Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 12
12 6. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR
nám
fjölbreytt
við allra hæfi
I ‹ N S K Ó L I N N Í R E Y K J A V Í K
Almennar bóklegar greinar eru hluti af námi á öllum
brautum skólans. Allt almenna námið er matshæft
á milli skóla eftir því sem við á. Einnig er hægt að
stunda nám í almennum greinum í eina til fjórar
annir. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut.
Á rafiðnasviði eru eftirtaldar brautir:
Grunnnám rafiðna • Rafvirkjun • Rafeinda-
virkjun • Rafvélavirkjun • Rafveituvirkjun
Símsmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut.
Á byggingasviði eru fimm iðnbrautir í framhaldi
af grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina:
Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Múrsmíði
• Málun • Veggfóðrun og dúklagningar.
Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut.
Á tölvusviði er ein braut: Tölvubraut sem býður
upp á sérhæfingu í forritun og netkerfum.
Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut.
Á sérdeildarsviði eru tvær brautir:
Starfsdeild • Nýbúabraut. Auk þess er
endurhæfingarnám Janusar (rekið í tengslum
við skólann). Stúdentspróf af list- og
starfsnámsbraut.
Á hönnunarsviði eru fjórar brautir: Listnámsbraut
(almenn hönnun og keramik) • Hársnyrting
• Fataiðnabraut (klæðskurður og kjólasaumur)
• Gull- og silfursmíði. Stúdentspróf af list- og
starfsnámsbraut.
Á upplýsinga- og margmiðlunarsviði eru
þrjár brautir: Upplýsinga- og fjölmiðlabraut
• Tækniteiknun • Margmiðlunarskólinn.
Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut.
Fjarnám er áhugaverður kostur fyrir þá sem ekki geta
nýtt sér staðbundið nám, t.d. vegna vinnu eða
búsetu. Í fjarnáminu er boðið upp á fjölbreytt
námsúrval í bóklegum og fagbóklegum
greinum ásamt ýmsum greinum meistaranámsins.
Skólavörðuholti I 101 Reykjavík
Sími 522 6500 I Fax 522 6501
www.ir.is I ir@ir.is
alm
ennt svið
h
önnunars
vi
ð
rafiðnasv
ið
fjarnám
sérdeild
a
sv
ið
by
ggingasvið
tö
lvusviðu
pp
lý
si
n
ga
- o
g
m
a
rg
m
ið
lun
arsvið
Aðstoð við innritun fyrir þá sem
ljúka grunnskólaprófi í vor verður í
skólanum fim. 8. júní frá kl. 10:00–14:00.
Námsráðgjafar og sviðsstjórar leiðbeina
þá um námsval og brautir skólans.
Innritun í fjarnám og kvöldskólann
stendur yfir. Allar upplýsingar á
vef skólans www.ir.is.
Allar nánari upplýsingar á www.ir.is
og á skrifstofu skólans, síma 522 6500.
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Í nýrri
skýrslu sem valinkunnur hópur
sérfræðinga úr öllum heimshorn-
um hefur samið fyrir Sameinuðu
þjóðirnar er skorað á kjarnorku-
veldi heims, einkum og sér í lagi
Bandaríkin, að taka sér tak og full-
gilda sjálf þá sáttmála sem þau
ætlast til að önnur ríki hlíti.
Hans Blix, fyrrverandi yfir-
maður vopnaeftirlits Sameinuðu
þjóðanna í Írak, stýrði skýrslu-
gerðinni, en að baki henni liggur
tveggja ára starf. Í skýrslunni eru
settar fram alls sextíu tillögur að
því hvernig komast megi nær því
markmiði að losa heiminn við ógn-
ina af gereyðingarvopnum, það er
kjarnorku-, efna- og sýklavopn-
um.
Efst á óskalista skýrsluhöfunda
er að allar ríkisstjórnir heims
skrifi undir sáttmálann um bann
við kjarnorkuvopnatilraunum sem
saminn var fyrir áratug; að þau
ríki sem nú ráða yfir kjarnorku-
vopnum geri gangskör að því að
minnka kjarnorkuvopnabúr sín og
að þau verði að hætta að framleiða
plútóníum og háauðgað úran í
fleiri kjarnorkusprengjur.
Blix lýsti þessum tillögum í við-
tali við Fréttablaðið hinn 6. apríl
síðastliðinn, en skýrslan var form-
lega lögð fram í höfuðstöðvum SÞ í
New York á fimmtudag. - aa
SÞ-skýrsla um aðgerðir til að losa heiminn undan ógn gereyðingarvopna:
Hvatt til átaks í afvopnun
AUSTUR-TÍMOR, AP Nóbelsverð-
launahafinn Jose Ramon Horta,
sem er utanríkisráðherra á Austur-
Tímor, tók fyrir helgi einnig að sér
embætti varnar-
málaráðherra og
innanríkisráð-
herra. Ekkert lát
er á óeirðunum á
Austur-Tímor,
þrátt fyrir að
þúsundir
erlendra friðar-
gæsluliða séu
komnar þangað.
