Fréttablaðið - 20.06.2006, Side 54

Fréttablaðið - 20.06.2006, Side 54
 20. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví ku rv e g u r 6 4 , H af n ar fj ö rð u r. Fyrir hornið… 1 Katrín Anna Guðmundsdóttir 2 Jörundur Áki Sveinsson 3 Hamas-samtökin VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 Guðjón Valur og aðrir leikmenn íslenska hand- boltalandsliðsins mættu í einkapartí á efri hæð Sólon ásamt sænsku leikmönnun- um eftir landsleik- inn á laugardag. Sáust þeir sænsku skála ótt og títt í Bacardi Breezer sem kom gestum spánskt fyrir sjónir enda Breezerinn álitinn stelpudrykkur af flestum íslenskum karlmönnum. Partíið var skipulagt af fótboltakappanum Her- manni Hreiðarssyni og eiginkonu hans Rögnu Lóu og þar mátti sjá mikið af góðvinum þeirra úr fótboltaheiminum, bæði aðra landsliðsmenn sem og mikið af þrusuhressum fótboltakonum úr KR. Virtust sænsku piltarnir skemmta sér vel í þessum félagsskap og voru hinir hressustu þrátt fyrir þá staðreynd að Svíþjóð kemst ekki áfram á heimsmeist- aramótið. FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT 2 land 6 í röð 8 þjófnað- ur 9 tækifæri 11 í röð 12 mók 14 jarðsögutímabil 16 samtök 17 kletta- sprunga 18 þangað til 20 bardagi 21 á fæti. LÓÐRÉTT 1 mylsna 3 klukka 4 hjá- trú 5 á móti 7 apategund 10 loft 13 reglur 15 hermaður 16 drulla 19 vörumerki. LAUSN LÁRÉTT: 2 kúba, 6 áb, 8 rán, 9 lag, 11 bd, 12 dvali, 14 ísöld, 16 aa, 17 gjá, 18 uns, 20 at, 21 rist. LÓÐRÉTT: 1 sáld, 3 úr, 4 bábilja, 5 and, 7 bavíani, 10 gas, 13 lög, 15 dáti, 16 aur, 19 ss. Uppáhaldstónlist: Ég er alæta á tónlist og finnst nánast allt skemmtilegt, frá Bubba upp í hip hop. Uppáhaldsbókin: Segjum bara Da Vinci Code, hún var ágæt. Mér fannst myndin ekki eins góð, en hún var samt allt í lagi. Uppáhaldsborgin: Ég held að það sé París og Berlín, ég hef verið í báðum borgum í vikutíma. Eiffelturninn er náttúrulega glæsilegt mannvirki og svo eru svo fallegar byggingar í Berlín. Báðar borgirnar hafa mikla sögu sem mér finnst skemmtilegt. Bíómyndin: Ég er mikið fyrir grín- myndir eins og Zoolander. Svo eru það náttúrulega Lord of the Rings, það eru flottustu myndirnar, rosalega vel gerðar. Búðin: Ætli það sé ekki Sautján og Deres. Svo er það náttúrulega Puma búðin, hún verður að vera í uppáhaldi líka. Verkefnið: Bara fótboltinn í heild sinni, þetta er mjög skemmtilegt. Annars var ég að útskrifast úr Menntaskólanum í Kópavogi þannig að það er bara allt að ganga upp. AÐ MÍNU SKAPI: MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR KNATTSPYRNUKONA Zoolander, hip hop og fótbolti MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR Margrét stóð sig vel í landsleikn- um á sunnudag. „Ég held að í framtíðinni verði hljóðbækurnar jafnvinsælar og bækur,“ segir Kristján Hrannar Pálsson í hljómsveitinni Loftvarn- ir, sem hefur verið önnum kafin í sumar við að semja bakgrunnstón- list við þekktar bækur á borð við Veröld ný og góð (e. Brave New World) eftir Aldous Huxley og Hringadróttinssögu eftir Tolkien. „Það eru margir farnir að hlusta á hljóðbækur og með því að hlusta á tónlist spilaða undir er hægt að krydda áhrifin miklu betur,“ bætir Kristján við en ásamt honum skipa þeir Daníel Friðrik Böðvarsson og nafni hans Smárason hljómsveit- ina, sem var stofnuð í maí. Loftvarnir hefur einnig samið tónlist við leikritið þekkta Faust, en Atli Freyr Steinþórsson, þulur hjá Rúv, las einmitt upp úr leikritinu á þjóðhátíðardaginn á meðan Loft- varnir léku undir dulræna tóna. Til stendur að fá fleiri aðila til að lesa upp úr bókum á meðan hljómsveitin spilar undir. en það fari vitaskuld allt eftir innihaldi bókanna hvernig tónlistin hljómar í hvert skipti. Ekki hefur verið ákveðið hvort gefnar verða út hljóðbækur með tónlistinni, enda spilar hljómsveitin aðeins undir við brot úr bókunum, en það mun þó ekki vera fjarlægur möguleiki. Þeir félagar fengu styrk frá Reykjavíkurborg í gegnum Hitt húsið til að búa til tónlistina. Þeir koma fram alla fimmtudaga frá 16 til 17 í Vesturbæjarlauginni auk þess sem þeir hafa stigið á svið við hátíð- leg