Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 90
 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR34 LA N DS BA N K AD EI LD IN 2-1 Kaplakrikav. Áhorf: 2162 Jóhannes Valgeirsson (7) 1-0 Jónas Guðni Sævarsson, sjm (19.) 2-0 Atli Viðar Björnsson (53.) 2-1 Freyr Bjarnason, sjm (69.) FH Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–12 (4–8) Varin skot Daði 7 – Ómar 3 Horn 1–4 Aukaspyrnur fengnar 9–10 Rangstöður 2–1 KEFLAVÍK 4–4–2 Ómar Jóhanns. 6 Guðjón Árni 6 Guðm. Mete 7 Baldur Sig. 6 Milicevic 5 Jónas Guðni 5 Servino 8 (82. Ólafur Jón -) Hólmar Örn 6 Magnús Sverrir 5 (69. Þórarinn Krist. 6) Guðm. Steinars. 6 Samuelsen 7 *Maður leiksins FH 4–3–3 *Daði Lárusson 8 Freyr Bjarnason 7 Ásgeir Gunnar 6 Ármann Smári 7 Guðm. Sævars. 7 Baldur Bett 6 Sigurvin Ólafs, 7 Davíð Viðars. 8 Tryggvi Guðmunds. 7 (81. Matthías -) Atli Viðar 8 (87. Atli Guðna -) Allan Dyring 4 (33. Ólafur Páll 7) STAÐAN Í LANDSBANKADEILDINNI 1. FH 5 5 0 0 11-3 15 2. FYLKIR 5 3 0 2 6-4 9 3. VÍKINGUR 5 3 0 2 9-9 9 4. GRINDAVÍK 5 2 2 1 8-7 8 5. KEFLAVÍK 5 2 1 2 7-5 7 6. BREIÐABLIK 4 2 0 2 9-9 6 7. VALUR 5 2 0 3 7-8 6 8. KR 4 2 0 2 3-7 6 9. ÍBV 5 1 1 3 3-9 4 10. ÍA 5 0 0 5 5-10 0 HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason mun væntanlega skrifa undir samning við danska úrvalsdeildarfélagið FCK í vik- unni. Arnór er með tilboð frá danska félaginu sem og frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Düsseldorf, sem Markús Máni Michaelsson er að yfirgefa, og hann hallast að því að FCK verði fyrir valinu. „Ég reikna með að lenda í Kaupmannahöfn en það er samt ekki rétt sem hefur verið sagt að ég sé búinn að skrifa undir hjá félaginu og hafna Düsseldorf,“ sagði Arnór við Fréttablaðið í gær. „Ég er að velta þessu fyrir mér og líklegra en ella að ég loki þessu fyrir helgina. Það er stigsmunur á þessum félögum. FCK kemur til með að berjast um titla á næstu árum og taka þátt í Evrópukeppni á meðan Düsseldorf verður lík- lega í neðri hlutanum. Ég er með ágætis tilboð en það er ekki aðal- málið heldur að vera í góðu félagi þar sem keppt er um titla á hverju ári og vel haldið utan um hlutina.“ FCK ætlar sér stóra hluti á næstu árum og hefur félagið verið að sanka að sér leikmönnum síð- ustu vikur enda búið að setja mun meiri pening í félagið en áður. Félagið ætlar sér sigur í dönsku deildinni næsta vetur og að fara langt í Evrópukeppninni. - hbg Arnór Atlason væntanlega á förum frá Magdeburg í Þýskalandi: Semur líklega við FCK í Kaupmannahöfn ARNÓR ATLASON Yfirgefur herbúðir Magdeburg fljótlega og flyst væntanlega yfir til Dan- merkur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Valsstúlkur eru einar í efsta sæti í Landsbankadeild kvenna eftir að hafa unnið örugg- an sigur, 4-1, á Breiðablik í topp- slag á Valbjarnarvelli á laugar- daginn. Sigurinn var mjög öruggur enda var Valsliðið mun sterkara í leiknum. Rakel Logadóttir skoraði tvö fyrstu mörkin en á lokamínútu fyrri hálfleiks minnkaði Greta Mjöll Samúelsdóttir muninn. Málfríður Erna Sigurðardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir bættu við mörkum í seinni hálf- leiknum og Valur hefur nú skorað samtals 26 mörk í fjórum fyrstu umferðunum, aðeins fengið á sig eitt mark og er með fullt hús stiga. - egm Stórleikur í kvennaboltanum: Valsstúlkur með fullt hús MARKASÚPA Í VETUR Guðjón Valur Sigurðsson kokkaði markasúpu ofan í Þjóðverja í vetur. HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs- son var í gærkvöldi útnefndur besti leikmaður þýsku úrvals- deildarinnar en hann var jafn- framt markahæsti leikmaður þessarar sterkstu deildar heims. Lokaumferðin fór fram á sunnudag og voru sjö Íslendingar í eldlínunni. Kiel vann Gummers- bach 31-29 en liðið tapaði ekki einum einasta heimaleik á tímabil- inu. