Fréttablaðið - 20.06.2006, Síða 48

Fréttablaðið - 20.06.2006, Síða 48
32 20. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is LEIKMAÐUR UMFERÐARINN AR LIÐ UMFERÐARINNAR Gunnlaugur Jónsson (2) Christian Christiansen Sævar Þór Gíslason Grétar Ólafur Hjartarson Sigmundur Kristjánsson (2) Colin Stewart Páll Einarsson (2) Árni Thor Guðmundsson Ragnar Sigurðsson Atli Viðar Björnsson (2) Bjarni Guðjónsson (2) 3-4-3 Traustur tækjabúnaður Valtarar Malbikunarvélar Fræsarar Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogi Sími 535 3500 · Fax 535 3501 www.kraftvelar.isJarðvegsþjöppur A RG U S / 06 -0 34 9 Markakóngur Landsbankadeildarinnar, Marel Jóhann Bald- vinsson hjá Breiðablik, keyrir um á glænýju Harley Davidson mótorhjóli sem kostar víst um 2,5 milljónir króna. Marel kom heim fyrir tímabilið eftir að hafa verið í atvinnumennskunni hjá Lokeren í Belgíu. „Eftir að ég kom heim vildi ég nú aðeins fá að gera eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á og ákvað að skella mér á mótorhjól. Þessi draumur hefur blundað í mér lengi en þegar ég var atvinnumaður úti þá mátti maður þetta ekki, það kom bara sérstaklega fram í samningnum,“ sagði Marel. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Blika, hoppaði ekki hæð sína af kæti þegar Marel vildi fá sér mótorhjól. „Bjarna finnst að ég hafi alveg fengið betri hugmyndir en að fá mér mót- orhjól. En hann samþykkti þetta þó á end- anum þótt hann hefði ekki verið of hrifinn. Hann sagði mér bara að fara varlega en þetta er náttúrulega stórhættulegt samt sem áður.“ Marel notar hvert tækifæri til að skella sér á hjólið. „Það er bara búið að vera svo leiðinlegt veður, sumarið er ekki enn komið svo maður hefur ekki getað nýtt þetta alveg í botn,“ sagði Marel sem er vel græjaður. „Það er bara helmingurinn að kaupa sér hjólið, svo þarf að finna sér fínan hjálm og rétta klæðnaðinn. Maður er alveg leðraður frá toppi til táar.“ Hann fer nánast allar sínar leiðir á hjólinu, meðal annars á útileiki og æfingar hjá Blikum. Hann starfar sem fasteignasali en mætir þó ekki á hjólinu til vinnu. „Ég held að það virki ekki vel að selja hús í leðri, Það er þó ljóst að maður gæti alveg veitt eitthvað út á þetta ef maður ætti ekki konu,“ sagði Marel og hló, rétt áður en hann fagnaði því að göturnar væru þurrar og skellti sér í einn hjólatúr. MAREL JÓHANN BALDVINSSON HJÁ BREIÐABLIK: VEKUR MIKLA ATHYGLI Á NÝJA MÓTORHJÓLINU Virkar ekki að selja hús í leðrinu FÓTBOLTI Það er ekki mikið um spennandi leiki í sextán liða úrslit- um VISA-bikars karla en dregið var í gær. Aðeins tvær Lands- bankadeildarrimmur eru í boði þar sem Fylkir og ÍBV mætast rétt eins og FH og Víkingur. Áhugaverðasta viðureignin er þó líklega rimma 1. deildarliðs Fram og ÍA. Leikirnir fara fram 2. og 3. júlí. DRÁTTURINN: Þróttur-Grindavík Fram-ÍA Leiknir-Keflavík Fylkir-ÍBV Fjarðabyggð-Valur FH-Víkingur Njarðvík-KR Breiðablik-KA VISA-bikarinn: Fram fær ÍA í heimsókn ERFIÐIR LEIKIR Fram og Leiknir eiga erfitt verkefni fyrir höndum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Grindvíkingar gerðu 1-1 jafntefli gegn Valsmönnum í síð- ustu umferð Landsbankadeildar- innar. Besti leikmaður vallarins var skoski markvörðurinn Colin Stewart í Grindavíkurliðinu en hann hefur spilað í markinu í síð- ustu fjórum leikjum liðsins og fengið á sig þrjú mörk. Hann hefur haldið markinu hreinu í tveim- ur af leikjunum fjórum og greinilegt að þarna hefur Grindavík krækt í góðan leikmann. „Við vorum ósáttir við að fá bara stig út úr leiknum, okkur fannst sem við hefðum vel getað tekið öll stigin úr þessum leik. Byrjunin hjá okkur í deildinni hefur verið þokkaleg bara. Við höfum gert fjögur jafntefli það sem af er en ef tveir af þeim leikjum hefðu dottið okkur í hag værum við í öðru sæti. Við erum því ekki langt frá þessu. Árangur okkar er því alls ekki slæmur en hann getur vissulega verið betri,“ sagði Stewart. Hann kom hingað til lands fyrir tilstuðlan landa síns David Hannah sem einnig er í röðum Grindvík- inga. Sigurður Jónsson, þjálfari Grindavíkur, talaði við Hannah sem síðan hafði samband við Stew- art. „Síðasta tímabil hjá mér í Skotlandi, 2005-06, gekk ekki vel og ég fékk lítið að spreyta mig. Svo hafði David Hannah samband við mig en Siggi var búinn að spyrja hann hvort hann vissi um einhverja markverði. Þar með var komið gott tækifæri til þess að fá að spila eitthvað og ég ákvað að grípa það. Mér fannst ég hafa engu að tapa, það er gott að vera farinn að spila á ný og svo kemur bara í ljós hvað gerist í framhald- inu.