Tíminn - 04.12.1977, Blaðsíða 18

Tíminn - 04.12.1977, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 4. desember 1977. menn og málefni Að sigra með berum höndunum Þaö dó maður á dögunum — nær hálftíræður öldungur. Sfikt sætir auðvitað ekki miklum tiðindum, þvi að falls er von af fornu tré. Fæstir ná þessum aldri, og aðeins örfáir ögra elli og hrörnun öllu lengur. Þessi maður hét Jón H. Fjall- dal, og fyrir nokkrum áratugum að minnsta kosti lét það nafn kunnuglega i eyrum þeirra, sem kunnu á annað borð skil á sam- tiðarmönnum sinum. Það var samt ekki af þvi, að hann byggi við þær þjóðbrautir, sem fjölfarn- astar voru og eru. Hann var út- skagamaður og átti bæ sinn á slóðum, sem afskekktar voru. Að þessu er vikið hér sökum þess, að Jón H. Fjalldal var eitt hið ágætasta dæmium manndóm og mannlund þeirrar kynslóðar, sem óx á legg um aldamótin sið- ustu. I fari hans fór saman sá hugur til allra mála, sem honum virtust horfa til góðs, að jafn- skjótt og til hans kasta kom, var pyngja hans opin til útláta og hendur hans reiðubúnar til starfa, og jafnframt sú elja við búsum- sýslu, er skipaði honum framar- lega i flokk.einnig á þvi sviði. Og þar var dugnaöurinn ekki einn á báti, heldur lika sú snyrti- mennska, sem af bar. Var til marks um þaö, að hann gekk i kring um húsin og grandskoðaöi bæjarhlaðiö og tindi upp hvert strá, sem þar kunni að hafa slæðzt, þegar hey var flutt heim. Manndómur í mann- raunum Jón H. Fjalldal bjó allan sinn búskap, talsvert hátt á fimmta tug ára, á Melgraseyri á Langa- dalsströnd. Þaö segir nokkuð um það, hverrar gerðar hann var, að á einu skeiði ævinnar ætlaöi hann að hætta búskap. Það bar svo til, að bæjarhúsin brunnu. Hefði þá flestum sýnzt enn frekari ástæða til þess að framfylgja fyrri fyrir- ætlan, þvi aö ekki var hann fjáð- ari maður en svo, aö hann hlaut að sjá fram á mikla erfiðleika eft- ir húsbrunann. En Jón á Melgraseyrihugsaði á annan veg. Honum fannst au- virðilegt aö fara burt frá bruna- rústunum. Það var meiri læging en hann gat á sig lagt að skilja við jörð sina þannig leikna. Þess vegna venti hann kvæði sinu i kross, reisti allt að nýju á myndarlegan hátt, axlaði þá byrði, er þvi var samfara, og hélt áfram búskapnum. Hann hafði brugðizt við óhappi sinu á karl- mannlegan og drengilegan hátt, sem var isamræmi við lifsviðhorf hansog hugsjónamál, og gat horft óhvikulum augum framan i hvern sem var. Og haldið áfram að styrkja góö málefni i oröi og verki. Kominn á áttræðisaldur lét hann búskap sinum á Melgras- eyri lokiö. Hann hvarf þaöan frá öllu i góðu gengi. En hann gerði það ekki til þess að setjast i helg- an stein. Honum var ekki lagið að láta hendur hvila i skauti sér. Um langt skeiö vann hann verka- mannavinnu, jafnótrauður og þeir.sem ekki höfðu hálfan aldur hans. Þeir,sem kunnugireru viöa um land, hafa vafalaust þekkt menn, sem svipaði til Jóns Fjalldals um einlæga fórnfýsi, tryggð og elju, og entust likt og hann til hárrar elli, þrátt fyrir erfiðissama ævi, kannski ólikrar lyndiseinkunnar að ýmsu leyti, en samt viðlikrar gerðar, þegar á reyndi og hugðarmál