Tíminn - 04.12.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 4. desember 1977.
sjónvarp
Sunnudagur
4. desember
16.00 Húsbændur og hjú (L)
Breskur myndaflokkur.
Fallnar hetjur. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
17.00 Þriðja testam entið.
Bandariskur fræðslu-
myndaflokkur um sex
trúarheimspekinga. 4.
þáttur., Soren Kierkegaard.
Þýðandi og þulur Gylfi
Pálsson.
18.00 Stundin okkar (L að hl.)
Fylgst er með yngstu börn-
unum i Dansskóla Heiðars
Astvaldssonar, krakkar úr
skólanun sýna dansa, farið
er í Myndlista- og handiða-
skóla íslands, þar sem böm
eru að búa tilmyndirúr leir,
og Bakkabræður halda
vestur á Spóamel. Kristin
Bjarnadóttir, 11 ára, les
myndasögu eftir Guðrúnu
Kristinu Magnúsdóttur, og
teiknistrákurinn Albin
kemst i kynni við regnhlif,
sem getur flogið.
19.00 Skákfræðsla (L)
Leiðbeinandi Friörik
Ölafsson stórmeistari.
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Augiýsingar og dagskrá
20.45 Róbert Eliasson kemur
heim frá útlöndum. Sjón-
varpsleikrit eftir Davlö
Oddsson. Frumsýning.
Leikstjóri Haukur J. Gunn-
arsson. Stjórn upptöku And-
rés Indriðason. Persónur
og leikendur: Rtíbert
Eliasson ... Pétur
Einarsson, Asa, kona
hans... Anna Kristfn Arn-
grimsd., Agúst ... Sigurður
Karlsson, Bergur forstjóri
... Þorsteinn Gunnarsson,
Elsa einkaritari ... Björg
Jónsdóttir, Móttökustjóri ...
Baldvin Haildórsson, Dista
... Herdis Þorvaldsdóttir,
tengdamóðir ... Guðbjörg
Þorbjarnardóttir, Bibi ...
Auður Guðmundsdóttir,
DUdda ... Jónina H.
Jónsdóttir.
21.45 Popp Boston, Boss
Scaggs og Heart flytja sitt
lagið hver.
22.00 Gæfa eða gjörvileiki
Bandariskur framhalds-
myndaflokkur, byggöur á
sögu eftir Irvin Shaw. 8.
þáttur. Efni sjöunda þáttar:
Rudy er orðinn auðugur og
áhrifamikill og heldur
áfram að hitta Julie.
Duncan Calderwood ásakar
hann fyrir að svikja Virg-
iniu. Rudy hótar að hætta
störfum hjá honum. Tom er
á stöðugum flótta undan
Mafiunni. Hann skortir fé til
að komast úr landi, og i
örvæntingu sinni leitar hann
á náðir móður sinnar.
Þýöandi Jón O. Edwald.
22.50 Að kvöldi dags (L) Séra
Gisli Kolbeins, sóknar-
prestur i Stykkishólmi,
flytur hugvekju.
23.00 Dagskrárlok.
Mánudagur
5. desember 1977
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 iþróttir Umsjónarmað-
ur Bjarni Felixson.
21.15 Skugginn Bandarisk
sjónvarpsmynd, gerð eftir
hinu alkunna ævintýri H.C.
Andersens. Þýðandi Dóra
Hafsteinsdóttir.
21.45 Heimsókn Sadats tii
israels Bresk fréttamynd
um heimsókn Anwars Sad-
ats, forseta Egyptalands, til
ísraels og aðdraganda
hennar. Fullvist má telja,
að þessi heimsókn forsetans
marki þáttaskil i friðarum-
leitunum i Mið-Austurlönd-
um. Þýðandi Jón O. Ed-
wald.
22.05 Prestkosningar (L) Um-
ræðuþáttur i beinni útsend-
ingu. Umsjónarmaður sr.
Bjarni Sigurðsson lektor.
Stjórn útsendingar örn
Harðarson.
Dagskrárlok um kl. 23.00.
