Tíminn - 04.12.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.12.1977, Blaðsíða 12
mmm. Esra S. Pétursson, læknir: Sálarlífið 12 Kæru lesendur minir. Likam- inn hefur anda (pneuma) sem fæöist samtimis honum og gagntekur hann allan. Þrem öldum fyrir Krist hélt Aristótel- es sálfræðikenningu þessari fram, fyrstur vestrænna manna, eiris og við minntumst á i siðasta þætti. I hugmynd þessari gætir áhrifa frá Plató, læriföður hans. Taldi hann að sálin hefði að- setur i heilanum og vitnaði þar til Pythagorasar, stærðfræð- ingsins, heimspekingsins og fræðimannsins sem talinn var bezt upplýstur allra á fóniu á Grikklandi. Pythagoras var maður'viðför- ull, og kom meðal annars til Egyptalands sex öldum fyrir Krist. Trúði hann hinni frum- stæðu sálfræðilegu hugmynd um flakk sálarinnar og siendur- tekna holdgun hennar i nýjum og nýjum lifverum. Einnig trúði hann á eilifðareðli hennar. Svo sem fyrr getur má rekja svipað- ar hugmyndir til Austurlanda i rúm þúsund ár fyrir tið Pythagorasar. Hvenær srilin sameinaðist li'k- amanum og hvorthún gerði það fyrir fæðingu var ekki ljóst. Hinsvegarer þvi ljóslifandi lýst i tibezkum fræðum. -f Þar er hinn aðvifandi andi eða holdlaus sál sögð laðast aö þeim stað sem karl og kona hafa samfarir, þegar hinn rétti staður og stund hennarer kominn tilaö holdgast á ný. Hverfur hún siðan bein- ustu boðleið inn i likama kon- unnar og tekur sér bólfestu þar um leið og getnaöinum lýkur. Fylgir ævafornri lýsing þessari sú staðhæfing að laðist sálin mesttil konunnar, en berifrem- ur óvild til karlsins, verði barnið drengur. Sé hinsvegar þrá sál- arinnar til karlsins en óvildin til konunnar verði það stúlka. Hugmynd þessi eða kenning ersii elsta sem ég, tilþess a hefi rekizt á sem nokkurs konar for- vera kenningar Freuds, föður sálkönnunarinnar, um ödipus duldina. Þar telur Freud að drengir, á um það bil fjögurra ára aldrinum, vilji ,,búa með móðurinni” einir en losa sig við föðurinn sem skæðasta keppi- nautinn um ást hennar. En Aristóteles rakti þetta sem sagt ekki svona alveg i botn, svo að segja, eins og Tibetbúar geröu, heldur lét hann sér nægja að staðhæfa að sálin fæddist sam- timis likamanum og gagntæki hann allan, þó að hann teldi að hún byggi mest i hjartanu. Stóuspekingar tóku við af Aristótelesi og bættu ofan á þetta hugmyndum um hvatir og samvizku. Samvizkan hjá þeim táknaði innra samræmi við meðfædda skynsemi og sann- girni. Nokkru siðar grundvallaði Plótinus sálfræðina sem hreina visindagrein er byggði á reynslu, sem fengist við sjálfs- athugun, án þess að miöa við lif- eðlisrannsóknir sem undirstöðu þeirra. Kirkjufaðirinn Ágústinus, sem uppi var þrjú hundruð ár- um eftir Krist, hélt þessari arf- leifö áfram og grundvallaði þannig þá sálfræði sem kirkja Krists fellst á og hefur síðan komið fram meöal annars i lúterskum sið og i Passiusálm- um Hallgrims Péturssonar. ÁgUstinus notaði fyrst og fremst bibliuna sem auðupp- sprettu sálrænna hugmynda um anda Guðs sem skapaði mann- inn i sinni andlegu mynd með þviað blása lifsandanum f hinar holdlegu nasir hans. Vist er að sérhvert barn gripur andann á Esra S. Pétursson lofti strax- eftir fæðingu inn i þennan efnisheim. Fram eftir miðöldum var öll vestræn sálfræði að mestu endurtekin á hugmyndum Aristótelesar og Ágústinusar. Framþróun sálfræðinnar Frá upphafi og fram á þennan dag hefur þróun sálfræöinnar verið tviskipt varðandi kenning- ar og sjónarmið um hugann og sálfræðina og skilgreiningu þeirra. Viö getum nefnt aðra leiðina fyrirbrigðafræði en hina vélrænufræði. Fyrirbrigðafræð- in er sú andlega leið sem nálg- ast