Fréttablaðið - 12.06.2006, Page 73
MÁNUDAGUR 12. júní 2006
Air Pegasus N2/WNTR
Útilíf / Sportver / Toppmenn / K-sport / Skóbúð Selfoss / Axel Ó / Maraþon / Fjölsport
Ozone / SÚN búðin / Blómsturvellir / Íþróttabúðin / Brúarsport / Siglósport / Skógar
Leiðb. verð kr. 11.990.-
Air Pegasus N2/WNTR
Leiðb. verð kr. 11.990.-
Útilíf / Sportver / Toppmenn / K-sport / Skóbúð Selfoss / Axel Ó
Maraþon / Fjölsport / Íþóttabúðin / Skógar
Sterk yfirbygging með öndun. TPU stöðugleikaplata
ásamt mjúkri/léttri Phylon dempun í miðsóla.
Níðsterkur BRS 1000 sóli.
Leiðb. verð kr. 7.490.-
Sportver / Toppmenn / Maraþon / K-sport / Veiðiflugan
Fjölsport / Ozone / Skógar / jói Útiherji
Air N´Sight
Útilíf / Sportver / Toppmenn / Marþon / K-sport / Fjölsport
Ozone / Veiðiflugan / SÚN búðin
Air N´Sight
Loftsóli í fullri lengd
2ja laga vatnsvörn og öndun
Loftsóli í fullri lengd
2ja laga vatnsvörn og öndun
Loftpúði í hæl
Loftpúði í hæl
Sterk yfirbygging með öndun. TPU stöðugleikaplata
ásamt mjúkri/léttri Phylon dempun í miðsóla.
Níðsterkur BRS 1000 sóli.
Leiðb. verð kr. 7.490.-
nikerunning.com
Topplínan í hlaupaskóm
Topplínan í hlaupaskóm
FÓTBOLTI Í dag verða fyrstu leikirn-
ir í E-riðlinum á HM en margir
hafa talað um hann sem hinn svo-
kallaða dauðariðil keppninnar.
Tékkland var eitt skemmtilegasta
liðið á síðasta Evrópumóti og
mætir Bandaríkjunum klukkan
fjögur. Tékkar gátu glaðst þegar
Pavel Nedved tilkynnti að hann
ætlaði að spila með á mótinu en
hann var búinn að ákveða að leggja
landsliðsskóna á hilluna.
Tékkar hafa marga leikmenn í
fremstu röð og má þar nefna mark-
vörðinn Petr Cech, Tomas Rosicky,
nýjasta liðsmann Arsenal, og
Milan Baros sem var markakóng-
ur á EM fyrir tveimur árum.
„Á síðustu fjórum árum höfum
við unnið lið eins og Ítalíu, Frakk-
land og Holland. Ef við náum
góðum leik getum við unnið alla en
fyrsta markmiðið er náttúrlega að
komast upp úr riðlinum. Það er
mikil pressa á okkur að heiman
enda er talað um okkur sem gull-
kynslóð Tékklands,“ sagð mark-
vörðurinn Cech. Bandaríkin eru
með lið sem ekki má vanmeta og
eru með leikmenn innanborðs sem
spila í bestu deildum Evrópu. Liðið
hefur aldrei unnið leik á HM í Evr-
ópu en er ákveðið að breyta þeirri
staðreynd í Þýskalandi í ár.
Ítalía og Gana eru einnig í E-
riðli en þessar þjóðir etja kappi í
kvöld. Miklar væntingar eru gerð-
ar til ítalska liðsins undir stjórn
Marcelo Lippi en að vanda er helsti
styrkur liðsins fólginn í vörninni.
Hins vegar eru athyglisverðir leik-
menn framar á vellinum og má þar
nefna Luca Toni, sem skoraði þrjá-
tíu mörk í ítölsku deildinni í vetur
fyrir Fiorentina. Gana er rísandi
fótboltaveldi í Afríku og tekur þátt
í HM í fyrsta sinn. Liðið er sérstak-
lega vel sett á miðsvæðinu með þá
Stephen Appiah, leikmann Fener-
bache, og Michael Essien stjörnu-
leikmann Chelsea.
Keppni í riðli Brasilíumanna, F-
riðli, hefst einnig í dag þegar Ástr-
alía og Japan eigast við en sjálfir
heimsmeistararnir leika gegn
Króatíu á morgun. Ástralar eru
óskrifað blað en Guus Hiddink,
þjálfari þeirra, er þekktur fyrir að
ná því besta út úr sínum mönnum.
Japan hefur nokkra athyglisverða
leikmenn innan sinna raða eins og
Hidetoshi Nakata. Þá er hinn
brasilíski Zico að stýra liðinu og
aldrei að vita nema það sýni samba-
takta. - egm
Tékkland mætir Bandaríkjunum í dag og Ítalir mæta hinu rísandi veldi Ghana:
Dauðariðillinn fer af stað
NEDVED Pavel Nedved er farinn að leika
fyrir Tékkland á ný. NORDICPHOTOS/AFP
GOLF Ólafur Már Sigurðsson, kylf-
ingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur,
vann annað mótið í Íslandsmót-
inu í höggleik karla um helgina
þegar leikið var í KB-bankamóta-
röðinni í Vestmannaeyjum. Þrátt
fyrir leiðinlegt veður, mikla rign-
ingu og háváðarok, sýndu kylf-
ingar lipur tilþrif en vissulega
komu aðstæður niður á spila-
mennskunni.
Ólafur hafði betur gegn Ottó
Sigurðssyni úr GKG í æsispenn-
andi bráðabana en eftir 54 holur
voru þeir efstir og jafnir og léku
því 18. holu vallarins á nýjan leik.