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk og Róbert Gunn- arsson fimm fyrir Gummersbach. Alexander Peterson var í mikl- um ham og skoraði tíu mörk fyrir Grosswallstadt og Einar Hólm- geirsson fjögur þegar liðið sigraði Lemgo, 29-27. Logi Geirsson skor- aði tvö mörk fyrir Lemgo. Magde- burg vann Minden 30-27, Arnór Atlason skoraði eitt mark fyrir Magdeburg og Snorri Steinn Guð- jónsson eitt fyrir Minden. Kiel varð efst í deildinni með 62 stig en Flensburg í öðru með 55 stig. Þar á eftir komu Gummersbach, Magde- burg og svo Lemgo. - egm Þýski handboltinn: Guðjón bestur í Þýskalandi FÓTBOLTI „Við erum núna búnir að vinna þrjá leiki í röð og við vitum að við eigum möguleika gegn öllum liðunum í deildinni ef við spilum eins og við getum. Hvað sjálfan mig varðar þá hef ég gaman að þessu og mórallinn í liðinu er góður og það hjálpar,“ sagði Arnar Jón Sigurgeirsson eftir góðan sigur á Val í gær en hann hefur spilað vel það sem af er Landsbankadeildinni. Það verður seint sagt að sigur- inn hafi verið öruggur því Vals- menn voru sterkari aðilinn lengi vel en að því er ekki spurt, það voru heimamenn sem fóru með sigur af hólmi. Gestirnir voru sterkari til að byrja með en Víkingar unnu sig smám saman inn í leikinn. Það skilaði loks marki þegar Davíð Þór Rúnarsson skoraði eftir góðan undirbúning Viktors Bjarka Arnarssonar. Fyrri hálf- leikur var frekar tíðindalítill en Kjartan Sturluson varði hins vegar vel frá Arnari Jóni Sigur- geirssyni undir lok fyrri hálf- leiks. Valsmenn mættu grimmir til leiks í upphafi síðari hálfleiks og fengu tvívegis ákjósanleg tæki- færi til að jafna leikinn. Matthías Guðmundsson og Pálmi Rafn Pálmason fóru illa með góð færi en sá síðarnefnda urðu hins vegar á engin mistök þegar stundar- fjórðungur var liðinn af hálf- leiknum. Hann jafnaði þá leikinn eftir slæm mistök hjá Ingvari Kale í marki Víkinga. Nú héldu Valsmönnum engin bönd og Víkingar voru heppnir í tvígang að gestirnir tækju ekki forystuna. Í seinna skiptið fór Guðmundur Benediktsson illa með sannkallað dauðafæri en skot hans fór í stöngina. Það var því þvert gegn gangi leiksins þegar Viktor Bjarki Arnarsson kom Víkingum yfir úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Davíð Þór Rúnarssyni í vítateignum. Eftir þetta var allur vindur úr Valsmönnum og heimamenn gengu á lagið og ráku síðasta naglann í kistu gestanna en það gerði Davíð Þór Rúnarsson. - gjj Víkingar á mikilli siglingu í Landsbankadeildinni: Baráttusigur gegn Val í Víkinni ÞVÍLÍKAR KLAUFAR Willum þjálfari Vals greip oft um höfuð sér í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI „Ég er bara alveg þrælsáttur við að hafa náð að leggja Keflvíkinga. Þeir eru með hörkulið en þetta datt einfaldlega ekki þeirra megin, við vorum oft á tíðum algjörlega á hælunum en ég held að hin margumtalaða