Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 20
 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871Su›urlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími 540 7000 • www.falkinn.is VIFTUR • Veggviftur • Loftviftur • Bor›viftur • I›na›arviftur • fiakviftur E in n t v e ir o g þ r ír 3 1. 29 4 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Eftir áratuga barning við verðbólgu, óráðsíu og sóun í sam-félaginu tókst að koma böndum á efnahagslífið. Árangur-inn hefur ekki látið á sér standa með vaxandi stöðugleika og bættum lífskjörum almennings. Þann árangur má þakka því að atvinnurekendur og launafólk náðu sameiginlegum skilningi á hagsmuni sína. Langtímahags- munirnir lágu saman í því að halda hjólum efnahagslífsins í skynsamlegum farvegi. Eftir þjóðarsáttarsamningana hefur þessi skilningur verið sameiginlegur, enda þótt menn hafi á stundum greint á um ein- stök úrlausnarefni. Atvinnurekendur og launafólk hafa róið í sömu átt og komið fram af ábyrgð gagnvart samfélaginu með því að láta skynsemina vera ofar skammtímasjónarmiðum og pólitískum loddaraleik. Tillögur Samtaka atvinnulífsins til að koma í veg fyrir upp- sögn kjarasamninga eru í anda þessarar stefnu sem ráðið hefur á vinnumarkaði í næstum tvo áratugi. Sama má segja um fyrstu viðbrögð Alþýðusambandsins. Báðir þessir aðilar hafa sýnt ábyrgð í samningum og viðhorfum til þess vanda sem núverandi þensluástand hefur skapað. Hættan á óðaverðbólgu er raunveru- leg og í samræmi við það hafa Samtök atvinnulífsins og verka- lýðsfélögin haldið uppi málefnalegri gagnrýni á efnahagsstjórn- ina og lagt fram hugmyndir til úrbóta. Það er afar mikilvægt að ríkið og sveitarfélögin leggi sitt af mörkum til að samkomulag náist á vinnumarkaði þar sem tekist er af skynsemi á við þann efnahagsveruleika sem við blasir. Það er líka mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins fái samhliða skýr skilaboð frá stjórnvöldum um að allt verði gert til þess að mark- miðin með slíku samkomulagi náist. Stjórnvöld hafa verið kærulaus í stjórn efnahagsmála. Ráða- menn hafa hvað eftir annað gert lítið úr vandanum og bæði ýtt undir væntingar og hrint í framkvæmd þensluhvetjandi breyt- ingum. Við slíkt verður ekki búið öllu lengur. Forsenda þess að haldbært samkomulag náist á vinnumarkaði sem felur í sér stöðugleika í efnahagskerfinu er að aðilar vinnu- markaðarins treysti því að hugur fylgi máli hjá stjórnvöldum. Margt bendir til þess að upp á það traust skorti. Núverandi óvissa um forystu í öðrum stjórnarflokkanna er ekki til að bæta slíkt og mikilvægt er að þær línur skýrist sem fyrst. Fram undan er kosningaár, sem eykur verulega hættu á að skammtímasjónarmið verði ríkjandi umfram langtímasjónarmið í efnahagsmálum. Það er afar mikilvægt við slíkar kringumstæð- ur að stjórnvöld beiti sig aga og séu beitt aga í þjóðfélagsumræð- unni. Mikið er í húfi og ekki nóg að verkalýðshreyfing og atvinnu- rekendur einir sýni ábyrgð við slíkar kringumstæður. SÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Tillögur Samtaka atvinnulífsins eru ábyrgt útspil til þess að halda aftur af verðbólgu: Ríki og sveitar- félög taki sér tak Fyrir réttum fjórum vikum lýsti ég í þessum dálki vandlætingu á þeim sem kvörtuðu og þreyttust á kosningabaráttu. Ég lýsti mikil- vægi kosninga í lýðræðisþjóð- félagi og þá um leið nauðsyn á stjórnmálumræðu