Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.06.2006, Qupperneq 2
2 20. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR ����������������������������������������� ����������� ������������� ������������ ��������� ���������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� SPURNING DAGSINS Katrín, sástu nokkuð bleika fíla í gær? Við máluðum allt bleikt í gær, fíla jafnt sem fjölmiðla. Fjölmargir skörtuðu bleika litnum í gær í tilefni kvenréttindadagsins, 19. júní. Katrín Anna Guðmundsdóttir er talskona Fem- ínistafélags Íslands sem stóð fyrir átakinu Málum bæinn bleikan. DÓMSMÁL Í nýrri ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins er Skífan, sem nú heyrir undir Dag Group, fundin sek um að hafa misnotað markaðs- ráðandi stöðu sína og dæmd til að greiða 65 milljónir króna í ríkis- sjóð. Fyrirtækið gerði á árunum 2003 og 2004 samninga við Hagkaup um sölu á geisladiskum og tölvuleikjum sem gerði það að verkum að keppi- nautar Skífunnar voru nánast úti- lokaðir frá viðskiptum við Hag- kaup. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að samningarn- ir stæðust ekki lög, en árið 2001 var Skífan dæmd til að greiða tólf millj- ónir króna fyrir svipuð brot. - sþs Samkeppniseftirlit fellir dóm: Skífan braut samkeppnislög SAMGÖNGUR Starfshópur, sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra skipaði fyrir rúmlega tveimur árum til að skoða möguleika á betri sam- göngum milli lands og Vestmanna- eyja, telur skynsamlegasta kostinn felast í nýrri ferjuhöfn í Bakkafjöru auk betra skips í stað Herjólfs. Starfshópurinn leggur til að kannað verði nánar hvort raunhæft sé að byggja höfn í Bakkafjöru, og til þess verði fengnir erlendir sér- fræðingar. Hópurinn leggur til að áhættumat á siglingum milli Vest- mannaeyja og Bakkafjöru fari fram, auk þarfagreiningar á nýrri ferju sem sigla myndi milli Vest- mannaeyja og Bakkafjöru til að tryggja að hún anni flutningaþörf- inni. Með lausn starfshópsins ætti ferðatíminn milli Reykjavíkur og Vestamannaeyja að styttast um eina klukkustund og korter, en miðað við núverandi aðstæður er ferðatíminn um þrjár klukkustundir og 30 mín- útur. Í áliti hópsins kemur fram að þó að jarðgangagerð sé möguleg þá séu jarðfræðilegar aðstæður erfið- ar og raunhæfur kostnaður við göngin ekki minni en 40 milljarðar. Árni Johnsen, sem beitt sér hefur fyrir því að ráðist verði í jarðganga- gerð til Eyja, vildi ekki tjá sig um starf hópsins að svo stöddu en taldi mikið við það að athuga. - mh Starfshópur á vegum samgönguráðherra leggur til höfn fyrir Vestmannaeyjaferju: Leggja til höfn í Bakkafjöru Ekið á stúlku Ekið var á unga stúlku á reiðhjóli á Hafnarfjarðarvegi um tvöleyt- ið í gær. Stúlkan meiddist ekki alvarlega en kenndi sér mein í fæti og hálsi og var flutt á sjúkrahús til skoðunar. LÖGREGLUMÁL Ætlar að falla Nemandi í Tyrklandi sýnir óvenjulegan metnað á skólagöngu sinni. Hann ætlar að falla með stæl og skrá nafn sitt í sögubækur með því svara hverri einustu spurningu vitlaust á inntökuprófi í Háskólann í Ankara. Þessi áætlun er erfiðari í framkvæmd en virð- ast kann því til þess að tryggja að hann svari ekki óvart rétt, þarf nemandinn að læra öll réttu svörin utan að. TYRKLAND ATVINNUMÁL Yfir Landspítala- háskólasjúkrahúsi vofir nú höfð- un skaðabótamáls upp á allt að eitt hundrað milljónum króna, að sögn Karls Axelssonar hrl. lög- manns