Tíminn - 30.09.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 30. september 1977
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og augiýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Áskriftargjald kr. 1.500 á
mánuði.
Biaðaprent h.f.
Að hitta
sjálfa sig fyrir
Að undanförnu hafa fylgiritin, Þjóðviljinn og
Dagblaðið i Reykjavik, gert mikið veður i áróðurs-
skyni út af fyrirhuguðum kaupum rikisins á hinu
svo nefnda Viðishúsi i Reykjavik fyrir mennta-
málaráðuneytið og nokkrar stofnanir þess. Um
upphlaup þessara blaða má segja að þar sækjast
sér um likir.
Vonandi eru allir sammála um það að eðlilegast
sé að rikið eigi sjálft þau hús sem það notar til
langframa. Vonandi eru einnig allir sammála um
það að af reisn og myndarskap sé búið að æðstu
stjórnarstofnunum menntamála i landinu.
Æsiskrif Þjóðviljans og Dagblaðsins virðast bera
það með sér að einhverjir vilji skerast úr leik hvað
þetta snertir.
Það hefur þegar komið fram i Timanum að að
þvi er Viðishúsið svo nefnda varðar snýst málið
um það hvort húsið hentar alls kostar fyrir
menntamálaráðuneytið og stofnanir þess.
Menntamálaráðherra og starfsmenn hans telja að
svo verði eftir að nauðsynlegar lagfæringar hafa
verið gerðar á húsinu. í öðru lagi er um það að
ræða hvort verði hússins hefur verið i skynsamlegt
hóf stillt. Um það eru skiptar skoðanir.
Æsiblöðin, sem reynt hafa að sverta alla þá sem
hlut eiga að þessu máli, hafa reynt að blanda inn i
það annarlegum hagsmunum og vafasömum við-
skiptaklækjum. Vilhjálmur Hjálmarsson mennta-
málaráðherra dustar slikt ryk af sér án fyrir-
hafnar, og munu upphlaupsmennirnir litinn sóma
hafa af þvi að draga hreinskiptni hans i efa.
Það sem gerzt hefur i þessu máli er einfaldlega
það að gerð hefur verið úttekt á göllum Viðishúss-
ins og þvi sem þar stendur til bóta, til þess að unnt
yrði að meta það skynsamlega til verðs. Fulltrúar
i fjárveitinganefnd hafa fallizt á þær niðurstöður
sem fengizt höfðu i ráðuneytinu um málið. Endan-
leg ákvörðun tekur Alþingi siðan, svo sem vera
ber, með fjárlögum. Allt hið mikla hávaðatal um
valdniðslu er þvi ófyrirsynju og kemur fyrir ekki.
Fjárveitingavaldið er i höndum Alþingis. Alþingi
hefur einnig vald til að ráðstafa öðrum eignum
rikisins, eftir þeim reglum sem það sjálft setur, og
það vald verður ekki úr höndum þess numið.
Það skyldi þó ekki vera að ástæðan til upphlaupa
Þjóðviljans séu þau undarlegu viðskipti sem liggja
að baki glæsilegum húsbyggingum Þjóðviljans
sjálfs. Þær viðskiptalegu særingar og galdrafor-
múlur sem þar hafa viðgengizt vildu sjálfsagt
ýmsir fá að kynna sér. Um þetta má viðhafa orð
Þjóðviljans sjáifs, úr forystugrein sl. miðviku-
dag. Með viðeigandi lagfæringum orðalags hljóðar
textinn þannig:
Það verður fróðlegt að sjá hvernig einstakir
flokksforingjar Alþýðubandalagsins ætla að fara
að þvi að réttlæta fasteigna- og fjármálaumsvif
flokks sins. Vonandi hafa kjósendur þeirra sinnu á
þvi að ganga strangt eftir svörunum. Áreiðanlega
verður þeim svarafátt og þá er það kjósenda að
draga af svörunum eða þögninni pólitiskar álykt-
anir. Það er nefnilega hægt að draga pólitiskt al-
mennar ályktanir af fasteignaumsvifum þessum.
Þær ályktanir er ákaflega þýðingarmikið að hafa i
huga.
Við þessi orð er þvi einu að bæta að dylgjur
Álþýðubandalagsmanna hitta þá sjálfa eina fyrir.
JS
Ritstjórnargrein úr The Economist:
Hvernig á að sigrast á
hryðj uverkamönnum?
Vestur-Pjóðverjum er mikill vandi á höndum
V-ÞJÓÐVERJUM hefur
ekki ennþá tekizt að móta
stefnu i viðskiptum sinum við
hryðjuverkamenn. Hvort sem
Hanns-Martin Schleyer er
frjáls eöa fallinn fyrir hendi
morðingja þegar þetta er
lesið, og hvort sem ræningjar
hans eru staddir i Suður-
Yemen eða i likhúsi lög-
reglunnar, þá er eitt vist:
Vestur-þýzku stjórninni er nú
ljóst að hún á við að etja ill-
vlgustu hryðjuverkastarfsemi
i Evrópu.
