Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 85
ÞRIÐJUDAGUR 6. júní 2006 29 MÁN - FÖS Nú eru Vínbúðirnar Dalvegi og Holtagörðum opnar alla virka daga frá kl. 9.00 til 20.00. BREYTTIR TÍMAR Jón Ólafsson tónlistarmaður vann fyrst með Bubba fyrir um það bil sex árum í Litlu hryll- ingsbúðinni en var búinn að þekkja hann í mörg ár fram að því. Jón segir að til séu enda- lausar sögur af Bubba. „Bubbi átti leðurjakka sem hann sagði öllum að væri frá Genúa á Ítalíu. Svo þegar menn fóru að rýna betur í jakkann þá stóð Genuine leather,“ segir Jón og hlær. „Ég veit ekki hvort þessi saga er sönn eða login, þetta er bara saga sem ég heyrði,“ bætir hann við. Leðurjakkinn frá Genúa JÓN ÓLAFSSON Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson hefur heyrt margar sögur af Bubba. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Bárður Bárðarson, sem er formað- ur aðdáendaklúbbs Bubba, kynnt- ist Bubba þegar Silja Aðalsteins- dóttir fékk hann til að vinna við bókina Bubba. „Fyrir sex árum eða eitthvað svoleiðis bjó ég á Klapparstíg og ætlaði að skreppa á tónleika með Bubba á Gauki á Stöng, Stríð og friður var þá nýtilkomin. Þegar ég var sestur þarna með kaffibollann kom umboðsmaður Bubba hlaup- andi og spurði hvort ég vildi að þessir tónleikar færu fram. Ég horfði á hann furðu lostinn, en hann sagði að ég yrði að redda text- anum að einu laga Bubba. Hann ætlaði að flytja þetta lag en mundi ekki textann og neitaði að byrja tónleikana fyrr en textinn væri kominn í kollinn á honum því þetta var byrjunarlagið. Svo að ég þurfti að hlaupa heim og prenta þetta út. Þegar ég kom lafmóður á Gaukinn leit Bubbi á textann og sagði: „Já, þetta er fyrsta orðið, nú man ég þetta.“ Stórreykingamaðurinn ég hljóp sem sagt á sprettinum upp á Klapparstíg út af einu orði!“ Reykingamaður á hlaupum BÁRÐUR BÁRÐARSON Formaður aðdáenda- klúbbsins prentaði út texta við eitt laga kóngsins en honum nægði að sjá fyrsta orðið. „Bubbi Morthens var mitt goð, sérstaklega þegar ég var strákur,“ segir Óli Palli, útvarpsmaður á Rás 2. Hann segir að ekki líði sá dagur að hann spili ekki eitthvað af plötum Bubba, en hann kynntist átrúnað- argoðinu þegar hann var nem- andi í Fjöl- brautaskólan- um á Akranesi. „Þegar ég var nítján ára bað ég hann að koma í stúdíó og spila með mér á gítar í einu lagi. Ég hafði puttabrotnað og gat þess vegna ekki spilað á gítar og notað upp- tökutíma í stúdíói sem ég hafði unnið í tónlistarkeppni í skólan- um. Svo ég hringdi bara í Bubba, þekkti hann ekki neitt, og hann var alveg til í þetta. Ég keyrði til Reykjavíkur og náði í hann þar sem hann bjó, hann spilaði þetta inn á gítar og ég söng. Ég á kassettu einhvers staðar með þessu lagi,“ segir Óli Palli, greinilega ánægður með sam- starf sitt með Bubba. Átrúnaðargoð úr æsku ÓLI PALLI Gerði heimildarmynd um Bubba en hann hafði á sínum unglingsárum haft kynni af kappanum. Þorsteinn Kragh umboðsmaður hefur lengi unnið með Bubba. „Ég kynntist Bubba á vertíð einhvern tímann á milli 1983-84, við vorum saman í herbergi en ég fór ekki að vinna fyrir hann fyrr en í nóvem- ber 1989. Mér er það minnisstætt þegar ég var með Bubba á Kanarí en hann fór mjög oft til Spánar til að fá innblástur fyrir plöturnar sínar. Þarna var hann að semja lögin á plötuna Sögur af landi og varð þetta atvik kveikjan að lag- inu Guli flamingóinn. Við vorum á næturklúbbi og á sviðinu voru atriði, hvert öðru lélegra og rúsín- an í pylsuendanum var sextugur Spánverji með ljósgult hár og tvær fimmtugar danspíur sem voru eins og reyrðir flóðhestar. Þetta var alveg svakalega fyndið og Bubbi gat náttúrlega ekki hald- ið niðri í sér hlátrinum. Ég pikkaði í hann og bað hann um að stilla sig aðeins af kurteisissökum. Ég hélt fyrir munninn af hlátri en Bubbi veltist um og var þetta orðið frem- ur vandræðalegt. Hann endaði með að setja trefilinn sinn upp í sig til að hlæja ekki upp hátt nema hvað að guli Spánverjinn misstíg- ur sig á sviðinu og dettur um annan flóðhestinn. Bubbi dettur gargandi á milli borðanna á gólfið með trefilinn upp í sér og þangað þurfti ég að sækja hann á gólfið helbláan í framan og bókstaflega að kafna úr hlátri.“ Kafnaði næstum því á Spáni ÞORSTEINN KRAGH Lenti í afar sér- stæðu atviki með Bubba á Kanarí þegar Bubbi samdi lögin á Sögur af landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.