þeirra kölluðu á liðs- menn. Mér flýgur i' hug annar maður, sem lézt fyrir skömmu, Björn Jakobsson á Varmalæk. Einlæg- ari hugsjónamann mun erfitt að finna, heilsteyptari og fúsari til framlags og fórna i þágu þess, sem hann trúði á. Þegar flestir aðrirtelja starfsævi nokkurn veg- inn lokið, hélt hann áfram að vinna að félagsmálum og söng- menntog öðruþvi,sem hann taldi göfga manninn, náttúrlega langt til alveg án launa, þvi að til pen- inganna sá hann ekki. Um langt skeið var hann ritstjóri timarits i Borgarnesi, og þegar i tal var borið við hann einhvern tima á siðustu misserunum, sem hann lifði, að hann hefði litið fengið fyr- ir störf sin, svaraði hann þvi til, að hann hefði mikil laun, þá ánægju að nota siðustu krafta sina i þágu héraðs sins og sam- vinnuhreyfingarinnar þar. Ég get ekki heldur stillt m ig um að nefna Steingrim Samúelsson á Heinabergi, þótt lengra sé siðan hann féll i valinn. Mér er hann i minni, grannholda og ekki öðrum fremur garpslegur á að sjá, trú- lega réttaðeins bjargálna maður, en hafði samt efni á þvi að hugsa um fleira en eigið gagn og taldi ekki eftirsér að leggja þar lið, er liðs var þörf, ef heilbrigð tilfinn- ing hans sagði honum, að þar væri góðu að þjóna. Ég kann ekki frá þvi að greina, hve oft og viöa hann hljóp undir bagga, en eitt af timamótaskáld- um okkar ólst upp i skjóii hans. Og þegar hann háaldraður, og þvi erætla má slitinn maður, hugðist létta af sér önn og áhyggjum, varð skarð fyrir skildi með sorg: legum atvikum, og þá haföi hann engar vöflur á, klæddist gömlu slitklæöunum sinum og geröist á ný fyrirvinna f jölskyldu svo lengi sem kraftar hans hrukku til. Grýttur jarðvegur Úr hvaða jarövegi voru svona menn sprottnir? Þeir voru nánast börn þess ára- tugar isögu íslands, þegar mestu og langvinnustu haröindi gengu yfir þaö. Þegar þeir skynjuðu fyrst umhverfi sitt, voru flest hi- býli i landinu moldarkofar og meginhluti túnanna þúfnakrans i kringum bæina. Meðal þeirra tið- inda, sem bárust að barnseyrum þeirra, voru sögur þess efnis, að landfarsótt, barnaveiki eöa annar skæður faraldur, hefði á viku eða tiu dögum skilið eftir hljóðan bæ, þar sem áöur voru kannski sex eða átta börn. Annað, sem ofthef- ur borið á góma, var vitneskja um nágranna og venzlafólk, sem gefiö hafði heimastritið upp á bátinn og flúið til Ameriku. Var þetta ekki þrúgandi and- rúmsloft? Vissulega hlýtur þetta að hafa reynt á þolrifin. Kannski hefðu þau ekki heldur orðiö jafntraust og þau reyndust að öðrum kosti. En einhvers staðar var lika rödd, sem sagði: Þú skalt, þú skalt samtfram. Þessirödd, og viljinn, sem hún brýndi, varð sumum inn- tak lifsstefnunnar til frambúðar: Þú skalt, þú skalt samt fram. Og ekki bara ég, heldur sveitin, héraðið, öll þjóðin. Úr þessum jarðvegi spruttu samvinnuféiög- in, ungmennafélögin, skólahug- sjónir fólks, sem hafði átt torsótta leið til þess að mennta sig, ræktunarhugsjón manna, sem ungir höfðu barið þúfurnar bakkaljáum, mannúðarhugsjón þeirra, sem kynnzt höföu krókn- uðum stráum, pr alizt höfðu upp i örbirgð eða á naumu sveitar- framfæri, vonin um