Tíminn - 04.12.1977, Blaðsíða 27

Tíminn - 04.12.1977, Blaðsíða 27
Sunnudagur 4. desember 1977. 27 önnur styttan sem ekkja Guömundar Einarssonar frá Miödal hefur nú gefiö til nýja íþróttahússins viö Varmá. íþróttahúsið að Varmá vígt GV — iþróttahúsiö aö Varmá i Mosfellssveit veröur vigt sunnu- daginn 4. des. og veröur fjölbreytt dagskrá i tiiefni dagsins I hinu nýja íþróttahúsi. Þangaö hefur verið boöiö allmörgum gestum s.s. alþingismönnum kjördæmis- ins og ráöherrum, sem hafa fjallaö um málefni þessarar framkvæmdar. Ennfremur ýms- um forystumönnum f fþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni og fyrrverandi formönnum Ung- mennafélagsins. Þá býöur hreppsnefnd einnig öllum hrepps- búum eftir þvi sem húsrúm leyfir en stjórn sam íomunnar annast sveitarstjórinn Jón Baldvinsson. Margar gjafir hafa borizt félag- inu og hafa margir lagt hönd á plóginn i sjálfboðavinnu. En gjöf ekkju Guömundar Einarssonar frá Miðdal er þar þó merkilegust en hún hefur gefið tvær forkunar- fagrar höggmyndir sem hlutu fyrstu verðlaun á listsýningu sem haldin var á Ólympiuleikunum i Helsinki. Salur iþróttahússins er nú tilbú- inn til notkunar en hann er 25 sinnum 45 metrar að flatarmáli. Búningsherbergi eru i kjallara sundlaugarinnar og er þar innan- gengt. Næsti áfangi hússins verður reistur strax og ástæður leyfa en það eru hliðarsalir. Móðurmálskennarar stofna með sér samtök A laugardag 3. desember verður stofnfundur samtaka is- lenzkra móðurmálskennara og verður hann haldinn i Kennara- háskóla Islands og hefst kl. 14. Stofnun slíkra samtaka hefur lengi verið á döfinni og i haust hefur hópur kennara af öllum skólastigum unnið að undirbún- ingi. Móðurmálskennarar telja sig hafa að mörgum brýnum verkefnum að vinna og meðal þeirra sem þeir ætla að vinna að má nefna eftirfarandi: 1. Félagið á að vinna að vexti og viðgangi islenzkrar tungu á öllum sviðum. 2. Það á að efla samstarf þeirra sem móðurmál kenna i skólum landsins og hafa samskipti við þá aðila utan skólanna, sem öörum fremur hafa áhrif á þróun is- lenzks máls. 3. Félagið á að fylgjast með nýjungum i móðurmálskennslu og stuðla að þvi að kennarar taki virkan þátt i að móta kennslu, inntak og aðferðir. 4. Félagið á að láta sig skipta menntun móðurmálskennara og hafa samvinnu við þær stofnanir sem þá menntun annast. 5. Félagið á að leita eftir tengsl- um við móðurmálskennara i öðrum löndum, fyrst og fremst á Norðurlöndum, með þvi m.a. að stuðla að kynnisferðum. 6. Félagið á að beita sér fyrir ráðstefnum, efna til námskeiða og halda uppi útgáfustarfi. —SST Sveinafélag skipasmiða: Mótmælir frumvarpi til iðnaðarlaga Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt einróma á fundi i Sveina- félagi skipasmiða 29. nóvember 1977: „Fundur i Sveinafélagi skipa- smiða haldinn 29. nóvember 1977, mótmælir þeirri grundvallar- breytingu sem fram kemur i Frumvarpi til iðnaðarlaga sem lagt hefur verið fram á alþingi þ.e. að hægt veröi að ráða til iðnaðarstarfs óiðnlært fólk án nokkurs samráðs viö viðkomandi félög iönsveina og án nokkurrar frekari skilgreiningar. 1 núgild- andi lögum um iðju og iðnað er heimild til slikrar undanþágu i sérstökum tilvikum og þá með samþykki bæði meistara og sveina. Með þvi að opna þannig iðn- greinarnar fyrir öllum, án tillits til hvort viðkomandi hefur lagt á sig nám i iðngreininni eða ekki er verið að forsmá verklega mennt- un sem ráðamenn þjóöarinnar hafa þó haldið fram að nauðsyn- legt væri að efla. Alþingismenn standi við löngu gefin fyrirheit FI. — Stúdentaráö Háskóla ts- lands hefur sent öllum alþingis- mönnum ályktun, þar sem lýst er yfir eindreginni óánægju með þann niðurskurð á fjárlagabeiðni Lánasjóðs isl. námsmanna sem núverandi fjárlagafrumvarp ger- ir ráð fyrir. Segir i ályktuninni, að verði sú upphæð sem þar sé inni samþykkt, hafni fjárveitinga- nefnd þcirri stefnu LÍN að út- hlutað skuli 100% lánum tii náms- manna i stað 85% lána. Stúdentaráð trúir þvi ekki fyrr en á reynir að alþingismenn samþykki þennan niðurskurð ef höfð eru i huga orð þeirra frá 1970-1971, en þá voru þeir ákveðnir i að úthlutun 100% lána yrði komin á áriö 1975. Sútdentaráðsfundur minnir al- þingismenn á að hrinda nú i framkvæmd þessari stefnu og standa þannig við löngu gefin fyrirheit. Móttaka á vörum til útlanda flutt i Bíldshöföa 20 í dag flytjum við vörumóttöku okkar, fyrir vörur til útlanda, frá Reykjavíkurflugvelli í vöruafgreiðslu Flugfraktar að Bíldshöfða 20. Afgreiðslan verður opin mánudaga-föstudaga kl. 9-12og 13-17. Símanúmerið er 82855 - Biðjið um vörumóttöku. FLUCFÉLAG ÍSLANDS LOFTLEIDIfí fflMgifrakt „Ég hef aldrei kynnst ókvalráðari manni/ aldrei jafn hreinskiptn-. um/ aldrei íslenzkari manni"/. segir höfundurinn um Skála- teigsstrákinn/ Þorleif Jónsson. Þorleifur hefur víða komið við og kann sæg af skemmtilegum sögum. Hann er fæddur og upp- alinn á Norðfirði/ var um tfma lögregluþjónn í Hafnarfirði/ siðan hægri hönd Geirs Zöega, umboðsmanns erlendra skipa á striðsárunum/ bæjarfulltrúi i Hafnarfirði á þriðja áratug/ glerharður sjálfstæðismaður og ritstjóri bæjarmálablaðs. Fékkst um tíma við málflutn- ingsstörf/ var útgerðar- og sveitarstjóri á Eskifirði/ fram- kvæmdastjóri i Stykkishólmi og sat átján ár í stjórn Fiski- málasjóðs. — Það heyrir undir brýn þjóðþrif i dag að bóka ævi manna eins og Þorleifs Jónssonar og það er dauður maður, sem lætur sér leiðast undir tungutaki hans og efnis- tökum Jóhannesar Helga. SKÁLA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.