Fréttablaðið - 12.06.2006, Side 18

Fréttablaðið - 12.06.2006, Side 18
fréttir og fróðleikur > Gestir listasafna á höfuðborgarsvæðinu Heimild: Hagstofa Íslands Svona erum við 2001 27 1. 32 0 24 5. 55 6 23 3. 58 6 25 2. 41 8 2000 1999 1998 FRÉTTASKÝRING SIGRÚN MARÍA KRISINSDÓTTIR smk@frettabladid.is F í t o n / S Í A Stærsta stífla heims er nú komin í notkun í Kína. Stjórnvöld segja stífluna vera til mikilla framfara en gagnrýnendur segja gífur- legt umhverfisslys vera í uppsiglingu. Kínverjar hleyptu Yangtze-ánni á stærsta vatnsorkuver sem byggt hefur verið í heiminum á þriðju- dag, með því að sprengja tíma- bundna stíflugarða sem notaðir voru á meðan Þriggja gljúfra stíflan var í byggingu. Stíflan, sem er 2,3 kílómetra löng og 185 metra há, heldur nú aftur af straumþungri Yangtze- ánni og stjórnar flóðum sem herj- að hafa á landræktarsvæði neðan stíflunnar árum saman. Flóð þessi hafa oft verið mannskæð og segja stjórnvöld stífluna því vera mikla blessun. Til samanburðar má nefna að Kárahnjúkastífla mun verða 193 metra há og 730 metra löng, en Kelduárstífla verður 26 metra há og 1,65 kílómetra löng. Að sögn Xinhua-fréttastofunn- ar sendu starfsmenn virkjunar- innar væg rafstuð í gegnum vatn- ið fyrir sprenginguna til að hræða fiska í burtu frá stíflugarðinum. Fréttastofan hafði eftir Tan Xichang að níutíu prósent allra fiska hefðu flúið við það, en Xichang starfar sem prófessor hjá Vatnalíffræðistofnuninni í Kína. Smíði Þriggja gljúfra stíflunn- ar hófst árið 1993 og var hún til- búin í síðasta mánuði en ekki er gert ráð fyrir að lokið verði við þann hluta hennar sem sér um raforkuvinnsluna fyrr en árið 2008. Hönnuðir virkjunarinnar segja að hún muni að lokum geta fram- leitt 22,4 kílóvött af raforku, meira en nóg til þess að lýsa alla Sjanghæ á annasömum degi. Um 190 tonn af dínamíti voru notuð til að sprengja tímabundna stíflugarðinn á þriðjudag, sem var 580 metra langur, 140 metra hár og lá í um 100 metra fjarlægð frá stíflunni sjálfri. Vatnshæð Þriggja gljúfra lóns- ins mun rísa úr 135 metrum í 156 metra eftir að sumarflóðunum lýkur í haust, kom fram í frétt Xinhua. Mest mun vatnið í lóninu ná 175 metra dýpt, en sérfræð- ingar hafa þó varað við því að ómögulegt sé að segja til um hversu djúpt lónið muni í raun verða vegna árframburðar og óreglulegs landslags svæðisins. Yfir 1,13 milljónir manns hafa neyðst til að flytja burt af svæð- inu vegna stíflugerðarinnar og lónsins og hafa sumir verið fluttir brott með valdi. Gagnrýnendur segja að stíflan muni valda óafturkræfum breyt- ingum á náttúrunni og óttast um framtíð höfrunga Yangtze- árinnar, sem eru afar sjaldgæfir ferskvatnshöfrungar. En stjórnvöld hafa hins vegar ítrekað reynt að sýna fram á að þau hafi skilning á áhrifum stífl- unnar á umhverfið. Stærsta vatnsaflsvirkjun heims SPRENGT Í LOFT UPP Kínverjar hleyptu vatni á stærstu stíflu heims á þriðjudag, með því að sprengja í loft upp tímabundna stíflugarða í Yangtze ánni sem notaðir voru meðan á smíði stíflunnar gríðarlegu stóð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP © GRAPHIC NEWS Þriggja gljúfra stíflan í Kína Þriggja gljúfra stíflan, sem gerð hefur verið miðja vegu í Yangtze- ánni, er stærsta vatnsorkuvirkjun heims. Stuðningsmenn hennar segja að stíflan, sem kostað hefur rúma 2000 milljarða íslenskra króna, muni veita mikilvæga vernd gegn flóðum og uppfylla sára þörf fyrir rafmagn, en gagnrýnendur segja að um stórfellt umhverfisslys sé að ræða. Heimildir: Þriggja gljúfra stíflan í Kína, ABB Myndir: Associated Press ORKUVINNSLA: Tuttugu og sex 700 megavatta raflar gefa allt að af rafmagni árlega – sem samsvarar 10% af rafþörf Kínverja árið 2009. 