Fréttablaðið - 06.06.2006, Page 25

Fréttablaðið - 06.06.2006, Page 25
ÞRIÐJUDAGUR 6. júní 2006 5 • ál / tré gluggar • lágmarks viðhald • falleg og nútímaleg hönnun • aukin vörn gegn innbrotum • 15 ára reynsla á Íslandi • 10 ára ábyrgð á glugga / gleri Gluggar - fjárfesting til framtíðar ■ Gangið úr skugga um að allar öryggishlífar séu til staðar og að vélin sé í góðu lagi. ■ Áður en slegið er er mikilvægt að ganga um flötina og tína í burtu alla lausamuni svo sem greinar, leikföng, steina og rusl. Lendi þessir hlutir í hnífunum geta þeir valdið slysum og skemmdum þegar þeir kastast frá vélinni. ■ Verið í góðum skófatnaði. Skór með stáltá eru ákjósanlegastir. ■ Ýttu sláttuvélinni á undan þér og dragðu hana aldrei að þér. ■ Þegar slegið er í halla á að slá þvert á hallann. Ekki ýta vélinni upp brekkuna því þá gæti hún runnið á þig, ekki ýta vélinni niður brekku því þér gæti skrikað fótur og þú runnið undir vélina. Ef notuð er sláttuvél með sæti á hins vegar alltaf að keyra upp og niður hallann en aldrei á hlið. ■ Börn ættu aldrei að vera nálægt sláttuvél í notkun. Þau verða að læra að sláttuvélin er ekkert leik- tæki og ættu helst ekki að koma nálægt sláttuvélinni þótt hún sé ekki í gangi. ■ Ekki fylla á bensíngeyminn þegar vélin er í gangi. Best er að fylla á vélina þegar hún er köld og að sjálf- sögðu ætti að forðast alla meðferð elds nálægt bensínsláttuvél. Öruggur garðsláttur SLÁTTUVÉLAR GETA VERIÐ HÆTTU- LEGAR EF EKKI ER FARIÐ AÐ ÖLLU MEÐ GÁT. HÉR ERU NOKKUR ATRIÐI SEM GOTT ER AÐ HAFA Í HUGA ÞEGAR GARÐURINN ER SLEGINN. Kraninn Quooker er skemmti- leg viðbót við eldhústækin. Úr krananum kemur sjóðandi heitt vatn sem flýtir fyrir eldamennskunni og öðrum eldhússtörfum. Kraninn Quooker hefur undanfarin misseri náð talsverðum vinsældum í nágrannalöndum okkar. Kraninn er kærkomin viðbót við heita- og kaldavatnskranann í eldhúsinu því hann er þeim eiginleikum búinn að úr honum streymir sjóðandi heitt vatn. Margir kjósa að fá sér slíkan krana í eldhúsið sitt enda ekki ama- legt að geta skrúfað frá krana og fengið soðið vatn í kaffið eða elda- mennskuna. Útbúnaðurinn er þannig gerður að í skápinn undir vaskinum er látinn sérstakur vatns- tankur sem hitar vatnið upp í 110 gráður og á leiðinni í kranann kóln- ar vatnið um tíu gráður og er því við suðumark þegar það rennur úr kran- anum. Af öryggisástæðum er kran- inn búinn sérstakri barnalæsingu. Þar að auki ýrist vatnið úr kranan- um en myndar ekki sterka bunu. Kraninn hentar ekki bara vel til þess að flýta fyrir í eldamennskunni heldur kemur hann einnig að góðum notum við þrif. Þegar kjúklingur er skorinn er gott að geta stungið hnífnum í sjóðandi vatn áður en ráð- ist er á grænmetið og hluti eins og barnapela eða rjómaþeytara má þrífa vel í soðnu vatninu. Þá getur einnig verið fljótlegt að stinga mat- vælum undir bunununa, t.d. ef skræla á tómata eða snöggsjóða grænmeti. Quooker-kraninn er ekki kominn í sölu hérlendis, en geta má sér þess að hann muni eiga upp á pallborðið hjá nýjungagjörnum Íslendingum. - to Soðið vatn beint úr krananum Úr krananum streymir 100 gráðu heitt vatn. ÞAÐ ER GAMAN AÐ SKREYTA GARÐINN MEÐ FALLEGRI MÖL OG STEINUM. Hvers kyns skrautsteinar eru meðal þeirra nýjunga sem finna má í verslun Garðheima fyrir þetta sumarið. Um er að ræða möl í alls konar skemmti- legum litum sem hentar vel t.d. í blómaker. Skjannahvít möl sómir sér vel með grænum gróðri og eins eru í boði ýmsir fallegir gráir tónar og bleikir. Mölin er innflutt og seld í 25 kílóa pokum. Þá er einnig hægt að kaupa skemmti- lega skrautsteina í stykkjatali sem fallegt er að nota í garðinn. Þá má nota til að afmarka blómabeð eða innkeyrslur eða bara til að skreyta garðinn á annan hátt. Í boði eru átta mismunandi steinar sem seldir eru í stykkjatali. Skrautsteinar í garðinn Steinarnir henta vel til að afmarka innkeyrslur eða blómabeð. húsráð }

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.