Tíminn - 04.12.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.12.1977, Blaðsíða 13
Sunnudagur 4. desember 1977. 13 27 manns rituðu ævisögu sína á árinu 1976 FI. — íslendingar guma gjarnan af þvi að vera mikil bókaþjóð og má það sjálfsagt til sanns vegar færa. Samkvæmt skýrslum Hag- tiðinda voru gefnar út árið 1976 730 bækur og bæklingar alls og eru þá meðtaldar kennslubækur og barnabækur. Langmest var skáldsagnaútgáfan eða 173. Þar af voru 119 þýddar. U.þ.b. 27 manns sáu sér fært að rita ævi- sögu sína i bók, en tveir létu sér nægja bæklinga. Ferðasögur voru 18 alls. Af fögrum bókmenntun öðrum en skáldsögum var aðeins gefið úteittíslenzkt leikrit á árinu 1976, en 68 ljóðabækur. Af tölum Hagtiðinda kemur fram, að vilji menn setja eitthvað á blað um náttúrufræði, verk- fræði, tækni, byggingalist, leik- hus, myndlist og fleira rita þeir gjarnan bækling upp á 5-49 blað- siður, en sleppa þvi að skrifa heila bók. Þannig komu út i fyrra 20 bæk- lingar, en 17 bækur um náttúru- fræði, 33 bæklingar en 19 bækur um tækni og iðnað og 11 bækling- ar en 7 bækur um skipulag borga, um myndlist kvikmyndir og ljós- myndun. Aðventukvöld í Kópavogskirkj u Kársnessókn heldur sina árlegu aðventuhátið i Kópavogskirkju sunnudagskvöld 4. des. kl. 20,30. Að venju hefur verið vandað til efnisskrárinnar. Tónlist verður flutt af organista Guðmundi Gils- syni og kirkjukórnum. Þá mun Barnakór Kársnesskólans syngja og blásarakvartett úr Tónlistar skóla Kópavogs ætlar að leika nokkur jólalög. Þá munu þær Sigurveig Hjaltested og Snæbjörg Snæbjarnardóttir syngja tvisöng. Um orðsins boðun fjalla þeir Andrés Kristjánsson fv. fræðslu- stjóri sem flytur hugvekju kvöldsins og Matthias Jóhannes- sen ritstjóri og skáld sem les frumort efni. Undanfarin ár hafa aðventu- kvöld safnaðarins alltaf verið vel sótt og vonum við að svo verði enn. Annan sunnudag i aðventu er fólk þegar farið að hugsa til hins ytri undirbúnings jólanna, en þá má andlegi undirbúningurinn heldur ekki gleymast. Allar hátiðir hljóta að verða innihalds- lausar þeim sem ekki muna til- efni þeirra. Þvi eru aðventu- kvöldin haldin að þau eiga aö vekja fólk til umhugsunar um hiö sanna innihald jólanna. Skáldsaga eftir nýjan höfund Helgafell hefur gefið út nýja skáldsögu, Karlmenn tveggja tima, eftir ungan höfund, Egil Egilsson. Hún hefst i árshófi ein- hverrar meiriháttar rikisstofnun- ar i Reykjavik, en siðan er horfiö til Kaupmannahaf nar, nokkur ár aftur i timann. Gerist siðan öll sagan erlendis, og lýkur henni þar, er söguhetjan er snúin heim. Egill Egilsson er hálffertugur að aldri, Þingeyingur að uppruna og eðlisfræðingur að námi. Hann hefur siðustu misseri starfað við háskólann og menntaskólann i Hamrahlið. Hann er þýðandi Rauöa kvers- ins, sem kom út árið 1971, og hef- ur ekki áður við önnur ritstörf fengizt. Um þessar mundir eru 25 ár liðin siðan stofnuð var kirkjusókn i Kópavogi og einnig 15 ár liðin frá vigsludegi kirkjunnar. Af þvi til- efni mun fyrsti prestur Kópa- vogssafnaðar séra Gunnar Arna- son prédika við messu i kirkjunni 11. desember n.k. og verður hún kl. 11 árdegis. Verð kr. 14.880 GIRMI minútu GRILL Verð kr. 11.995 Sendum i ^ póstkröfu RAFIÐJAN^J KIRKJUSTRÆTI 8 - SÍMI (91) 1-92-94 Augtýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiösla „ Ég lá endilangur í grasinu með skammbyssu í hendi. Armbandsúrið mitt tifaði í samræmi við æðislegan hjartslátt minn. I óralanga sekúndu sá ég andlit vina minna, sem fallið höfðu fyrir hendi nas- ista. Sprengjurnar áttu að springa eftir þrjár minútur. Ef við hefðum farið rétt að, táknaði það eyðileggingu enn einnar verksmiðju, sem nasistum var bráðnauðsynleg. Enn voru tvær mínútur eftir. Égtók eftir að ég var farinn að rif ja upp, hvernig ég hafði lent hérna, hvernig þetta hafði allt byrjað. Ein mínúta. Ég beit á neðri vörina. Jafnvel þótt þetta spellvirki bæri árangur, þá gæti svo farið áður en kvöldið væri á enda, að við værum allir dauðir." — Þannig hefst þessi ógnarsaga, hún er skjalfest og sönn frásögn, sannkölluð Háspennubók! ,,Hér er um martröð dularfullra atvika og ofbeldis að ræða", segir Evening News í London. — ,,Harð- soðin bók, sem skrifuð er af þekkingu, — full af stormum, bellibrögðum og skjótri atburðarás", segir Birmingham Mail. — ,,Blóöidrif in ógnarsaga um morð, ofbeldi og dularfulla atburði úti á rúm- sjó, sem ætti að gleðja hina fjölmörgu lesendur, sem velta því fyrir sér, hvað haf i eiginlega orðið af hinum gömlu, góðu ævintýraf rásögnum. Og svarið er, Brian Callison skrifar enn slíkar sögur. Ég spái því að þegar hinir fjölmörgu lesendur McLeans uppgötva bækur Brian Callisons, muni vinsældir hans verða gífurlegar", segir Sunday Express. — En Alister McLean sagði einfaldlega: „Það getur ekki verið til betri höfundur ævintýrabókmennta í landinu núna". — Þetta er sannkölluð háspennu- bók!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.