Tíminn - 30.09.1977, Blaðsíða 19
Föstudagur 30. september 1977
19
Opið bréf til stjórnar
byggingar dvalarheimilis
aldraðra á Húsavík
Nálægt árinu 1970 færöist nýtt
lif i þá hugmynd framsýnna
manna, að stofna til dvalar-
heimila fyrir aldraða Uti um
héruð landsins og að rikinu bæri
áð styðja slikar framkvæmdir
með fjárframlögum. Og þess
var ekki langt aö biða, að
alþingi tok i lög að rikissjóður
skyldi greiða þriðjung stofn-
kostnaðar slikra heimila.
Um svipað leyti reis áhuga-
alda um miðbik Þingeyjarsýslu
fyrir dvalarheimili á Húsavik
og almenningsfélag var stofnað
málinu til framdráttar. Menn
vonuðu að dvalarheimili fyrir
aldraða á Húsavik yrði með
þeim allra fyrstu, sem risi af
grunni úti á landsbyggðinni. Sú
von rættist ekki. Heyrir það mál
sögunni til. Ýmis önnur héruð
leystu málið.urðu fljótari til. Þá
sló svo a bakseglið hjá hinu
opinbera að hætt var að greiða
rikisframlagið til dvalarheimila
aldraðra. Var sveitarfélögum
fengið verkefnið i hendur.
Nálægt ársbyrjun 1976 gerðist
sá merki atburður að bæjar-
félag Húsavíkur og 12 hrepps-
félög um miðbik Þingeyjar-
sýslu, 7 úr suður- en 5 úr norður-
sýslunni, bundust samtökum
um byggingu dvalarheimilis
fyrir aldrað fólk á Húsavik.
Betra er seint en aldrei. Þessi
samtök láta hendurstanda fram
úr ermum. A árinu 1976 var
gerður grunnur og kjallari
byggingarinnar. Kostnaður
varð 30,5milljónir króna. Þar af
var tæknikostnaður (teikn-
ingar) kr. 4.168.037, hvort sem
það eru allar teikningar vegna
byggingarinnar eða hluti
þeirra. Upp i þennan kostnað
komu ársframlög byggingar-
aðila kr. 14,6 milljónir, en af-
gangurinn var borgaður með
lánsfé. Aldreihefur verið brýnni
þörf en nú á framkvæmdahraða
við byggingar, enda stefnir
byggingarnefnd dvalarheimilis-
ins að þvi að gera bygginguna
fokhelda á yfirstandandi sumri.
Aætlað er að framkvæmdir á
þessu ári kosti 100 milljónirkr.
Ekkert hefur um það heyrzt,
hve miklum hluta þess kostn-
aöar verður jafnað á aðila á
árinu og hverju velt verður á
undan áér, en miðað við láns-
kjör nú til dags yrði það að vera
nokkuð innan við helming
kostnaðar, ella mundi að þvi
reka, að árleg gjaldabyrði aðila
af stofnkostnaði kynni að verða
hærri eftir að byggingin væri
fullgerð heldur en á þessu ári og
þvi næsta, en slikt væri vissu-
lega óheilbrigt.
Um framkvæmd byggingar
dvalarheimilisins hefur verið
hljótt til þessa. Ekki hefur
heyrzt um útboð á verkinu eða
þáttum þess, hvorki það sem
framkvæmt var árið 1976 eða 1
ár, þegar undan er skilin ósk
byggingarnefndar til tveggja
steypuátöðva á Húsavik um svo-
kölluð „lokuð tilboð” 1 steypu-
verk byggingarinnar á þessu
ári. Þegar um stórbyggingar er
að ræða eruútboðverksins orðin
að venju og þykir þá fara bezt á
þvi að útboð séu „opin”, að
verkið standi öjlum til boða, og
að heimiltsé að hafna öllum til-
boðum. Nokkuð reynist mis-
jafnt, hvert gagn verður af til-
boðum en jafnan mun það þó
eitthvert verða. Þeir sem
standa fyrir framkvæmdum
byrja gjarnan á þvi aö gera sér
grein fyrir kostnaði af þeim.
Fer ekki hjá þvi, að tilboð frá
verktökum geta stutt kostn-
aðarathugun þeirra sem standa
fyrir byggingum.
Með því sem hér hefur verið
sagt er þvi ekki haldið fram að
sjálfsagthafi verið eða skyldugt
að bjóða út byggingu dvalaj-
heimilisins, heldur að gagn
kynni að hafa af því orðið.
Reynslan hefur sýnt að það fer
mjög eftir atvinnu-árferði,
hvert gagn má hafa af útboðum.
Þegar allt flýtur i fjármagni
verðurstundum litið á tilboðum
að græða. Hins vegar þegarlitið
er um framkvæmdir og verk-
takar hafa úr litlu að moða fást
gjarnan hagstæð tilboð sem
skynsamlegt gæti verið að sæta.
Það útboð á steypuverki á
þessu ári,sem hér var á minnzt
var sent steypustöðvunum
Bjargi h/f og Varða h/f sem
bæðisvöruðu með tilboðum. Var
tilboða Bjargs h/f að upphæð
12.985.00, en Varða h/f kr.
13.675.000, mismunur. kr.
690.400.
Verkfræðiskrifstofa Norður-
lands, ráðgjafaraðili dvalar-
heimilisins, kannaði aðstöðu
verktaka og mælti með tilboði
Bjargs h/f aö uppfylltum
ákveðnum skilyrðum, nánar til-
greindum i 4 liðum, og var sú
greinargerð lesin á fundi bygg-
ingarnefndar.
Þá mætti á þeim fundi múr-
arameistari byggingarinnar.
