Fréttablaðið - 20.06.2006, Side 23

Fréttablaðið - 20.06.2006, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 20. júní 2006 3 Persona.is PÁLL EINARSSON MSC PSYCHOTHERAPIST Það er fátt sem hefur jafn mikil áhrif á tilfinningalíf okkar og sjálfsmynd og höfnun, ef frá eru talin veikindi og dauði ástvina okkar. Nú er það svo að fólk getur upplifað höfnun í hinum ýmsu aðstæðum. Það að vera sagt upp í ástarsambandi er kannski sú algengasta ásamt því að vera sagt upp vinnunni. Margur hefur líka reynslu af því að vera ekki valinn í lið og sitja allt- af á bekknum eða vera sá sem aldrei fékk athygli frá hinu kyninu. Einelti í skóla eða á vinnustað er gott dæmi um höfnun sem getur haft djúpstæð áhrif á sjálfstraust fólks um ófyrirsjáan- lega framtíð og gert viðkomandi mjög viðkvæman fyrir höfnun seinna meir. Höfnun fylgir önnur tilfinning sem oft reynist erfitt að hrista af sér, en það er skömm. Skömm er sú tilfinning að það sé eitthvað að okkur sem manneskjur. Tilfinningin að við séum ekki eins og aðrir, að við séum ekki eftirsóknarverð. Það er athyglisvert að lítil sjálfsvirðing stafar oft af skömm sem við erum svo vön að finna fyrir að við erum hætt að taka eftir henni, en tölum þess í stað um að við séum feimin eða óörugg. Þegar við verðum fyrir reglubundinni höfnun er hætt við að skömmin setjist að og sjálfsvirðing okkar beri skaða af. Ein af ástæðunum fyrir því að við erum misjafnlega viðkvæm fyrir höfnun er hvernig sjálfstrausti okkar er háttað. Að alast upp í fjölskyldu þar sem við erum elskuð og tilfinninga- þörfum okkar er fullnægt skapar grunn fyrir sterku sjálfi. Einstaklingur sem fær þannig uppeldi á mun auðveldara með að hrista höfnun af sér seinna meir á lífsleiðinni. Ef það var lítið um náin samskipti í fjölskyldunni í æsku er hætt við að viðkomandi sé viðkvæmur fyrir höfnun, upplifi hana sterkt og eigi erfitt með að vinna úr henni. Þegar höfnun í ástarsambandi á sér stað getur ferlið staðið yfir í langan tíma og í sumum tilvikum nokkur ár. Það sem gerist oft í slíkum tilvikum er að gömul sár, jafnvel úr barnæsku, ýfast upp og gamlar neikvæðar hugmyndir um eigið sjálf taka yfir. Þá er mikið undir því komið að rétt sé á málum haldið. Hættan er sú ef viðkomandi er í eðli sínu ekki mikið fyrir að tala um eigin tilfinningar að hann loki sig af og hleypi ekki öðrum að sér. Það gæti síðan meir orðið erfitt að leyfa sér að elska aftur vegna ótta við að verða særður og hafnað. Höfnunarferlið er oft mjög líkamlegt, sem lýsir sér í því að viðkomandi á erfitt með að borða eða halda niðri mat. Tilfinningar eins og kvíði, þung- lyndi, ótti og skömm eru algengar og í vissum tilfellum löngun til að taka eigið líf. Skammtímaminnið verður oft brigðult þar sem spenna og angist fylgir oft höfnuninni. Ekki er óalgengt að fólk taki til eigin ráða til að kljást við þessar sterku tilfinningar. Dæmi eru um að fólk helli sér út í vinnu eða noti áfengi og lyf til að deyfa vanlíðanina. Einnig er þekkt að fólk noti mat til að hafa áhrif á líðan sína og borði þá annað hvort of mikið eða svelti sig. Margir reyna líka að koma sér aftur í annað samband sem fyrst til að sanna fyrir sjálfum sér, og jafnvel öðrum, að þeir séu þess verðir að vera elskaðir. Slíkt athæfi er ekkert annað en örvæntingarfull tilraun til að stjórna líðan sinni og komast yfir sársaukann. Jafnvel þó sumar af þessum aðferðum virki til að gleyma höfnuninni þá ber að hafa í huga að lítið lærist á því að gleyma og að mörgu leyti er þetta góður tími til að sækja sér aðstoð við að losna við gamlar neikvæðar hugmyndir um sjálfan sig og sættast við tilfinningar sínar. Áföll, eins erfið og þau eru, innihalda oft tækifæri til vaxtar og þroska, jafn- vel þó að oft sé erfitt að koma auga á það í miðjum erfiðleikunum. Gott er að gleyma ekki að höfnunarferlið er tímabil sem tekur enda og með nýjum tímum koma ný tækifæri til vinnu og ásta. Höfnun Stress verður sífellt stærra og alvarlegra vandamál í Danmörku. Sífellt fleiri Danir hætta fyrr á vinnumarkaðnum og fara á eftirlaun út af stressi og veikindum tengdum því. Síðustu þrjú ár hafa tvöfalt fleiri horfið af vinnumarkaðnum í Dan- mörku vegna sjúkdómsgreining- arinnar „stress og þunglyndi“. Það þykir einnig áhyggjuefni að sífellt yngra fólk fer á eftirlaun út af stressi, alveg niður í fólk á fer- tugs- og fimmtugsaldri. Trygg- ingafélög