Hinn nýi faraldur hermdar-
verkastarfsemi vinstri öfga-
aflanna er miklu djarfari en
starfsemi irska lýðveldis-
hersins (IRA) vegna þess aö
hún beinist að framámönnum
þjóðfélagsins, og einnig
árangursrikari, þvi fram til
þessa hafa ránin tekizt. Starf-
semin er betur skipulögð en
sambærileg hreyfing á ttaliu,
þar sem segja má að byssu-
menn hennar hafi látið af póli-
tiskum ofbeldisverkum yfir
sumarmánuðina og tekið sér
sumarfri.
Verst er að hinir þýzku
ofbeldismenn eiga sér eins
konar fylgismenn — dálitinn
hóp fólks, sem er þeim hlynnt,
lætur þeim peninga i té,
kemur þeimundan, eða a.m.k.
þegir um vanþóknun sina. En
þegar stefnan verður mótuö
um það hversu snúizt verði
gegn hryðjuverkastarf-
seminni, verður fyrst að hug-
leiða hvernig illþýði þetta geti
dafnað i Þýzkalandi.
ÞJÓÐVERJAR eiga i meiri
vandræðum en aðrar þjóðir i
baráttu sinni við hryðjuverka-
mennaf ástæðum, sem teljast
mega sérþýzkar. Ekki fer hjá
þvi að þjóð, sem beðið hefur
ósigur i tveimur hroðalegum
styrjöldum á tæpum þrjátiu
árum.eigi við að striða alls
kyns annarlegar hræringar á
stjórnmálasviðinu. Þær geta
birzt i vinstri eða hægri öfga-
samtökum (en aðferðir þeirra
gerast æ likari), eöa komið
fram i óbeizlaðri efnishyggju,
sem einungis lítur á stjórnmál
sem tæki til þess aö skipu-
leggja efnahagsvöxtinn.
Hvorugt er eðlilegt I nútima
þjóðfélagi-Og til þess að auka
enn á ringulreiðina mdtti
þýzka þjóöin þola fyrirbæri
eins og Hitler milli striðanna,
og siðan i striðslok skiptingu
milli yfirráðasvæða tveggja
heimskerfa. Loks ber að geta
þess eiginleika Þjóðverja að
gripa dauðahaldi I hugmyndir,
góðar eöa slæmar, og hanga I
þeim gegnum þykkt og þunnt.
Allt þetta sameinast i þvi sem
Raymond Aron hefur nefnt
„psychodrama” eöa
„gleðileiká taugadeildinni” —
hegðun hinna ungu þýzku
hryöjuverkamanna vorra
daga á ekki siður sálfræði-
legar skýringar en pólitiskar,
Enner ónefndureinn þáttur,
sem einnig er aö mestu sér-
þýzkur. Þjóðverjar brugöust á
tvo vegu klunnalega við þeirri
uppreinsarbylgju sem greip
um sig meðal unglinga á
Vesturlöndum á 7. ára-
tugnum. A annan veginn voru
viðbrögð þýzku lögreglunnar
viö upphlaupumstúenta oftast
klaufaleg og óþarflega rusta-
leg, en meirihluti miðaldra
Þjóðverja áleit alla stúdenta
ráðvillta ofbeldisseggi. Á
hinn bóginn voru öfg,
arnar innan þýzka mennta-
kerfisins jafngengdar-
lausar, og i nokkur ár,
eða fram á 8. áratuginn,
snerust margir bvzkir
Hanns-Martin Schleyer
háskólar i einu vetfangi frá
sjálfræði ihaldssamra
prófessora til þvi sem næst
einræðis marxiskra stúdenta
og ungkennara, sem margir
hverjir aðhylltust fremur
austur-þýzka stjórnarhætti en
það lýðræði sem þeir höfðu
verið aldir upp i . Sú samúö,
sem hry ðjuverkamenn
nútímans njóta, kann að vera
afleiðing firringar upphlaupa-
áranna og þess kredduáróðurs
sem fylgdi.
ÞESSAR staðreyndir veröa
ekki máðar af spjöldum sög-
unnar. En þær gefa
visbendingu um það, hversu
bregðast beri við þessum
mikla vanda. Aðalatriðiö er að
tortima hinum harðsoðna
kjarna hryöjuverkamanna án
þess að hinum firrtu, heila-
þvegnu og rugluðu fylgifiskum
fjölgi um leið. Vegna þessa
hóps, sem gæti tekiö við I
framtiöinni, verða aðgerð-
irnar gegn kjarna hryðju-
verkamannanna að vera
markvissar, og beinskeyttar.