hug- og sálræn fyrirbæri með þvi að lýsa lifsreynslunni beint, likt og lýsingar mannlifs i Islendingasögunum. Fyrir- brigðaleið hneigist til að að- greina hugann frálikamanumog miðar litt við lifeðlisfræði og likamleg áhrif á sálina. Sál- fræðileið þessi styðst þvi ekki verulega við ytri rannsóknir og snýr sér meira að innri heim- spekilegri sjálfsskoðun. Vélræna leiðin, hinsvegar, fjallar meira um sambönd ytri orsaka og afleiðinga. Leitar hún einmitt til likamlegra og lif- eðlislegra fyrirbæra til þess að koma sálrænum atburðum undir lögmál náttúrunnar. Fram á þessa öld okkar bar meira á fyrirbrigðafræðinni hjá Bretum og Þjóðverjum en Frakkar og Bandarikjmenn hneigðust meira að vélrænu fræðinni. Descartes, sem uppi var á sextándu öld i Frakklandi, var hinn mikli brautryðjandi vél- rænu fræðinnar. Vann hann aö þvi með krufningum og lifeðlis- tilraunum. Ekki var hann siöur kunnur sem heimspekingur og er hann frægur fyrir kenning- una: Cogitoergo sum.Ég hugsa og þess vegna er ég til. Ekki finnst mér sú hugmynd beint vera vélræn, en margur maður- inn, þar með talinn Descartes, er býsna þverstæðukenndur. Nú dettur mér i hug að vera kann að ykkur finnist sumum fræði þessi farin að veröa dá- litið tyrfin. Sé svo, lái ég ykkur það ekki. Jafnvel þegar leitazt er við að einfalda sálfræöi er hún samt af flestum talin með erfiðari námsgreinum, til Sunnudagur 4. desember 1977. • dæmis á borð viö æðri stærð- fræði. En þar eð sálfræðin, eins og ég mun siðar lýsa betur, er mjög hagnýt og gagnleg, ekki siður en stærðfræðin, er hún vel þess virði að kynnast henni bet- ur, ■ þó við verðum aö leggja dálitið að okkur til þess. Svo við snúum okkur aftur að Descartes þá héldu samlandar hans áfram athugunum og til- raunum hans á átjándu öldinni og gaf Lamettrie út bókina Mannvélin (L’homme machine) árið 1748, en Condillac likti manninum við myndastyttu sem gædd einu skilningaviti myndi öðlast nokkur einkenni mannlegs hugar fyrir tilverkn- að þeirrar reynslu sem hún fengi með því eina skilningar- viti. Um li'kt leyti-voru Bretar að fást við fyrirbrigðaaðferöina og raunhyggjuog hugtengslafræði. John Locke hélt þvi fram að hugurinn væri samsettur af hugmyndum sem allar hefðu komið frá lifsreynslunni, flestar um skilningavitin en sumar vegna þeirrar ihygli sem gerir huganum kleift að kanna sina eigin starfshætti og eðli. Þegar kemur fram á okkar öld fer sálfræðiþekking og nyt- semi hennar ört vaxandi. Er nú svo komið að þekking mann- kyns á sálfræði tvöfaldast á tiu ára fresti likt og á sér stað með allmargar aðrar visindagrein- ar. Næst munum við leggja eitt- hvað út á þær brautir, þó að stiklað verði aðeins á þvi stærsta. Væntanlega höldum við áfram á þeim brautum á fyrsta sunnudegi komandi árs i dálk- um þessum. Ég þakka þeim sem lásu. Heimildarit: + The Tibetan Book of the Dead, i enskri þýðingu W.Y.Evans-Wentz. Þriðja út- gáfa. The Oxford University Press. New York, 1957. Islensk húsgögn Fyrir táninga á öllum aldri Sérstaklega smekkleg og þægileg Hönnun: Gunnar Magnússon, husgagnaarkitekt Sjón er sögu ríkari Veriö velkomin SMUWJVF.GI 6 SÍMI 44544 Winther vinsælustu og beztu þríhjólin Verð frá kr. 7.000 Varahlutaþjónusta. örnini Hækka má sætin, ekkert bak, komast sjálf af og á Verð frá kr. 7.000,- Spitalastig 8, simi 14661, pósthólf 671. Ölfushreppur Óskar eftir að ráða vanan starfsmann til starfa á skrifstofu ölfushrepps i Þorláks- höfn. Umsóknarfrestur er til 9. desember. Upplýsingar veitir sveitarstjóri i sima 99-3800 Og 99-3726. Sveitarstjóri ölfushrepps.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.