“ Hann gerir meira en að spila fyrir Grindavík því einnig sér hann um markmannsþjálfun yngri markvarða hjá félaginu. „Það er mjög gaman að fá tækifæri til að þjálfa þessa ungu markverði. Ég hef mjög gaman af því og þá er þetta einnig dýrmæt reynsla sem ég er að öðlast fyrir framtíðina,“ sagði Colin Stewart. Faðir hans heitir Tim Stewart og er gamall skoskur landsliðsmaður. Hann lék á sínum tíma fyrir Middlesbrough og Glasgow Rangers og hefur einnig komið að markmannsþjálf- un fyrir skoska knattspyrnusam- bandið. Stewart var í röðum Patr- ick Thistle í heima- landinu áður en hann kom til Grindavík- ur en hann segist svo sannarlega ekki sjá eftir þeirri ákvörðun sinni að koma til Íslands. Þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára hefur hann komið víða við á sínum ferli og var m.a. í röðum Ipswich á sínum tíma. „Ég hef notið mín vel hérna og líst vel á íslenska fótboltann. Fólkið í Grindavík hefur tekið vel á móti mér og mér fannst ég vera vel- kominn frá byrjun. Það er frábært fólk í þessu félagi, bæði leikmenn og starfsfólk. Fólkið í bænum sjálfum er líka mjög vinalegt,“ sagði Stewart sem sendi Helga Má Helgason á varamannabekkinn með komu sinni. Næsti leikur Grindavíkur er gegn KR á fimmtudaginn en með sigri í þeim leik kemst liðið upp fyrir Vesturbæjarliðið á töflunni og gæti jafnvel komist upp í annað sætið ef önnur úrslit verða liðinu hagstæð. elvar@frettabladid.is Tækifæri sem ég ákvað að grípa Markvörðurinn Colin Stewart frá Skotlandi gekk til liðs við Grindavík fyrir rúmum mánuði. Hann hefur leikið vel í marki liðsins og hefur Fréttablaðið valið hann leikmann sjöundu umferðar. FRÁBÆR GEGN VAL Skotinn Colin Stewart átti stórleik í marki Grindavíkur gegn bikarmeist- urum Vals. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR > Ísland í 2. styrkleikaflokki Íslenska handboltalandsliðið verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir HM í Þýskalandi þann 14. júlí í Berlín. Dregið verður í sex riðla en alls eru fjórir styrkleika- flokkar. Ísland er í styrkleikaflokki með Rússum, Slóvenum, Tékkum, Pólverjum og Norðmönnum. Í efsta styrkleika- flokki eru Spánverjar, Frakkar, Danir, Túnisar, Króatar og Þjóðverjar. GOLF „Draumur hefur ræst, ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá,“ sagði kylfingurinn Geoff Ogilvy sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi á sunnu- dagskvöld. Mikil gleði ríkir í heimalandi hans, Ástralíu, þar sem mikill golfáhugi er til staðar. Sigur hans í New York var sá fyrsti á risamóti sem ástralskur kylfingur nær í ellefu ár og sá fyrsti á opna bandaríska síðan David Graham sigraði 1981. „Þetta er stórkostlegt, ég var orðinn ansi leiður á því að vera bara einn í þessum klúbbi,“ sagði Graham sem orðinn er sextugur og er hættur að spila golf vegna hjartveiki. Geoff Ogilvy lék lokahringinn um helgina á tveimur höggum yfir pari og endaði samtals á fimm yfir. Hann var því með höggi minna en þeir Phil Mickel- son, Colin Montgomerie og Jim Furyk. Þeir tveir fyrrnefndu fóru báðir lokaholuna á tveimur högg- um yfir pari og klúðruðu því möguleikum sínum á sigri. Mickelson þurfti að leika á pari á lokaholunni en skaut í tré í öðru höggi sínu og svo í sand- gloppu í því þriðja. Ogilvy er 29 ára en hann spil- aði af mikilli skynsemi á mótinu. - egm Geoff Ogilvy bar sigur úr býtum á opna bandaríska meistaramótinu: Langþráður sigur hjá áströlskum kylfingi GLEÐI Geoff Ogilvy fagnar sigri sínum af mikilli innlifun. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Svo gæti farið að Harry Kewell yrði í leikbanni í mikil- vægum lokaleik Ástralíu í G-riðli sem er gegn Króatíu. Markus Merk, sem dæmdi leik liðsins gegn Brasilíu á sunnudag, tók það fram í skýrslu sinni að Kewell hefði farið yfir strikið í mótmæl- um sínum við dómaratríó leiksins og verið of harkalegur í orðavali sínu. Ástralía þarf á sigri að halda gegn Króatíu til að vera öruggur um að komast í úrslitakeppnina. „Það fór í taugarnar á mér að við vorum að tapa og því varð ég svona reiður. Þetta er samt bara hluti af leiknum og þetta var ekk- ert illa meint gegn Merk persónu- lega. Það var bara svo sárt að spila svona vel gegn heimsmeisturun- um en fá ekkert út úr leiknum,“ sagði Kewell. - egm Ástralska landsliðið: Enginn Kewell gegn Króatíu? Ingimundur í Ajax Stórskyttan Ingimundur Ingimundarson er á leið til danska félagsins Ajax frá svissneska félaginu Winterthur. Hjá Ajax hittir Ingimundur fyrir meðal annars gamla félaga sinn hjá ÍR, Hannes Jón Jónsson.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.