hrausta og heilbrigða þjóð, fædd i skugga barnaveiki og berklafaraldurs, draumurinn um frjálsa og sjálf- bjarga þjóð, alinn ihjálendu, þar sem fæstir máttu slaka á til þess að hafa til hnifs og skeiðar. Hin félags lega vakning Á nitjándu öld komust bændur á tslandi upp á lag með að mynda félög og samtök og vinna saman. Aður höfðu aðeins veriö stofnuð örfá, fámenn höfðingjafélög. Fyrstu félög beindust aö nærtæk- um viðfangsefnum, sem brunnu á fólki. Elzta félagið, semvið al- menning má kenna, er liklega matarbirgöafélag, sem stofnað var austur iFljótsdal á fyrstu ár- um nitjándu aldar. Þegar á leið öldina, urðu félögin mörg og við- tæk, en sum hin umsvifamestu, eins og Gránufélagiö og Þjóð- vinafélagið, aö visu borin uppi af einum mannieða örfáum, án þess að þeir, sem nutu þeirra, hefðu þar mjög hönd i bagga. 1 öðrum, sem samvirkari voru og meiri kröfu gerðu um almenna þátt- töku, voru burðarásarnir rosknir menn, sem stóðu framarlega i sinni stétt. Það var fyrst á tuttugustu öld- inni, að unga fólkið rauf haft þagnarinnar, myndaöi sin félög og skipaði sér fremst i fylkingu þeirra, sem vildu sjá nýja tið risa og tsland frjálst og það sem fyrst. Þá var enn sá timi, að kosninga- réttur var mjög takmörkum háð- ur. Menn fengu hann ekki fyrr en þeir voru orðnir rigfullorðnir, konur höfðu hann aðeins á þröngu sviði og við viss skilyrði, og þeir, sem þegið höfðu af sveit, voru með öllu utan garðs. Sumir af hinni eldri kynslóð lifðu enn i gömlum heimi, og orð eins og pilsvargar og ungmennafélags- glamur voru þá slagorð, er raun- ar hafa verið draugaorð f mál- flutningi fram á þennan dag. Að sjálfsögðu þarf ekki aö bera brigður á það, að margar ung- mennafélagsræðurnar hafa verið hástemmdar og stungið i stúf við blákaldan veruleikann á þeim tima, er þær voru haldnar. Eigi að siður var falinn i þeim neisti og þótt sumt af þvi, sem unga fólkiö sá ihillingum á morgni þessarar aldar, hafi ekki rætzt, og annað farið úrskeiðis, þá hefur margt fariö langt .fram úr daumum þeirra, sem mest tóku upp í sig. I megindráttum má segja, aö viðhorf ungmennafélagshreyf- ingarinnar hafi runnið fjölda fólks i merg og bein, og hún hafi, ásamt þeim almenningssamtök- um öðrum, sem mestum styrk náðu, samvinnuhreyfingunni og verklyðshreyfingunni, orðið meginaflvaki flestra góðra hluta i landinu, allt þar til heims- styrjöldin siðari sundraði göml- um hugarheimi og hafði á flestu endaskipti. Stórvirki fyrir hálfri öld Þetta hugsjónarika félags- málafólk erfði land, þar sem nauðafá hús voru nema til bráða- birgða. Það erföi það tækjalaust og með fátæklegan skipastól, hafnlaust og langt til óræktað, með fáa skóla og fáa menn með það, er titlað hefur verið mennt- un, brýr aðeins á stöku vatnsfalli og nálega ekkert, sem vegur gat heitið eða gata i kaupstað á mæli- kvarða nútimans. Að sama skapi voru atvinnuvegirnir fábreyttir og ekkert, sem nefna mátti iðn- stöðvar, nema heimilin sjálf, eða viðhlftandi úrvinnsla þess, sem framleitt var i landinu með ærnu erfiði. Arið 1927, þegar raunverulegur valdatimi þessara afla hófst, var ekki bilfært lengra út