Tíminn - 30.09.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.09.1977, Blaðsíða 15
 Föstudagur 30. september 1977 achino Rossini: Neville Marriner stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tonleikar. 14.30 Miödegissagan: „Svona stór” eftir Ednu FerberSig- uröur Guömundsson þýddi. Þdrhallur Sigurösson les 15.00 M iödegistónleikar Collegium Musicum tón listarflokkurinn leikur Svitu i' D-dúr eftir Georg Philipp Telemann: Kurt Liesch stj. Léon Goossens og Filharm- oníustrengjasveitin leika óbókonsert i c-moll eftir Benedetto Marcello: Walter Susskind stjórnar. Enska kam mersveitin leikur Sinfóniu i e-moll eftir Carl Philipp Emanuel Bach: Raymond Leppard stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Með jódyn i eyrum Björn Axfjörö segir frá. Erlingur Daviösson skráöi minningarnar og les (5). 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Byrgjum brunninn Grét- ar Marinósson og Guðfinna Eydal sálfræðingar fjalla um velferö skólabarna og trygging hennar. 20.00 Heklumót 1977 : Samsöngur norðienzkra karlakóra á Hvammstanga i júni. Söngstjórar: Ingimar Pálsson, Siguröur Demetz Franzson og Jón Björnsson. 20.35 örbirg vitund og kon- ungleg vitund Ævar R. Kvaran les Ur ritum Martin- usar i þýöingu Þorsteins Halldórssonar. 21.00 Pianósónata i h-moll eftir Franz Liszt Clifford Curzon leikur. 21.30 Ctvarpssagan: „Vikur- samfélagið” eftir Guðlaug Arason Sverrir Hólmarsson les (12). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Dægradvöi” eftir Benedikt Gröndal Flosi Ólafsson les (15). 22.40 Afangar Tónlistarþátt- ur i umsjá Asmundar Jons- sonar og Guöna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 30. september 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Prúðu leikararnir (L) Leikbrúöurnar skemmta á- samt leikkonunni Connie Stevens. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 20.55 Skóladagar. Nýlokið er sýningu á sænska sjón- varpsmyndaflokknum Skóladögum en hann hefur vakið verðskuldaða athygli hér eins og annars staðar á Norðurlöndum. Hinrik Bjarnason stýrir umræöu- þætti um efni myndaflokks- ins, og ræöir hann við kenn- ara og foreldra. Miðviku- daginn 5. október verður annar umræöuþáttur um sama efni og verður þá rætt við nemendur. 21.55 Sómafólk. (Indiscreet) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1958. Aðalhlutverk Cary Grant og Ingrid Berg- man. Fræg leikkona verður ástfanginn af stjórnarerind- reka, en ýmsir meinbugir eru á sambandi þeirra. Þýð-. andi Guðbrandur Gíslason. 23.30 Dagskrárlok. 15 David Graham Phillips: SUSANNA LENOX Jón Helgason öV að gera það. Ég hef hugsað mér að sjá til um það, að þú bakir okkur ekki meiri smán". ,,Þú ferð ekki með mig heim í Sutherland aftur", hrópaði hún. Hann hló illilega. ,,Ég býst ekki við þvi. Þú skalt ekki þurfa að láta sjá þig þar framar — þó að ég efist ekki um, að þú værir nógu ósvíf in til þess að spranga þar um göturnar án þess að blygðast þín. Nei — þú skalt ekki saurga mitt heimili framar". ,, Ég get ekki látið sjá mig heima ef tir þetta". „Þú skalt ekki þurfa að bera kvíðboga fyrir því segi ég. Þú hljópst í burtu af þvi að þú hafðir leitt yfir þig ævarandi háðung". ,,Nei!" hrópaði Súsanna. „Nei!" „Ljúgðu ekki að mér. Þér er skást að þegja. Ég skal íhuga, hvað ég get gert til þess að dylja þessa háðung. Komdu!" Súsanna skimaði ráðþrota í kringum sig. En hún gat ekki eygt neina undankomuvon. Hún átti ekki um annað að velja en fylgja fóstra sinum eftir. Þau þögðu bæði. Hann bar poka hennar, en hún kreisti litlu budduna sina i lófa sínum. Af öllu því sem yfir Súsönnu hafði dunið þennan ör- lagarika dag ollu stakkaskiptin er hinn mildi og góðlát- legi fóstri hennar hafði tekið ef til vill mestri furðu og skelf ingu. En margri rosknari konu en henni sem aðeins var seytján ára gömul hefur brugðizt sú bogalist að skilja hugarhræringar karlmanns, er ekki lítur á konur eins og jafningja sina og félaga. í augum slíkra manna eru konur annað tveggja gyðjur sem ber að tilbiðja, æðsta tákn hreinleika og sakleysis eða úrhrök sorpi verri. Reiði Warhams var ekki stundarbræði. Hann var í rauninni vitgrannur meðalmaður, mjög hégómagjarn,. gírugur til mannvirðinga og logandi hræddur við al- menningsalitið. Það gat aðeins ein ástæða verið til þess, aðdóttir Lórellu strauk: spilling hennar. Hiðeina sem nú reið á að gera var að bjarga hætt stöddu áliti heimilisins og forða Rut eigindóttur hans, frá þeim voða sem þau hjónin höfðu stofnað heiðri hennar í með góðvild sinni og vorkunnlæti. Ekkert gat lægt hatur hans á Súsönnu nema það að hún giftist Sam Wright. Þá hefði hann — þótt ekki hefði hann fyrirgef ið henni eða tekið hana í sátt — reynt að umbera hana. Það eru einmitt þessar hug- myndir er hneppa konurnar í þann þrældóm, sem þær uppgötva fyrst hvers eðlis er ef þær verða til þess að gera eitthvað sem stríðir um of á móti skoðunum eða vilja aðdáenda þeirra, karlmannanna. Þau héldu beina leið í járnbrautarstöðina. Hraðlestin sem gekk til Sutherland átti ekki að leggja af stað fyrr en klukkan var hér um bil stundarf jórðung gengin í þrjú. Hún var ekki enn orðin nema rúmlega eitt. Warham arkaði beina leið inn í veitingasali stöðvarinnar. Hann benti Súsönnu ð setjast við eitt af smáborðunum, tók sér siðan sjálfur sæti gegnt henni og heimtaði uxasteik, brúnaðar kartöflur, kaffi og eplaköku af þjóninum. „Sittu kyrr", sagði hann hranalega við Súsönnu og stóð upp og gekk brott til að kaupa dagblað. Stúlkan sar grafkyrr með hendurnar í keltu sinni og leit ekki upp. Hún var dauðþreytt. Fóstri hennar kom aftur að vörmu spori settíst í sæti sitt og fór að lesa blaðið. Þegar þjónninn kom með steikina og kartöf lurn- ar stakk hann blaðinu í jakkavasa sinn, skar sneið af kjötinu og lagði á disk sinn. Þjónninn tók hann þegjandi setti hann fyrir framan Súsönnu og rétti Warham tóma diskinn í staðinn. Þá skar Warham tvær kjötsneiðar handa sér, tók vænan skerf af kartöflum og ýtti fatinu siðan í áttina til stúlkunnar. „Viljið þér fá kaffið straxeða á eftir eplakökunni?" spurði þjónninn. „Strax", saði Warham. „Einnig kaffi handa ungfrúnni?" spurði hann. Warham leit til hennar þungbúinn á svip. „Kaffi?" spurði hann. Hún gegndi honum ekki. Hún heyrði alls ekki spurn- ingu hans. „Já, hún vill kaffi lika", sagði Warham. „Og fljótir nú!" „Já herra". Þjónninn skundaði burt með miklu vingsi og slætti, sem átti að gefa til kynna, að hann væri að flýta sér. Warham var að ná í meira kjöt er þjónninn kom aftur með kaffið— grunsamlegt skólp, mórautt að lit og með seiðslubragði og greinilega blikkkeim, sjálf- sagt marghitað í ílátunum, sem ekki höfðu verið of vel þvegin. Warham varð litið á disk Súsönnu. Hún hafði hvorki snert hnífinn né gaffalinn. „Éttu!" skipaði hann. Og þegar þess sáust engin merki, að hún hefði heyrt skipun hans, endurtók hann hvassara en áður: „Éttu, segi ég!" Hún hrökk við, tók hnífinn og gaffalinn með fát- kenndum tilburðum og skar bita af kjötinu. Hún«ar hann upp að munninum, en lét hann skyndilega á diskinn aftur. „Ég get það ekki", sagði hún. „Þú skalt verða að gera það", sagði hann. „Ég sætti mig ekki við þetta". „Éggetþað ekki", endurtók hún tómlega. „Ég er las- in". Hún var svo heppilega úr garði gerð af náttúrunnar hálf u, að hún haf ði aldrei lyst á að matast, þegar hún var ekki í andlegu jafnvægi. Hann éndurtók skipun sína í enn hrottalegri tón en áð- ur. Hún studdi olnbogunum á borðið, fól andlitið í hönd- um sér og hristi höf uðið. Þá lét hann undan siga. Þegar hann hafði lokið öllu kjötinu og ekkert var eftir nema feitin og brjóskið og fáeinar kartöf lur, tók þjónn- ínn ti’ma diskana og for burt með þá, en lét i staðinn sinn smadiskinn með eplakökusneið fyrir framan hvort þeirra. Með eplakökunni var reiddur fram þeyttur rjómi. Warham borðaði fyrst sneiðina, sem var hans diski, og allan rjómann, og þegar hann sá, að Súsanna bragðaði ekki á þvi, sem henni var ætlað, tók hann það einnig til sin. Um leið og hann stakk upp í sig siðustu bit- unum, skotraði hann augunum til stöðvarklukkunnar og var saman við úrið sitt. Síðan heimtaði hann reikninginn, borgaði matinn og gaf þjóninum fimm sent i þrjórfé — og bætti við óþvegnum athugasemdum um ósiðina, sem tíðkuðust í þessari spilltu borg. Eftir svipnum á þjónin- um að dæma, hefði hann þó eins vel getað látið það vera að tolla i þessari vondu tízku. En Warham gaf þjórféð ekki í því skyni að koma sér i mjúkinn hjá þjóninum, heldur aðeins til þess að sýna það svart á hvítu, að hann þekkti borgarsiðina. Hann tók axlapokann og skipaði hinni föllnu stúlku, sem hann af kristilegum kærleika og veraldlegri nauðsyn neyddisttil þess að hafa i fylgd með sér um stundarsakir, að elta sig. Hún stóð upp og fylgdi honum eftir að miðasölunni. Henni féll allur ketill í eld, er hún heyrði, að hann bað um farmiða til Norður- Sutherland. Hún vissi strax, að hann mundi ætla á fund Sekes bróður síns. Þau sátu þegjandi hlið við hlið frá Cincinnati til Norð ur-Vernon, þar sem þau urðu að biða eftir annarri lest. Þar sátu þau einnig þegjandi í tvær klukkustundir á bekk fyrir utan litla og sóðalega |árnbrautarstöð. Og þegjandi héldu þau áfram ferðinni suður eftir frá Norður-Vernon „Ég verö sennilega lengi hérna núna. Ég hef aldrei heyrt hana nota svona orðbragö fyrr.” gÐENNI v , rDÆMALÁUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.