Fréttablaðið - 12.06.2006, Page 71

Fréttablaðið - 12.06.2006, Page 71
Námsráðgjafar og kennarar skólans verða til viðtals og geta nemendur innritað sig á staðnum. Nemendur kynna félagslífið í máli og myndum. Gestir geta skoðað húsakynni skólans. Léttar veitingar. Nánari upplýsingar á www.verslo.is og á skrifstofu skólans í síma 5 900 600. • • • • • Í september verður opnað nýtt safn í West End í London. Safnið kallast Amora: The Academy of Sex and Relationships og verð- ur það meira í ætt við skemmti- garð en safn. Þema safnsins er kynlíf og sambönd og segja for- svarsmenn safnsins að ferð þangað eigi bæði að vera fróð- leg og skemmtileg en umfram allt gera gesti að betri elskhug- um. Meðal þess sem boðið er upp á í safninu er kossakennsla en safnið skiptist í sjö svæði. Áætlað er að um 600.000 manns heimsæki safnið fyrsta árið en safnið er sagt henta fólki á öllum þekkingarstigum. Fólk yngra en átján ára kemst þó ekki inn í þessa þekkingarver- öld. Búist er við því að ferða- menn flykkist á safnið en það mun kosta fimmtán pund inn. Kynlífssafn opnað í London ÖGRANDI ÞEKKINGARVERÖLD Á nýja safninu geta gestir lært alvöru kossatækni og almennt orðið betri elskhugar af heimsókn þangað. Dómstóll í Chicago hefur úrskurð- að að sýna megi í réttarsal kynlífs- myndband með bandaríska söngv- aranum R Kelly. Því hefur verið haldið fram að í myndbandinu stundi Kelly kynlíf með stúlku undir lögaldri. Kelly, sem hefur selt 23 millj- ónir platna um heim allan, hefur neitað þeim fjórtán atriðum sem hann er ákærður fyrir. Málið hefur verið í þrjú ár í dómskerfinu en réttarhöld eru ekki hafin. Á meðal vinsælustu laga Kelly eru I Believe I Can Fly og She´s Got That Vibe. Hefur hann unnið með þekktum tónlistarmönnum á borð við Michael og Janet Jack- son, Whitney Houston og Mary J. Blige. Árið 2004 vann hann til sjö verðlauna á Billboard R&B og Hip hop-verðlaununum. Myndbandið sýnt R KELLY Rapparinn er ákærður fyrir að hafa stundað kynlíf með stúlku undir lögaldri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.