Holan er par 5 hola og náði Ólaf-
ur pari eftir örugga spilamennsku
en hann setti niður pútt af stuttu
færi fyrir sigrinum þar sem Ottó
fékk sex á holuna, eftir að hafa
lent í vandræðum eftir upphafs-
högg sitt.
Ólafur og Ottó voru jafnir
eftir fyrri daginn þar sem leikn-
ar voru 36 holur en eftir þær voru
þeir báðir á þremur höggum
undir pari, Ólafur lék á 69 og 68
höggum en Ottó á 70 og 67. Þeir
héldur áfram að spila hönd í hönd
í gær og spiluðu báðir á 74 högg-
um áður en Ólafur hafði betur í
bráðabananum.
Tinna Jóhannsdóttir, kylfing-
ur úr Kili, sigraði í kvennaflokkn-
um. Tinna er þar með búin að
sigra á báðum mótunum í ár í KB
bankamótaröðinni eftir sigur á
Akranesi og í Vestmannaeyjum.
Tinna lék á 78 höggum á þriðja og
síðasta hringnum í gær, á átta
höggum yfir pari. Tinna lék
fyrsta hringinn á 80 höggum,
þann annan á 76 og endaði því á
234 höggum. Nína Björk Geirs-
dóttir úr GKj varði í öðru sæti,
tveimur höggum á eftir Tinnu en
Nína Björk lék hringina þrjá á 83,
75 og 78 höggum, samanlagt á
236 höggum.
Helena Árnadóttir úr GR, sem
var í forystu ásamt Tinnu eftir
fyrri hringina tvo, hafnaði svo í
þriðja sæti. Hún lék á samtals
241 höggi en Ragnhildur Sigurð-
ardóttir var aðeins á einu höggi á
eftir henni. - hþh
Slagviðri setti svip sinn á Carlsberg-mótið í Vestmannaeyjum um helgina:
Ólafur og Tinna hrósuðu sigri
HANDBOLTI Handboltaparið Gunn-
ar Berg Viktorsson og Dagný
Skúladóttir munu spila í Dan-
mörku á næstu leiktíð en þau hafa
bæði gert samning við Holstebro.
Gunnar lék með Kronau/Östring-
en í þýsku úrvalsdeildinni í vetur
en hann ákvað að vera ekki áfram
hjá félaginu og færa sig um set.
Eftir margra vikna vangaveltur
eru mál hans komin á hreint og
Danmörk varð fyrir valinu.
Það er kærkomin viðbót að
Dagný kona hans skrifaði einnig
undir hjá Holstebro en hún hefur
ekki spilað handbolta um nokkra
hríð. Þau voru stödd í fríi á Spáni
þegar Fréttablaðið náði sambandi
við þau í gær, þar sem afslöppun
var þeim efst í huga. Gunnar Berg,
sem verður þrítugur í júlí, átti við
slæm meiðsli að stríða lengst af í
vetur og var í tvö ár hjá Kronau
en spilaði áður með ÍBV, Fram,
París St. Germain í Frakklandi og
Wetzlar í Þýskalandi.
„Við kláruðum þetta bara rétt
fyrir helgina og þetta er mikill
léttir. Við fórum til Danmerkur og
skoðuðum aðstæður hjá þeim og
þeir eru með sterk lið bæði í karla-
og kvennaflokki. Það var ekki síst
mikilvægt fyrir okkur að Dagný
kæmist að hjá liði líka en Dan-
mörk er með eina sterkustu
kvennadeild í heiminum í dag. Við
erum því hæstánægð með þetta,“
sagði Gunnar í gær.
„Okkur leist vel á aðstæður hjá
félaginu. Það er með ágætt lið í
karlaflokki og hefur á ungu liði að
skipa með nokkra eldri jálka inni á
milli. Það endaði í níunda sæti á
síðasta tímabili en ætlar sér stærri
hluti í ár og ég held að það sé ekki
óraunhæft að stefna á Evrópu-
sæti, þó svo að ég sé ekki að setja
nein markmið á þessu stigi,“ sagði
Gunnar.
Sigfús Sigurðsson var í viðræð-
um við félagið um tíma en hann
hætti við að ganga til liðs við það
eftir langar samningaviðræður
þar sem félagið fór á bak orða
sinna. Það gerðist þó ekki með
Gunnar og Dagnýju. „Þetta tók
sinn tíma og við vorum lengi að
ræða saman. Auðvitað vilja þeir
borga sem minnst en við fá sem
mest og þannig gengur þetta í
öllum samningaviðræðum,“ sagði
Gunnar en undirbúningstímabilið
hefst hinn 23. júlí.
Gunnar var orðaður við nokkur
lið á Íslandi en það stóð aldrei til
að skötuhjúin kæmu heim. „Það
kom aldrei til greina að koma til
Íslands. Það höfðu nokkur lið sam-
band við mig en ég ákvað að prófa
að vera aðeins lengur úti og fá öxl-
ina almennilega í gang, hún virkar
fínt í golfinu núna. Vissulega mun
ég þó koma heim á einhverju stigi
og spila heima,“ sagði Gunnar
Berg Viktorsson. hjalti@frettabladid.is
Gunnar Berg og Dagný
skrifa undir hjá Holstebro
Gunnar Berg Viktorsson og kona hans Dagný Skúladóttir hafa skrifað undir
samninga við danska liðið Holstebro. Þau flytja því til Danmerkur í sumar.
DAGNÝ OG GUNNAR BERG Eru í skýjunum yfir því að hafa fundið félag sem þau geta bæði
spilað með. Þau leika undir merkjum Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN - FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR