Fréttablaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 4
4 20. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR
KVENRÉTTINDI Kvenréttindadagurinn
var haldinn hátíðlegur í gær en þá
var 91 ár liðið frá því konur fengu
kosningarétt á Íslandi. Þetta er í
þriðja sinn sem dagurinn er haldinn
undir formerkjunum „Málum bæinn
bleikan,“ en þá er fólk hvatt til að
bera eitthvað bleikt til þess að vekja
athygli á jafnrétti.
Aðstandendur dagsins veittu
fjölmiðlum hvatningarverðlaun þar
sem fjölmiðlar eru hvattir til þess að
gera betur. Þær Marín Þórsdóttir og
Sif Traustadóttir félagar í
Femínistafélagi Íslands sögðu að
verðlaunin, sem er bleikur steinn,
væri áminning fyrir fjölmiðla.
„Hugsunin með þessu er að þeir sem
fá verðlaunin hafi steininn uppivið
og hann minni þá á að hafa jafnrétti
að leiðarljósi,“ segir Sif og Marín
bætir við að „bleiki liturinn er
náttúrulega litur femínistans þannig
að sjálfsögðu er hann bleikur.“
Í tilefni dagsins var boðið upp á
veglega dagskrá, meðal annars
fyrirlestur í Háskóla Íslands þar
sem fjallað var um hvarf kvenna úr
vísindum, tónleika, og kvennamessu.
Þær segja að dagurinn hafi tekist
mjög vel undanfarin ár og eru
ánægðar með hversu margir
klæddust bleiku í tilefni dagsins.
Að lokum hvetja þær fólk til þess
að mála bæinn bleikan alla daga.
- gþg
Kvenréttindadagurinn var í gær undir yfirskriftinni „Málum bæinn bleikan“:
Fjölmiðlar hvattir til að gera betur
HVATNINGARVERÐLAUNIN AFHENT Femínistar afhenda Sigurjóni M. Egilssyni, fréttaritstjóra
Fréttablaðsins, hvatningarverðlaunin, f.v. Katrín Anna Guðmundsdóttir, Gísli Hrafn Atlason,
Ásta Lilja Heimisdóttir, Sif Traustadóttir og Marín Þórsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
ATVINNUMÁL Íslenska þjónustufyr-
irtækið InPro ehf. hefur verið
valið öryggis-, heilbrigðis- og
umhverfisteymi ársins innan
verktakafyrirtækisins Bechtel
Inc. og allra dótturfélaga þess.
Bechtel er helst þekkt fyrir að
standa að byggingu álversins við
Reyðarfjörð, en fyrirtækið er eitt
það stærsta sinnar tegundar með
um sjötíu þúsund starfsmenn um
allan heim.
Þessi verðlaun eru nú veitt und-
irverktaka í fyrsta sinn í yfir
hundrað ára sögu fyrirtækisins.
InPro sér meðal annars um örygg-
isstjórnun, starfsmannaheilsu-
gæslu og eldvarnir fyrir Bechtel á
Austurlandi. - sþs
Bechtel veitir öryggisverðlaun:
Íslenskt fyrir-
tæki valið
BELFAST, AP Lögreglan á Norður-
Írlandi gerði skyndiáhlaup á nokkur
fyrirtæki og húsleit á heimilum
grunaðra andófsmanna í gær.
Andófsmennirnir eru fyrrum
fylgismenn IRA, Írska
lýðveldishersins, en eftir að þau
samtök drógu í land með vopnaða
baráttu sína hafa orðið til
sprotahreyfingar eins og „Hið
raunverulega IRA“ og „Framhald
IRA.“
Þessar hreyfingar og ýmsir
vopnaðir hópar eru taldir bera ábyrgð
á allt að 75 prósentum glæpa á
Norður-Írlandi. - kóþ
Lögreglan á Norður-Írlandi:
Stórátak gegn
arftökum IRA
ÁTÖK Skyndiáhlaup lögreglu á Norður-
Írlandi beindist gegn arftökum IRA.
WASHINGTON, AP Norður-Kóreu-
mönnum hefur tekist að fylla lang-
drægt flugskeyti af eldsneyti. Flug-
skeytið er nógu langdrægt til að ná
til Bandaríkjanna, og ýmislegt
þykir benda til þess að Norður-
Kóreumenn hyggist gera tilraunir
með skeytið á næstunni.
