útiendingarn- ir” — þeir leikmenn sem leika i V- Þýskalandi, gætu ekki byrjað að æfa með landsliðinu fyrr en eftir 17. desember, eða aðeins mánuði fyrir HM-keppnina. — Þá verða strákarnir hér heima búnir að leika saman um 12-14 landsleiki, sem er mikilvægur liður i undir- búningum fyrir HM-keppnina. — Það kemur i ljós siöar, hvort við munum kveðja einhvern „útlend- ing” til leiks, sagði Birgir. Olafur Benediktsson. landsliðs- markvörður, sem leikur með sænska 1. deildarliðinu Olvmpiu, er eini leikmaðurinn sem getur komið héim i landsleiki. Hann mun t.d. koma hingað og æfa og leika með landsliðinu i Norður- landamótinu. Ólafur er tvimæla- laust eini „útlendingurinn”, sem landsliðiö getur ekki verið án. — sos „Heldur missa af marki, en meiða andstæðinginn” Handbolti var fyrst stundaður sem iþrótt i Kina um miðjan sjötta áratuginn af Frelsunarher Kina. Hann var leikinn meö 11 leikmönnum i hvoru liði á fyrsta sýningarmótinu I Peking 1957. Kerfi sjömannaliða var tekið upp 1964, þegar fyrsta landsmót I handbolta, boðsmót, var haldið. Það er Kinverska handbolta- sambandið, sérsamband innan Iþróttasambands Kína, meö deildir i fylkjum, héruðum og svæðum minnihlutaþjóða, sem hefur beitt sér fyrir eflingu þess- arar nyju iþróttar meðal almenn- ings, starfsfólks i rikisskrifstof- um, i verksmiðjum, námum, skólumog einingum hersins. Góð- ir leikmenn eru valdir i lið, sem leika fyrir fylki, héruð og minni- hlutasvæði i landskeppni i hand- bolta. — er einkunnarorð landslið Kina i handknatt- leik, sem leikur tvo landsleiki gegn íslandi í næstu viku Handboltaliðið fyrir Sjansifylki er valið meðai verkamanna í Járn- og stálverksmiðjunni i Taijúan. Það æfir reglulega i tóm- stundum og tekur þátt I lands- keppni að undangenginni kappsamlegri þjálfun um skamman tima. Fjöldi handboltaunnenda fer vaxandi á minnihlutasvæöum. Liö frá sjálfstjórnarsvæðinu Kvangsi Tsúang og Kansúfylki eru skipuö leikmönnum af nokkr- um minnihlutaþjóðum. Þegar hin árlega landskeppni er háð, fara margir leikir fram i þorpum, verksmiðjum og herbúð- um I þvi skyni að veita miklum fjölda verkamanna, bænda og hermanna færi á að horfa á leika á landsmótastigi. Á grundvelli útbreiðslustarf- semi hefur hæfni i handbolta ver- ið lyft stig af stigi. Kinverskir leikmenn hafa smám saman þróað sinn eigin stil, sem einkennist af hraða, snöggum upphlaupum og fjölbreytni i leikaðferöum. Kinverskir leikmenn, sem byggjaá meginreglunni „Vinátta i fyrirrúmi, keppni slðan”, fylgja ialþjóðakeppni einkunnarorðinu: „Heldur missa af marki en meiða andstæðinginn”. I leik, sem fram fór i Ki'na siðastliðiö ár milli kin- versks kvennaliðs og erlends, vorugestimireinu marki yfir.Þá komst kinverskur leikmaöur fram hjá mótherja sinum og var i þann veginn að skora þegar mót- herji féll. Kinverska stUlkan stanzaði og hjálpaði henni á fæt- ur. Þetta vakti mikinn fögnuð áhorfenda. Handboltalið frá Rúmeniu, Júgóslaviu, Kúvæt, Oganda, Frakklandi og Japan hafa komið i vináttuheimsóknir til Kina á undanförnum árum. Kinversk lið hafa ferðazt um Rúmeniu, Senegal, Kamerún og Japan og tekið þátt i fyrstu meistarakeppni i handbolta fyrir Asiu, sem fram fór iKúvætfrá26. marz til S.april 1977. Kinversku leikmennirnir, sem sóttu þjálfunarfundi ásamt erlendum leikmönnum fyrir og eftir meistarakeppnina, báru saman bækur sinar og ræddu við keppinauta sina. Þeir lærðu margt i leikaðferðum og iþrótta- mennsku af leikmönnum frá öðr- um löndum. Kinverskt handboltalið mun koma i vináttuheimsókn til tslands i október 1977. Þessi ferö, sú fyrsta, sem þeir f ara til lands i Norðurevrópu, mun efla skilning og vináttu milli þjóða og leik- manna þessara tveggja landa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.