Fréttablaðið - 12.06.2006, Qupperneq 70
Vi
nn
in
g a
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
1
49
k
r/
sk
ey
tið
.
Aðalvinningur er
PS2 tölva +
Hitman Blood Money
Aukavinningar eru:
• Hitman Blood Money • Pepsi kippur • DVD myndir
• PS2 Stýripinnar • Fullt af öðrum tölvuleikjum
og margt fleira
10.
HVE
R
VIN
NUR
!
Þú sendir SMS skeytið BTC HBF á númerið 1900.
Þú gætir unnið!
Enska hljómsveitin Keane
gefur út sína aðra plötu,
Under the Iron Sea, í dag.
Freyr Bjarnason leit yfir
feril þessarar vinsælu sveit-
ar, sem kom til Íslands fyrir
tveimur árum.
Under the Iron Sea fylgir eftir
hinni geysivinsælu Hopes and
Fears sem kom út fyrir tveimur
árum og hefur selst í fimm millj-
ónum eintaka um allan heim. Varð
hún næstmestselda plata Bret-
lands það árið og seldist í aðeins
502 færri eintökum en fyrsta
plata Scissor Sisters. Keane hrúg-
aði til sín verðlaunum fyrir plöt-
una. Var hún meðal annars kosin
besta platan á Brit-verðlaunum
auk þess sem hljómsveitin var til-
nefnd sem besta nýja sveitin á
bandarísku Grammy-verðlaunun-
um.
Átti að heita Coldplay
Keane er skipuð söngvaranum
Tom Chaplin, píanó- og bassaleik-
aranum Tim Rice-Oxley og
trommaranum Richard Hughes.
Rice-Oxley stofnaði sveitina árið
1995 ásamt vini sínum Dominic
Scott, sem síðar átti eftir að snúa
sér að öðrum verkefnum.
Fyrst hét sveitin The Lotus
Eaters eftir ljóði Tennysons en
nafnið breyttist í Keane eftir að
Chaplin gekk til liðs við sveitina
árið 1997. Reyndar átti hljóm-
sveitin upphaflega að heita Cold-
play en Rice-Oxley ákvað að
bjóða vini sínum úr menntaskóla,
Chris Martin, að nota nafnið því
honum fannst það of niðurdrep-
andi. Hið kaldhæðnislega er að
eftir að Keane sló í gegn með
Hopes and Fears gagnrýndu
margir sveitina fyrir að herma
eftir Cildplay.
Átján mánaða tónleikaferð
Til að fylgja eftir fyrstu plötunni
fór Keane í umfangsmikla tón-
leikaferð um heiminn sem stóð
yfir í átján mánuði. Meðal annars
hélt sveitin tónleika í Hafnarhús-
inu í Reykjavík á Iceland
Airwaves-hátíðinni árið 2004 við
góðar undirtektir, auk þess sem
hún hitaði upp fyrir átrúnaðargoð
sín U2 í Madison Square Garden
og spilaði á Live 8-tónleikunum í
London.
Tóku sjálfa sig í gegn
„Tónleikaferðin tók sinn toll. Við
þurftum á því að halda að fara
aftur í hljóðverið og heim til
okkar,“ segja þeir félagar. „Við
notuðum hverja pásu sem við
fengum til að fara í hljóðver og
taka upp efni og í október árið
2005 fórum við í nýja upptökulotu
ásamt Andy Green og lukum henni
í desember. Á þessari plötu reynd-
um við að horfast í augu við okkar
mesta ótta. Við reyndum að taka
okkur sjálfa í gegn, samskiptin
okkar á milli, samskipti okkar við
annað fólk og heiminn eins og
hann leggur sig. Við vildum ferð-
ast inn í myrkustu staðina sem við
gátum mögulega fundið,“ segja
þeir um vinnuna við nýju plötuna.
„Við vorum að semja, syngja og
spila af meiri ákafa, metnaði og
reiði en við höfðum áður gert.“
Veglegar umbúðir
Fyrsta smáskífulag plötunnar, Is
It Any Wonder?, fór beint í þriðja
sæti breska vinsældalistans en
einnig hefur lagið Atlantic verið
fáanlegt til niðurhals á netinu.