Það kemur t.d. ekki til greina
að fangelsa þá án dóms og
laga sem grunaöir eru um
hryðjuverkastarfsemi. Þýzka
lögreglan gæti eflaust hand-
tekið flesta þeirra 1200 — þar
af er fjórðungurinn konur —
sem eru á skrá yfir „hugsan-
lega hættulega hryðju-
verkamenn”. Þvi burtséö frá
lagalegu hliöinni (og það er
vafasamt aö skrár
lögreglunnar um grun-
samlega menn séu einu sinni
90% réttar), eru slíkar aöfarir
mjög lfklegar til aö auka enn
fylgi hryöjuverkamannanna.
Hið sama gildir um þá hug-
mynd, að lögfesta á ný
dauðarefsingu fyrir hryðju-
verkastarfsemi. Meirihluti
Þjóðverja mundi aö visu
fagna þvi, á þeim forsendum
að ekki verði reynt aö frelsa
dauðan hryðjuverkamann
með nýjum hryðjuverkum.
Hér dugir ekki fyrir þýzku
stjórnina að taka mið af
meirihlutanum, heldur af
hinum borgaralega minni-
hluta sem einhvern veginn
álitur upptekningu dauða-
refsingar slikan þjóðfélags-
glæp, að hún afsaki hryðju-
verkastarfsemi sem baráttu-
aöferð, svo ekkisé nefndur sá
smái minnihluti innan minni-
hlutans, sem teldi það næga
ástæðu til að fara út i hryöju-
verkastarfsemi sjálfur.
Andspyrnan gegn hryðju-
verkastarfsemi i Þýzkalandi
þarf i fyrsta lagi betra njósna-
kerfi, — að koma sinum
mönnum inn i innsta glæpa-
hringinn þannig að snarlega
sé hægt að gripa mann-
ræningja og morðingja. 1 ööru
lagi þarf að tileinka sér
árangursrika sálfræðilega
yfirheyrslutækni þannig að
sigrazt verði á viðnámi glæpa-
manna, þegar þeir hafa
komizt undir manna hendur,
og i þriðja lagi þarf þjálfun i
sérhæfðri vopnfimi — að
skjóta I mark úr fjarlægð, og
berjast I návigi — til þess að
tryggt sé að réttir aðilar verði
ofan á, ef til vopnaviðskipta
kemur (og sagan frá ránj
Schleyers endurtaki sig ekki,
þar sem lifverðir hans töpuðu
bæði honum og lifinu). Fáir
munu verða til aö mótmæla,
þegar hryðjuverkamaöur er
felldur i miðju ráni. Lögreglu-
sveitir ýmissa landa hafa sýnt
iverki slika hæfni, sem hér er
lýst. „Svörtu hlébarðarnir” og
„Veðurmennirnir” i
Bandarikjunum, og flugu-
menn „Irska lýðveldis-
hersins” i Englandi — þó ekki
i jafnrikum mæli og I Ulster —
hafa fengið aö kenna á þvi.
Það er engin ástæða til þess að
þýzka lögreglan geti ekki náð
sama árangri.
LÖGREGLAN sigrar á
endanum. Þýzkir
lögreglumenn verða vafalaust
jafn þýzkir i dugnaði sinum og
skipulagningu og þýzku
hryðjuverkamennirnir hafa
verið, og lögreglan hefur að
auki við að styöjast fullkomið
kerfiog tækni,sem hinir munu
ekki standast snúning.
Lögreglan kann að þurfa
meiri mannskap, og meiri
völd sem veiti henni meiri
sveigjanleik innan kerfisins.
Enfyrsta skrefið til endurbóta
kynni að vera aö skipta um
yfirstjórn hryðjuverka-
lögreglunnar: Þjóðverjar
þurfa sinn eigin Sir Robert
Mark.
1 væntanlegum átökum á að
sýna hörku á „vigvellinum”
frjálslyndi fyrir dóm-
stólunum, og miklu meiri
festu I fangelsunum en hingaö
til hefur tiðkazt. Þvi þessi átök
eru háð til varnar frjálsu og
réttlátu þjóöfélagi. Þýzk
stjórnvöld standa frammi
fyrir þeim vanda, að auka
mátt lögreglunnar án þess að
ýta jafnframt undir þá
fullyrðingu hins menntaöa,
háværa, orðhvata og
samstæöa hóps hryðju-
verkamanna sem þau eru
að berjast á móti, að
Þýzkaland sé lögregluriki.
Það skiptir miklu máli aö
þýzka lýðveldið nái tökum á
þessum vanda sem allra fyrst.
t öllum heiminum fyrirfinnst
vart sá iðnjöfur eða lýðræðis-
sinni, sem ekki skelfist yfir
örlögum Þýzkalands þessa
siðustu mánuði. Vafalaust eru
smáhópar manna viða um
lönd sem sjá fyrirmynd sina i
hry öj uv er kam önn un um
þýzku, en hvorki hafa von né
stoð heima fyrir. Þeir munu
fylgjast vandlega með þvi sem
fram vindur i Þýzkalandi á
næstunni. Uppræting hryðju-
verkamannanna verður aö
takast fljótt. (H.Þ. þýddi)