meistaraheppni hafi verið til stað- ar. Ég trúi því að hún sé til og hafi verið með okkur,“ sagði Daði Lárusson, markvörður FH, en hann var hetja liðsins í gær og varði tvær vítaspyrnur þegar tvö efstu lið deildarinnar áttust við í Kaplakrika. Sú síðari kom í upp- bótartíma og hefði getað tryggt Keflavík stig en bjargvætturinn Þórarinn Kristjánsson stóð ekki undir nafni. FH-ingar komust yfir á átjándu mínútu eftir fyrstu alvöru sókn sína í leiknum. Baldur Bett átti hörkuskot af löngu færi sem Ómar Jóhannsson varði vel og sló bolt- ann út en í kjölfarið átti Sigurvin Ólafsson sendingu sem fór í Jónas Guðna Sævarsson, miðjumann Keflvíkinga. Slysalegt sjálfsmark en Jónas var við enda vítateigsins og af honum fór boltinn í boga yfir Ómar í markinu og efst í fjær- hornið. Svekkjandi fyrir gest- ina,sem höfðu verið sprækari ef eitthvað var í byrjun leiksins. Tíu mínútum eftir þetta mark áttu Keflvíkingar góða sókn sem endaði með því að þeir fengu víta- spyrnu eftir að réttilega var dæmd hendi innan vítateigs á bakvörð- inn Frey Bjarnason. Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflavíkur, fór á punktinn en Daði Lárusson, sem átti mjög góðan leik í gær, varði spyrnuna vel. Gestirnir áttu síðan nokkrar ágætis sóknir fyrir leikhlé en ekki tókst þeim að skora og héldu svekktir til búningsher- bergja. Eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik bætti FH við öðru marki, Atli Viðar Björnsson gerði vel og skoraði. Eftir þetta var mjög rólegt yfir leiknum og leit út sem gestirnir væru búnir að játa sig sigraða. En svo var aldeilis ekki og um miðjan hálfleikinn fundu þeir taktinn á ný. Guðmundur Mete átti ágætis skalla eftir fyrir- gjöf frá Daniel Severino sem Daði náði að verja, en Severino átti oft góða spretti í leiknum. Þórarinn náði síðan að minnka muninn eftir að hafa komið inn sem varamaður en hann náði að læða fyrirgjöf í netið með viðkomu í Frey Bjarna- syni. Hann hefur ekkert leikið síðan í fyrstu umferð vegna meiðsla en fékk svo sannarlega tækifæri til að vera hetja leiksins þegar þrjár mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. Þórarinn fór á punktinn eftir að brotið var á Færeyingnum Simuni Samuelsen innan teigs en aftur náði Daði að verja og skömmu síðar flautaði Jóhannes Valgeirs- son til leiksloka. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég næ að verja tvær víta- spyrnur í leik og það er ekki leið- inlegt, þó maður nái því svona fyrst á gamals aldri,“ sagði Daði. Enn eru FH-ingar með fullt hús stiga í deildinni þó að liðið virðist enn ekki almennilega komið í gang. Það er erfitt að sjá að eitt- hvað lið eigi að ná að veita FH- ingum alvöru samkeppni á tíma- bilinu og er allt útlit fyrir þriðja titil þeirra í röð. Keflavík er með gott lið og voru Suðurnesjamenn ekki verra liðið á vellinum í gær, en herslumuninn vantaði. elvar@frettabladid.is Daði sá um Keflvíkinga Daði Lárusson, markvörður FH, átti stórleik gegn Keflavík og varði meðal ann- ars tvær vítaspyrnur og þá síðari í uppbótartíma. FH hefur nú unnið alla fimm leiki sína í Landsbankadeildinni til þessa og virkar óstöðvandi. VÍTI NÚMER EITT Daði Lárusson ver hér fyrra vítið sitt gegn Keflavík í gær en það var Guðmundur Steinarsson sem tók fyrri spyrnuna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.