Fréttablaðið - 20.06.2006, Qupperneq 37
ÞRIÐJUDAGUR 20. júní 2006 21
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.360 -0,61% Fjöldi viðskipta: 142
Velta: 1.078 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 62,70 +0,48% ... Alfesca 3,46 +0,00%... Atorka 5,75
-0,86% ... Bakkavör 44,30 +0,00% ... Dagsbrún 5,61 -0,53% ... FL Group 17,40 -0,57% ...
Flaga 3,81 -1,30% ... Glitnir 17,10 -0,58% ... KB banki 726,00 -1,76% ... Landsbankinn 20,10
+0,50% ... Marel 68,60 +0,00% ... Mosaic Fashions 15,00 +0,00% ... Straumur-Burðarás
17,10 +0,00% ... Össur 104,00 -0,48%
MESTA HÆKKUN
Vinnslustöðin 1,24%
Landsbankinn 0,50%
Actavis 0,48%
MESTA LÆKKUN
KB banki 1,76%
Flaga 1,30%
Atorka 0,86%
Umsjón: nánar á visir.is
Tveir kaupsýslumenn, sem eru
þekktir í íslensku viðskiptalífi,
voru slegnir til riddara um helg-
ina. Þetta eru þeir sir Philip Green
og sir Stelios Haji-Ioannou. Sá
fyrrnefndi er eigandi Arcadia og
BHS, en eins og margir muna eftir
ætluðu hann og Baugur að skipta
með sér Arcadia árið 2002. Green
keypti svo fimmtungshlut Baugs í
Arcadia eftir að lögregla fram-
kvæmdi húsleit í höfuðstöðvum
Baugs á Íslandi.
„Þegar maður eyðir 25 árum í
bransa sem maður ann mjög, og
hefur starfað við hlið tugþúsunda
manna, þá er þetta ákaflega
ánægjulegt,“ segir Green í sam-
tali við Daily Telegraph.
Stelios er stofnandi og stærsti
hluthafinn í lággjaldaflugfélaginu
easyJet og kom mikið við sögu í
innlendum viðskiptafréttum á
meðan FL Group átti stóran hlut í
félaginu. FL Group seldi sautján
prósenta hlut sinn í easyJet þegar
ljóst þótti að hinn grískættaði
Stelios myndi ekki selja hlut sinn
nema fyrir gott yfirverð. - eþa
SIR STELIOS HAJI-
IOANNOU Sir Stelios
er aðaleigandi
easyJet.
SIR PHILIP GREEN
Sir Philip er aðal-
eigandi Arcadia og
BHS.
Slegnir til riddara
Fjárfestarnir Philip Green og Stelios, sem eru þekkt-
ir í íslenskri viðskiptasögu, fá nafnbótina sir.
Lánshæfismat Íbúðalánasjóðs í inn-
lendri mynt er áfram á athugunar-
lista og horfur neikvæðar sam-
kvæmt uppfærðu lánshæfismati
alþjóðlega matsfyrirtækisins Stand-
ard & Poor‘s (S&P).
Lánshæfiseinkunn Íbúðalána-
sjóðs er því enn um sinn AA+ fyrir
langtímaskuldbindingar í innlendri
mynt. Áætlað er að birta endurskoð-
aða niðurstöðu á lánshæfismati
sjóðsins í júlí.
Fram kemur í yfirlýsingu frá
S&P að Íbúðalánasjóður hafi misst
stöðu sína sem eina útlánastofnunin
á húsnæðismarkaði auk þess sem
óvissa ríki um framtíð sjóðsins. Inn-
koma bankanna á íbúðalánamarkað
hafi orðið til þess að markaðshlut-
deild Íbúðalánasjóðs hafi snar-
minnkað og ekkert bendi til þess að
breyting verði á.
S&P telur engu að síður að Íbúða-
lánasjóður hafi enn mikilvægu hlut-
verki að gegna á húsnæðismarkaði
og væntir yfirlýsingar nýuppstokk-
aðrar ríkisstjórnar Íslands um
framtíð sjóðsins á næstunni.
Komi til þess að breyting verði
gerð á lánshæfismati Íbúðalána-
sjóðs verður það ekki um fleiri þrep
en tvö, þannig að lánshæfismat
sjóðsins verður ekki lægra en AA-.
- jsk
Íbúðalánasjóður enn
á athugunarlista
HÖFUÐSTÖÐVAR ÍBÚÐALÁNASJÓÐS Lánshæfismat Íbúðalánasjóðs í innlendri mynt er áfram
á athugunarlista og horfur neikvæðar samkvæmt Standard & Poor.
Hugsanlegt er að nýrri kauphöll
verði hleypt af stokkunum í Lond-
on. Þetta kom fram í viðtali Fin-
ancial Times við John Thain, fram-
kvæmdastjóra Kauphallarinnar í
New York. Fyrr í þessum mánuði
féll Euronext-kauphöllin NYSE í
skaut fyrir 9,96 milljarða Banda-
ríkjadala, um 750 milljarða
íslenskra króna. Undir Euronext
falla kauphallirnar í París, Amster-
dam, Brussel og Lissabon. Skili
sameiningin kauphöllunum ekki
ásættanlega mörgum alþjóðlegum
nýskráningum verður hugsanlega
brugðið á það ráð að opna nýja
kauphöll í London.
Í viðtalinu útilokar Thain ekki
að NYSE geti sóst eftir yfirtöku á
Kauphöllinnni í London þrátt fyrir
að hann sjái það heldur fyrir sér
að ný kauphöll verði stofnuð í
beinni samkeppni við hana. - hhs
NYSE TEYGIR ÚT ANGA SÍNA Ef til vill opnar
ný kauphöll í London eftir sameiningar.
LSE fær samkeppni
Fjarskiptafyrirtæki í eigu Novator,
fjárfestingafélags Björgólfs Thors
Björgólfssonar, hefur fengið til-
raunaleyfi hjá Póst- og fjarskipta-
stofnun (PFS) til reksturs þriðju
kynslóðar farsímakerfis, sem er
þráðlaust háhraðanet sem felur í
sér mikla bandbreidd og getur flutt
sjónvarpsefni í farsíma. Fyrirtækið
hefur í bígerð að hefja alhliða fjar-
skiptaþjónustu hér á landi.
Tómas Ottó Hansson, fram-
kvæmdastjóri hjá Novator, segir
rekstur hefjast næstkomandi ágúst.
Í tilraunaleyfinu felst að fjarskipta-
fyrirtæki Novator, sem hefur mikla
reynslu af uppbyggingu og rekstri
þriðju kynslóðar farsímakerfa í
nokkrum Evrópulöndum, fær heim-
ild í níu til tólf mánuði til að nýta
tíðnina, setja upp búnað og prófa
fjarskiptakerfið. Fyrirtækinu er
hins vegar ekki heimilt að selja
þjónustu sína fyrr en endanlegt
fjarskiptaleyfi liggur fyrir. Ekki er
vitað hvenær af því verður.
Tómas segir fyrirtækið hafa hug
á að ræða við Orkuveituna um sam-
starf, sem býður upp á aukna mögu-
leika. Þá hefur félagið sótt um leyfi
til uppsetningar á WiMax gagna-
flutningskerfi en það er þráðlaus
tækni sem gerir fartölvunotendum
kleift að vera sítengdir við netið
óháð staðsetningu. - jab
BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON
Fjarskiptafyrirtæki Novator, sem er í eigu
Björgólfs Thors, hefur fengið tilraunaleyfi til
reksturs þriðju kynslóðar farsímakerfis.
MYND/VALGARÐUR
Þriðja kynslóðin í farvatninu