Fréttablaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 16
20. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Notkun erfðatækni í landbúnaði
Fundur haldinn á vegum Bændasamtaka Íslands,
landbúnaðarráðuneytisins og Landbúnaðarháskóla Íslands,
með tilvísun til ályktunar búnaðarþings 2005.
Fundarstaður:
Súlnasalur, Radisson SAS Hótel Sögu 21. júní 2006 13.00- 17.00.
Dagskrá:
13.00-13.30 Dr. Ólafur S. Andrésson prófessor, Háskóla Íslands:
Hvað er erfðatækni og hvernig má beita henni?
13.30-14.10 Dr. Charles Arntzen, prófessor við the Biodesign
Institute at Arizona State University.
Framleiðsla á lífvirkum lyfjum úr plöntum með
áherslu á bóluefni.
14.10-14.30 Dr. Björn Örvar og Dr. Einar Mäntylä, ORF Líftækni:
Plöntuerfðatækni og íslenskur landbúnaður –
Möguleikar og tækifæri
14.30-14.45 Kaffi
14.45-15.05 Dr. Snorri Baldursson, aðstoðarforstjóri
Náttúrufræðistofnunar Íslands
Umhverfisleg áhætta í tengslum við ræktun
erfðabreyttra plantna á Íslandi.
15.05-15.45 Prof. Chris Pollock, forstjóri IGER (Grasræktar- og
umhverfisstofnun í Bretlandi) og formaður ráðgjafar-
nefndar bresku ríkisstjórnarinnar um sleppingu
erfðabreyttra lífvera út í umhverfið:
Varúðarsjónarmið við ræktun erfðabreyttra plantna –
Reglur Evrópusambandsins.
16.00-17.00 Fyrirspurnir og pallborðsumræður.
Fundarstjóri: Dr. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
Stjórnandi pallborðsumræðna:
Dr. Ágústa Guðmundsdóttir prófessor, Háskóla Íslands
Ætlar ekki að selja
„Orkuveitan verður áfram í
eigu borgarinnar og verður
ekki seld meðan ég er
borgarstjóri.“
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson um Orkuveitu
Reykjavíkur. Fréttablaðið, 19. júní.
Gleði og glaumur í
Fjarðabyggð
„Það er verið að byggja í
öllum byggðarkjörnum
hérna. Fólk brosir alveg út
að eyrum.“
Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í
Fjarðabyggð, um uppbygginguna á
svæðinu. Fréttablaðið, 18. júní.
„Það er bara allt bleikt að frétta í dag,“ sagði
Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Fem-
ínistafélags Íslands, að morgni kvenréttinda-
dagsins þegar blaðamaður náði af henni tali.
„Dagurinn í dag verður notaður til að kynna
bleika daginn og baráttuna fyrir jafnrétti.
Svo förum við í heimsókn á fjölmiðlana og
afhendum bleiku steinana sem er alltaf jafn
gaman. Svo er bara að taka þátt í dagskránni
það sem eftir lifir dags og ég ætla að reyna
að taka þátt í sem flestu enda dagskráin
fjölbreytt og spennandi. Til dæmis er mjög
áhugaverður fyrirlestur í Háskóla Íslands um
brotthvarf kvenna úr vísindum og finnst mér
hann einkar viðeigandi á þessum tímum nú
þegar háskólinn hefur nýverið verið dæmdur
fyrir að ráða ekki hæfustu konuna í starfið,“
segir Katrín Anna.
Næstu daga ætlar Katrín Anna
að nota til að safna kröftum.
„Það er mikil orka búin að
fara í undirbúning þessa
dags síðustu vikurnar og
þá allra helst síðastu viku
sem er búin að vera mjög
annasöm.“ Katrín Anna og
maðurinn hennar eru að
byggja sér hús í Grafarholt-
inu og segir Katrín að það
sé eilífðarverkefni og því
verði hvíldin að öllum
líkindum skammvinn,
þar að auki sé afmæli
í vændum.
„Maður-
inn minn
á afmæli á morgun þannig að
ætli ég verði ekki í kökubakstri
á morgun svo að hann fái
nú eitthvað gott í gogginn á
afmælisdaginn,“ segir Katrín
Anna og brosir.
KATRÍN ANNA GUÐ-
MUNDSDÓTTIR Tals-
kona Femínistafélags
Íslands ætlar að taka
lífinu rólega næstu
daga eftir kvenrétt-
indadaginn.
Þrjár hafnfirskar konur
sem nýverið höfðu fjárfest í
reiðhjólum ákváðu á vor-
dögum að kanna hug kyn-
systra sinna í bæjarfélaginu
til að stofnunar félagsskaps
um hjólreiðar.
Eiríksína Ásgrímsdóttir, einn
stofnenda, segir að hugmyndina
að félaginu megi rekja til leti þar
sem nýju hjólin hafi staðið nánast
óhreyfð í langan tíma og fyrir-
heitin sem fylgdu kaupum þeirra
löngu gleymd. Hvatningu og hóp-
þrýsting þurfi til að koma fólki af
stað og viðtökur við félaginu hafa
verið frábærar.