Átökin hófust
í síðasta mánuði þegar Mari Alka-
tiri forsætisráðherra rak þriðjung
hersins. Hinir reknu hermenn,
sem höfðu kvartað undan aðbún-
aði sínum, hafa síðan barist við þá
sem eftir voru í hernum, auk þess
sem almennar óeirðir hafa brotist
út. - gb
Átökin á Austur-Tímor:
Horta tekur að
sér öryggismál
LADY WASHINGTON Lady Washington heitir
þetta skip sem sigldi nýverið tignarlega
undir Morrison-brú í Portland í Oregon í
Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HANS BLIX 60 tillögur í þágu afvopnunar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
JOSE RAMOS
HORTA
SAMRÆMD PRÓF Námsmatsstofnun
hefur birt niðurstöður úr sam-
ræmdu prófunum í ár. Þar kemur
fram að Suðvesturkjördæmi er
með hæstu meðaltalseinkunn í
íslensku og stærðfræði en
Reykjavík fylgir þar fast á eftir.
Suðurkjördæmi er hins vegar með
lægstu einkunnirnar í þessum
greinum.
Reykjavík og Suðvesturkjör-
dæmi eru með jafn háa meðaltals-
einkunn í ensku eða 6,9 en þar rekur
Norðvesturkjördæmi lestina.
Alls 49 nemendur fengu tíu í
stærðfræði en enginn í íslensku.
Ítarlegri tölur eru væntanlegar á
næstunni. - gþg
Samræmd próf í grunnskóla:
Höfuðborgar-
svæðið hæst
DÓMSMÁL 24 ára gamall maður
hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur
verið dæmdur í fimm mánaða skil-
orðsbundið fangelsi til þriggja ára
fyrir hrottalega líkamsárás í
október í fyrra gegn fyrrum sam-
býliskonu sinni, sem er árinu
yngri.
Maðurinn hrinti konunni í gólf-
ið og traðkaði á maga hennar svo
gat kom á smágirni. Hún var flutt
á sjúkrahús þar sem hún fór í
skurðaðgerð, sem bjargði henni úr
lífshættu.
Lögreglan var kölluð að íbúð
fólksins í Hraunbæ til að stöðva
slagsmál milli þess. Lögreglan
kom að konunni fyrir utan íbúðina
þar sem hún hélt um magann. Hú
var þjökuð af verkjum og kviður-
inn spenntur þegar hún komst
undir læknishendur. Konan
greindi lögreglu frá misklíð þeirra
á milli eftir skemmtanahald. Hann
sagði lögreglunni að hún hefi
lamið hann með gítarnum sínum,
sem konan staðfesti. Hann var
með roða á bringu og ofarlega á
maga. Hann var hruflaður á hálsi
vinstra megin. Lögreglunni hafði
verið tilkynnt um að hún hefði lagt
til hans með hnífi, en hvorugt
þeirra staðfesti það.
Læknir bar fyrir dómi að mikið
afl þyrfti til að veita áverkana sem
konan hlaut. Sambærilegir áverk-
ar sæust helst í bílslysum.
Maðurinn hefur hlotið fjölda
refsidóma, en dómurinn var ekki
þyngri þar sem konan átti upptök-
in að slagsmálunum.
- gag
Hlaut fimm mánaða skilorðsbundinn dóm í þrjú ár fyrir heimilisofbeldi:
Í lífshættu á skurðarborðinu
VAR FLUTT Á SJÚKRAHÚS Konan var flutt á sjúkrahús með spenntan kviðinn og þjökuð af
verkjum. Hún var í lífshættu.
RÚSSLAND, AP Forseti Rússlands,
Vladimír Pútín, svaraði í gær
gagnrýni sem hann hefur fengið á
sig vegna skorts á fjölmiðlafrelsi í
Rússlandi.
Forsetinn sagði
á Heimsþingi dag-
blaða (World News-
paper Congress) að
fólk hefði gleymt
því hversu stóran
hlut fjölmiðlar áttu
í umbreytingu landsins frá Sovét-
tímanum yfir í hið nýja Rússland.
Hann svaraði þó ekki gagnrýni
Gavin O‘Reilly, forseta Heimssam-
bands dagblaða, þess efnis að fjöl-
miðlafrelsi hefði minnkað á þeim
rúmu sex árum sem Pútín hefur
verið við völd. Þrjár helstu sjón-
varpsstöðvar landsins eru undir
stjórn ríkisins og gagnrýna ekki
forsetann, en margir aðrir miðlar
eru háðir svæðisyfirvöldum. - sgj
Fjölmiðlafrelsi í Rússlandi:
Pútín svarar
gagnrýni
VLADIMIR PÚTÍN