Sagðist hann ekki gera mun á
steypustöðvunum hvað sjálfa
steypugerðina snerti, en sagðist
treysta starfsmönnum Varða
h/f beturen hinum og vildihann
ekki taka ábyrgð á verki hinna.
Hins vegar kvaðst hann reiðu-
búinn að vikja úr sinu starfi sem
múrarameistari byggingar-
innar.
Astæða er til að ætla að þetta
hafi verið kunningjabragð múr-
arameistarans við sina gömlu
félaga i Varða h/f. Af hverju var
ekki látið reyna á það hvaða
mönnum hann treysti ekki til
þessa verks? Það kom ekki
fram i tilboði Bjargs h/f hvaða
menn myndu vinna verkið.
Bókað var að tilboðunum væri
visað frá fyrir formgalla og það
tilkynnt hlutaðeigendum án
skilyrða. Hverjir voru þessir
formgallar? Fjögur skilyrði
Verkfræðiskrifstofu Norður-
lands uppfyllti Bjarg h/f. Hins
vegar gengu formaður bygg-
ingarnefndar og framkvæmdar-
stjöri byggingarinnar fáum
dögum siðar að tilboði Varða h/f
óbreyttu. Er þetta nógu gott?
í fyrsta lagi . hvers vegna að
nota lokað útboð? Dvalar-
heimilið er ekki stofnun Húsa-
vikur einnar heldur viðlends
héraðs sem ekki var ástæða til
að útiloka. í öðru lagi, hvers
vegna að óska eftir tilboði frá
Bjargi h/f úr þvi að múrara-
meistarinn hafði svona
ósveigjanlega afstöðu til starfs-
manna Bjargs h/f, sem hann þó
ekki vissi hverjir yrðu, og
stjórnendur höfðu jafn óslitan-
lega afstöðu til múrarameistar-
ans og Varða h/f sem dæmin
sanna? Eða var múrara-
meistarinn ekki hafður með i
ráðum þegar lokaða útboðið var
gert? Eða var hér um einhvers
konar sviðsetningu að ræða?
700.000 kr. er svo sem ekki há
upphæð nú til dags, en tilboð
Bjargs h/fvarþó 5,3% lægra en
hitt. Múrverkið kostar lika ekki
nema litið brot af 100 milljónum
kr. Ef verið hefði alltverið boðið
út, hefði kannski mátt fá kr. 5,3
millj. lækkun á kostnaðarupp-
hæðinni. Undanfarin ár og
meira til hefur smátt og smátt
verið að harðna á dalnum fyrir
byggingaverktökum svo að leitt
gæti til lækkandi tilboða frá
þeirra hendi.
Um aðra þætti byggingar-
verksins en steinsteypuna er
nokkuð á huldu. Vitað er að
verkstæði framkvæmdastjóra
dvalarheimilisins hefur séð og
sér um tréverkið en með hvaða
kjörum eða samningum er ekki
vitað. Þá er ekki vitað hverjir
selja og sjá um raflagnir I bygg-
ingunni en getið er þess til að
það sé eða verði fyrirtæki það á
Húsavik sem formaður bygg-
ingarnefndar er tæknilegur for-
svarsmaður fyrir.
Bygging dvalarheimilis fyrir
aldraða er mál almennings i
fleiri en einum skilningi.
Sérhver héraðsbúi hefur gert
það að sinu persónulegu áhuga-
máli. Hann leggur i það fé og
hann getur búizt viö að með tið
og tíma verði það hans hinzti
griðastaður eða hans nánustu.
Það er álit okkar að þeir ágætu
menn sem til þess hafa verið
kjörnirað koma á fót hinni vin-
sælu stofnun, geri rétt i því
sjálfrasin og málefnisins vegna
að veita almenningi nokkra
fræðslu um framvindu stofn-
unarinnar, þar á meðal þau
atriði sem hér hafa verið gerö
að umræðuefni.
Steypustööin Bjarg h/f,
Húsavik.
99
Punktur,
punktur,
komma,
strik”
komin
út
0
í
skólaútgáfu
Iðunn hefur gefið út i skólaútgáfu
bókina Punktur, punktur,
komma, strik eftir Pétur
Gunnarsson. Það erellefta bókin 1
flokknum tsiensk úrvalsrit, sem
notaðar eru i bókmenntakennslu i
framhaldsskólum.
Þorvaldur Kristinsson annaöist
útgáfuna og ritar formála. For-
málinnskiptistifjóra kafla: l.AÖ
lesa bækur — 2. Nokkur einkenni
frásagnarinnar — 3. Timi og um-
hverfi — 4. Samfélag sögunnar.
Einnig eru i bókarlok nokkur at-
hugunar- og umræðuefni.
Punktur, punktur, komma,
strik kom fyrst út I október 1976.
Pétur Gunnarsson, rithöfundur
Hlaut hún strax miklar vinsældir
og góða umsögn gagnrýnenda.
Húnerfyrsta skáldsaga höfundar
og kom alls út i þrem útgáfum á
aðeins fjórum mánuðum. Var
nokkuö um að hún væri tekin til
umfjöllunar i bókmenntakennslu
og þótti mjög vel til þess fallin,
þannig að nú hefur veriö gerð
formleg skólaútgáfa. Hlýtur það
að teljast til mikilla tiðinda, þar
sem svo ungur höfundur á 1 hlut.
Bókin er 133 bls. að stærð,
prentuð i Setberg.
smáauglýsingahappdrætti
Allir þeir sem birta smáauglýsingu í VÍSI á timabilinu 15 - 9 til 15 -10 -77
veróa sjálfkrafa þátttakendur í smáauglýsingahappdrætti VÍSIS
Smáauglýsing i VÍSI er engin