og lífeyrissjóðir hafa miklar áhyggjur af þessari aukn- ingu enda þjáist ungt fólk af sjúk- dómum sem ættu ekki að hrjá þeirra aldurshóp, til dæmis eru sífellt fleiri á fertugsaldri sem fá heilablæðingu. Það er erfitt að fá nákvæmar tölur um hversu margir fara af vinnumarkaðnum of snemma vegna stress þar sem margir fá hjartaáfall eða verða bakveikir, áður en þeir fá nákvæma sjúk- dómsgreiningu og orsök vandans er leituð uppi. Stress er nefnilega ekki eingöngu andlegur sjúkdóm- ur sem leggst á sálina heldur kemur sjúkdómurinn einnig fram í líkamlegum kvillum. Stress getur valdið alvarlegum veikindum og ef ekki er hlustað á merkin sem líkaminn gefur manni, getur stress orðið að alvarlegu þunglyndi. Heimildir fengnar frá Berl- ingske Tidende. - ebg Stressaðir Danir fara á eftirlaun Stress getur orðið þess valdandi að fólk hætti fyrr í vinnu og fari á eftirlaun. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES. Niðurstöður nýlegra rann- sókna benda til þess að kreatín hafi góð áhrif á heilann. Flestir telja kreat- ín aðeins vera fyrir þá sem stunda lyftingar og hyggj- ast bæta á sig vöðvamassa. Nýleg- ar rannsóknir hafa hins vegar bent til þess að efnið sé ekki aðeins fyrir íþróttamenn. Kreatín er náttúrulegt efni sem hefur þann eiginleika að það bindur vatn í vöðvum og eykur þannig úthald og kraft þeirra sem það nota. Vísindamenn í háskólum í Bret- landi og Ástralíu hafa komist að þeirri niðurstöðu að kreatín geti meðal annars haft jákvæð áhrif á minnið. Vitað var áður en rann- sóknirnar fór að stað að kreatín væri nauðsynlegt til að viðhalda réttu orkustigi í heilanum enda framleiðir líkaminn efnið. Þátt- takendur í nýlegri tilraun sem gerð var til þess að rannsaka virkni kreatíns á heilann tóku fimm grömm af efninu á dag í sex vikur. Áður en tilraunin hófst voru þátttakendur látnir taka minnis- próf og síðan aftur að sex viknum liðnum. Niðurstöðurnar voru þær að þátttakendur í tilrauninni áttu meðal annars auðveldara með að muna langar talnarunur. Minni þátttakenda batnaði að meðaltali úr 7 tölum upp í 8.5 tölur eftir að þeir höfðu tekið inn kreatín. Vís- indamenn bentu einnig á að heil- inn starfaði á meiri hraða hjá þeim sem höfðu tekið inn kreatín og gæti því hentað háskólanemum í prófatörn vel. - vör Kreatín fyrir heilann Tuttugu ár eru liðin síðan fyrsta hjartaaðgerðin var gerð á Íslandi. Þann 14. júní var haldið upp á tut- tugu ára afmæli hjartaskurðlækn- inga á Íslandi. Af því tilefni bauð Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og lungnaskurðdeildar LSH, gesti velkomna og rakinn var gangur mála við upphaf hjarta- skurðlækninga á Íslandi. Fyrsta aðgerðin var gerð 14. júní 1986 en það var kransæða- skurðaðgerð sem gekk farsællega. Á samkomunni ávarpaði gestina fyrsti sjúklingurinn, Valgeir Vil- hjálmsson oft kallaður Valgeir fyrsti, og gladdi starfsfólkið með nærveru sinni og frísklegu útliti þrátt fyrir háan aldur. Frá upphafi hafa nú verið gerð- ar alls 3.922 opnar hjartaskurð- aðgerðir á Íslandi. Í fyrstu voru gerðar kransæðaskurðaðgerðir eingöngu en síðar enn flóknari aðgerðir og þá bæði á börnum og fullorðnum. Árangur hefur verið góður eða með því besta sem ger- ist miðað við erlendar hjarta- skurðdeildir. Um er að ræða teymisvinnu en teymið er skipað úrvalsstarfsfólki á öllum sviðum, tækjabúnaður er ávallt góður en höfðinglegar gjafir hafa gert teyminu kleift að endurnýja tækjakostinn jafnóðum. Úrelding er mjög hröð á þeim hátæknibún- aði sem nauðsynlegur er fyrir þessar flóknu aðgerðir. Þróun hjartaskurðlækninga er mjög hröð og úreldast flóknustu tækin því á um það bil þremur árum. Umsvif hjarta- og lungna- skurðdeildar eru stöðugt vaxandi, sérstaklega hvað varðar stærð og umfang einstakra aðgerða. Fram að þessu hefur ein hjartaskurð- stofa annað þörfinni en nú eru áform um að bæta við annarri full- kominni hjartaskurðstofu til við- bótar. Æðstu yfirmenn stofnunar- innar sýndu starfseminni hlýhug með þátttöku sinni í afmælishóf- inu sem var látlaust en fjölmennt og skemmtilegt. Frétt af www.lsh.is. Hjartaskurðlækn- ingar í tuttugu ár Frá upphafi hafa verið gerðar 3.922 opnar hjartaskurðaðgerðir á Íslandi. N† VÖRU- OG fiJÓNUSTUSKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar til a› hefja n‡tt líf F í t o n / S Í A 550 5000 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.