Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 2
2 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ �������������� ���� ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� SPURNING DAGSINS? Danny, kanntu lögin ennþá? „Já blessaður vertu. Við spiluðum þetta svo oft í gamla daga að puttarnir hitta á réttu strengina þó heilinn sé kannski farinn eitthvað annað.“ Danny Pollock er gítarleikari Utangarðs- manna, sem eru meðal hljómsveitanna sem leika á Bubbatónleikunum í Höllinni í kvöld. HEILBRIGÐISMÁL „Við töldum okkur hafa náð saman á fimmtudag en daginn eftir var komið babb í bát- inn og mér hótað áminningu og uppsögn vegna afskipta minna,“ segir Bjarni Þór Eyvindsson, for- maður Félags ungra lækna. „Nem- arnir hafa komið fram með tilboð sem þýðir aukakostnað fyrir spítal- ann upp á 500 þúsund krónur fyrir allt sumarið en því var hafnað. Til stuðnings hafa unglæknar ákveðið að ganga ekki í vaktir læknanem- anna og því hafa fylgt hótanir um áminningar og uppsagnir.“ Bjarni vill að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra komi að lausn deilunnar en ráðherra segir það af og frá. „Kaup og kjör starfsfólks eru alfarið mál spítalans og yfir- stjórnar hans.“ - aöe Unglæknar styðja læknanema: Hóta upp- sögnum STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson telur að Samfylkingin hefði átt að ná fimm ef ekki sex mönnum inn í borgar- stjórnina en niðurstaðan varð fjórir. Össur segir í pistli á heima- síðu sinni að það hafi verið mistök að hafa ekki nýtt sér betur vel heppnað prófkjör Sam- fylkingarinnar og að of langur tími hafi liðið frá því þar til kosn- ingabaráttan fór af stað. Hann telur einnig að flokkurinn hafi átt að nýta sér betur misræmi í mál- flutningi Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar og þingflokks sjálfstæðis- manna í málefnum leikskóla og eldri borgara. - gþg Össur Skarphéðinsson: Samfylking átti að fá fimm ÖSSUR SKARPHÉÐ- INSSON EFNAHAGSMÁL Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s telur aukna hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins og hefur breytt horf- unum á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar en lánshæf- iseinkunnir eru óbreyttar. Horfum á lánshæfismati langtímaskuld- bindinga Íbúðalánasjóðs í erlendri mynt var einnig breytt í neikvæðar úr stöðugum en lánshæfiseinkunn- ir eru óbreyttar. Góð lánshæfisein- kunn veitir betri lánakjör á mörk- uðum og er því mjög mikilvæg. Standard & Poor‘s telur þörf á auknum stýrivaxtahækkunum vegna mikils verðbólguþrýstings en hann stafar meðal annars af launahækkunum og veikingu krón- unnar. Matsfyrirtækið bendir þó á ýmsa jákvæða þætti hagkerfisins, eins og litlar skuldir ríkissjóðs, mikla hagsæld og sveigjanlegt stjórnkerfi. Bent er á að lánshæfismatið geti lækkað ef innlend eftirspurn og verðbógla hjaðni ekki. Til þess að koma í veg fyrir það þurfi ríkis- stjórnin og Seðlabankinn að vinna saman en fjármálaráðherra segir að ekkert vanti upp á þá samvinnu. „Þetta er samhliða því sem komið hefur fram áður hjá öðrum þannig að út af fyrir sig er ekkert nýtt í þessu,“ segir Árni M. Mathie- sen fjármálaráðherra. Árni segist vona að það jafnvægi sem gengið hafi náð núna haldi sér og „að verð- bólgan gangi fljótt yfir“. - gþg Horfum um lánshæfismat breytt úr stöðugum í neikvæðar: Hætta eykst á harðri lendingu SEÐLABANKI ÍSLANDS Fjármálaráðherra segir að framkvæmdir hins opinbera verði ekki miklar á árinu, aðeins