frá Reykja- vik en upp á Kjalarnes og austur i Rangárvallasýslu, og þó aðeins að nafni til. Allir fjallvegir i land- inu voru svipaðir og þeir höfðu verið um langar aldir, hestagötur með vörðubrotum, og jafnvel i flestum meginhéruðum aðeins spottar, sem skrölta mátti á vél- knúnu ökutæki, þegar jörð var auð. En svo skörp voru skilin árið 1927, að það var líkt og hendi væri veifað: Samgöngur á landi og sjó gerbreyttust á fáum misserum, nýir skólar handa alþýðu risu upp, og það var i félagslegri sam- stöðu tekið að byggja i kaupstöð- um, og með annars konar sam- hjálp i sveitum, handa fólki, sem áður hafði fæst annarra kosta völ en leiguhúsnæði. 1 kjölfar þessa kom ný og fullkomnari meðhöndl- un á afurðum landsmanna — kæliskip, frystihúsaiðnaður, gerilsneyðing sölumjólkur, vinnslustöðvar, innlendur iðnað- ur i þágu landsmanna, nýting jarðhita. Að visu var sumt af þessu af vanefnum gert. Vegirnir nýju ófullkomnirog ekkihlaupið að þvi að bæta þar úr, þegar skóflan og hakinn voru áhöldin, sem vega- gerðarmennirnir höfðu. Brýrnar urðu margar of mjóar, þegar ökutækin stækkuðu, og sumar ekki nógu sterkar, þegar þyngd bilanna margfaldaðist. Súðin gamla, „járnbraut smáhafn- anna”, teldist ekki neitt nýti'zku- skip nú, sveitabæirnir, sem fyrst voru reistir fyrir lánsfé úr bygg- ingar- og landnámssjóði, þykja ekki lengur hentug hús, gömlu frystihúsin, sláturhúsin og mjólkurstöðvarnar, eru fyrir löngu úrelt. En þetta er allt náttúrlegt, ekki vegna þess eins, að þetta var allt gert við harla takmörkuö fjárráð, heldur einnig vegna þess, að tim- inn stendur ekki i stað. Allt er breytingum undirorpið, og fram- vindan hefur verið hröð, og það, sem ekki var aðeins gott, heldur ágætt, fyrir fjörutiu eða fimmtiu árum, er eðlilega fyrir löngu orð- ið of naumt og ófullnægjandi nú. En það breytir þvi ekki, að þeir, sem kynna sér það, er gerðist upp úr 1927 og siðan á sjálfum kreppu- árunum, hljóta að standa undr- andi gagnvart þvi framkvæmda- þreki og þeim athafnavilja, isenn djörfum og forsjálum, er lét verk sin tala við öröugustu skilyröi og fólslega hatramma andspyrnu þeirra, er sjálfir höfðu látið árin liða, án þess, að hafast aö, svo að nafn sé gefandi. Frá fyrri tið var það helzt siminn og nokkrar brýr, sem af var að státa, vita- skuld auk margs og mikils, sem einstaklingar höfðu komið i verk, hver á si'nu starfssviði. Giftudrjúgt veganesti Hin margumrædda aldamóta- kynslóð hafði litillar skólagöngu notið. Meðal hennar voru hag- fræðingar harla fjaldgæfir fuglar og verkfræðingar næsta fáir. Hún hafði ekki þeim viðskiptafræðing- um, félagsfræðingum, sál- fræðingum eða uppeldisfræðing- um á að skipa, er gætu dregið prófskirteini upp úr skúffu sinni. Hún studdist ekki við hagsýslu- stofnanir eða mannfrek stjórn- sýslubákn yfirleitt, og hún átti ekki aö bönkum að hverfa á hverju götuhorni. Þjóðfélagið var lika einfaldara i sniðum en nú. En hún var samt sem áður menntuð, þessi kynslóð, menntuð i skóla lifsins, sjálfmenntuð af bóklestri i þeim tómstundum, sem gáfust, og sjálf heimilin i landinu mörg hver eins konar skólar á sinn