Fréttablaðið - 12.06.2006, Page 8

Fréttablaðið - 12.06.2006, Page 8
8 12. júní 2006 MÁNUDAGUR VEISTU SVARIÐ 1 Hvar fylgist Eiður Smári Guðjohnsen með HM í knattspyrnu? 2 Hvað heitir sjávarútvegsráðherra? 3 Með hverjum syngur Ómar Ragnars-son dúett á nýjum geisladiski? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 STJÓRNMÁL „Ríkisstjórnin er búin að afsala sér stjórnvaldinu og vísar á aðra,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar, á flokksstjórnarfundi á laugardagsmorgun. Ingibjörg sagði hugmyndaleg- an grunn ríkisstjórnarinnar upp- urinn og að ekki væri tekið á aðsteðjandi vanda í efnahags-, félags-, og varnarmálum. Sagði hún stjórnina vísa á Seðlabankann, viðskiptabankana, aðila vinnu- markaðarins, bandarísk stjórnvöld og ál- og orkufyrirtæki í stað þess að grípa sjálf til aðgerða. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og kallaði hana blágrænt hræðslubandalag um völd. Sagði hún bandalagið teygja sig inn í stjórnkerfið, fjöl- miðla og fjármála- og eftirlits- stofnanir. Í ofanálag sagðist hún ekki sjá betur en að Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur ætluðu að freista þess að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir næstu kosningar. „Þetta bandalag er ekki gott fyrir samfélagsþróunina, það er ekki gott fyrir lýðræðið, það er ekki gott fyrir framtíðina, það er ekki gott fyrir fólkið í landinu og þetta bandalag þarf annað hvort að brjóta upp eða á bak aftur.“ Til að sporna við efnahags- þróuninni vill Ingibjörg Sólrún hætta við skattalækkanir um ára- mót, draga úr opinberum fram- kvæmdum á næsta ári og halda aftur af hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs. Ingibjörg Sólrún sagðist vilja að Samfylkingin myndaði ríkis- stjórn jafnaðarsinna sem meðal annars endurreisti velferðarþjón- ustuna og stæði að nýrri mennta- og atvinnustefnu. Þá vill hún að ný ríkisstjórn hefji undirbúning að inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Um þau skref þurfi þó að ríkja sátt. „Samfylkingunni er ekkert að vanbúnaði að fara út í kosningar, við erum tilbúin,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Í ræðunni ræddi hún einnig um úrslit nýafstaðinna sveitarstjórnar- kosninga og sagði Samfylkinguna hafa fest sig í sessi sem þrjátíu prósenta flokk. Hún sagði Sam- fylkinguna hafa gert sér miklar væntingar um góðan árangur í kosningunum í Reykjavík og í raun hefði flokkurinn tapað fyrir eigin væntingum. Sterkur listi og góð kosningabarátta hefði ekki dugað til og taldi hún skýringanna að hluta til að leita í upplausn Reykja- víkurlistans. Þá hefði verið uppi krafa um breytingar í borginni, sem ekki væri óeðlilegt. bjorn@frettabladid.is Samfylkingin myndi stjórn jafnaðarsinna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er andvíg lækkun- um skatta um áramót. Hún segir núverandi ríkisstjórn hafa afsalað sér völdum og vill að stjórn jöfnuðar, sem hefji undirbúning að inngöngu í ESB, taki við. RÍKISSTJÓRNIN HEFUR AFSALAÐ SÉR VÖLDUM Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kom víða við í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á laugardag og deildi hart á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL TÓNLIST Íslensk tónverk vöktu mikla athygli á Alþjóðlega tón- skáldaþinginu í París sem lauk á föstudag. Ríkisútvarpið hafði til- nefnt tvö verk sem bæði voru í hópi þeirra tíu verka sem þátt- takendur á þinginu kusu athygl- isverðust. Þetta voru verk ATLa Ingólfssonar, Flecte Lapis II, fyrir klarinett og hljómborð, og verk Huga Guðmundssonar, Equilibirum IV: Windbells, sem samið var fyrir Caput hópinn fyrir heimssýninguna í Japan. Þetta telst mjög góður árang- ur enda kepptu sextíu verk frá þrjátíu löndum á þinginu. Þá var verk Huga einnig valið í hóp þriggja athyglisverðustu verk- anna í flokki tónskálda 30 ára og yngri. Sjaldgæft er að land eigi tvö verk á topp tíu en að þessu sinni deildi Ísland heiðrinum með Eistlandi, sem einnig átti tvö verk á listanum. Alþjóðlega tónskáldaþingið er skipulagt af Alþjóðatónlistarráð- inu og var fyrst haldið árið 1954. Á þinginu hittast fulltrúar fjöl- margra útvarpsstöðva frá öllum heimshornum og kynna tónverk frá sínu heimalandi og skiptast á upptökum. Þingið beinir þeim tilmælum til þeirra þrjátíu útvarpsstöðva í fjórum heimsálfum sem taka þátt í þinginu að leika verkin í dagskrá sinni. - sgi Tónverk Huga Guðmundssonar og Atla Ingólfssonar vekja athygli í París: Meðal tíu athyglisverðustu verkanna á tónskáldaþingi HUGI GUÐMUNDS- SON Equilibrium IV: Windbells er í flokki tónskálda 30 ára og yngri. ATLI INGÓLFSSON Flecte Lapis II var valið eitt af tíu athyglisverðustu verkunum á þinginu. DANMÖRK Danska ríkið mun tryggja dönskum vændiskonum fjárstyrk upp á þrjú hundruð þús- und íslenskar krónur á mánuði ef hugmyndir Line Barfoed, þing- manns Einingarlistans, ganga eftir. Í viðtali við Politiken í gær segir þingmaðurinn að styrkurinn muni gera fleiri konum kleift að finna sér nýjan starfsvettvang án þess að fjárhagur heimilisins verði settur úr skorðum. Enda hafi margar vændiskonur vanið sig og fjölskyldur sínar við lífsstíl sem krefjist hárra mánaðarlauna. Hún vill einnig að konunum verði boðin sálfræðimeðferð til að vinna á þeim andlega skaða sem þær hafa orðið fyrir í vændinu. Talsmaður Venstre, Hans Andersen, segir hugmyndina fáranlega og bendir á að í dag fái starfsfólk í matvöru- verslunum helmingi lægri laun en vændiskonunar fengju ef hug- myndin yrði að veruleika. Hann telur að fleiri hópar muni gera kröfu um sama fjárhagslega stuðning og vændiskonunar, til dæmis alkóhólistar og eiturlyfja- neytendur. Hann vill að áhersla verði lögð á aðrar leiðir til að fá konunar til að hætta vændi. - ks Danskur þingmaður vill aðstoða konur við að finna nýjan starfsvettvang: Vændiskonur fái fjárstyrk VILL AÐSTOÐA VÆNDISKONUR Hjálpin á meðal annars að felast í sálfræðimeðferð. FJARSKIPTI Viðskiptavinir Símans fengu nýlega send smáskilaboð frá fyrirtækinu þar sem þeir voru varaðir við sendingu frá erlendri stefnumótasíðu. Ástæða þessa er að nokkuð hafði borist af kvörtunum vegna SMS-sendinga sem tilkynntu að búið væri að skrá viðkomandi á stefnumótasíðuna www.irreal- host.com. Þá var einnig greint frá því að ef viðkomandi vildi ekki vera rukkaður um tvær evrur á dag í gegnum símareikning sinn yrði sá að fara inn á vefsíðuna og afskrá sig. Sendingar þessar koma að sögn frá útlöndum en slíkur SMS- ruslpóstur er nokkuð algengur. Er fólki bent á að eyða slíkum smáskilaboðum og láta alls ekki glepjast til að fara inn á umrædda vefsíðu. - sgi Fólk skráð á stefnumótasíðu: Varað við rusl- pósti með SMS SMS Ruslpóstur í farsíma er veruleiki en þekkist betur erlendis en hér á landi. FÉLAGSMÁL Sumarhátíð Einstakra barna var haldin í Heiðmörk á laugardag en hátíðin fer fram á hverju sumri. Um sextíu manns, börn og foreldrar, tóku þátt í hátíð- inni þetta árið og að sögn Arnars Pálssonar, formanns félagsins, var þátttakan heldur dræm í ár enda léku veðurguðirnir ekki við land- ann. „Mjög gott aðgengi er fyrir hjólastóla en við vonuðumst auð- vitað til að sjá fleiri félagsmenn og reka þannig endahnútinn á formlegt starf félagsins á síðast- liðnum vetri,“ segir Arnar. ■ Sumarhátíð Einstakra barna: Dræm þátttaka SUMARHÁTÍÐ EINSTAKRA BARNA Börnin bregða sér á leik í hoppikastala. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SUÐUR-KÓREA, AP Talsmenn Norður- Kóreu ásökuðu Bandaríkjastjórn í gær um að njósna um Norður- Kóreu. Sögðu þeir Bandaríkjamenn hafa sent njósnaflugvél þrisvar sinnum yfir landið í síðustu viku og sögðust telja Bandaríkjastjórn vera að búa sig undir að ráðast inn í Norður-Kóreu. RC-135 flugvél flaug yfir haf- svæði Norður-Kóreu á þriðjudag, fimmtudag og laugardag, að því er kom fram í fréttum ríkisútvarps Norður-Kóreu. Ráðamenn í Norður- Kóreu ásaka Bandaríkin reglulega um njósnaflug, en Bandaríkjaher svarar þeim ásökunum ekki. - smk Norður-Kóreumenn: Segja Banda- ríkin njósna NOREGUR, AP Vinnumálaráðherra Noregs, Bjarne Haakon Hanssen, sagðist í gær mundu bregðast við afleiðingum yfirvofandi verkfalls bankastarfsmanna. Stjórnendur bankanna voru reiðubúnir að læsa úti 15.000 bankastarfsmenn, skyldu þeir ákveða að fara í verk- fall vegna deilna um lífeyri, og mundi það þýða algjöra lokun á öllum útibúum, hraðbönkum og heimabönkum. Upphaf deilnanna var takmörk- uð verkföll í byrjun júní hjá banka- starfsmönnum sem kröfðust þess að vita hvernig lífeyrissjóðirnir fjárfestu. Ríkisstjórnin hefur áður bundið enda á verkföll með gerð- ardómi. - sgj Norðmenn í viðbragðsstöðu: Bregðast við bankaverkfalli Hverfum lokað Lögreglan í Frankfurt í Þýskalandi þurfti að loka nokkrum hverfum í borginni vegna óláta eftir leik Englendinga og Paragvæ á laugardag. Englendingar unnu leikinn 1-0. Engan sakaði í látunum, en glerflöskum rigndi yfir gangstéttir og lögregla þurfti ítrekað að hafa afskipti af enskum bullum. Þá voru tveir Þjóðverjar handteknir fyrir að mana enska stuðningsmenn til slagsmála. ÞÝSKALAND

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.