Nýja platan, sem er melódísk og
þægileg áheyrnar rétt eins og
Hopes and Fears, verður fáanleg í
takmarkaðan tíma í viðhafnarum-
búðum sem innihalda auka DVD-
mynddisk sem hefur að geyma
stuttmynd, myndband við nýja
smáskífulagið og mynd um gerð
þess, auk tólf demólaga sem voru
tekin upp á tónleikum.
Horfst í augu við óttann
KEANE Enska hljómsveitin Keane er að gefa út sína aðra plötu, sem nefnist Under the Iron
Sea.
�������
����������������
�����������������������������
�� ���������������������������
������ ���������
Söng- og leikkonan Jennifer Lopez
er enn að íhuga hvort hún eigi að
taka að sér hlutverk Sue Ellen í
væntanlegri kvikmynd, Dallas.
Verður hún byggð á sjónvarps-
þáttunum samnefndu sem nutu
mikilla vinsælda á níunda ára-
tugnum. „Sue Ellen var fegurðar-
drottning frá Texas, þannig að ég
held ég smellpassi í hlutverkið,“
sagði Lopez í léttum dúr. Hún seg-
ist þegar hafa spjallað við John
Travolta um myndina, en hann
mun leika sjálfan J.R. Ewing.
Lopez spáir
í Dallas
LOPEZ Jennifer Lopez er að íhuga að leika í
kvikmyndinni Dallas.
Chris Martin, söngvari Coldplay,
tónlistarmaðurinn David Bowie
og leikarinn Orlando Bloom eru á
meðal þeirra sem koma fram í
gestahlutverki í annarri þáttaröð-
inni af Extras eftir enska grínist-
ann Ricky Gervais.
Sir Ian McKellen, Daniel
Radcliffe, sem leikur Harry Potter
og Germaine Greer fengu einnig
hlutverk í þáttaröðinni en tökur á
henni eru nýhafnar.
Í Extras fer Gervais með hlut-
verk aukaleikarans Andys Mill-
man sem þráir að slá í gegn á hvíta
tjaldinu en á í hinum mestu erfið-
leikum með það.
Á meðal gestaleikara í fyrstu
þáttaröðinni, sem naut mikilla vin-
sælda, voru Kate Winslet og
bandarísku leikararnir Samuel L.
Jackson og Ben Stiller.
Martin og Bowie í Extras
MARTIN Tónlistarmaðurinn
Chris Martin er einn þeirra
sem koma fram sem gestir í
næstu þáttaröð af Extras.
THE OMEN kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
X-MEN3 kl. 5.40, 6, 8, 8.30, 10.20 og 10.50 B.I. 12 ÁRA
DA VINCI CODE kl. 5, 8, og 11 B.I. 14 ÁRA
DA VINCI SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 11 B.I. 14 ÁRA
RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 3.50
ÍSÖLD M/ ÍSL TALI kl. 4
THE OMEN kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
16 BLOCKS kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 14 ÁRA
DA VINCI CODE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA
RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 6
RAUÐHETTA M/ ENSKU TALI kl. 10.15
PRIME kl. 8
THE OMEN kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA
16 BLOCKS kl. 6 og 8 B.I. 14 ÁRA
X-MEN3 kl. 10 B.I. 12 ÁRA
DA VINCI CODE kl. 5.15 B.I. 14 ÁRA
!óíbí.rk004
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
S.V. MBL. D.Ö.J
KVIKMYNDIR.COM
V.J.V TOPP5.IS
S.V. MBL.B.J. BLAÐIÐ V.J.V TOPP5.IS
L.I.B TOPP5.IS
HÖRKUGÓÐUR SPENNUTRYLLIR
FRÁ RICHARD DONNER
LEIKSTJÓRA LETHAL WEAPON
50.000
MANNS
UPPLIFÐU VINSÆLUSTU
BÓK Í HEIMI!
LEITIÐ SANNLEIKANS
HVERJU TRÚIR ÞÚ?
LOKAUPPGJÖRIÐ!
MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ?
Heims
frumsýning
Mögnuð endurgerð
af hinni klassísku
The Omen!
Á 6 degi
6. mánaðar árið 2006
mun dagur hans koma,
Þorir þú í bíó
2000. KR. AFSLÁTTUR
FYRIR XY FÉLAGA
40.000
MANNS