„Markmiðið með félaginu er
að styrkja og efla hafnfirskar
konur, hvetja til útivistar og
stofna skemmtilegan félagsskap.
Við ætlum að reyna að hafa skipu-
lagðar hjólaferðir einu sinni í
viku, halda kynningar- og fyrir-
lestra og fara í bæjarferðir til
Garðabæjar, Álftaness og fleiri
staða. Einnig viljum við berjast
fyrir bættri hjólreiða- og umferð-
armenningu en við erum sérstak-
lega ánægðar með nýju brúna í
Kópavoginum.“
Stofnfundurinn var haldinn í
Hellisgerði á kvenréttindadaginn
19. júní og var farið í stutta hjóla-
ferð að honum loknum. Hvetur
Eiríksína konur til að koma í
félagið með viljann að vopni og
tekur hún fram að ekki þurfi að
eiga hjól til að vera með. - sþs
Vilja bætta hjólamenningu
STOFNENDUR HJÓLREIÐAFÉLAGSINS Segja hugmyndina hafa komið til vegna leti. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN
Má fresta öllu í Reykjavík
„Mér finnst mikilvægara að sýna aðhald í fjármálum heldur en að þenja allt út
þannig að við fáum ekkert fyrir kaupið okkar,“ segir Haraldur Freyr Gíslason,
trommuleikari Botnleðju, um það hvort fresta eigi stórum framkvæmdum
vegna ástandsins í efnahagsmálum. „Mér finnst betra að sýna smá fyrirhyggju
ef við ætlum ekki að sigla þessari skútu í strand. Ég vil ekki að það verði hérna
bullandi verðbólga til þess að við getum fengið tónlistarhús sem við getum
alveg verið án.“ Haraldur, sem býr í Hafnarfirði, segist litlar áhyggjur hafa af
frestun framkvæmda í Reykjavík.
„Ég bý í Hafnarfirði og reyni sem minnst að fara inn í Reykjavík. Ég hef lítið
þangað að sækja. Þeir mega fresta þessum framkvæmdum þar svo framarlega
sem þeir fresta ekki neinu í Hafnarfirði. Ég vil reyndar ekki láta stækka álverið
í Hafnarfirði þótt ég sé ekkert harður andstæðingur stóriðju. Við megum samt
ekki missa okkur í stóriðjuframkvæmdum. Ef það kæmi sér vel fyrir efnahaginn
að slá stóriðjuframkvæmdum á frest þá mætti fresta þeim um nokkur ár eða
áratugi.“
SJÓNARHÓLL
FRESTUN FRAMKVÆMDA
HARALDUR FREYR GÍSLASON KENNARASKÓLANEMI OG TROMMARI
Ljósmyndari Fréttablaðsins kom auga á þetta fallega fiðrildi við Skarð í
Landsveit á dögunum og smellti af því mynd við tækifærið. Tegundin
kallast „rauður aðmíráll“ og býr ekki á Íslandi þótt hún komi hér ein-
staka sinnum í heimsókn yfir sumarið. Tegundina má finna víða um norð-
urhvel jarðar, suður til Norður-Afríku og frá Síberíu til Alaska.
Fullorðið er dýrið oft mikið flökkudýr og þvælist víða, en aðalfæði
þess er blómasafi ýmissa blóma. Lirfan nærist hins vegar eingöngu á
jurtum, þá helst brenninetlum. - sþs
Aðmíráll heimsækir landið
RAUÐI AÐMÍRÁLLINN Hæglega má þekkja tegundina á sérstöku mynstri á vængjunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Nú þegar sumarið er hafið er ekki úr
vegi að skoða þær reglur sem gilda
um umgengni í náttúrunni, för manna
um eignarland og hvar tjalda má á
ferðalagi, en
Neytendablað-
ið gerði nýver-
ið samantekt
á þessum
reglum.
Lög um nátt-
úruvernd sem
tóku gildi í júlí
1999 heimila
að tjaldað sé í byggð á óræktuðu
landi til einnar nætur, en leita þarf
leyfis ef tjöldin eru fleiri en þrjú eða
ef landið er ræktað. Í óbyggðum
við alfaraleið og utan alfaraleiðar er
leyfilegt að tjalda, hvort sem er á
þjóðlendu eða eignarlandi, án fjölda-
eða tímamarka.
Öllum er leyfilegt að fara gegnum
land landeiganda án sérstaks leyfis
og dvelja þar, sé það óræktað. Sé
landið hins vegar ræktað er förin háð
samþykki landeiganda.
Tínsla sveppa, berja og gróðurs er
leyfileg á þjóðlendum, en háð leyfi
eiganda eignarlands, nema hún sé
einungis ætluð til neyslu á staðnum.
Veiði á villtum dýrum er hins vegar
háð öðrum reglum. Mikilvægast er þó
að ganga vel um, aka ekki utan vega
og valda ekki tjóni á náttúrunni. - sgj
Tjaldað til
einnar nætur
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KATRÍN ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR TALSKONA FEMÍNISTAFÉLAGS ÍSLANDS
Ætlar að nota daginn í kökubakstur