tækifæri eins og á 17. júní. Reyna þeir jafnframt að vera sem mest áberandi þegar veðrið er gott og sólin leikur við borgarbúa. Þrátt fyrir ungan aldur eru þeir Kristján, Daníel og Daníel síður en svo græningjar í tónlistinni því á síð- asta ári fluttu þeir Bítlaplötur í heild sinni á Laugaveginum við góðar und- irtektir auk þess sem þeir hafa samið tónlist fyrir herranótt MR. „Ég hef tekið eftir því með hljóðbækur að allir eiga tölvur og ipod með endalausu rými og núna er hægt að eiga hljóðbækur án þess að þurfa að geyma þær á hundrað diskum,“ segir Kristján Hrannar, sem hefur mikla trú á hljóðbókum í framtíðinni. „Þetta er sívaxandi markaður. Nú er hægt að endur- vekja upprunalegu áhrifin frá því í gamla daga með því að láta segja sér sögu.“ Vonast Kristján jafn- framt eftir því að geta spilað tón- list við verk eftir þekkta íslenska höfunda í framtíðinni á borð við Halldór Laxness og Þórberg Þórð- arson. Loftvarnir verða starfandi í allt sumar og hugsanlega eitthvað lengur ef allt gengur að óskum. „Það er draumur að geta unnið við tónlist og algjör forréttindi ef hann rætist,“ segir Kristján, sem er nýútskrifaður úr MR og var áður í hljómsveitinni Dixieland-Dverg- arnir. freyr@frettabladid.is HLJÓMSVEITIN LOFTVARNIR: SPILAR TÓNLIST UNDIR UPPLESTRI Á BÓKUM Áhrifin krydduð í sumar LOFTVARNIR Hljómsveitin Loftvarnir, sem er skipuð þremur ungum herramönnum, mun spila bakgrunnstónlist við upplestur á hinum ýmsu bókum í allt sumar. Veitingastaðurinn Silfur á Hótel Borg verður opnaður formlega með pomp og prakt fimmtudaginn næst- komandi. Starfsemin er þó þegar hafin og hefur laðað að ófáa sælkera og fagurkera, sem ólmir vilja prófa eitthvað nýtt. Greinilegt er að mikið hefur verið í lagt til að gera staðinn sem glæsileg- astan og ekki aðeins fyrir munn, maga og augu því eyrun fá líka sitt. Einn gesta staðarins sagði við Fréttablaðið að hann hefði til dæmis heyrt torkennilegt suð inni á salerni staðarins. Í fyrstu taldi hann að loftræstingin léti illa og skap- aði þennan hávaða. Þegar hann lagði betur við hlustir heyrði hann hins vegar að þetta var sjávarniður og fuglatíst sem leikið var af bandi, sjálfsagt í þeim tilgangi að bæta melting- una. - snæ/bs „Við erum nú búnir að gefa út Reykjavik Grapevine í þrjú ár og fannst okkur því vel við hæfi að gefa út ferðabók sem lýsir Reykja- vík í nútímamynd,“ segir Hilmar Steinn Grétars- son, útgefandi Reykjavik Grapevine, um væntan- lega ferðabók frá þeim Grapevine félögum í samstarfi við Eddu útgáfu. Bókin ber nafnið Inside Reykjavik – The Grapevine guide og rit- stýrir Bart Cameron bókinni en hann er einn- ig ritstjóri blaðsins. Bókin kemur út í byrjun júlí og verður seld úti um allt land. Skemmtilegar myndir prýða síður bókarinnar en þær eru teknar af Guðmundi Frey Vigfússyni. Eins og titillinn ber með sér er þetta leiðarbók um Reykjavík þar sem lífinu á Íslandi er lýst af nákvæmni. Ferðamönnum og gestum er bent á hvert best sé að fara og hvernig þeir eiga að bera sig að til að fá menningu og dag- legan lífsstíl okkar þjóðar beint í æð. Einnig eru leiðbein- ingar um það hvar hægt er fá flottasta dótið og íslenskri tón- list er gerð góð skil í bókinni. Bókin er stíluð inn á fólk milli tvítugs og þrí- tugs en Grapevinemenn telja þó bókina skemmti- lega aflestrar fyrir alla, Íslendinga jafnt sem útlendinga. „Við erum óbeint að stíla inn á þennan nýja ferða- mannahóp sem farinn er að leggja leið sína til landsins, ungt fólk sem kemur hingað yfir langa helgi og vill nýta tímann sem best. Með tilkomu ódýrra fargjalda til lands- ins er þetta að aukast og Reykja- vik þykir með svalari borgum í Evrópu í augnablikinu. Inside Reykjavik er leiðarbók fyrir ferðamann 21 aldarinnar.“ segir Hilmar að lokum. Fyrir ferðalanga 21. aldarinnar HILMAR STEINN GRÉTARSSON Gefur út bók með leiðbeiningum um hvert sé best að fara og hvernig hægt sé að fá Ísland beint í æð. HRÓSIÐ FÆR ... Jón Sæmundur Auðarson fyrir að ætla að rokka Bandaríkja- menn almennilega upp með DEAD fatalínu sinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.