Fréttablaðið - 20.06.2006, Qupperneq 13
BAGDAD, AP Nú hillir undir að
réttarhöldunum yfir Saddam
Hussein og sjö öðrum sakborningum
ljúki í Írak. Í gær flutti sækjandi
málsins lokaræðu sína þar sem
hann krafðist þess að dauðadómur
verði kveðinn upp yfir fyrrverandi
leiðtoga landsins og tveimur
samherjum hans.
Réttarhöldin hafa staðið yfir í
átta mánuði. Að loknum málflutn-
ingi sækjanda í gær var þeim
frestað til 10. júlí, en þá verður
lokamálflutningur verjenda í
málinu.
Jaafar al Moussawi aðalsaksókn-
ari dró í gær saman rökstuðning
sinn fyrir ákærum á hendur
sakborningunum átta og fór fram á
dauðadóm yfir Saddam Hussein,
hálfbróður hans Barzan Ibrahim,
sem var yfirmaður leyniþjónust-
unnar Mukhabarat, og Taha Yassin
Ramadan, fyrrverandi ráðherra.
Réttarhöldin snerust um pyntingar
og morð á sjía-múslimum árið 1982 í
þorpinu Dujail. Árás var gerð á
þorpið skömmu eftir að skotið hafði
verið á bílalest Saddams Husseins
þegar hann heimsótti þorpið.
Sakborningarnir eru meðal
annars ákærðir fyrir að hafa staðið
fyrir glæpum gegn mannkyni þegar
þeir létu pynta og myrða fjölda
óbreyttra borgara í kjölfar árásar-
innar. - gb
SAKBORNINGARNIR Saddam Hussein og félagar hans hlýddu á lokamálflutning saksóknara
í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Aðalsaksóknari í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein lýkur málflutningi sínum:
Fer fram á að Saddam verði líflátinn
DANMÖRK, AP Danska lögreglan
hefur til rannsóknar um eitt
hundrað hótunarbréf sem hafa
verið send útlendingum í landinu
á síðustu mánuðum. Í bréfunum
eru útlendingarnir hvattir til að
yfirgefa landið.
Sumum bréfanna, sem voru
stíluð á fólk sem ber erlend eftir-
nöfn og býr á Norður-Jótlandi,
fylgdu ljósmyndir af gengnum
foringjum nasista, svo sem Adolf
Hitler og Rúdolf Hess. Í bréfunum
er minnt á að Danmörk sé „aðeins
fyrir Dani.“
Jonni Hansen, forystumaður
nýnasistaflokksins DNSB, sagðist
ekki kannast að hafa sent fjand-
samlegan póst til innflytjenda, en
sagði að bréfasendingar til útlend-
inga sem „á kurteislegan hátt
hvetja þá til að yfirgefa Dan-
mörku, væru skynsamlegar.“ - kóþ
„Danmörk fyrir Dani eina“:
Bréfasendingar
rannsakaðar
NÝNASISTAR Í DANMÖRKU Síðustu ár
hafa nýnasistarnir lítt haft sig í frammi, en
minntu aftur á sig í Múhameðsteikninga-
fárinu. NORDICPHOTOS/AFP
SJÁVARÚTVEGUR Síldveiði á miðum
austanlands hefur gengið hægt
síðan á sjómannadaginn. „Það er
ennþá ósköp lítið af henni,“ sagði
Aðalsteinn Helgason, fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
„Við höfum landað smáræði á
Seyðisfirði, en það hefur allt farið
í bræðslu. Það er engin mokveiði,
en þetta kemur betur í ljós þegar
fleiri skip koma á miðin á þessum
slóðum.“
Veiðin hefur öll verið sett í
bræðslu, enda hefur hún veiðst
svo norðanlega að ekki hefur
annað komið til greina en að bræða
hana eftir svo langa siglingu til
lands. Ef síldin veiðist nær landi
stendur til boða að frysta hana og
fer þá mest á erlendan markað.
Aðalsteinn segist engu að síður
vera bjartsýnn á veiðina. „Það er
nóg af síld, það þarf bara að finna
hana.“ - sgj
Síldveiði gengur hægt:
Enn lítið af síld
SILFUR HAFSINS Lítið hefur veiðst af síld
undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/KK
DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur
venesúelskur karlmaður var á föstu-
dag dæmdur í Héraðsdómi Reykja-
ness í átján mánaða fangelsi, þar af
fimmtán mánuði skilorðsbundna til
þriggja ára, fyrir hættulega líkams-
árás fyrir utan skemmtistaðinn Traffic
í Keflavík í ágúst síðastliðnum.
Maðurinn stakk bandarískan
varnarliðsmann nokkrum sinnum í
síðuna með brotinni flösku eftir að
átök brutust út á milli þeirra. Læknir
sagði mikla mildi að ekki fór verr, en
varnarliðsmaðurinn slapp án
alvarlegra áverka.
Árásarmaðurinn neitaði sök en
játaði að hafa lent í átökum við
varnarliðsmanninn. - sh
Dæmdur fyrir líkamsárás:
Stakk mann
með glerflösku
ÞRIÐJUDAGUR 20. júní 2006 13
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
2
3
4
9
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00
Nissan Note hefur alla kosti fjölskyldubíls og meira til: Öryggi, lipurð, kraft
og þægindi. Það sem gerir Note að nýrri tegund fjölskyldubíls er sérhannað
rými fyrir börnin, öðruvísi útlit og mikill persónuleiki. Note er bíll fyrir alla
fjölskylduna, líka krakka með karakter!
Geymsluhólf - kælir fyrir drykki - öryggispúðar - dótahólf - borð - rúmgott farangursrými
Vél. Hö. Gírskipting Verð
NOTE Visia 1,4 88 Beinskiptur 1.740.000 kr.
NOTE Visia 1,6 110 Sjálfskiptur 1.950.000 kr.
NOTE Tekna 1,6 110 Sjálfskiptur 2.190.000 kr.
Nýr fjölskyldubíll frá Nissan
KRAKKABÍLL
MEÐ KARAKTER!
NISSAN NOTE
Selfossi
482 3100
Umboðsmenn
um land allt
Njarðvík
421 8808
Akranesi
431 1376
Höfn í Hornafirði
478 1990
Reyðarfirði
474 1453
Akureyri
461 2960
50.000 kr. kaupauki!
50.000 kr. bensínkort frá
fylgir öllum nýjum Nissan bílum!