hátt sum hver vafa- laust á fátæklegan og fábrotinn veg, en önnur með miklu viðari sjóndeildarhring en við gerum okkur nú grein fyrir i fljótu bragði — á sinn hátt með þátttöku i straumum og stefnum, sem þá voru að ryðja sér til rúms eða komin ef st á baug meðal hugsuða heimsins. En umfram allt átti hún vilja til þess að sækja fram, viljann til góðs og það hugarfar, sem vill nokkru fórna fyrir mál- efni si'n, jafnvel flestu, ef i það fór. Einmitt það er kannski lausnarorð þeirrar gátu, sem fólki er nú, hversu miklu þessi kynslóð, sem er gengin fyrir ætt- ernisstapann eða um það bil að hverfa af sviðinu, fékk áorkað með svo tU berum höndunum, yfirleitt jafnfátæk að fé og hún var snauð að lærdómsgráðum, sem staðfestar eru á virðulegan pappir með gullnu eða silfruðu letri og latneskum titlum. Fjárráð og farsæld Þetta er um liðna tima, ævitið mannaá likurekiog Jón Fjalldal. Nú er önnur öldin. Upp eru risnar borgir og bæir með gnæfandi stórhýsi, ágæt atvinnutæki hafa hleypt ólgándi lifi i langflest þorp og sjótún landsins, svo að þau hafa sprengt af sér haminn og vantar sárlega meira húsnæði handa ungu fólki, sem þar vill hasla sér völl við nytsöm störf, skólar margrar gerðar eru á hverju strái, vænn hluti þjóðar- innar á skólabekk meira en hálft árið, og sérfræðingar i óteljandi greinum tiltækar til þeirra verka, er á slikt kalla. Ekkert lát hefur orðið á nýjum og nýjum stór- framkvæmdum. Og liðinn er lokadagur þýzka veiðiflotans á Islandsmiðum og allar hinar við- áttumiklu fiskislóðir orðnar okk- ar eftir langa og strsinga baráttu. En þessu fylgja dimmir skugg- ar. Veröbólga spennist upp úr öllu valdi, og það, sem var þúsund krónur i gær, gildir ekki nema sem hundrað krónur i dag og tiu krónus ámorgun. Og allirkeppast við að þeyta flauturnar, á meðan erlendar skuldir haugast upp og vaxa þjóðinniyfirhöfuð. Það fólk, sem menn fyrri tiðar trúðu, að yrði farsælt og ánægt, þegar ör- birgðin hefði verið gerð útlæg og margvislegir sjúkdómar, sem kvistuðu æskufólkið niður, kveðn- ir i kútinn, er margt fullt af böl- móði. Það fólk, sem margir trúöu, að menntun myndi gera vondjarft og frjálshuga, er á hlaupum eftir firrum og ánetjað af alls konar kennisetningum, sem það heldur allan sannleik- ann, en eru kannski ekki einu sinni brot af honum, eða þá á flótta á náðir áfengis og eitur- lyf ja. Það fólk, sem einsýnt þótti, að ekki myndi freistast til af- brota, þegar það gæti hæglega uppfyllt þurftir sinar með heiöar- legri vinnu, er fleira á villigötum en nokkurn hefði grunað. Það ereitthvað, sem hefur farið forgörðum.Aldarandi er ekki holl ur i öllum greinum. Vafalaust hefur heimsstyr jöldin og allt, sem henni fylgdi og á eftir fór, orðið okkur þyngra i skauti en svo, að- við höfum beðið þess bætur fram á þennan dag.Sárlegast megum við kannski sakna þess gegnsýr- andi anda, sem margir höfðu til- einkað sér og sagði Islandi allt og meinti það og sýndi iverki, og átti þar með göfugt markmið að að keppa og þá hugprýði, er ekki lét sér ægja, þótt þvi sýndist tornáð. JH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.