Fréttablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 4
4 27. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR
afrit.is
afrit.is
Afritun á hvers konar gögnum
Einfalt vi›mót og uppsetning
Hagkvæm fljónusta fyrir alla
Ókeypis a›gangur í 30 daga
Sjálfsafgrei›sla á Netinu
Vottu› fyrsta flokks fljónusta
Vöktun allan sólarhringinn
fiúsundir ánæg›ra vi›skiptavina
Örugg dulkó›un og samskipti
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 26.6.2006
Bandaríkjadalur 75,56 75,92
Sterlingspund 137,59 138,25
Evra 94,86 95,40
Dönsk króna 12,721 12,795
Norsk króna 11,966 12,036
Sænsk króna 10,297 10,357
Japanskt jen 0,6494 0,6532
SDR 110,98 111,64
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
131,5983
Gengisvísitala krónunnar
Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jóns-
son og Stefán Hilmarsson hafa ekki
enn verið boðuð í skýrslutöku, eins
og haldið var fram í sunnudagsblaði
Fréttablaðsins. Það er hér með leiðrétt.
Auk þess greiddi Baugur að lokum 132
milljónir vegna endurálagningar skatta
árin 1998 til 2002, en ekki 465 milljónir.
LEIÐRÉTTING
ÍRAK, AP Tveir hermenn hafa verið
ákærðir vegna morðs á óvopnuðum
Íraka nálægt borginni Ramadi í
febrúar. Þetta upplýsti bandaríski
herinn um helgina.
Annar þeirra skaut manninn og
var kærður fyrir morðið, en hinn
var kærður fyrir að hindra fram-
gang réttvísinnar með því að setja
AK-47 byssu við líkið, svo sá látni
liti út fyrir að vera uppreisnar-
maður.
Vitni sem komu að vettvangi
stuttu eftir atvikið höfðu ekki
tekið eftir því að maðurinn bæri
vopn. Seinna hafði vopninu verið
komið fyrir og vakti það grun-
semdir vitnanna. - sgj
Bandarískir hermenn ákærðir:
Óvopnaður
Íraki myrtur
AUSTUR-TÍMOR, AP Mari Alkatiri,
forsætisráðherra á Austur-Tímor,
sagði af sér í gær. Afsögn hans var
ákaft fagnað á götum úti í höfuð-
borginni Dili, þar sem óeirðir hafa
sett daglegu lífi fólks miklar
skorður undanfarna mánuði.
Margir telja að upphaf óeirð-
anna, sem voru hvað mestar í
apríl, hafi mátt rekja til þess að
Alkatiri rak á einu bretti sex
hundruð hermenn sem höfðu lýst
óánægju með kjör sín í hernum.
Kröfur um að Alkatiri segði af
sér hafa orðið sífellt háværari upp
á síðkastið. Í síðustu viku tók Xan-
ana Guxmao forseti undir þær
kröfur og hótaði því að segja sjálf-
ur af sér ef forsætisráðherrann
sæti öllu lengur í embættinu.
Alkatiri tilkynnti síðan um
afsögn sína í gær, og sagðist vilja
taka á sig hluta af ábyrgðinni á
ófremdarástandinu í landinu.
Á sunnudaginn höfðu tveir ráð-
herrar sagt af sér í mótmælaskyni
við forsætisráðherrann. Annar
þeirra er Nóbelsverðlaunahafinn
Jose Ramos-Horta utanríkisráð-
herra.
Strax og fréttist af afsögn
Alkatiris upphófst fögnuður í höf-
uðborginni. Þúsundir manna óku
um aðalgötur höfuðborgarinnar
og börðu á trommur og dósir. Við
höfnina, þar sem mótmælendur
hafa hafst við í nærri viku, tóku
ungir menn að dansa hver við
annan.