Þessu heldur bandarískur
embættismaður fram, en hann vill
þó ekki láta nafns síns getið. Tony
Snow, talsmaður Hvíta hússins, seg-
ist vonast til þess að Norður-Kóreu-
menn standi við yfirlýsingar um að
engar tilraunir verði gerðar. - gb
Norður-kóresk flugskeyti:
Ná alla leið til
Bandaríkjanna
NORÐUR-KÓRESK FLUGSKEYTI Myndin er
tekin á sýningu í Seúl í Suður-Kóreu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FJARSKIPTI Forval vegna
framkvæmda við áframhaldandi
uppbyggingu á gsm farsímakerfinu
á hringveginum og fimm fjallvegum
var kynnt í gær á Evrópska
efnahagssvæðinu. Verkefnið er liður
í fjarskiptaáætlun 2005 til 2010.
Um fjögur hundruð kílómetra
kafli á hringveginum er án gsm-
sambands í dag. Þessir vegakaflar
eru allt frá rúmum fjórum
kílómetrum upp í yfir níutíu
kílómetra.
Hluta af söluandvirði Símans, 2,5
milljörðum króna, verður varið í að
hrinda þessari áætlun í framkvæmd
og er gsm útboðið fyrsta verkefni
fjarskiptasjóðs. - sdg
Farsímakerfi á hringveginum:
400 kílómetrar
án sambands
EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Sjávarútvegs-
ráðherrar Evrópusambandsland-
anna náðu loks samkomulagi í gær
um nýjan þróunarsjóð, sem á að
veita allt að 3,8 milljörðum evra,
andvirði um 360 milljarða króna,
til að stuðla að sjálfbærum
fiskveiðum og tengdri starfsemi á
árabilinu 2007-2013.
Sjóðurinn er hluti af atvinnu-
og þróunarstyrkjakerfi ESB, en
samkomulag um fjármögnun þess
fyrir tímabilið 2007-2013 náðist
nýlega. Deilur um úthlutunarreglur
úr sjóðnum höfðu staðið í tvö ár.
Meginmarkmið sjóðsins er að
draga úr veiðigetu í lögsögu ESB.
„Það verður að minnka fiskveiði-
flotann ef við eigum að komast
nær markmiðinu um sjálfbærar
fiskveiðar,“ sagði Joe Borg, sem
fer með sjávarútvegsmál í fram-
kvæmdastjórn ESB, eftir að niður-
staða ráðherrafundarins lá fyrir.
Bretar, Þjóðverjar, Danir, Svíar
og Hollendingar höfðu fram til
þessa ekki viljað fallast á reglurn-
ar sem gilda eiga um sjóðinn vegna
ákvæða sem fyrirhuguð voru um
niðurgreiðslur til endurnýjunar á
vélum í fiskiskipum. Borg sagði að
málamiðlun hefði náðst um að
niðurgreiðslur skyldu leyfðar
fyrir báta undir tólf metrum á
lengd. Stærri bátar geta líka notið
slíkra styrkja ef þeir um leið
minnka veiðigetuna um tuttugu
prósent, að sögn Borg.
Rétt til greiðslna úr sjóðnum
eiga líka útgerðarmenn sem koma
sér upp vistvænni veiðibúnaði og
sjómenn sem láta af störfum í
greininni áður en þeir ná eftir-
launaaldri, svo dæmi séu nefnd.
Talsmenn náttúruverndarsam-
taka voru ekki sáttir. „Það er ekki
ljóst hvernig á að vera mögulegt
að gera sjávarútveginn bæði sam-
keppnishæfari og sjálfbæran með
því að niðurgreiða starfsemi sem
skaðar vistkerfið í sjónum,“ hefur
AP eftir Markus Knigge, tals-
manni samtakanna World Wildlife
Fund.
Látlaus ofveiði hefur verið á
helstu fiskistofnum í lögsögu
aðildarríkja ESB á undanförnum
árum. Alvarlegast er ástandið í
Norðursjónum.
audunn@frettabladid.is
STEFNT AÐ SJÁLFFBÆRUM VEIÐUM Nýi sjóðurinn á að stuðla að því að veiðigeta flota ESB-ríkja minnki niður í sjálfbært umfang.
NORDICPHOTOS/AFP
Sátt um milljarðasjóð
Sjávarútvegsráðherrar ESB hafa náð samkomulagi um sjóð sem á að veita and-
virði 360 milljarða króna til að stuðla að sjálfbærum fiskveiðum í lögsögu ESB.
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 19.6.2006
Bandaríkjadalur 74,93 75,29
Sterlingspund 138,2 138,88
Evra 94,24 94,76
Dönsk króna 12,639 12,713
Norsk króna 12,004 12,074
Sænsk króna 10,147 10,207
Japanskt jen 0,6479 0,6517
SDR 110,35 111,01
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
130,9102
Gengisvísitala krónunnar