Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 12.06.2006, Qupperneq 2
2 12. júní 2006 MÁNUDAGUR ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ ������� ��������������� ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� SJÓMANNADAGURINN Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra var fyrsti ræðumaður á setningu hátíð- arhalda Sjómannadagsins á Mið- bakka Reykjavíkurhafnar klukkan tvö í gær. Einar fagnaði minnkun brottkasts á fiski og kynnti því næst niðurstöður könnunar IMG- Gallup um viðhorf sjómanna til starfs síns. 84 af hundraði sjó- manna sögðust ánægðir með starf sitt og svipaður fjöldi sagðist stolt- ur af því að vera sjómaður. Þá stefndu tveir þriðju þeirra sem nú eru á sjó að því að sjómennska yrði starf þeirra næstu tvö til fimm árin eða þaðan af lengur. Ráðherra fagn- aði þessum niðurstöðum og sagði það næsta einstakt að þjóð hefði byggt upp efnahag sinn á aðeins einni atvinnugrein. Hins vegar lýsti Einar yfir von- brigðum yfir því að uppbygging þorskstofnsins hefði ekki gengið sem skyldi og stóra verkefni fisk- veiðistjórnunarinnar á komandi tímum væri sú vinna, sem mundi þó líklega kosta tímabundnar fórnir. Að lokum minntist ráðherra þess fjölda sem nú hvílir í votri gröf og tilkynnti að nú hefðu nöfn þeirra íslensku sjómanna sem fór- ust í seinni heimsstyrjöldinni verið skráð á minnisvarðann Minningar- öldur sjómannadagsins í Fossvogs- kirkjugarði. - sgj Sjávarútvegsráðherra sagði stóra verkefnið fram undan að byggja upp þorskstofninn á Íslandsmiðum: Meirihluti sjómanna ánægður í starfi EINAR K. GUÐFINNSSON SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Ráðherra fagnaði þeim niðurstöðum skoðanakönnunar IMG-Gallup, að sjómenn væru hamingjusöm og stolt starfstétt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS Guðmundur, voru þetta sjó- blaut hátíðahöld? „Sjómannahóf var á laugardagskvöld og þá blotnuðu menn aðeins innvortis en í gær blotnuðu sjómenn útvortis.“ Guðmundur Hallvarðsson er formaður sjó- mannadagsráðs en Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær í beljandi rigningu. SJÓMANNADAGURINN Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins, talaði fyrir hönd sjómanna á setningu hátíðarhalda Sjómannadagsins. Hann hvatti sjómenn til að standa saman í kjarabaráttunni og sagði að endurskoða þurfi hlutaskiptakerfið að mörgu leiti. Til dæmis valdi hækkun olíuverðs lækkunar skipta- prósentu sjómanna. Þetta kerfi sé meingallað, því það taki ekki tillit til útgerða sem noti orkuvæn veiðafæri. Þær geti hreinlega hagnast á hækkun olíu- verðs, því lækkun launagreiðsla sé meiri en hækkun kostnaðar við olíu- kaup. Auka þurfi rannsóknir á orku- vænum veiðafærum, enda krefjist nútíminn lausna í þeim málum. - sgj Formaður Vélstjórafélagsins: Skiptakerfið meingallað SJÓMANNADAGURINN Mikið rigndi yfir gesti setningar hátíðarhalda Sjómannadagsins á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn klukkan tvö í gær. Guðmundur Hallvarðsson, formað- ur sjómannadagsráðs, setti athöfn- ina og því næst kynnti Hálfdán Henrýsson fundarstjóri Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra til máls. Eggert Bene- dikt Guðmunds- son, forstjóri HB Granda hf., tók til máls á eftir Einari. Hann sagði sjávar- útveg enn vera mikilvæga atvinnugrein fyrir þjóðarbúið, þó að margir teldu gróðatæki- færin helst liggja hjá bönkum, verslun og þjón- ustu. „Samkvæmt skýrslu Hagstof- unnar fluttu Íslendingar út vörur á síðasta ári fyrir 194 milljarða króna,“ sagði Eggert. „57 prósent alls útflutningsins voru sjávarafurðir.“ Hann sagði því næst að fiskveiði- stjórnunarkerfi Íslands væri eitt það besta í heimi og lofaði sjávarút- vegsráðherra fyrir að hvika ekki frá afstöðu sinni um að viðhalda kvótakerfinu. Eggert nefndi einnig að taka þyrfti upp hvalveiðar sem fyrst, enda ætu hvalir á Íslandsmiðum tífalt það magn af loðnu sem sjó- mönnum væri heimilt að veiða. „Það mundi um leið minnka þann ágang sem aðrir stofnar verða fyrir af hálfu ótakmarkaðs vaxtar tiltek- inna hvalastofna,“ sagði Eggert að lokum. Sjávarútvegsráðherra sagð- ist í samtali við blaðamann vera mikill áhugamaður um hvalveiðar, þó engin pólitísk ákvörðun hefði enn verið tekin í þeim efnum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarmaður í hafnarstjórn Faxaflóahafna og verðandi borg- arstjóri í Reykjavík, minntist þess hve margir hefðu látist á sjó og hversu margir hefðu glaðst þegar hætt komnir sjómenn björguðust. Hann sagði að styrkja þyrfti björgunarsveitirnar og fella niður virðisaukaskatt á þau tól og tæki sem sveitirnar þyrftu til að halda uppi góðri þjónustu. Vilhjálmur sagði það mikilvægt að Íslendingar töpuðu ekki sjálf- stæði yfir fiskimiðunum. „Sporin sem tekin hafa verið innan ESB hræða, enda vel flestir fræðimenn sammála því að sú sjávarútvegs- stefna sem þar er rekin sé í algjörri andstöðu við skynsamlega nýtingu viðkvæmrar náttúruauðlindar sem fiskimiðin eru,“ sagði Vilhjálmur. „Brussel getur því ekki verið á dag- skrá íslenskra stjórnvalda, svo lengi sem hin sameiginlega sjávar- útvegsstefna Evrópusambandsins er við lýði.