Tómasar Zoega læknis. Tómas mun ganga út af spítalan- um á föstudag hafi forstjóri og lækningaforstjóri LSH ekki end- urskoðað afstöðu sína fyrir þann tíma. Skaðabótakrafan mun byggð á ætluðum launum hans sem yfirlæknis til sjötugs, auk miskabóta. Í bréfi sem Magnús Pétursson forstjóri og Jóhannes M. Gunn- arsson lækningaforstjóri skrif- uðu Tómasi um helgina segir að samkvæmt dómi Hæstaréttar eigi hann ekki rétt á að fara aftur í starf yfirlæknis meðfram því að reka læknastofu úti í bæ. Tómas var sem kunnugt er færður úr yfirmannsstöðu í starf sérfræði- læknis þar sem hann hafnaði því að fara að nýrri stefnu fram- kvæmdastjórnar LSH í starfsfyr- irkomulagi yfirlækna. Héraðs- dómur dæmdi þá ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar ógilda, en Hæstiréttur taldi hana ólögmæta. Lögmaður Tómasar sendi í gær svarbréf fyrir hönd skjól- stæðings síns þar sem þeim eru kynnt þau úrræði sem fyrirhug- að er að grípa til, verði hundrað prósent starfskröfunni ekki breytt hvað Tómas varðar, þar sem Hæstiréttur hafi dæmt hana ólögmæta. - jss TÓMAS ZOEGA Aukin harka hlaupin í deilumál Tómasar Zoega læknis og Landspítala: 100 milljóna skaðabótakrafa NOREGUR, AP Grynnka þarf á birgð- um háauðgaðs úrans í heiminum til að koma í veg fyrir að það kom- ist í hendur hryðjuverkamanna. Þetta sagði Mohamed ElBaradei, forstöðumaður Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar, á málþingi í Osló. Háauðgað úran má nýta til að búa til kjarnorkusprengjur og eru til um 1.850 tonn af því í heimin- um, þar af milli fimmtíu og eitt- hundrað tonn í um eitthundrað borgaralegum stöðvum. Sumar þeirra eru með slaka öryggis- gæslu og hætta á að hryðjuverka- menn reyni að brjótast inn í þær. - kóþ ElBaradei á málþingi: Háauðguðu úr- ani skuli eytt Í KJARNORKUVERI Tæknimaður í kjarnorku- verinu Angra í Brasilíu klæðist geislavarna- búningi við störf sín. NORDICPHOTOS/AFP UTANRÍKISMÁL Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráðherra hitti James L. Jones, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins, á stutt- um fundi í gær. „Þessi fundur var almennt um aðlögun Atlantshafsbandalagsins að breyttri heimsmynd og það sem Íslendingar eru að taka þátt í til að tryggja meiri frið og öryggi í heiminum,“ segir Valgerður. Hún gerði yfirhershöfðingjanum einn- ig grein fyrir stöðu mála í viðræð- um við Bandaríkjamenn um varn- arsamninginn en tók fram að það hefði ekki verið ástæða fundar- ins. - sdg Fundur með fulltrúa NATO: Ræddu þátt- töku Íslands VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR OG JAMES L. JONES, YFIRHERSHÖFÐINGI NATO Heilsast hér fyrir fundinn sem fór fram í utanríkisráðuneytinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VARNARMÁL Tæplega 54 prósent Íslendinga eru hlynnt uppsögn á varnarsamningi Íslands og Banda- ríkjanna samkvæmt könnun sem IMG Gallup vann að beiðni Helga Hjörvar, alþingismanns Samfylk- ingarinnar. Tæplega 25 prósent eru andvíg uppsögn og rúm 21 prósent taka ekki afstöðu. Þegar skoðaðir eru þeir sem eru mjög hlynntir eða mjög andvígir eru skilin skarpari því þriðjungur svarenda segist mjög hlynntur uppsögn meðan innan við tíundi hver er mjög and- vígur. Helgi segir það koma sér á óvart hversu afgerandi stuðning- ur er við uppsögn samningsins. „Ég held það sé mikilvægt að vilji þjóðarinnar liggi skýrt fyrir í þeim viðræðum sem núna eru að fara fram.