Fréttablaðið - 12.06.2006, Síða 16
12. júní 2006 MÁNUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Lykilorðið okkar í öllu okkar
starfi er samvinna,“ segir Geir
Bjarnason, forvarnarfulltrúi
Hafnarfjarðarbæjar. Þar vísar
hann til samráðshópa sem settir
voru á laggirnar með fólki sem
var að vinna með börnunum. Þar
voru málin rædd og reynt að finna
út hvað væri hægt að gera betur.
Þegar einhver vandamál komu
upp í hverfunum fóru hóparnir af
stað og reyndu að fá foreldra í lið
með sér til þess að gera breyting-
ar.
Foreldrarölt hefur einmitt
verið mikilvægur þáttur í forvörn-
um Hafnfirðinga en þá taka nokkr-
ir foreldrar sig til og labba um
hverfin og spjalla við unglingana.
Þetta hefur að sögn Geirs gefist
mjög vel og hjálpað til við að brúa
bilið á milli unglinganna og for-
eldranna.
Samstarf við lögreglu er einn
af lykilþáttum forvarnarstarfsins
að sögn Geirs. „Þau gátu gert
ýmislegt, sex, sjö sinnum áður en
farið var að gera eitthvað. Þeir
sneru þessu við og fóru að vinna
með foreldrum við að gera málið
sýnilegra.“
„Við teljum okkur eiga mikið
inni því að bærinn eyðir tugum
milljóna króna í að niðurgreiða
gjöld fyrir krakka í íþrótta- og
æskulýðsstarfi,“ segir Geir. Börn
yngri en tíu ára fá gjöldin greidd
og um næstu áramót verður
aldurinn hækkaður upp í tólf ár.
Þátttakendum í þessu aldurshópi
hefur fjölgað um helming og er
stefnan fyrir næstu tvö árin að
allir undir sextán ára aldri geti
nýtt sér þessa þjónustu.
Geir segir yfirvöld einnig
standa fyrir átaksverkefnum. Eitt
þeirra var að koma í veg fyrir að
unglingar söfnuðust saman niðri í
bæ á gamlárskvöld. Það hefur tek-
ist vel og nú sjást fáir á ferli en
fyrir nokkrum árum voru hundruð
unglinga saman komin á þessu
kvöldi.
Annað átaksverkefni er að
reyna að koma í veg fyrir að ungl-
ingar kaupi tóbak með því að
senda unglinga undir átján ára
aldri á sölustaði í bænum. Nú selja
um þrjátíu prósent unglingum
tóbak en fyrir nokkrum árum voru
það um sextíu prósent.
gudrun@frettabladid.is
Lykilorðið er samvinna
GEIR BJARNASON FORVARNARFULLTRÚI HAFNARFJARÐAR. Geir telur mikilvægt að virkja foreldra og segir að þeim sé ekki sama hvað sé að gerast í hverfunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR
UNGLINGAR Í VINNUSKÓLANUM Sumarið er mikill áhættutími fyrir unglinga og vill Geir
aukið samstarf við Vinnuskólann. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Hafnfirðingar hafa að undanförnu vakið athygli fyrir
vasklega framgöngu í forvörnum fyrir börn og unglinga.
Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en eftir fjögurra
ára starf standa hafnfirskir unglingar nú vel að vígi gagn-
vart jafnöldrum sínum annars staðar.
Bílddælingar njóta góðs af haf-
rannsóknarverkefni sem unnið er
að í Arnarfirði. Verkefnið byggist
meðal annars á því að þorskurinn
er alinn á loðnu á miðjum firði svo
hann fari ekki í fjarðarbotninn og
leggi sér rækjuna til munns sem
þar heldur til en heldur hefur
henni fækkað undanfarin ár.
Þorskurinn er orðinn svo gæfur að
þeir sem gefa honum loðnu í
svanginn geta hæglega klappað
honum. En hann ætti ekki að
treysta mannskepnunni um of því
hann er settur í kvíar þegar kom-
inn er í sláturstærð. Jón Þórðar-
son, sem vinnur að verkefninu
með hafrannsóknarmönnum,
hefur svo boðið Bílddælingum
þennan hjarðfisk í soðið.
„Hann hefur oft sett kar á plan-
ið með þeim skilaboðum að bæjar-
búar geti fengið sér í soðið,“ segir
Hannes Friðriksson, eigandi veit-
ingahússins Vegamóta á Bíldudal,
en hann bauð blaðamanni í eldis-
fisk. „Þorskurinn er þybbinn og
samanrekinn og alveg sérstaklega
bragðgóður eins og gengur og ger-
ist með sjávargullið úr Arnar-
firði,“ segir Hannes meðan hann
handleikur flakið.
Hannes er ekki einungis veit-
ingamaður heldur var hann einnig
iðinn við leiklistina á Bíldudal. Nú
hefur verið stofnaður styrktar-
sjóður fyrir unga Bílddælinga sem
huga á listnám en sjóðurinn ber
heitið Hannesörnágúst eftir þeim
Hannesi, Erni og Ágústi Gíslason-
um sem allir voru ötulir leikarar
með leikfélaginu Baldri á Bíldu-
dal.