um 1 prósent af þjóðarframleiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Draugasögur í góðu veðri Fjöl- skylduhátið Vestmannaeyjabæjar fór vel fram um síðustu helgi, þar sem veður- blíða ríkti og þátttaka var góð. Dagskráin var nokkuð fjölbreytt, en hátíðinni lauk formlega í gærkvöldi á Kaffi Kró þar sem krassandi draugasögur voru sagðar. Þetta kemur fram á www.sudurland.is VESTMANNAEYJAR Minnisvarði afhjúpaður Á sjó- mannadaginn stendur til að afhjúpa hjá Þingeyrarkirkju minnisvarða um sjómenn sem fórust með skipunum Dýra 1921 og Hólmsteini 1945. Munu afkomendur skipverjanna leiða minnis- varðana í ljós við hátíðlega athöfn. ÞINGEYRI HEILBRIGÐISMÁL Mögulegir legu- dagar yfir sumarmánuðina á Landspítalanum eru tæplega þús- und færri en á síðasta ári. Sam- dráttur á starfsemi Landspítal- ans hefur farið minnkandi undanfarin ár, að teknu tilliti til breytinga sem gerðar hafa verið á starfsemi spítalans á síðustu árum. Mögulegir legudagar, sem sýna nýtingu rúma á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, yfir sumar- mánuði þessa árs verða í heildina 75.192, samkvæmt áætlunum sviðsstjóra, en þeir voru 76.167 fyrir ári. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar- forstjóri Landspítalans, segir samdráttinn á starfsemi Land- spítalans vera innan við tíu pró- sent, sem sé viðunandi fyrir jafn fjölmennan vinnustað og Land- spítalann. „Ég held að samdrátt- urinn sem verður yfir sumar- mánuðina sé ásættanlegur. Víða erlendis er samdrátturinn mun meiri. Landspítalinn er stór vinnustaður og starfsmenn hafa rétt á sumarfríi, og því er sam- dráttur óhjákvæmilegur.“ Tölu- vert verður um að deildir verði samreknar í sumar, og vinnur þá starfsfólk á fleiri en einni deild. Legudeildir barna- og unglinga- geðdeildar verðar reknar saman frá 7. júlí til 14. ágúst. Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri barna- og unglinga- geðdeildar Landspítalans, segir álagið vera mikið á starfsfólki sjúkrahússins yfir sumarmánuð- ina en á geðdeildum er minna álag yfir sumarmánuðina heldur en á veturna. „Þótt deildirnar séu reknar saman þá tel ég það ekki bitna á þjónustu við sjúklinga, þar sem þjónusta okkar er í sam- ræmi við þörfina.“ magnush@frettabladid.is Meiri samdráttur á Landspítala í sumar Samdráttur í starfsemi Landspítalans yfir sumartímann verður meiri á þessu ári en í fyrra. Mögulegir legudagar eru þúsund færri á þessu ári en í fyrra. Samdráttur á þjónustu er óhjákvæmilegur, segir hjúkrunarforstjóri. GANGUR Á LANDSPÍTALANUM Unnið hefur verið að því að reyna að draga úr samdrætti á þjónustu á Landspítalanum yfir sumarmánuðina á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI UMHVERFISMÁL Taka þarf utanvega- akstur fastari tökum, hækka sekt- ir og jafnvel gera ökutæki upptæk sem eru notuð eru til aksturs utan vega. Þetta er mat Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra, sem kannaði gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs við Djúpa- vatn á Reykjarnesi. „Akstur utan vega er bannaður og slík brot eru mjög alvarleg. Skemmdir eins og þær sem ég skoðaði við Djúpavatn eru sumar varanlegar og annað tekur mörg ár að gróa. Íslensk náttúra er afskaplega viðkvæm og þetta er einfaldlega villimennska af versta tagi,“ segir Sigríður Anna. Reglugerð um utanvegaakstur var endurskoðuð fyrir ári síðan og hefur umhverfisráðuneytið stutt við ýmis verkefni til að taka á mál- inu, meðal annars að efla fræðslu meðal erlendra ferðamanna, en Sigríður Anna segir að enn frekari aðgerða sé þörf. „Að mínu mati þarf að taka mjög hart á þessum brotum. Við ætlum að fara betur yfir þetta á næstunni og skoða breytingar á lögum.