Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 16
 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Þetta þýðir að flokkurinn kemur að meirihlutastjórn í 28 af 37 stærstu sveitarfélögum landsins; í rétt rúmlega þremur af hverjum fjór- um. Þá ber að líta til þess að flokk- urinn missti meirihluta í sjö sveit- arfélögum af þessum 37 sem hann hafði ýmist einn eða með öðrum. Svo er vert að veita því athygli að ríkisstjórnarmynstrið D+B er nú ráðandi í sjö af þessum 37 sveitarfélögum; í Reykjavík, Kópavogi, Ísafjarðarbæ, Húna- þingi vestra, Fjallabyggð (Siglu- firði/Ólafsfirði). Húsavík og nágrenni og í Árborg. D-listi í átta af tíu Ef farið er yfir landshlutana einn af öðrum og byrjað á höfuðborgar- svæðinu er Sjálfstæðisflokkur- inn einn við völd í Garðabæ og á Seltjarnarnesi; í samstjórn með Framsóknarflokki í Reykjavík og Kópavogi og með Vinstri grænum í Mosfellsbæ. Á Álftanesi féll meirihluti flokksins fyrir Á-lista Álftaneslistans og í Hafnarfirði fer Samfylking ein með öll völd. Á Suðurnesjum er blái liturinn yfirgnæfandi í stjórnun stærri sveitarfélaganna. Sjálfstæðis- flokkurinn bætti nokkru við hreinan meirihluta sinn í Reykja- nesbæ og hefur myndað meiri- hluta í Grindavík með Sam- fylkingu og í Sandgerði með óháðum. Sjálfstæðisflokkur í ráðandi stöðu > Fjöldi gesta í fiska- og dýrasöfnum landsins Svona erum við Í vikunni hætti Alríkislögregla Bandaríkjanna leit sem hafði staðið í tvær vikur að líki verka- lýðsforingjans Jimmy Hoffa. Vísbendingar sem lögreglan taldi áreiðanlegar bárust um að Hoffa væri grafinn á búgarði í útjaðri Detroit en leit bar engan árangur. Hver var Jimmy Hoffa? James Riddle „Jimmy“ Hoffa, sem fæddist 14. febrúar árið 1913, var leiðtogi verkalýðsfélags vörubíl- stjóra (e. International Brotherhood of Teamsters) á sjötta og sjöunda áratugnum. Hoffa tókst að sameina verka- lýðsfélög vörubílstjóra í nánast gjörvallri Norður-Ameríku og reyndi sömuleiðis að fá starfsmenn annarra samgöngufyrirtækja í verkalýðsfélagið. Þetta olli stjórnvöldum og fyrirtækjum miklum áhyggjum þar sem verkföll sem næðu til allra samgöngutækja myndu hafa hrikalegar afleiðingar fyrir efnahag landsins. Tengsl Hoffa við Mafíuna Talið er að Hoffa hafi haft tengsl við aðila í Mafíunni sem hafi hjálpað Hoffa við að ná völdum í verkalýðsfélaginu. John F. Kennedy forseti og eftirmaður hans Lyndon B. Johnson beittu Hoffa þrýstingi með rannsókn á starfsemi hans og tilraun til að raska hinu sístækkandi verkalýðsfélagi. Árið 1967 var Hoffa sakfelldur fyrir tilraun til að múta hæstarétt- ardómara og dæmdur í fimmtán ára fangelsi. Honum var hins vegar sleppt árið 1971 þegar Nixon forseti mildaði dóminn yfir honum með því skilyrði að Hoffa myndi ekki koma að starfsemi verkalýðsfélags í tíu ár. Hið dularfulla hvarf Hoffa hafði ráðgert að fara í mál til að ógilda skilyrði Nixons svo hann gæti snúið aftur í verkalýðsfélagið þegar hann hvarf sporlaust