“ Helgi segir það undr- unarefni hversu linkulega haldið hafi verið á þessum málum eftir að Davíð Oddsson fór í Seðlabank- ann. „Skilaboð núverandi forsæt- isráðherra hafa verið mjög óskýr,“ segir Helgi og bætir við að ríkis- stjórnin hafi gefið út að ef flugvél- arnar færu þá yrði samningnum sagt upp. „Það hlýtur að líta ankannalega út á alþjóðavettvangi að engin alvara virðist vera á bak við slíkar yfirlýsingar í grundvall- armáli eins og þessu.“ „Ég held að meginatriðið í sam- skiptum við Bandaríkin sé að sjö- unda grein varnarsamningsins verði virkjuð og Atlantshafs- bandalagið komi inn í ferlið með formlegum hætti sem getur síðan leitt til uppsagnar samningsins eins og Samfylkingin hefur bent á,“ segir Helgi. Greinin fjallar um að hvor ríkisstjórnin getur farið þess á leit við ráð Norður-Atlants- hafsbandalagsins að það endur- skoði hvort það þurfi lengur á þeirri aðstöðu að halda sem til- greind er í samningnum og komi með tillögur um það hvort samn- ingurinn skuli gilda áfram. Ef slík málaleitan um endurskoðun leiðir ekki til þess að ríkisstjórnirnar verði ásáttar innan sex mánaða frá því að málaleitunin var borin fram getur hvor ríkisstjórnin sagt upp samningnum og skal hann þá falla úr gildi 12 mánuðum síðar. Valgerður Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra segir þessar niður- stöður ekki koma sér á óvart miðað við ástandið eins og það er í dag. „Það ríkir alger óvissa um varnir Íslands og viðræðurnar við Banda- ríkjamenn hafa gengið hægt.“ Val- gerður segir að þær séu þó í full- um gangi og næsti fundur muni fara fram 7. júlí. „Við bindum vonir við að á þeim fundi eða í framhaldinu liðkist um í þessum viðræðum og við náum bærilegri niðurstöðu. En að fara að segja upp varnarsamningnum á þessu stigi málsins væri ekki skynsam- legt.“ Aðspurð um hugsanlega virkjun sjöundu greinar varnar- samningsins segir Valgerður aug- ljóst, miðað við fundi við tvo af æðstu mönnum Atlantshafsbanda- lagsins nýlega, að þeir vilji ekki blanda sér í þessa umræðu meðan tvíhliða viðræður við Bandaríkin eiga sér stað. „Meðan þær viðræð- ur eru í gangi þá grípum við ekki til þeirra aðgerða.“ sdg@frettabladid.is Fleiri vilja segja upp varnarsamningnum Þriðjungur er mjög hlynntur uppsögn samkvæmt könnun. Þingmaður Sam- fylkingar vill virkja grein varnarsamningsins sem getur leitt til uppsagnar hans. Utanríkisráðherra segir að það verði ekki gert meðan á viðræðum stendur. VIÐRÆÐUR UM VARNARSAMNINGINN Hér sitja fulltrúar bandarískra og íslenskra stjórnvalda á fundi um varnarsamninginn í mars síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL LÖGREGLUMÁL Lögreglunni í Vest- mannaeyjum var tilkynnt um að bifreið hefði verið stolið í síðustu viku. Bifreiðinni hafði verið lagt á Vestmannabraut, en þegar eigand- inn ætlaði að vitja hennar var hún horfin. Stuttu síðar fann lögreglan bif- reiðina þar sem hún stóð á vegar- slóða sem liggur að moto-cross brautinni á Nýjahrauni. Að lokinni rannsókn kom í ljós að fjórir drengir á aldrinum fjór- tán til sextán ára höfðu tekið bif- reiðina ófrjálsri hendi. Mál þeirra er í skoðun. - æþe Ungir bílaþjófar í eyjum: Fjórir ungling- ar stálu bíl MAGNÚS PÉTURSSON LÍKAN AÐ BAKKAFJÖRU Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sést hér fjarstýra litlum báti inn í líkan að Bakkafjöru. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.