sem eðlilegt er að eigi sér stað rétt fyrir kosning- ar. Nú hvarflar að mér að fara að dæmi frambjóðandans fyrir vest- an og éta þetta einfaldlega allt ofan í mig. Aðdragandi kosning- anna var afspyrnu leiðinlegur. Frambjóðendurnir og þeir sem skipulögðu kosningabaráttuna bera einhverja ábyrgð á því. Ég held t.d. að flokkurinn sem ég styð, þ.e. Samfylkingin, sé að missa sjónar á því að flokkar þurfa að taka afstöðu þó þeir séu ekki einsmálshreyfingar. Ég er þeirrar skoðunar að Vinstri grænir geti að miklu leyti þakkað tærri afstöðu í umhverfismálum góðan árangur í kosningunum. Fólk sem er í stórum flokki eins og Samfylkingin er verður að sætta sig við að vera stundum í minnihluta í flokknum. Þau sem eru í stórum flokki verða að for- gangsraða. Það er ekki hægt að ætla að vera stór flokkur sem sækir fylgi sitt fyrst og fremst til þeirra sem búa í þéttbýli á suð- vesturhorninu og láta þá sem styðja stóriðjustefnu nöfnu minn- ar Sverrisdóttur ráða ferðinni í byggðamálum og umhverfismál- um. Meira að segja Moggi er far- inn að efast um að sú stefna gangi alveg upp. Þegar svo er komið finnst henni mér svolítið skrítið að nútíma jafnaðarmannaflokkur hafi þau mál ekki nokkuð á tæru. Flokkunum er þó ekki fyrst og fremst um að kenna, hvað aðdrag- andi kosninganna var óspennandi og leiðinlegur. Fréttamenn bera þar mesta ábyrgð. Hvers konar vitleysa var eiginlega þessi rað- skoðanakönnun (eða hvað það nú hét) Ríkisútvarpsins? Það er umræðunnar virði að velta fyrir sér hvort og þá um leið hvaða og hve mikil áhrif skoðanakannanir hafa á skoðanamyndun. Ef þær hafa áhrif þá er ljóst að Ríkis- útvarpið kostaði, eða á gamaldags íslensku, borgaði fyrir kosninga- baráttu einhverra. Í Frakklandi er talið að skoðanakannanir hafi áhrif og því má ekki birta þær í hálfan mánuð áður en kosningar fara fram. Að þessu efni frágengnu sem er þó grafalvarlegt, þá var þetta leiðinleg og með öllu ómálefnaleg umfjöllun um kosningarnar. Ekki bætti úr skák að fréttamenn létu eins og skoðanakönnunin í gær hefði verið algildur sannleikur, síðustu kosningar − svei mér þá − þess vegna vann Framsóknar- flokkurinn á alla kosningabarátt- una þó að flokkurinn hafi aldrei beðið annað eins afhroð í kosning- um. Svo mikið að eftir því sem sagan segir þá er formaðurinn að hugsa um að taka pokann sinn. Ekki þvælast eftirlaunakjörin sem þau samþykktu á þinginu fyrir rúmum tveimur árum fyrir honum þegar hann veltir því fyrir sér, blessaður maðurinn. Vinur minn um þrítugt vakti athygli mína á því að í viðtölum við þá sem verða í minnihluta í bæjar- og sveitastjórnum næsta kjörtímabil var einn rauður þráð- ur. Þau ætla öll að berjast á móti meirihlutanum og komast að næst. Enginn ætlar að vinna að góðum málum með meirihlutanum. Á kona þá að trúa því að í öllum bæj- arfélögum sé svo mikill ágreining- ur að ekkert dugi nema stálin stinn til að eiga við þetta fólk sem ætlar að sinna sameiginlegum málum okkar borgaranna? Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum var á annarri skoðun, hann ætlar að ná góðri samvinnu við minnihlutann, sagði hann. Fá þau þá embætti, spurði þá fréttamaðurinn. Því miður er spurning frétta- mannsins lýsandi fyrir hvaða augum stjórnmálavafstur er litið. Það virðist fyrst og síðast snúast um að fá eða vera í vinnu. Í einu bæjarfélagi að minnsta kosti var samið um að flokkarnir sem sömdu hefðu skipti á yfirráðum bæjar- stjórastólsins á kjördæmabilinu. Í öðru bæjarfélagi lítur út sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafi þurft hrossa- kaup innanflokks til að ná sam- stöðu um að vinna með vinstri grænum. Ég verð bæjarstjóri í tvö ár og þú svo í tvö. Aðalatriðið er ekki lengur að ná fram stefnumál- um, heldur hver fær framkvæmda- stjórastarfið, launin og upphefðina sem talin er fylgja því. Eftir höfðinu dansa limirnir, þannig sömdu ríkisstjórnarflokk- arnir eftir síðustu kosningar. Minnir mikið að á apasamfélagið sem Germaine Greer lýsti á skemmtilegustu ráðstefnu í heimi sem haldin var á Bifröst í síðustu viku. Ekki hefur það nú skilað þessari þjóð mikilli gæfu eða stjórnvisku. Timburmenn kosninga Í DAG TILGANGUR STJÓRNMÁLA VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Aðalatriðið er ekki lengur að ná fram stefnumálum, heldur hver fær framkvæmdastjóra- starfið, launin og upphefðina sem talin er fylgja því. Forsenda þess að haldbært samkomulag náist á vinnumarkaði sem felur í sér stöðugleika í efnahags- kerfinu er að aðilar vinnumarkaðarins treysti því að hugur fylgi máli hjá stjórnvöldum. Margt bendir til þess að upp á það traust skorti. Núverandi óvissa um forystu í öðrum stjórnarflokkanna er ekki til að bæta slíkt og mikilvægt er að þær línur skýrist sem fyrst. Finnur og flokksmenn Finnur Ingólfsson var eitt helsta umræðuefnið þar sem fleiri en einn komu saman um helgina og virðast flestir hafa skoðanir á endurkomu hans í stjórnmálin og hvernig að henni er staðið. Þá var það rifjað upp í heitum potti í Laugardalnum að á haustmán- uðum 1999, þegar Finnur átti enn eftir nokkrar vikur af ráðherradómi sínum, hefði hann boðað viðhorfskönnun meðal almennra framsóknar- manna til að kanna hvort þeir væru almennt sammála stefnu flokks- forystunnar. Var talsvert fjallað um könnunina á sínum tíma og fannst mörgum merkilegt að forystumenn stjórn- málaflokks könnuðu með þessum hætti hvort þeir væru í raun að gera það sem flokksmenn vildu. Laugargestir gátu ómögulega munað hverjar niðurstöð- urnar könnunarinnar voru en mundu hins vegar vel úrslit síðustu sveitar- stjórnarkosninga. Sögðu þeir þau til marks um að könnunin hefði farið fyrir ofan garð og neðan. Engar auglýsingar Þegar Finnur Ingólfsson varð seðla- bankastjóri í janúar 2000 sagði hann að sín skoðun væri sú að ekki ætti að auglýsa störf á borð við emb- ætti seðlabankastjóra. Lét hann þau orð falla í kjölfar gagnrýni á ráðningu sína en mörgum þótti ómerkilegt af stjórnvöld- um að auglýsa starfið laust til umsóknar um leið og gengið væri frá ráðningunni bak við tjöldin. Davíð Oddsson lýsti sig svo sammála Finni og í kjölfarið var ákveðið að hætta að auglýsa embættið laust til umsóknar. Davíð var svo síðar skipaður seðlabankastjóri án auglýsingar. Hættir Jón? Össur Skarphéðinsson gerir málefni Framsóknar að umtalsefni á vefsíðu sinni og eyðir nokkru púðri í stöðu Guðna Ágústssonar innan flokksins. Telur hann landbúnaðarráðherrann hafa öll völd í hendi sér og ráða í raun framvindu mála. Össur spáir því einnig að Jón Kristjánsson hverfi úr ríkisstjórninni með Halldóri Ásgrímssyni enda sé honum ekki kappsmál að sitja í stjórninni eftir að Halldór sé farinn. Spáir hann einnig fyrir um eftirmann Jóns í embætti og býst við að Jónína Bjartmarz verði ráðherra. bjorn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.