23
David Graham Phillips:
SUSANNA LENOX
Einu sinni um hádegisbílið var hún að lesa í ,,Frjálsri
verzlun" — Matson lét blöð sín stundum liggja þar sem
hún átti kost á að líta í þau. Þá rakst hún á grein um líf
verkakvennanna. Því var lýst, hvernig þær létu leiðastá
glapstigu — af glysgirni. Jafnframt var því haldið f ram
að þær, sem ekki féllu fyrir freistingunni nytu þar eðlis-
lægrar sómatilfinningar og þess aðhalds sem trúar-
brögðin veittu. Þá hló hún biturlega. Otti við kynsjúk-
dóma, ótti við að verða barnshafandi — það var það.
Hvar voru þessi trúarbrögð? Hverjir aðrir en einhverjir
grasasnar létu sér nokkurn tíma detta guð í hug i eymd
sinni og kvöl? Og sómatilf inningin — það fór að minnsta
kosti ekki mikið fyrir henni í þessari svívirðilegu grein
sem var svo heimskulega andstyggileg, að hana hryllti
við henni — eða var hún kannski meiri hjá þeim sem áttu
einhverja fasta kunningja sem þær lögðu sig allar fram
um að f leka til þess að kvongast sér sem fyrst. Hún hafði
þótzt kunna orðið allgóð skil á kynferðismálunum, er hún
byrjaði að búa og vinna þarna í hverf inu. En brátt komst
hún að raun um að öll hennar þekking í þeim ef num var
hrein fáfræði í samanburði við það sem hvert smábarn
vissi.
Henni fannst þetta allt ákaf lega hörmuleg gáta. Ef til
þess var ætlazt að fólk væri gott — skírlíft og óf lekkað á
sál og líkama — en hvers vegna var þá svo freklega
reynt að neyða alla, nema örfáa, til þess að vera sam-
dauna spillingu,sem þeir urðu nauðugir viljugir að sætta
sig við? Ef það væri æskilegast að fólk væri gott, hvers
vegna var þá þorri fólks látinn lifa eymdarlífi sem að
eins var hægt að umflýja með þeim eina hætti að vera
vondur? Hvað var það eiginlega sem efnafólkið hafði
einkennt með orðinu „gott" — og hvað var vont og Ijótt?
Hún gat ekki svarað þeirri spurningu. Faðir Ettu hafði
rétt fyrir sér. Þeir sem voru þeim gáfum gæddir að
skilja líf ið og sjá, hvernig það gæti verið, þeir, sem ekki
vorutilfinningalausir —þeir urðu drykkjumenn eða eitt-
hvað annað þess háttar, nema þeir væru nógu skapharðir
til þess að gera hvað sem var, drýgja hvaða glæp sem
var til þess að bjarga sér.
Áður fyrr hafði Súsönnu f undizt mikið til um alia góð-
gerðarstarfsemi, það hafði henni verið innrætt. Tómas
gamli Brashear kenndi henni að líta öðrum augum á það
mál. Dag nokkurn höfðu einhverjar frómar og vorkunn-
látar konur komið frá hinum háu hæðum upphefðar
sinnar til þess að auðsýna „fátækum meðbræðrum sín-
um" mannslund sína og mildi. Hann skammaði þær
blóðugum skömmum. Þegar þær voru farnar, útskýrði
hann athæfi sitt.
„Þetta ereina tungutakið sem þessar prúðbúnu skepn-
ur skilja", sagði hann. „Þær eru svo margbrynjaðar og
ánægðar með sjálfar sig. Til hvers komu þær hingað? Til
þess að gera gustukaverk. Já, til þess að gera gustuka-
verk á sjálfum sér. Til þess að sanna sjálfum sér það,
hversu eðallyndar og fórnf úsar þær eru. Þær hefðu held-
ur átt að hírast heima og lesa í biblíunni sinni. Þá hefðu
þær getað séð það, að frelsarinn lét ekki krýna sig til
konungs eða skipa sér á bekk meðal auðkýf inganna eða
vígja sig til prests í fallegri kirkju, þegar hann gaf
mannkyninu beztu gjöfina. Nei, hann fæddist sjálfur ó-
skilgetinn í f járhúsjötu".
Það fór hrollur um Súsönnu því að í þessum búningi
fannst henni sannleikurinn ganga guðlasti næst. En svo
birti allt í einu í hug hennar. Bjarmi vonar og þakkláts-
semi tendraðist I hug hennar.
,, Ef þú kemst einhvern tíma til aukinna mannvirðinga
í lífinu", hélt Tómas gamli áfram, ..þá skaltu ekki vera
neitt að nauða í fátæklingunum, sem þú lif ir af og reynir
eftir megni að halda í kreppunni. Láttu þér nægja (Dína
stétt. Þar og hvergi annars staðar muntu geta gert gust-
ukaverk. Viljir þú liðsinna einhverjum sem má sín lítils í
lífinu, þá skaltu fyrst hef ja hann upp í þína stétt. Láttu
þér nægja þína stétt. Það verður hægðarleikur að f inna
þar næg verkefni".
„Hvað til dæmis?" spurði Súsanna. Hún skildi ekki
helminginn af því sem hann sagði og vissi ekki hvernig
hún átti að taka þessu.
„ Þú sást þessar stríðöldu kjaf takindur sem ég rak út",
sagði gamli maðurinn. „Þær koma hingað og haga sér
eins og enn séu miðaldir. Þær voru lénsherrarnir sem
þóttust gera sérstakt góðverk, ef þeir létu sjá sig í hópi
hinna ánauðugu bænda, sem guð hafði skapað til þess að
þjóna þeim. En miðaldirnar eru liðnar, Hvað er svo
sannleikurinn?"
„Ég veit það ekki" sagði Súsanna.
„Jú, hinar fjölmennustu lágstéttir eru fátækar af því
aðfámenn yf irstétt hirðir afraksturinn af striti og störf-
um þeirra, En sjáum til. Þaðer ekki rétt að kasta sökinni
á yfirstéttarfólkið. Það gerir þetta miklu fremur af fá-
vizku en mannvonzku, alveg eins og þessar konur komu
hingað f remur af aulaskap en illu innræti. En þetta gerir
það engu að síður. Og þetta fávísa fólk verður að fá að
vita, hvernig það er. Hvað myndir þú gera, ef þú sæir
stóra stelpu berja litlu systur sína hérna úti á götunni?
Myndir þú hlaupa út og gefa barninu fáeina brjóstsykur-
mola og segja því, að þú vorkenndir því ákaflega inni-
lega? Myndirðu ekki fyrst, taka í stóru stelpuna og reka
hana burt, svo að hún yrði að hætta að ver ja barnið?"
„Jú, áreiðanlega", sagði Súsanna.
„Það er einmitt það", hrópaði gamli maðurinn sigur-
reif ur. „Og ég sagði við þessa veglyndu postula mannúð-
arinnar: Snautið burt héðan, hér getið þið ekkert gott
gert. Snautið burt heim til ykkar. Þar getið þið f undið or-
sök allrar þessarar eymdar. Snautið heim til ykkar og
hef jizt handa þar. Segið mönnum ykkar sannleikann og
fáið hann til þess að hætta að ræna varnarlausan mann
og misþyrma honum".
„ Já", svaraði hún, „þú munt hafa rétt fyrir þér. Ég sé
það núna. En tilgangur þeirra var samt góður, Brashe-
ar".
„Þetta voru f jandans bykkjur", svaraði gamli maður-
inn.,) Ef þær hefðu haft snef il af mannúð til að bera, þá
hefðu þær séð hvernig allter í pottinn búið. Það jafnast
enginn kennari á við sanna mannúð. Það er ekki neitt
góðverk að drepa eina veggjalús, þegar tíu milljónir eru
á kreiki, og það er ekki neitt góðverk að bjóða einar væn-
ar buxur, þegar hundruð þúsunda vantar flíkur. Ef til-
gangurinn hefði verið f lekklaus. myndu þær aldrei hafa
komið hingað niður eftir undir þvi yf irskini, að þær væru
að inna af höndum góðverk. Þær hefðu heldur átt að setj-
ast niður og lesa um sig í biblíunni — sjá hvað Jesús sagði
um þær.
Hann þekkti svona fólk. Hann var einn af okkur, og
það krossfesti hann."
Hversu viðbjóðslegt var ekki þetta leiguhverfi, og þó
var það alls ekki meðal þeirra verstu! Hversu viðbjóðs-
legt var það ekki í augum stúlku eins og Súsönnu, sem
hlotið hafði gott uppeldi! Það var viðbjóðslegt frá hvaða
sjónarmiði, sem á það var litið, siðferðilegu, menningar-
legu, heilsufræðilegu — umfram allt heilsufræðilegu.
Verst af öllu — verri en skortur á mannasiðum, verri en
„Þetta er örugglega tii
grét.”
DENNI
DÆMALAUSI