“ Hann minnti fólk á að gleyma því ekki hvað forræði yfir íslensk- um fiskimiðum hefði kostað þjóð- ina og sagði Íslendinga standa í þakkarskuld við Landhelgisgæsl- una fyrir hennar framlag. steindor@frettabladid.is Mæla gegn ESB og hvalveiðabanninu Ræðumenn við setningu hátíðarhalda Sjómannadagsins lofuðu sjómennskuna og þátt hennar í efnahagsuppsveiflu Íslands á 20. öld. Einnig lögðu þeir fram hugmyndir um framtíð sjávarútvegsins og bar hvalveiðar og ESB á góma. EGGERT BENEDIKT GUÐMUNDSSON KAPPRÓÐUR Á SJÓMANNADAGINN Sjómannadagurinn hefur verið haldinn árlega frá 1938, en mikið var um dýrðir þrátt fyrir rigningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON SLYS Ung stúlka er á batavegi eftir árekstur í Ártúnsbrekkunni klukk- an tvö aðfaranótt sunnudags. Stúlk- an var farþegi í bíl sem ekið var í vestur þegar réttindalaus ökumað- ur hans missti stjórn á bifreiðinni og ók henni á staur. Fimm voru í bílnum, öll á aldrinum fjórtán til sextán ára. Stúlkan hlaut alvarlega höfuð- áverka og var haldið sofandi í önd- unarvél en losnaði úr henni á sunnudagskvöld. Að sögn lögreglu leikur ekki grunur á að ökumaður hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja, líklegra sé að reynsluleysi hafi orsakað slysið. - sgi Bílslys í Ártúnsbrekku: Á batavegi eftir slæmt slys ALVARLEGT SLYS Réttindalaus ökumaður missti stjórn á bílnum sem ekið var í vestur í Ártúnsbrekku. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SPÁNN, AP Ættingjar fórnarlamba aðskilnaðarsamtaka Baska, ETA, auk fjölda annarra, mótmæltu í Madríd á laugardag fyrirhuguð- um samningaviðræðum spænsku ríkisstjórnarinnar við ráðmenn ETA. Um 200 þúsund manns mættu á mótmælafundinn. Í mars boðuðu talsmenn ETA varanlegt vopnahlé, en hópnum er kennt um að hafa banað yfir 800 manns síðan árið 1968. Forsætisráðherrann, Jose Luis Rodriguez Zapatero, hefur lýst yfir vilja til að veita stjórnum 17 héraða Spánar meira vald á heima- velli, þar með talið stjórnum Baskahéraðanna og Katalóníu, og hefur lofað að ræða þessi mál við ETA, svo framarlega sem þeir haldi vopnahléð, og hefur spænska þingið stutt hann í því. Margir hægrisinnaðir Spánverjar telja slíkt tal auka á óstöðugleikann og segja það muni á endanum leysa upp spænska ríkið. Fjölmargir hægrisinnaðir stjórnmálamenn mættu í gönguna á laugardag, og sagði aðstoðarfor- sætisráðherra, Maria Teresa Fern- andez de la Vega, að á meðan fórn- arlömb og ættingjar eigi fulla samúð skilda, þá væri það ámælis- vert að nýta sér sársauka þeirra í pólítískum skilningi. - smk Fyrirhugaðar samningaviðræðum við aðskilnaðarsamtaka Baska verkja viðbrögð: 200.000 mótmæla í Madríd MÓTMÆLIFjölmargir Spánverjar mótmæltu á laugardag fyrirhuguðum viðræðum stjórnar- innar við aðskilnaðarsamtök Baska. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKEMMTUN Forsvarsmenn skemmti- staðarins Óliver á Laugavegi voru himinlifandi í gær þegar umboðs- menn Roger Waters, fyrrverandi forsprakka Pink Floyd, höfðu sam- band. Vildu þeir panta borð fyrir rokkarann í mat auk þess sem gefið var í skyn að tónlistamaður- inn, sem ætlar að halda tónleika í Egilshöll í kvöld, myndi taka lagið með hljómsveitinni Jazzy Havanas sem spilar á Óliver á sunnudags- kvöldum. Framkvæmdastjóri Ólivers sagðist eiga von á talsverðum fjölda fólks enda var fréttinni lekið í útvarpsstöðvarnar. Aðgangs- eyrir var enginn en hins vegar komust örugglega færri að en vildu enda er hámarksfjöldi á skemmtistaðnum 300 manns. - sgi Roger Waters í Reykjavík: Pantaði óvænt borð á Óliver WATERS Fólk gat fengið forskot á sæluna í gær þegar Roger Waters var staddur á skemmtistaðnum Óliver daginn fyrir stór- tónleika hans í Egilshöllinni. LÖGREGLAN Mikill fjöldi fólk er nú saman kominn á Patreksfirði til að halda upp á sjómannadaginn og gerir lögreglan þar ráð fyrir því að íbúafjöldinn hafi tvöfaldast yfir helgina. Til einhverja slagsmála kom á dansleik þar á föstudag en þau leystust upp áður en til kasta lögreglunar kom. Í gær var svo efnt til dansleiks í félagsheimilinu. - jse Patreksfjörður: Ryskingar á dansleik
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.