18.200 mv og framleiða 84,7 milljarða kílóvattstunda Francis- túrbína Öxull tengdur við rafal Vatnsflæði Vatns- innrennsli Lónið: 175 m djúpt Virkjunin Rafall Útrennsli Aðrennslisgöng ÞVERSKURÐUR AF VIRKJUNINNI Hæð stíflunnar: 185 m Lengd stíflunnar: 2.309 m0 Virkjanir Skipastigi: Tvöfaldur fimm þrepa skipastigi fyrir skip sem vega allt að 10.000 tonnAfrennslis- rás Skipalyfta: Fyrir skip sem vega allt að 3.000 tonn FÓLKS- FLUTNINGAR: Stíflan hefur neytt 1,13 milljónir manns til að flytja burt frá heimilum sínum. Stjórnvöld segja stífluna vernda fimmtán milljónir manna gegn flóðhættu. UMHVERFIÐ: Stjórnvöld segja að virkjunin muni minnka CO2-losun um 100 milljón tonn og draga þar með úr gróðurhúsaáhrifum. Gagnrýnendur telja að Yangtze-áin muni hætta að geta framleitt súrefni því stíflan hægi á árflæðinu, og að uppistöðulónið muni því breytast í risastóra safnþró. Höfrungar Yangtze-árinnar: Aukin landeyðing fyrir neðan stífluna gæti haft slæm áhrif á heimkynni sjaldgæfustu ferskvatns- höfrunga heims. K í n a Peking Sjanghæ 500 km 310 mílur Yangtze-áin UPPISTÖÐULÓN Svæðið sem fólk var flutt burt afLengd: 630 km Land sem flætt hefur verið yfir: 1.000 km2 – stærsta land- væði veraldar sem flætt hefur verið yfir vegna einnar stíflu Chongqing Wanxian Yichang ÞRIGGJA GLJÚFRA STÍFLAN Qutang- gljúfur Wu-gljúfur Xiling- gljúfur Yan g t z e á i n Jón Sigurðsson seðlabankastjóri tekur sæti iðnað- ar- og viðskipta- ráðherra í stjórn Geirs H. Haarde, þrátt fyrir að sitja ekki á þingi. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir þetta vera sjald- gæfa skipan mála. Er það algengt að ráðherrar sitji ekki á þingi? Nei, það er ekki algengt. Ólafur Ragnar Grímsson var fjármálaráðherra utan þings frá 1988 til 1991. Öll „utan- þingsstjórnin“ frá 1942-44 var svo náttúrlega utan þings. Svo hafa einnig verið nokkur önnur tilfelli. Hefur það reynst vel að ráðherrar sitji utan þings? Þetta hefur talist til undantekninga. „Utanþingsstjórnin“ var neyðarúrræði og ekki hefur verið gripið til þess aftur þó að litlu hafi munað bæði 1979 og 1980. Ég tel að almenna reglan hafi gefist vel, að ráðherrar komi úr röðum þingmanna. Ólafur Ragnar var þingmaður fyrir og eftir að hann var ráðherra, en einmitt þegar Alþýðu- bandalagið komst í stjórn 1988 hafði hann fallið af þingi. Það hefur því líklega ekki breytt miklu hvort hann var þingmaður eða ekki. SPURT & SVARAÐ RÁÐHERRAR UTAN ÞINGS Hefur verið notað í neyð GUÐNI TH. JÓHANN- ESSON SAGNFRÆÐ- INGUR Svissneski þingmaðurinn Dick Marty, sem stýrði rannsókn á vegum Evrópuráðsins á ásökunum um meint leyniflug og leynifangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, í Evrópu, sagðist í síðustu viku hafa orðið þess vísari að stjórnvöld í fjórtán Evrópulöndum hefðu verið í vitorði með hinum bandarísku útsendurum. Nefndi hann sérstaklega Pólland og Rúmeníu í þessu sambandi er hann kynnti niðurstöður rann- sóknarinnar. Stjórnvöld margra landanna hafa borið af sér ásakanir Martys og Bandaríkjamenn hafa viðurkennt að hafa sótt menn grunaða um hryðjuverk til annarra landa, en neita að hafa sent þá til þriðja lands til að sæta pyntingum. Bandaríkjastjórn hefur hvorki viðurkennt né neitað tilvist leynifangelsanna. Hver eru löndin? Marty sakaði yfirvöld í fjórtán löndum um að vera í vitorði með leyniþjónustu Bandaríkjanna varðandi ólöglegan flutning fólks milli landa. Þau eru Bretland, Þýskaland, Ítalía, Svíþjóð, Bosnía, Makedónía, Tyrkland, Spánn, Kýpur, Írland, Grikk- land, Portúgal, Rúmenía og Pólland. Hvers vegna að flytja fanga milli landa? Bandarísk lög um meðferð á föngum gilda ekki í öðrum löndum. Fyrrverandi fangar hafa sagt CIA hafa notfært sér það, og hafi þeir sætt pyntinum af hálfu CIA í löndum þar sem þeir hafi ekki haft þau réttindi og lagalega vernd sem þeim bæri sætu þeir í fangelsi á bandarískri grund. Hvers vegna fór Marty að rannsaka málið? Fréttir af leynifangelsum CIA í Austur-Evrópu, Taí- landi og Afganistan voru fyrst birtar í bandaríska blaðinu Washington Post í nóvember 2005. Blað- ið sagði þessi leynifangelsi hafa verið sett upp í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin árið 2001 og kom fram í fréttinni að um 30 manns sætu enn í þessum fangelsum. Síðan þá hafa minnst 70 manns verið framseldir til yfirvalda í Egyptalandi, Jórdaníu, Marokkó, Afganistan og annarra landa, samkvæmt síðari fréttum blaðsins. Eftir að fréttin birtist fyrst í Washington Post fóru evrópskir fjölmiðlar og yfirvöld að rannsaka málið og uppgötvuðu að flugvélar í erindagjörðum fyrir CIA hefðu flogið yfir þúsund sinnum um lofthelgi Evrópuríkja frá árinu 2001. FBL GREINING: MEINTIR FANGAFLUTNINGAR BANDARÍSKU LEYNIÞJÓNUSTUNNAR Leynifangelsi og leyniflug

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.