“ Hugmyndir Sigríðar Önnu felast í því að herða viðurlög, meðal annars með því að hækka sektir. „Mér finnst jafnvel koma til greina að gera ökutæki upptæk sem notuð eru á þennan hátt.“ - at Umhverfisráðherra boðar herta löggjöf gegn utanvegaakstri: Villimennska af versta tagi SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR KANNAR GRÓÐURSKEMMDIR VEGNA UTANVEGAAKSTURS Umhverfisráðherra var á ferð við Djúpavatn á Reykjanesi þar sem sjá má skemmdir vegna aksturs utan vega. Sumar þeirra eru varanlegar en mörg ár tekur fyrir önnur sár að gróa. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ■ Barnasvið Dagdeild 23E 17. júlí-14. ágúst ■ Kvennasvið Kvenlækningadeild 21A með 13 rúmum (af 31) 6. júní-1. september. Sængurkvennadeild 22A og meðgöngudeild 22B sameinaðar 1. júní-27. júní og 21. júlí til 24. ágúst. ■ Geðsvið Legudeildir barna- og unglingadeildar verða samreknar, 7. júlí til 14. ágúst. ■ Endurhæfingarsvið Deildir R2 og R3 (legudeild og dagdeild) sameinaðar frá 29. júní til 9. ágúst. ■ Skurðlækningasvið Deildir B5 og A5 sameinast 16. júní til 14. ágúst (deildirnar loka til skiptis í fjórar vikur). Dagdeild A5 í Fossvogi 16. júní til 21. ágúst. Heila-, tauga- og æðaskurðdeild B6 9. júní til 21. ágúst. Almennar skurðlækningadeildir 12G og 13G draga saman starfsemi 23. júní til 21. ágúst. Þvagfæraskurðdeild 13D 23. júni til 28. ágúst með 15 rúm opin. Lýtalækningadeild A4 16. júní til 21. ágúst átta rúm á A4. Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 23. júní til 14. júlí og 8. ágúst til 28. ágúst verða 15 rúm opin á deild 12E. Þvagfærarannsóknir 11A lokuð 24. júlí til 8. ágúst. Dagdeild augndeildar 24. júlí til 8. ágúst. HLUTI SUMARSTARFS LSH ÍRAK, AP Byssumenn í lögreglubún- ingum gerðu áhlaup á strætis- vagnastöðvar í Bagdad um hábjartan dag í gær og rændu yfir fimmtíu manns, þar á meðal ferða- mönnum og götusölum. Gíslarnir voru fluttir í fimmtán lögreglubíla sem óku burt, en íraskar og banda- rískar hersveitir komu á svæðið þegar allt var yfirstaðið. Innanríkisráðuneytið neitar því að lögreglan hafi verið viðriðin málið, en þetta er aðeins eitt af fjölmörgum ofbeldisverkum í borginni undanfarnar vikur. For- sætisráðherra Írak, Nouri al- Maliki, hefur heitið því að stöðva ofbeldi í höfuðborginni, en það blæs ekki byrlega fyrstu tvær vik- urnar hans í embætti. - sgj Ofbeldisverkum linnir ekki: Yfir 50 manns rænt í Bagdad VOPNIN TALA Stuðningsmenn sjíaleið- togans Muqtada al-Sadr láta ófriðlega í Bagdad í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMFERÐ Mikill umferðarþungi var á þjóðvegum landsins í gær enda nýttu margir langa helgi til að bregða sér úr bænum. Umferðin gekk oftast stórslysalaust þótt nokkuð hafi verið um hraðakstur og önnur umferðalagabrot. Lögreglan á Blönduósi stoppaði nokkra ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina. Ók sá sem hrað- ast fór á rúmlega 150 kílómetra á klukkustund og tveir aðrir á um 140 kílómetra hraða. Á Selfossi var einnig nokkuð um hraðakstur og um miðjan dag í gær höfðu átta ökumenn verið stöðvaðir af lög- reglunni fyrir of hraðan akstur frá því á laugardaginn. - at Mikilli ferðahelgi lokið: Hraðakstur við Blönduós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.