Bílddælingar njóta góðs af hafrannsóknarverkefni í Arnarfirði:
Bæjarbúar fá eldisfisk í soðið
HANNES FRIÐRIKSSON Veitingamaðurinn
var eins og aðrir bæjarbúar á Bíldudal
hrifinn af eldisfisknum sem hann fékk.
Fiskurinn er þybbinn og þéttur og hreint
Arnarfjarðarkonfekt, eins og Hannes segir
sjálfur. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Hefði viljað
kosningar
„Mér finnst að það hefði átt að kjósa
aftur,“ segir Ellen Kristjánsdóttir
söngkona um hræringarnar innan
ríkisstjórnarinnar eftir afsögn Halldórs
Ásgrímssonar forsætisráðherra. „Þetta
er orðið hálf undarlegt þegar skipt-
ingarnar eru svona örar. Þetta lyktar
af baráttu um eigin hagsmuni frekar
en málefni. En úr því sem komið er
verður maður að hugsa jákvætt til
þeirra sem koma þarna fersk inn og
trúa því að þau séu heil í því sem þau
eru að gera.
En virkjunarmálin eru mér náttúrlega
ofarlega í huga og því lagði ég við
hlustir þegar Jón Sigurðsson, nýr iðn-
aðarráðherra, var inntur eftir því hvað
hann hygðist gera og hann virðist ætla
að halda sömu stefnu. Þó gaf það
mér nokkra von þegar hann lét í veðri
vaka að hann væri til í að endurskoða
stefnuna ef honum sýndist þörf vera
á því.
En það er ekki laust við það að ég hafi
nokkrar áhyggjur af þessu þjóðfélagi.
Mér finnst við vera að fara of geyst inn
í auðhyggjuna. Við höfum gengið langt
í stóriðju og einkavæðingu en svo er
fullt af fólki sem hefur það nokkuð
skítt. Hvað með fólkið sem ól okkur
upp; gamla fólkið? Ekki er ástandið
gott hjá því. Og hvað með unga fólkið
sem erfir landið?
Nei, ég held það sé kominn tími til að
við förum að hægja aðeins á og huga
að því sem mestu máli skiptir.“
SJÓNARHÓLL
NÝ SKIPAN Í RÍKISSTJÓRN
ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
Skyldurækinn ráðherra
„Menn eiga að gera
skyldu sína.“
JÓN SIGURÐSSON, VERÐANDI
IÐNAÐARRÁÐHERRA, ÞEGAR
HANN VAR SPURÐUR UM ÁSTÆÐ-
UR ÞESS AÐ HANN TEKUR SÆTI
Í STJÓRNINNI. FRÉTTABLAÐIÐ
11. JÚNÍ
Útherjinn og umbinn
við imbann
„Við erum núna staddir
hér á Íslandi og ætlum
okkur að slaka á og og
fylgjast með heims-
meistarakeppninni.“
ARNÓR GUÐJOHNSEN, UMBOÐS-
MAÐUR OG FAÐIR EIÐS SMÁRA,
SEM ER NÚ ORÐAÐUR VIÐ BARCE-
LONA. FRÉTTABLAÐIÐ 11. JÚNÍ
„Það er alveg nóg að gera,“ sagði Sunna
Einarsdóttir, ferðafrömuður og fiskverkunar-
kona frá Drangsnesi, sem gaf sér stundarfrí frá
akstri í Borgarfirði til að ræða við blaðamann.
„Nú er ég á leiðinni suður með dóttur mína til
að kaupa útskriftarföt en hún er að útskrifast
frá Menntaskólanum á Akureyri. Svo fer ég til
Drangsness á þriðjudag og svo til Akureyrar á
fimmtudag þannig að það er í nógu að snúast.“
En það er einnig nóg að gera í ferða-
mennskunni. „Við hjónin vorum að breyta
hálfum kjallaranum í íbúð sem við munum
leigja út en ferðamannastraumurinn er að
aukast á Ströndum þannig að við Drangnesing-
ar verðum að taka við okkur. Einnig segja þeir
að þeim mun meira sem framboðið sé, þeim
mun meiri sé eftirspurnin í þessum geira. Við
vorum að opna í byrjun mánaðarins og það
er strax komin smá hreyfing á þetta en góðir
hlutir gerast hægt. Ef þetta fer vel munum við
svo breyta öðrum hluta bílskúrsins í íbúð en
við eigum tvöfaldan bílskúr. Eitthvað verðum
við að gera við allt þetta rými sem við höfum
eftir að börnin tvö flugu úr hreiðrinu.“
Eiginmaður Sunnu er Halldór Höskuldsson,
sjómaður á Grímsey ST 2 sem er dagróðrabát-
ur. Sunna vinnur einnig við sjávarútveg en hún
starfar hjá fiskvinnslunni Drangi. „Ég sé um
bókhaldið fyrir hádegi og svo er ég í verkuninni
eftir hádegi eða eins og stöllur mínar segja
þá sé ég um bókhald fyrir hádegi og vinn eftir
hádegi,“ segir Sunnar og hlær við.
„Svo er nóg um að vera á Drangsnesi,“
bætir hún við. „Um helgina voru ung hjón að
gifta sig og var mikið um dýrðir. Þá var hátíðar-
blær yfir öllu þorpinu.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SUNNA EINARSDÓTTIR FERÐAFRÖMUÐUR OG FISKVERKUNARKONA
Bókhald fyrir hádegi og vinna á eftir