Fréttablaðið - 12.06.2006, Síða 61

Fréttablaðið - 12.06.2006, Síða 61
MÁNUDAGUR 12. júní 2006 21 Lysing_leikfangabíll_4x300mm Fjármögnun í takt við þínar þarfir H in ri k Pé tu rs so n l w w w .m m ed ia .is /h ip Má bjóða þér einn? Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is “Hrö› og fagleg fljónusta eru einkunnaror› okkar hjá L‡singu. Ef flig vantar fjármögnun á atvinnutæki flá ábyrgjumst vi› svar á innan vi› sólarhring frá flví a› öll gögn liggja fyrir. Einfaldara getur fla› ekki veri›.“ Elvar Da›i Eiríksson Rá›gjafi, Fjármögnun atvinnutækja Dagana 25.-28. maí var haldin ráð- stefna í Helsinki um sáttamiðlun á vegum Nordisk Forum for Mek- ling. Samhliða ráðstefnunni er venja að halda aðalfund félagsins og var Íslendingur kjörinn í stjórn- ina í fyrsta sinn, sem er Ingibjörg Bjarnardóttir hdl. formaður Sátt- ar. Íslendingar komu í fyrsta sinn að félaginu á ráðstefnu þess árið 2004 og í framhaldi af ráðstefnunni kom aukinn kraftur í óformlegt starf áhugafólks um sáttamiðlun á Íslandi. Í haust sem leið stofnuðu þverfaglegur hópur formlegt félag um sáttamiðlun á Íslandi og nefnist félagið Sátt. Sáttamiðlun hefur ekki verið viðhöfð á Íslandi nema að litlu leyti, þ.e. svokallaður Hringur sem er starfræktur í tveim þjónustumiðstöðvum í Reykjavík byggir á hugmynd sátta- miðlunar. Nýverið ákváðu íslensk stjórnvöld að koma í gagnið til- raunaverkefni þar sem lögreglu- mönnum er gert að vinna sem sáttamenn í afbrotamálum. Á hinum Norðurlöndunum og í fjöl- mörgum löndum Evrópu og víðar í heiminum er sáttamiðlun beitt þar sem deilur tveggja eða fleiri aðila eiga sér stað. Á nýafstaðinni ráðstefnu Nordisk Forum for Mekling í Hels- inki var fjallað um sáttamiðlun í skólum, á vinnumarkaði, deilum milli ólíkra menningarheima, í milliríkjadeilum, í fjölskyldumál- um, einkamálum og afbrotamálum. Ráðstefnuna sátu átta Íslendingar sem starfa við ólíkar stofnanir þ.e. félagsráðgjafar, lögfræðingar, sál- fræðingar og sérfræðingar úr fleiri fagstéttum. Athyglisvert er að víða, m.a. í Evrópu og á Norður- löndunum, hefur sáttamiðlun verið í boði í skilnaðarmálum um ára- tugaskeið. Hjón sem skilja eiga kost á nokkrum tímum hjá sátta- miðlara sér að kostnaðarlausu, sem í mörgum tilfellum leysir ýmsan ágreining á nokkrum klukkustund- um og báðir aðilar eru sáttir. Ágreiningur sem annars hefði verið meðhöndlaður hjá dómstól- um og tekið langan tíma og ekki öruggt að báðir aðilar séu sáttir að loknum málaferlunum. Sáttamiðlun á Íslandi og Nordisk Forum for Mekling UMRÆÐAN ERLA SIGURÐARDÓTTIR FÉLAGSRÁÐGJAFI SKRIFAR UM SÁTTAMIÐLUN Hjón sem skilja eiga kost á nokkrum tímum hjá sáttamiðl- ara sér að kostnaðarlausu, sem í mörgum tilfellum leysir ýmsan ágreining á nokkrum klukkustundum og báðir aðilar eru sáttir. Hverfisnefnd Brekkuskólahverfis vill koma á framfæri eftirfarandi ályktun sem varðar umferðarmál á Brekkunni: Nefndarfólki hverfisnefndar Brekkuskólahverfis þykir sér- staklega brýnt að staðið verði betur að umferðarmálum á Brekk- unni, þá sérstaklega í Þórunnar- stræti með tilliti til þeirra barna sem sækja Brekkuskóla og leik- skólann Hólmasól. Við erum afar ósátt við þær breytingar á gatna- mótum Þórunnarstrætis og Mið- húsabrautar sem samþykktar voru í umhverfisráði nýlega (155. fundur 27.3.2006, 7. liður) og þegar hefur verið hafist handa við, enda muni það fyrirkomulag aðeins auka umferðarflæði um Þórunnar- stræti. Við fögnum því að bæjar- stjórn leggi til að lagningu Mið- húsabrautar skuli lokið á árinu 2006. Mikilvægt er að gerð Mið- húsabrautar verði lokið sem fyrst og það eins og upphaflega var áætlað eða austan við og neðan við Jólasveinabrekku og Mjólkursam- lagið. Við teljum að með fullgerðri Miðhúsabraut beinist þungaflutn- ingaumferð vegna uppbyggingar í Naustahverfi að mestu leyti af Mýrarvegi og öðrum götum innan hverfisins. Hins vegar teljum við að Miðhúsabraut taki ekki við þeirri aukningu á almennri umferð í gegnum hverfið okkar sem búast má við vegna fjölgunar íbúa Naustahverfis og fyrirhugaðrar uppbyggingar á þjónustustarf- semi á Glerársvæðinu á komandi árum og því verði nauðsynlegt að framkvæma lagningu Dalsbraut- ar. Meirihluti hverfisnefndarinnar er hlynntur því að farið verði í lagningu Dalsbrautar sem fyrst eða samhliða lagningu Miðhúsa- brautar. Við vitnum í niðurstöður könnunar Félagsvísindadeildar H.A. sem birtar voru í Vikudegi s.l. fimmtudag, en þar kemur fram að 60% bæjarbúa vilja láta leggja brautina (Vikudagur 27.4. 2006., bls. 2). Með lagningu Dalsbrautar verður því komið til móts við óskir meirihluta íbúa bæjarins. Við telj- um brýnt að undirbúningsvinna við framkvæmd Dalsbrautar hefj- ist sem fyrst til að taka við aukinni almennri umferð á svæðinu. Ályktun UMRÆÐAN HJÖRLEIFUR HALLGRÍMSSON BLAÐA- MAÐUR SKRIFAR UM UMFERÐARÖRYGGI Á AKUREYRI Við teljum að með fullgerðri Miðhúsabraut beinist þunga- flutningaumferð vegna uppbyggingar í Naustahverfi að mestu leyti af Mýrarvegi og öðrum götum innan hverfisins. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI �������������� ������� ���������� ���� �������������� �������������� ���� ������� ������ �������� ����� �������� ���������� ��� ��

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.