Fréttablaðið - 12.06.2006, Page 24

Fréttablaðið - 12.06.2006, Page 24
Já, sumarið er svo sannarlega tíminn til að slaka á. Gott er að hvíla lúin bein í sólinni heima fyrir eða í sumar- bústaðnum og ekki verður slökunin verri þegar hangið er í hengirúmi. Hengirúm eru kannski ekki algeng sjón hérlendis enda eru Íslendingar gjarnari á að grípa í sólbekki og stóla þegar kemur að því að liggja með tærnar útí loft- ið í sólinni. En hengirúm eru bráðsniðug á veröndina eða í garðinn. Auðvelt er að koma þeim upp með því að bora króka í veggina eða hrein- lega binda rúmin á sniðuga staði við slökunaraðstöðuna. Svo þarf bara að ná jafnvægi, draga andann, blása frá og leyfa vindinum að vagga sér fram og til baka meðan hangið er í hengi- rúminu. - jóa Hangið í hengirúmi Þeir sem kjósa að hanga frekar í stól en hengirúmi geta betrumbætt sæluna með því að fá sér sólstól sem hefur breiða arma. Þar má þá geyma svaladrykk, krossgátuna eða plástur á enni fyrir þá sem velta úr hengirúmunum. Hengirúmin þurfa ekki að taka mikið pláss meðan þau eru ekki í notkun. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Hér er hengirúmið fest upp með krókum á tvo stólpa. Litlum hengirúmum má auðveldlega koma fyrir í hornum á veröndum. 4 12. júní 2006 MÁNUDAGUR brúðkaup

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.