Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 84
 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR28 Ómar Ragnarsson hitti Bubba fyrst á þeim árum sem hann var að skemmta með Sumargleðinni en þá voru Sumargleðin og Bubbi oft bókuð á sömu uppákomurnar. „Á þessum árum var Bubbi uppreisn- argjarn pönkari en þegar ég kynn- ist honum fyrir alvöru kom hann mér mjög á óvart. Hann er mikill hugsjónamaður og öðlingur og sannari og betri vin er vart hægt að hugsa sér,“ segir Ómar. Þegar hann er beðinn um að rifja upp sögu af Bubba koma nokkrar upp í hugann. Sú fyrsta tengist samstarfi þeirra Bubba við boxlýsingar fyrir Sýn. „Í viðureign árið 1997 beit Tyson eyrað af andstæðingi sínum, Holy- field. Bubba varð svo mikið um að hann lokaði símanum hjá sér og það var ekki hægt að ná í hann í sólar- hring,“ segir Ómar og bendir á að þetta sé gott dæmi um það hversu tilfinningaríkur Bubbi geti verið. „Mér er líka mjög minnisstætt þegar Bubbi fékk menningarverð- laun DV. Það man örugglega enginn eftir þessari samkomu nema fyrir þær sakir að þegar Bubbi steig á svið til að taka á móti verðlaunun- um þá leit hann yfir salinn þar sem sat prúðbúið fólk á flestum borðum og sagði að þessi samkoma snerist minnst um tónlist og menningu heldur um það hver væri í flottasta dressinu. Hann sagði að fólk hefði örugglega eytt mörgum klukku- stundum í það að búa sig fyrir samkomuna bara svo það gæti borið sig saman við næsta mann. Það sem mér fannst hins vegar fyndnast við þessa ræðu Bubba var að þarna stóð hann uppstrílaður að hætti pönkara með hanakamb, barmmerki og nælur og hafði örugglega eytt einna mestum tíma af öllum þarna inni við að búa sig.“ Og Ómar á fleiri sögur af Bubba í pokahorninu. „Einu sinni var hann að spila á Broadway og tók þá amer- ískt kántrí-blús lag og gerði það svo vel að maður féll alveg í stafi. Þegar hann kom af sviðinu þá sagði ég við hann að hann væri nú þekktur fyrir að vera góður laga- og textasmiður en þarna hefði hann einnig sannað að hann væri ekki síðri söngvari og gítaristi. Það kom glampi í augun á Bubba við þetta, en þetta er hlið sem færri þekkja.“ Hugsjónamaður ÓMAR RAGNARSSON FRÉTTAMAÐUR Hefur lýst ófáum boxbardögum með Bubba Morthens og kann margar sögur af kónginum. Silja Aðalsteinsdóttir skrifaði ævi- sögu Bubba fyrir mörgum árum sem vakti mikla athygli og seldist eins og heitar lummur. Hún man vel eftir fyrstu kynnum sínum af kónginum: „Ég sá hann og heyrði syngja á Félagsstofnun stúd- enta 1979 og varð alveg hugfangin. Ég var að gera útvarpsþætti um far- andverkafólk og lét taka tónleikana upp. Þarna var Tolli líka sem barði gítar og söng við raust. Ég fékk svo að nota Stál og hníf sem einkennis- lag þáttanna,“ segir Silja. „Þetta voru þrír klukkutíma þættir með viðtölum við farandverkafólk og svo sungu þeir bræður á milli. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem Bubbi kom fram í útvarpi. Ég veit ekki hvort það urðu rauðglóandi símalínur en þeir fengu ekki mikinn frið á útvarpinu eftir þættina vegna þess að fólk vildi endilega vita hver það væri sem syngi þetta lag, sem mér hefur stundum fundist síðan að væri hálfgerður þjóðsöngur Íslend- inga, Stál og hnífur,“ segir hún. „Mér er líka ákaflega minnis- stætt þegar ég var á ferðalagi í Grikklandi með Sigurði A. Magnús- syni. Við vorum á Eyjahafinu að sigla til Aþenu og allur hópurinn söng Stál og hnífur hátt og skýrt. Þá hugsaði ég nú með mér að asskoti væri nú strákurinn búinn að standa sig vel. Þetta var 1987 og hann er nú kominn ansi miklu lengra, ef það er hægt að komast lengra heldur en að allir kunni lag og texta eftir mann og syngi það á svona ótrúlegum stað.“ Stál og hnífur sungið í Grikklandi SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR Silja skrifaði ævisögu Bubba sem rann út eins og heitar lummur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Steinar Berg Ísleifsson byrjaði að gefa út plötur Bubba eftir að hann gaf út Ísbjarnarblús árið 1980. Stóð samstarf þeirra yfir í mörg ár eftir það. Vitaskuld kann hann margar sögur af Bubba. „Bubbi hringdi í mig einhvern tím- ann og bað mig um að bjarga sér með þúsund kall. Það var alveg sjálfsagt en við vorum uppi í Árbæ. Hann kom og fékk þúsundkallinn en fimmhundruð kall af þúsundkallinum fór í að borga leigubílinn,“ segir Steinar Berg og hlær. „Bubbi er ákafamaður. Hann gengur hratt og ákveðið til verks og er ástríðu- fullur. Það var einhverju sinni að við vorum að plana útgáfu og hann var með mér og sölufólki í Steinum. Ætli þetta hafi ekki verið upp úr 1980 og vel- gengni Utangarsðmanna var þó nokkur. Áður fyrr, í „old days“ eins og sagt er, þá tíðkaðist það að plötur voru gefnar út miklu hraðar, eins og Bítlanir sem gáfu út fimmtán plötur á níu árum. Það var kannski ekki sama ferð á því þarna en það var alla vega hraðara en í dag,“ segir Steinar. „Bubbi var að plana plötu og hann sagði við okkur: „Svo setjum við eina á jólamarkaðinn, eina á vormark- aðinn og eina á sumarmarkaðinn“. Þá greip einn sölumaður fram í og sagði: „Og eina á útsölumarkaðinn“. Honum fannst hann fullákafur í sínum plönum en auðvitað var Bubbi að springa úr sköpun og samdi svo mikið af lögum að hann vildi koma þessu öllu frá sér. Bubbi hefur nú aldrei verið gestur á útsölumörkuðum, sem betur fer,“ segir hann. 500 kall í leigubíl STEINAR BERG ÍSLEIFSSON Fyrrverandi útgefandi Bubba Morthens lánaði honum þúsundkall uppi í Árbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Listamaðurinn Tolli, eldri bróðir Bubba, kann eina góða sögu af kappanum þegar hann var ungur að árum: „Hann var að ferðast með Gullfossi til Danmerkur með mömmu. Ég hugsa að hann hafi ekki verið nema svona tveggja ára, kannski rúmlega það,“ segir Tolli. „Þá var svona háborð þar sem skipstjórinn situr og aðrir gestir. Þá er það sem hann heimtar að fá að troða upp með sitt númer. Hann átti einhvers konar badmin- tonspaða sem hann hélt á og svo söng hann færeyska lagið Ó, Rasmus. Ég held að þetta sé fyrsta giggið hans Bubba, árið 1958 eða 1959, þannig að þetta lá alveg fyrir honum. Snemma beygist krókur- inn.“ Fyrsta giggið 2ja ára TOLLI OG BUBBI Bubbi sýndi skemmtilega takta um borð í Gullfossi þegar hann var tveggja ára. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ásbjörn Morthens, betur þekktur sem Bubbi Morthens, er fimmtug- ur í dag. Af því tilefni verður efnt til stórtónleika í Laugardalshöll þar sem kóngurinn sjálfur ætlar að flytja öll sín bestu lög. Fréttablaðið hafði samband við nokkra valinkunna einstaklinga sem hafa kynnst Bubba og bað þá að rifja upp skemmtilegar sögur í tilefni dagsins. Sögur af Bubba Mike Pollock, sem var gítarleikari Utangarðsmanna, sparar ekki stóru orðin: „Bubbi er King Kong tónlistarsenunnar á Íslandi.“ Hann bætir svo við sposkur: „Hann hefur reyndar alltaf verið góður að herma eftir öpum. Eitt sinn vorum við í dýragarðinum í Kaup- mannahöfn og hann lék eftir apa svo vel að aparnir í búrunum hopp- uðu upp og niður.“ Mike kynntist Bubba fyrst árið 1979 þegar þeir unnu báðir í Kassagerðinni. „Dag einn byrjuðum við að tala saman í hádegis- hlénu. Hann fór strax að tala um Bob Dylan og Iggy Pop, og við urðum strax ást- fangnir, listrænt séð.“ Mike lumar á tveimur sögum af Bubba. „Árið 1980 vorum við Utangarðsmenn að keyra í rútu úti á landi. Við sáum fólk að húkka sér far og tókum það upp í bílinn. Allt í einu birtist Bubbi aftur í rútunni og byrjaði að leika apa, með hljóð- um og hreyfingum. Hann þurfti engan búning, hann var svo góður. Hann hallar sér svo að túristunum sem voru frá Þýskalandi og byrjar að snyrta einn manninn, fikta við hárið á honum eins og apar gera gjarnan. Bubbi gerði þetta í dálít- inn tíma, og gaf frá sér apahljóð í leiðinni, en mennirnir sátu graf- kyrrir, steini lostnir, og augun stóðu á stilkum. Nema hvað, Bubbi byrjaði þá smátt og smátt að fara úr öllum fötunum, braut þau snyrtilega saman og setti í næsta sæti, settist svo niður brosandi og horfði á þá! Það leið ekki langur tími þangað til fólk- ið öskraði upp yfir sig að þau væru komin á leiðarenda og vildu út.“ Þetta var greinilega ekki eina rútuferðalagið þar sem Bubbi fór á kostum, því þegar hljómsveitin var á ferðalagi í Noregi 1981 átti hann það til að skipta yfir í annan persónuleika, hinn spastíska og treggáfaða Olla: „Við tókum par upp í rútuna og buðum þeim far, og Bubbi breyttist allt í einu í Olla. Við sögðum fólkinu að þetta væri frændi okkar og að við hefðum fengið leyfi til að taka hann af sjúkrahúsi í smá ferðalag. Við bættum við að hann væri mjög vingjarnlegur en maður þyrfti alltaf að svara „já“ við hverju sem hann sagði. Olli byrjaði allt í einu að klappa fólkinu á hausinn, og spurði þau hvort það sæi kafbát- ana. Já, já, hrópaði fólkið, við sjáum kafbátana! En eftir tíu mín- útur gáfust þau upp og báðu okkur um að stoppa rútuna. Greyið fólk- ið, þú getur rétt ímyndað þér! Við gátum verið frekar andstyggileg- ir. En við vorum góðir strákar innst inni,“ segir Mike Pollock. Apamaðurinn Bubbi POLLOCK Kynntist Bubba í Kassagerðinni og varð strax ástfanginn af listrænu hliðinni hans. KÓ N G UR IN N E R FI M M TU G UR FYRSTI AÐDÁANDINN Þrátt fyrir að Bubbi sé langþekktastur af afrekum sínum hér heima reyndi hann fyrir sér á erlendri grundu. Sumarið 1977 kom Bubbi í heimsókn til Lignano, sem var mikil Íslendingaparadís á þeim tíma, en Arthúr bróðir hans var þar staddur með fjölskyldu sinni. Bubbi var að glamra eitthvað á gítar og eignaðist fyrsta aðdáandann, sem var níu mánaða og heitir Sandra Dögg Árnadóttir. Hérna sitja þau saman og Bubbi er að spila fyrir hana. LJÓSMYND: ÁRNI ÞÓR ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.