Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 86
C M Y CM MY CY CMY K HM-blaðið er komið út á vegum sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar, sem mun sýna beint frá keppn- inni dagana 9. júní til 9. júlí. Blaðið er afar veglegt, 180 blaðsíður. „Þarna er kynning á liðunum 32 og ýmsir aðrir gull- molar,“ segir íþróttafréttamað- urinn Þorsteinn Gunnarsson, sem ritstýrir blaðinu ásamt Jóhanni Inga Árnasyni. „Reynd- ar kynnum við 33 HM-lið til leiks en aukaliðið er HM-lið Sýnar. Þar stillum við upp okkar Sýnar- liði sem verður á vaktinni á HM. Ég er auðvitað í markinu, nafni minn Joð og Guðni Bergs mið- verðir, Arnar Björnsson á kant- inum, Höddi Maggi og Hemmi Gunn í fremstu víglínum, svo einhverjir séu nefndir,“ segir hann. Þorsteinn hefur sökkt sér í HM-fræðin undanfarnar vikur og spáir Argentínu sigri. Einnig spáir hann Brasilíu og Frakklandi góðu gengi. „Ég tippa á að Gana komist langt og verði það lið sem komi mest á óvart. Annars eru Svíar allt- af í mestu uppáhaldi hjá mér því ég bjó þar í nokkur ár en ég er því miður ekki bjartsýnn fyrir þeirra hönd. Það er auðvitað gaman að velta þessu öllu saman fyrir sér en ég vona bara að skemmtilegasta fótboltaliðið vinni HM.“ HM-blaðið er gefið út í tut- tugu þúsund eintökum og verður því dreift frítt af Olís út um allt land. Einnig verður því dreift á völlunum í Landsbankadeildinni í sumar ásamt fleiri stöðum. HM-blað komið út ÞORSTEINN GUNNARS- SON Þorsteinn spáir Argentínumönnum sigri á HM. HM-BLAÐIÐ Eyjamennirnir Þorsteinn Gunn- arsson og Jóhann Ingi Árnason ritstýra HM-blaðinu. FRÉTTIR AF FÓLKI Ungstirnið Lindsay Lohan berst nú við orðróm um að hún sé haldin sjúklegri fatafíkn og gangist undir dáleiðslumeðferð til að komast yfir fíknina. Stílisti Lohan, Rachel Zoe, átti upphafið að orðróminum því hún sagði í tímariti nokkru að Lohan eyddi stund- um 100.000 dollurum á dag, um sjö milljónir króna. „Hún á svo mörg föt, en hún hefur ekki einu sinni gengið í þeim öllum,“ sagði stílistinn. „Fataskáparnir hennar eru yfirfullir af hlutum eins og 8.000 dollara Prada kjólum og Balenciaga-töskum sem kosta 2.000 dollara.“ Talsmaður Lohan dró þetta þó til baka og sagði að þetta væri bara rugl og að sögur um dáleiðslu væru uppspuni. Halle Berry ljóstraði því upp í spjallþætti Conan O‘Brien á dögunum að þröngi latex-búningurinn sem hún notaði í mynd- inni X-Men væri nýtilegur í annað en kvikmyndaleik eins og til dæmis kynlífsleiki. „Já, ég klæðist honum stundum. Maður verður að krydda lífið svolítið,“ sagði hin gullfallega Berry, en hún lék karakterinn Storm í myndinni. „Storm stundar ekkert kynlíf í myndunum, en fær nóg af því heima hjá mér,“ bætti hún við. Karlfyrir- sætan Gabriel Aubry er sá heppni sem fær að njóta frumleika Berry í kynlífinu. Parið hefur verið saman frá því í nóvember 2005 þegar þau hittust á tökustað fyrir Versace. Upptökur á fyrstu plötu hljóm- sveitarinnar Jakobínarínu ganga vel. Sveitin hefur unnið náið með upptökustjóranum Ken Thomas að undanförnu og nú er farið að sjá fyrir endann á vinnuferlinu. Að sögn Jóhanns Ágústs Jóhanns- sonar hjá 12 Tónum má búast við því að plata Jakobínarínu komi út síðsumars. Aðdáendur Jakobínarínu geta huggað sig við að á næstu vikum er væntanleg smáskífa sem Rough Trade gefur út og 12 Tónar munu dreifa á Íslandi. Smáskífan mun bæði koma út sem sjötomma og á geisladiski. Á sjötommunni verð- ur að finna lögin His Lyrics Are Disastrous og Nice Guys Don‘t Play Good Music. Á geisladiskn- um verður auk þess lagið Power to the Lonely. Búast má við því að minnsta kosti tvö þessara laga verði á væntanlegri breiðskífu Jakobínarínu. Styttist í plötuna JAKOBÍNARÍNA Gefur út smáskífu á næstu vikum og fyrsta breiðskífan kemur út síðsumars. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. THE OMEN kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA X-MEN3 kl. 5.40, 6, 8, 8.30, 10.20 og 10.50 B.I. 12 ÁRA DA VINCI CODE kl. 5, 8, og 11 B.I. 14 ÁRA DA VINCI SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 11 B.I. 14 ÁRA RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 3.50 ÍSÖLD M/ ÍSL TALI kl. 4 THE OMEN kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA 16 BLOCKS kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 14 ÁRA DA VINCI CODE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 6 RAUÐHETTA M/ ENSKU TALI kl. 8 CRY WOLF kl. 10 B.I. 14 ÁRA THE OMEN kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA 16 BLOCKS kl. 6 og 8 B.I. 14 ÁRA X-MEN3 kl. 10 B.I. 14 ÁRA DA VINCI CODE kl. 5.15 B.I. 14 ÁRA !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 H.J. MBL. S.V. MBL. D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM V.J.V TOPP5.IS S.V. MBL.B.J. BLAÐIÐ V.J.V TOPP5.IS L.I.B TOPP5.IS HÖRKUGÓÐUR SPENNUTRYLLIR FRÁ RICHARD DONNER LEIKSTJÓRA LETHAL WEAPON MAGNAÐUR SPENNUTYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL Að RÍSA! 50.000 MANNS UPPLIFÐU VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI! LEITIÐ SANNLEIKANS HVERJU TRÚIR ÞÚ? LOKAUPPGJÖRIÐ! MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? Heims frumsýning Mögnuð endurgerð af hinni klassísku The Omen! í dag á 6 degi 6. mánaðar árið 2006 mun dagur hans koma, Þorir þú í bíó 2000. KR. AFSLÁTTUR FYRIR XY FÉLAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.