Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 34

Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 34
[ ]Er varadekkið í lagi? Það er fátt meira pirrandi en að húkka far á næsta dekkjaverkstæði því maður var latur skussi. Áhugasamir bílstjórar fengu að reyna hinn svokallaða xDrive í ökuskóla BMW á dögunum. Í þessari viku og þeirri síðustu stóð B&L fyrir svokölluðum öku- skóla BMW. Hingað til lands kom Michael Caspers frá höfuðstöðv- um BMW í Þýskalandi og leið- beindi ökuglöðum gestum í akstri á BMW með svokölluðu xDrive. Ökuskólinn hófst með stuttri kynningu á hinum öfluga fjór- hjóladrifbúnaði BMW, xDrive. Þetta er skynvætt fjórhjóladrif sem svarar á sekúndubrotum þannig að ef mótstaðan minnkar undir einu hjóli þá flyst aflið umsvifalaust á þau sem viðspyrnu hafa. Þetta tryggir hámarksveg- grip á hverjum tíma og stuðlar því að miklu akstursöryggi. Að lokinni þessari kynningu var haldið upp í Bláfjöll á bæði fólksbílum og jeppum sem búnir eru xDrive. Þegar komið var inn á Bláfjallaafleggjarann voru öku- menn hvattir til að reyna grip drifsins með því að aka í svigi eftir veginum. Þar kom vel í ljós hið framúrskarandi veggrip bíl- anna. Í Bláfjöllum var fólksbílun- um lagt og hafist handa við brems- uprófun á BMW X-3 og X-5 jeppum. Fyrirmæli leiðbeinand- ans hljóðuðu upp á að negla niður bremsuna á leyfilegum hámarks- hraða og alls ekki minni ferð. Í fyrstu atrennu þótti Michael bíl- stjórarnir heldur ragir við að negla en smám saman efldist þeim þor og að minnsta kosti sumum tókst að sýna fram á það afl sem vissulega er að finna í hemlunar- búnaði X-3 og X-5. Síðari áfangi verklega náms- ins í ökuskólanum fór fram á nýgerðri mótorkrossbraut í Jósepsdal. Ekið var um sand- gryfjur, farið upp og niður mik- inn bratta, þar sem unnt var að reyna HDC kerfið (brekkubrems- uvörn). Sumum bílstjórum reynd- ist að minnta kosti í fyrstu örðugt að sleppa bremsunni í miklum bratta og leyfa HDC-inu að halda í við bílinn. Með reynslunni kom- ust menn þó að því að þetta var alveg óhætt. Aksturinn á mótor- krossbrautinni var skemmtilegur fyrir ökuþóra og vel komu í ljós eiginleikar xDrive-sins þegar nef bílanna stungust upp fyrir brekkubrúnir og eitt hjól missti alveg viðspyrnu. Þá hætti það um leið að snúast og aflið fluttist yfir á þau hjól sem viðpyrnu höfðu. steinunn@frettabladid.is Ökuskóli BMW Bílstjórar í ökuskóla BMW reyna sig á BMW X-3 og X-5 í sandgryfjunum í Jósepsdal. Borgarjeppar (SUV) eru ekki stöðugir bílar ef marka má veltipróf bandarískra yfirvalda. Ástandið er þó að batna. Með tilkomu rafræns stöðugleika- búnaðar. 7 af 10 nýjum borgar- jeppum sem koma út á árinu hafa slíkan búnað sem gerir bílana mun stöðugri. Bandaríska vegaörygg- isnefndin prófar nýja bíla árlega og fá þeir 1 til 5 stjörnur, allt eftir því hversu öruggir þeir eru. Hing- að til hefur enginn borgarjeppi fengið 5 stjörnur en 39 hafa fengið 4 stjörnur. Talið er að árlega látist í Banda- ríkjunum einum saman 10.000 manns í slysum þegar bíll hefur oltið. Yfirvöld vestanhafs leggja því mikla áherslu á að sem flestir bílar séu búnir einhvers konar veltivörn. Opinberar rannsóknir sýna að hafi nýjar árgerðir sport- jeppa verið búnar veltivörn fækk- ar veltum miðað við eldri gerðir um 35 próent þar sem einn bíll kemur við sögu og um 67 prósent þar sem tveir bílar koma við sögu. Meðal nýlegra sportjeppa sem fengið hafa 4 stjörnur má nefna Chevrolet HHR, Honda Pilot, Toyota RAV4, Suzuki Grand Vit- ara og Mercedes-Benz ML Class. Lista yfir alla bíla er að finna á www.safercar.org - tg Borgarjeppar batna Chevrolet HHR er öruggasti borgarjeppinn hvað varðar stöðugleika. www.kliptrom.is KT jeppa & útivistarverslun S:466-2111 Gæða pallhús Hilux 2006 Isuzu D-Max Mitsubishi L200 Nissan Navara Mazda / Ford SMM pallhúsin eruviðurkennd af fram-leiðendum Toyota,Isuzu og GM Opið virka daga 8-18 Gabriel höggdeyfar, AISIN kúplingssett, TRISCAN spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós ofl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, bretti og nef- hjól á kerrur. Bílamottur. Jeppadekk Vagnhöfða 6 • 110 Reykjavík • Sími 577 3080 Vortilboð! 31" heilsársdekk kr. 11.900 (31x10.50R15) Aðrar stærðir: 27" 215/75R15, kr. 7.900 28" 235/75R15, kr. 8.900 30" 245/75R16, kr. 10.900 32" 265/75R16, kr. 12.900 Sendum frítt um allt land! 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.