Tíminn - 30.09.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.09.1977, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. september 1977 5 á víðavangi Grimmd og gleði Eins og kunnugt er standa nú vfir miklar umræður i stjórnmálaflokkunum um til- högun við ákvarðanir um framboð i næstu kosningum. Alþýðuflokkurinn heldur próf- kjör I öllum kjördæmum og virðist hæpið að hann muni lifa þau af. Sjálfstæðismenn efna væntanlega til einhverra forkosninga, a.m.k. hefur ver- ið talað um slikt I Reykjavik. Fyrir liggur að samtök fram- sóknarmanna I nokkrum kjör- dæmum hafa ákveðið að við- hafa skoðanakönnun (sem er ekki bindandi um uppstill- ingu) eða prófkjör (sem er bindandihPrófkjör hefur þeg- ar farið fram á Vestfjörðum og hefur verið ákveðið I Norðurlandskjördæmi vestra, en umræður standa um tilhög- un málsins á Suðurlandi, Vesturlandi og víðar. t Reykjavik mun ráðið að hafa prófkjör til alþingisframboðs, og margir hafa mikinn hug á að viðhafa það lika til borgar- stjórnarframboðs. Það hefur komið fram I Timanum, og öðrum blöðum einnig, að sitt sýnist hverjum um prófkjör og skoðana- kannanir. Hefur það greini- lega komið fram að ekkert er i þessum efnum gallalaust. Flestir hafa þó verið um það eindóma að einhverjar aðferð- irafþessu tagiséu eðlilegar til þess að tryggja lýðræðislega ákvörðun. Um leið hefur þvi veriðhaldið fram að með for- kosningum af einhverju tagi sé almennum flokksmönnum og áhugamönnum um þjóð- málin gefinn kostur á að koma fram og leita eftir stuðningi sem ella væri ógerningur. í Viðavangsþáttum Timans hefur það og verið sagt að prófkjör yrðu að teljast nokk- ur úrbót á þvi takmarkaða lýðræði sem viögengst þegar kjósendur geta aðeins valið um lista, en hafa ekkifæri á að velja um einstaka menn þegar kosið er til þings eða annars trúnaðar. Gleðin Alþýðubandalagið hefur al- veg skorið sig úr að þvi er lýt- ur að tilhögun þessara mála. t Þjóðviljanum, sem og I sjón- varpi og á fundum, hafa for- ráðamenn þess reynt allt hvaö gátu til að gera lítið úr öllum tilraunum manna til að auka lýðræðið f pólitiskum ákvörðunum, og ætti þetta engum að koma á óvart. Al- þýðubandalagsmenn þykjast hafa yfiraö ráða miklu „hent- ugri” aðferöum við framboð en lýðræðið hefur upp á að bjóða. Hefur þar mest borið á „miðstýrðu lýðræði”, sem Jósef heitinn Stalfn tiðkaöi svo m jög, en það felst í þvf að fólk- ið er látið standa upp og klappa þegar foringjanum sýnist. Foringinn gefur bara merki og þá fara allir að klappa, svo gefur foringinn annað merki og þá hætta allir að klappa. Og þessar athafnir slnar iðka Alþýðubandalagsmenn af miklum fögnuði. Ekki er ör- grannt um að háöslegrar kátinu gæti einnig litillega, eða svo er að sjá að það húllumhæ sem þeir efndu til á Vestfjörðum nýlega, Kjartani ólafssyni ritstjóra til aukinn- ar vegsemdar, hafi einkum verið til þess fallið að keppa við skem mtikrafta eins og Ragnar Bjarnason eða Ólaf Gauk, ef marka má frásagnir Þjóðviljans. Er það blað þó að öðru jöfnu laust við gaman- semi. Eina sambandið Frásögnin hefst á þvi að lýst er válegu ástandi I innan- flokksmálum Alþýðubanda- lagsins. Segir þar heimildar- maður blaðsins að þvi fari fjarri að samband forystu- mannanna I Reykjavlk sé nægilega gott við stuðnings- mennina úti um land. Siðan segir heimildarmaðurinn: „Þaö má segja að Kjartan Ólafsson sé eina beina sam- „eina sambandið” bandið sem við höfum við höfuöstöðvarnar i Reykja- vík.” Við þessi orð mun ástæða til að staldra um stund og hafa nokkra andagt. Heimildarmaður Þjóðvilj- ans heldur áfram: , ,Er stundum freistast til að dubba til fulltrúa fólk sem er við nám I Reykjavík. En skólafólk er oft á tiðum laust við heimastöðvarnar og sú reynsla sem þvi safnast skil- ast þess vegna illa heim i hérað.” Ja-hérna. Þegar Þjóðviljinn býst til að iýsa húllumhæ-i alþýðubanda- lagsmanna þar vestra er trautt að sjá hvort gamanið er tekið að kárna eða hvort skemmtanin er orðin að hrein- um ærslum. Um framsögu- ræður Kjartans ólafssonar, sem er „eina sambandið” eins og páfinn, og Ragnars Arn- alds, sem er alls ekki