hinn 30. júlí árið 1975. Seinast sást til Hoffa á bílastæði við veitingastað í úthverfi Detroit þar sem hann átti að hitta tvo Mafíuleiðtoga. Enn í dag eru örlög Hoffa leyndardómur og hafa ýmsar kenningar verið lagðar fram varð- andi hvarfið. Ein þeirra hermir að það sé Hoffa, en ekki Elvis Presley, sem hvíli í gröf Presleys. Engin kenning hefur þó verið sönnuð og lík Hoffa hefur aldrei fundist. Heimild: Wikipedia.org FBL GREINING: JIMMY HOFFA Dularfullt hvarf verkalýðsforingjans Meirihlutamyndanir 2006 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Meirihlutar sem myndaðir hafa verið í 37 stærstu sveitarfélögum landsins Höfuðborgarsvæðið Reykjavík ■B ■D Garðabær ■D Álftanes ■Á Seltjarnarnes ■D Hafnarfjörður ■S Kópavogur ■B ■D Mosfellsbær ■D ■V Suðurnes Reykjanesbær ■D Grindavík ■D ■S Sandgerði ■D ■K Vesturland Akranes ■D ■F Borgarnes ■D ■L Stykkishólmur ■D Snæfellsbær ■D Grundarfjörður ■D Vestfirðir Ísafjarðarbær ■B ■D Bolungarvík ■A ■K Tálknafjörður ■D Vesturbyggð ■S Norðurland vestra Húnaþing v. ■B ■D Blönduós ■E Skagafjörður ■B ■S Norðurland eystra Fjallabyggð ■B ■D Akureyri ■D ■S Dalvíkurbyggð ■B ■J ? Húsavík og nágrenni ■B ■D Austurland Fjarðabyggð ■B ■L Fljótsdalshérað ■D ■L Seyðisfjörður ■D Hornafjörður ■B ■S Suðurland Vestmannaeyjar ■D Mýrdalshreppur ■D Árborg ■B ■D Hveragerði ■D Rangárþing eystra ■D ■K Ölfus ■D Rangárþing ytra ■D Sjálfstæðisflokkurinn er tvímælalaust sigurvegari sveitar- stjórnarkosninganna á dögunum ef horft er til myndunar meirihluta í stærri sveitarfélögum á landinu. Í þeim 37 sveitarfélögum þar sem flokkurinn bauð fram undir eigin nafni náði flokkurinn hreinum meirihluta í þrettán og í öðrum fimmtán hefur hann gengið frá meirihlutasamstarfi við aðra flokka. Orðið karlremba komst í umræðuna í síðustu viku þegar Valgerður Sverris- dóttir ásakaði Jón Gunnarsson sam- þingmann sinn um karlrembu í sinn garð í þingræðu. Þingmaðurinn sagði þetta orðaval hinn mesta misskilning hjá Valgerði. En hvað er karlremba? Karlremba er að trúa stöðugt á yfirburði karlmanna og sýna það með framkomu sinni með því að gera lítið úr konum eða ætlast til þess að þær komi fram af undirgefni. Hvernig veit einstaklingur hvort hann er karlremba? Til að mynda ef honum finnst sjálfsagt eða eftirsóknarvert að konan vinni einhver störf sem hann vill ekki vinna sjálfur, þetta er algengt á heimilum og kallast kvenmannsverk. Geta konur líka verið karlrembur? Nei, ekki beint, það er nú algengara að þær séu kvenrembur. En konur sem aðhyllast ákveðna gerð karlrembu, til dæmis þær sem vilja ekki sjá aðrar konur rísa of hátt, þær kalla ég nú bara hrokafullar. SPURT & SVARAÐ KARLREMBA Yfirburðir og undirgefni ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR Háskólanemi og fyrrverandi ritstýra Veru. Heimild: Hagstofa Íslands 23 0. 85 7 2001 24 1. 31 7 1999 24 5, 79 0 1997 18 7. 39 2 1995 ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.