Tíminn - 04.12.1977, Blaðsíða 10
10
Sunnudagur 4. desember 1977.
Tíminn heimsækir Djúpavog
— segir ÓIi Björgvinsson,
oddviti á Djúpavogi
þessir bátar lönduðu sHd á Djúpavogi og stoppuðu stutt, þvl að veiðitlmabilið var að renna út, og um að gera að drífa sig út aftur til að ná I endann á slldinni.
Þessar dömur voru að salta og þœr máttu ekkert vera að þvl að blaðra við blaðamann, varla að þær
fengjust tii að llta upp.
Snd...slld...sfld...slid...
Af syðstu plássum á Aust-
fjörðum er Djúpivogur sá
staður sem á sér lengsta sögu.
Hansakaupmenn verzluðu þar á
einokunartimanum og allar göt-
ur siöan hefur verið þar byggð
og verzlun. Undanfarna áratugi
hefur Djúpivogur ekki síöur en
aðrir ámóta staðir mátt þola
tímabundið atvinnuleysi þótt nú
hin siðari ár hafi verið þar tölu-
verður uppgangur bæði I at-
vinnulifi og hvers konar fram-
kvæmdum.
Þegar blaðamaður var þar á
ferð á dögunum i fréttaleit var
lif i tuskunum, sildarsöltun I
fulium gangi og sildarbátarnir
komu og flýttu sér eins og þeir
mögulega gátu Ut aftur til að ná
i meiri sild og hótelið var fullt af
aðkomumönnum sem tóku
sterkan sildarþefinn með sér
heim á hótel.
Annað var ekki að gera og það
skilja allir, þegar sfldin er
annars vegar.
Næg atvinna undan-
farið
Blaðamaöur fór á fund Óla S.
Björgvinssonar oddvita á
Djúpavogi og ræddi við hann
vitt og breitt um málefni Djúp-
væginga. Atvinnumál bar fyrst
á góma og hafði Óli eftirfarandi
um þau að segja: Atvinna hef-
ur verið nokkur góð þetta ár,
og ekki hefur verið um neitt at-
vinnuleysi að ræða það sem af
er. Það sem fyrst og fremst
hefur verið gert til að efla at-
vinnulifið hérna er ný frystihús-
bygging. Reyndar höfum við
staðið i nokkru baxi með hana
siðan ’72, og það var ekki fyrr en
i ár að nægileg fjárveiting
fékkst til að geta lokið við bygg-
inguna. Afkastageta þessa húss
verðurum 40 tonn á viku með 10
tima vinnu á dag. 1 raun og veru
hefur hver einasta fjölskylda
hér framfæri beint og óbeint af
vinnu við frystihúsið, þó svo að
fólk flytjist nokkuð til á milli
starfsgreina eftir árstiðum.
Annar meginatvinnuveitand-
inn hérna á Djúpavogi er Kaup-
félagið, sem hefur ýmiss konar
starfsemi á sinum snærum. Það
rekur verzlun, hefur sláturhús
og er með mjólkurstöð. Verzlun
Kaupfélagsins hér sér ibúum
fyrir öllum nauðsynjavörum og
reynir eftir megni að Utvega
ýmislegt annað svo sem efni til
húsbygginga og fl. — Sláturhús-
ið hér hefur verið starfandi
lengi, en siðustu ár hefur sauð-
fjárslátrun aukizt mjög og núna
i ár er t.d. ljóst að fjöldi þess
fjár sem slátrað var er um
80-100% meiri en hann var 1969
en i haust var slátrað um 15.000
fjár. Það á sér þá skýringu að
bændur hafa verið hvattir til að
einbeita sér frekar að sauðfjár-
búskap en kúabúskap og kemur
það auðvitað niður á starfsemi
mjólkurstöðvarinnar. Þessi
mjólkurstöð hefur verið með
svæði frá Streitishvarfi fyrir
autan Breiðdalsvik og suður að
Lónsheiði. Eins og ég sagði áðan
hefur dregiö mjög Ur starfsemi
hennar, þar sem bændur hafa
snúið sér frekar aö sauöfjárbú-
skap og það fer að verða spurn-
ing hvort starfrækja eigi hana
öllu lengur. Hér er einnig við-
gerðarverkstæði fyrir bila, báta
og búvélar og hefur það dugað
þokkalega. Svo eru hér nokkrir
sem hafa atvinnu sina af opin-
berum störfum, t.d. við póst- og
simstöðina og fl.
Fjórir bátar gerðir út
frá Djúpavogi
Héöan frá Djúpavogi eru fjór-
ir bátar gerðir út, sagði Óli,
Flugunes, Mánatindur, Máni og
Ottó Wathne og að auki eru hér
einnig þrir rækjubátar og
nokkrar trillur. Þessi báta-
kostur hefur dugað okkur til að
afla hráefnis. Það eru reyndar
nokkur timabil yfir ‘veturinn,
frá nóvember og fram að loðnu-
vertið sem er heldur slakt þó að
rækjuveiði á þessum árstima
hafi undanfarin ár bjargað okk-
ur frá tiltakanlegu atvinnuleysi.
Þetta er þó alltaf heldur erfiöur
timi. Rækjuveiðin hefur gengið
allþokkalega en við teljum
hérna að við fáum að veiða hélzt
til litið. Við fáum að veiða 65
tonn en þyrftum ef vel ætti að
vera að veiða um 100 tonn til aö
halda verksmiðjunni gangandi