neitt samband, segir blaðið: „Menn höfðu reyndar á orði að þeir yrðu varla svona stutt- orðir I þinginu enda var Kjart- an óspar á að ógna mönnum með „löngu ræðunni”, sem þó kom aldrei.” Enn grimmari Það er greinilegt aö menn ekkert samband hafa taliö þörf á aö hafa stjórn á gleðskapnum. Þannig segir Þjóðviljinn frá þvl að fundar- stjórinn annan daginn hafi ekki látið „menn komast upp með neinn moðreyk”. Og um fundarstjórann siðari fundardaginn segir blaðið að hann hafi reynzt „enn grimmari”. Hamingjan sanna. Grimmastur Segja má að Alþýðubanda- lagsmenn þar vestra hafi næsta fjölbreytilegar ástæður til kátlnu um þessar mundir. Þau dæmi sem hér hafa veriö nefnd eru þó ekki nema upp- takturinn að þeim fagnaði sem fram kemur siðar I frásögn Þjóöviljans af hinum glæsi- lega samsöng. Þannig ber við að frá Bolungarvik er gerður út fiskibátur sem heitir hvorki meira néminna en Kari Marx. Hefði margt skipiö sokkið undir léttara nafni, en svo er ekki um farkost þennan. Af þeim útvegi segir Þjóðviljinn: „Ja, það er náttúrlega hug- myndafræðin sem skiptir máli, séröu, benti Hallgrlmur á af bragði. — Varðandi hana er áhöfnin náttúrlega ólikt betur I stakk búin en áður. — Hallgrimurbætti þvl við að út- gerðin gengi skltsæmilega þrátt fyrir aö Kristján Ragnarsson væri slfellt að barma sér fyrir hönd „okkar útgerðarmanna” eins og þaö væri orðað. Það eitt út af fyrir sig væri náttúrlega Ijóst dæmi um yfirburði sósialismans. Og gegn svo kraftmikilli rök- semdafærslu áttu hvorki aörir áhafnarmeðlimir né Þjóð- viljasnápur nokkra mótbáru.” Þegar er slitið hafði verið gleðisa m k v æm i Alþýðu- bandalagsmanna á Vestfjörð- um brá ólafur Jónsson, kommissar þeirra I „höfuð- stöðvunum”, við og kunngerði að vel kæmi til greina að efnt yrði til prófkjörs innan flokks- ins I Reykjavik. Er sizt að undra sllk viðbrögð. JS Jóhann við eitt verka sinna. Jóhann G. Jóhannsson sýnir í Hamragörðum Jóhann G. Jóhannsson heldur nú málverkasýningu að Hamra- görðum, Hávallagötu 24. Sýningin var opnuð 24. sept. og stendur til 2. október, sýningartimi er frá 4 til 10 alla dagana. Myndirnar sem Jóhann sýnir eru allar málaðar á þessu ári og verðið er frá 50 þús. upp I 250 þús. Jóhann hefur þegar selt tiu myndir. Listmuna- og forngripa- kaupstefna i Gautaborg SJ-Reykjavik. Alþjóðleg List- muna- og forngripakaupstefna verður haldin 12.-20. nóvember i Gautaborg. Er þetta i þriðja sinn sem slik kaupstefna er haldin þar. I fyrra tóku 65 aöilar þátt i kaupstefnunni, en nú hafa þegar yfir 80 tilkynnt þátttöku, og fleiri gætu bætzt við næsta mánuðinn. Listmuna- og fomgripasalarnir, sem þátt taka, eru frá Englandi, Hollandi, Vestur Þýzkalandi, Austurriki og Sviþjóð. Húsgögn, leirmunir, glervörur og postulinsgripir, sem á kaup- stefnunni verða, eru frá þvi fyrir 1840, og silfur og tingripir frá þvi fyrir 1850. Þessir munireru I góðu ásigkomulagi. A sömu deild og þessir gripir verða einnig fri- merkiog mynt. Dómnefnd skoðar þessa muni áður en þeir hljóta samþykki. Mikið veröur um gömul mál- verk á kaupstefnunni. Heill salur verður helgaður nútimalist, og sýna þar um tiu listaverkasalar. Meðal annars verða þarna frum- myndir af frimerkjaflokki, sem er að koma út i Sviþjöð, „Villt ber” heitir hann.Lennart Helje málari frá Vestur Sviþjóð teikn- aði. Motorola Alternatorar í bila og báta. 6/12/24/32 volta. Platinulausar transistor- kveikjur I flesta blla. HOBART rafsuöuvélar. Haukur og Ólafur hf. Armúla 32, Simi 37700. | Auglýsítf í : í Timanum { Jörð til sölu Til sölu er eyðijörðin Gularáshjáleiga i A-Landeyjum. Kauptilboð sendist til ólafs Ólafssonar Kaupfélagsstjóra Hvolsvelli. '&^aupfélag angseinga Með því að sækja iðnkynninguna færð þú afsláttarkort sem gilda í fjölda verslana og verksmiðja. Viljir þú versla á staðnum býðst þér kynningarafsláttur af verði margrar vöru. Þessi föstudagur getur því orðið þér til verulegs fjár. Gjöf til gests dagsins: Stóll frá Gamla Kompaníinu og allar bækur Bókaklúbbs AB 22 bindi. p IÐNKYNNING „ ■ Bi LAUGARDALSHOLL É

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.