Fréttablaðið - 12.06.2006, Page 6

Fréttablaðið - 12.06.2006, Page 6
6 12. júní 2006 MÁNUDAGUR Félagar í Vildarþjónustu fá 50% afslátt hjá Flugfélagi Íslands Skoðaðu sumartilboð Vildarþjónustu Sparisjóðsins á spar.isFí t o n / S Í A Skordýr í Elliðaárdal Orkuveitan efnir til göngu- og fræðsluferðar í Elliðaárdal undir leiðsögn Guðmundar Halldórssonar, skordýrafræðings, þriðjudagskvöldið 13. júní kl. 19.30. Gengið verður um dalinn og hugað að þeim smádýrum sem þar búa. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér stækkunargler. Gangan hefst við Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur. www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O RK 3 30 97 06 /2 00 6 SAKAMÁL Uni Pétursson, faðir mannsins sem ákærður er fyrir undanskot eigna á Hofsósi, er mjög ósáttur við vinnubrögð lög- reglu. Maðurinn var ákærður á dögunum fyrir að fjarlægja hluti, þar á meðal vél, úr báti í sinni vörslu sem átti að fara á uppboð hjá lögreglu. Í kjölfarið gerði lög- reglan húsleit hjá manninum þegar hann var fjarverandi, braut upp hurð og tók í vörslu sína ýmsa hluti sem voru taldir varða málið. Uni segir lögreglumennina fingralanga og segir þá hafa tekið hluti sem varða málið ekki á nokkurn hátt, þar með talið þrjá snjósleða, jeppa og kerrur. Einnig sakar hann lögregluna um að hafa farið í bát bróður ákærða og tekið þaðan dýptarmæli og ferilrita. Hafa feðgarnir íhugað að leita réttar síns í málinu, enda telja þeir lögreglu hafa tekið eignir þeirra ófrjálsri hendi og ákærði sé búinn að greiða að fullu þær van- goldnu upphæðir sem leiddu til þess að bátinn átti að setja á upp- boð. Lögreglan á Sauðárkróki segir málið vera í rannsókn og verið sé að skera úr um hvort hlutirnir sem teknir voru varði málið. Að sögn Björns Mikaelssonar yfirlögreglu- þjóns verður þeim umsvifalaust skilað varði þeir ekki málið og hafi lögreglan haft fulla heimild til að leggja hald á þá. Bátinn átti að bjóða upp vegna vangoldinna greiðslna og er ákærði sakaður um undanskot þeirra muna sem átti að bjóða upp, enda báturinn nær beinagrind án þeirra. Því sé eðlilegt að ákæra hann, jafnvel þó að búið sé að greiða þær upphæðir sem hann skuldaði. Kæran er yfir- gripsmikil og varðar ekki einungis bátinn, heldur einnig aðrar eignir úr þrotabúi, að sögn Björns, og það sé dómstóla að skera úr um það ef ákærði telji lögreglu hafa brotið af sér. - sgj Faðir ákærða líkir lögreglunni við bófa Uni Pétursson er ósáttur við lögregluna á Hofsósi. Lögreglan hafi ekki haft leyfi til að taka ákveðna hluti við húsleit. Lögreglan segir málið vera í rannsókn. FRÁ HOFSÓSI Málið er í rannsókn og skýrist von bráðar, segir lögreglan á Hofsósi. UMHVERFISMÁL Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kynnti í gær alþjóðlegt Samráðsþing um loftslagsbreytingar sem hefst á Nordica hóteli í dag en 200 fulltrúar um hundrað stórfyrirtækja, háskóla og vísindastofnanna víða að úr ver- öldinni sækja þingið. Markmið þess er að ná samstöðu um hvaða leiðir séu vænlegar til að mæta orkuþörf framtíðar án þess að lífríki jarðar eða loftslagi sé ógnað. Forsetinn hefur undanfarið beitt sér fyrir samræðum áhrifafólks, vísindamanna og sérfræðinga í loftslagsbreytingum og leggur áherslu á fimm þætti í glímunni við hlýnun jarðar. Í fyrsta lagi er það samráðsþing- ið sem áður var nefnt. Í öðru lagi fyrirlestraröðin Nýir straumar sem forsetinn stofnaði til fyrr á þessu ári. Í þriðja lagi býður forsetinn til Íslands í haust hópi ungra leiðtoga á alþjóðavettvangi úr ýmsum geirum samfélagsins en þá verður efnt til samráðsfundar um orkugjafa fram- tíðar. Í fjórða lagi mun Ólafur Ragnar beita sér fyrir því að koma á víð- tækri samvinnu milli íslenska vísindasamfélagsins og ýmissa virt- ustu háskóla veraldar. Í fimmta lagi hefur Rannsóknarþing norðursins fjallað ítarlega um breytingar á umhverfi og loftslagi á norðurslóð- um en þingið var stofnað árið 2000 á grundvelli tillagna frá Ólafi Ragn- ari. - sgi Forsetinn beitir sér fyrir samræðum áhrifafólks, vísindamanna og sérfræðinga: Hlýnun jarðar í brennidepli KJÖRKASSINN Ertu sátt(ur) við nýja ríkisstjórn Geirs Haarde? Já 32,8% Nei 67,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Munu Íslendingar vinna sigur á Svíum á heimavelli? Segðu þína skoðun á visir.is EGYPTALAND, AP Meðlimir al-Kaída hryðjuverkanetsins hóta stórfelld- um árásum í Írak og segja netið enn afar voldugt, þrátt fyrir lát foringjans, Abu Musab al-Zarqawi, í síðustu viku. Þetta kom fram á heimasíðu herskárra múslima í gær. Arftaki al-Zarqawi var ekki nefndur en fram kom að meðlimir al-Kaída í Írak hefðu endurnýjað bandalag sitt við Osama bin Laden. Talsmenn Bandaríkjahers hafa orðið tvísaga um dauða al-Zarqawi og hefur vitni gefið sig fram sem segir hermenn hafa barið hann til bana. - smk Al-Kaída í Írak: Hótar stórfelld- um árásum EFNAHAGSMÁL Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í dag. Grein- ingardeild KB banka spáir 0,8 pró- senta hækkun á vísitölu neyslu- verðs í júní, sem jafngildir 7,7 prósenta verðbólgu á tólf mánaða tímabili. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir tölurnar sennilega munu vera í samræmi við spár sambandsins og þess vegna ólíklegt að þær hafi áhrif á kjaraviðræður þess við stjórn- völd. Von er á formlegum við- brögðum stjórnvalda við tillögum forystu ASÍ á morgun. Gylfi segir þó ólíklegt að niðurstaða fáist fyrr en í fyrsta lagi í lok vikunnar. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segist ekki eiga von á neinu góðu þegar tölur Hagstofunnar verði birtar. Aðilar vinnumarkað- arins munu halda áfram kjaravið- ræðum sama hvað þær tölur sýna. Greiningardeildin spáir því að hækkun á innfluttum varningi og hækkandi húsnæðisverð muni leggja mest til hækkunar á vísitöl- unni. Þá verði fasteignaliðurinn drjúgur og muni leggja 0,25 til 0,3 prósentustig til hækkunar vísitöl- unnar. Gengisveiking krónunnar muni einnig hafa áhrif, þar sem aukið launaskrið hefur leitt til verðskrárhækkana á ýmiss konar þjónustu undanfarið. - sh Hagstofan birtir nýjar verðbólgutölur í dag: Mun hafa lítil áhrif KJARAVIÐRÆÐUR HALDA ÁFRAM Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að verðbólgutölur, sem birtar verða í dag, muni hafa lítil áhrif á framhald kjaravið- ræðna. ÞÝSKALAND, AP Um 1.200 þýskir gyðingar og stjórnmálamenn mót- mæltu orðum Mahmoud Ahmadin- ejad Íransforesta um helför nas- ista í Nürnberg fyrir fótboltaleik Írans og Mexíkó í gær. Ahmadinejad hefur hneykslað marga með því að segja að helför- in sé bara þjóðsaga. Jafnframt hefur hann dregið tilverurétt Ísraelsríkis í efa. Hann hafði gefið til kynna að hann myndi mæta á fótboltaleik- inn en mætti ekki þegar til kom. Mexíkó vann leikinn með þrem- ur mörkum á móti einu. - smk Þýskir gyðingar: Íransforseta mótmælt í HM ÍRAK, AP Yfir 200 föngum var sleppt úr fangelsum í Írak í gær, en það er í samræmi við stefnu stjórnvalda þar í landi um að sleppa úr haldi þúsundum fanga sem handteknir voru í stríði. Varaforseti Íraks, Tariq al- Hashimi, samgladdist föngum úr Abu Ghraib-fangelsinu, sem voru frelsinu fegnir, - sgj Áætlun Íraka heldur áfram: Tvö hundruð föngum sleppt Á BLAÐAMANNAFUNDI Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kynnti á blaða- mannafundi samráðsþing um loftslags- breytingar sem hefst í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.