Stjórnmálaskýrendur telja að
afsögn Alkatiris geti valdið
straumhvörfum, þótt enn sé margt
óljóst um framtíðina. Ekki er
vitað hver tekur við af honum í
forsætisráðherraembættinu og
óljóst er hvort stjórnmálaflokkur-
inn Fretelin, sem fer með stjórn
landsins, geti náð sáttum meðal
félaga sinna eftir margra vikna
innbyrðis deilur. Mikil bjartsýni
ríkti þó í gær.
„Á morgun eða á næstu dögum
verður komin ný ríkisstjórn sem
situr þangað til þingkosningar
verða haldnar á næsta ári,“ sagði
Ramos-Horta þegar hann ávarp-
aði mannfjöldann í gær.
Að minnsta kosti þrjátíu manns
hafa farist í átökunum, sem geisað
hafa í landinu, og nærri 150 þús-
und manns hafa þurft að flýja
heimili sín. Þetta eru verstu átök
sem orðið hafa í landinu frá því
það losnaði undan yfirráðum
Indónesíu fyrir sjö árum.
gudsteinn@frettabladid.is
DANSAÐ Í DILI Fólk safnaðist saman á götum í Austur-Tímor í gær og dansaði til að fagna afsögn forsætisráðherrans. Margir höfðu málað
sig hvíta í tilefni dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Dönsuðu af fögnuði
Forsætisráðherrann Alkatiri lét undan þrýstingi og sagði af sér.
Nóbelsverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta segir stutt í nýja ríkisstjórn.
BANDARÍKIN George W. Bush
Bandaríkjaforseti kann ekki nóg í
spænsku, að sögn talsmanns hans
í Hvíta húsinu. Fyrir vikið getur
hann ekki sungið
spænsku útgáf-
una af banda-
ríska þjóðsöngn-
um, sem er kölluð
„Nuestro himno.“
„Forsetinn talar
spænsku, en ekki
nógu vel,“ sagði
Scott McClellan,
talsmaður forset-
ans.
Bush hefur verið gagnrýndur
fyrir að krefjast þess að innflytj-
endur frá spænskumælandi
löndum syngi þjóðsönginn á ensku.
„Mér finnst að fólk sem óskar
þess að verða ríkisborgarar eigi
að læra ensku og læra hvernig á
að syngja þjóðsönginn á ensku,“
sagði forsetinn nýverið. - sgj
Bush og þjóðsöngurinn:
Syngur ekki
góða spænsku
BUSH BANDA-
RÍKJAFORSETI
ATVINNUMÁL Atvinnuleysi í maí
mældist 1,3 prósent samkvæmt
tölum Vinnumálastofnunar og spá
fyrir júní er 1,2 til 1,5 prósent.
Þetta er um sextíu prósenta lækkun
miðað við meðaltal atvinnuleysis á
mánuði í fyrra.
Starfandi fólki á Íslandi fjölgaði
um 4,7 prósent á milli áranna 2004
og 2005 samkvæmt tölum
Hagstofunnar. Mest var fjölgunin
á Austurlandi, 17,6 prósent, og
mesta fækkunin var á Vestfjörðum,
0,6 prósent.
Stefán Úlfarsson, hagfræðingur
hjá Alþýðusambandi Íslands, segir
þessar tölur lýsa ástandinu vel.
„Það er spenna í hagkerfinu og
mikil eftirspurn eftir vinnuafli.
Þegar atvinnuleysi er orðið þetta
lítið fer að bera meira á því að
erlendir starfsmenn streymi inn í
landið og námsmenn fari út á
vinnumarkaðinn.“
Stefán segir framkvæmdir og
einkaneyslu vera áhrifaþætti í
sköpun starfa sem valdi því að
atvinnuleysi sé lítið. „Sumir halda
því fram að lítið atvinnuleysi leiði
til launaskriðs, að það verði svo
erfitt að fá fólk í vinnu að það
þurfi að hækka launin. En á móti
verður að horfa á að vinnumark-
aðurinn á Íslandi er mjög opinn og
það er mjög greið leið fyrir
atvinnulaust fólk í Evrópu að
koma hingað. Því myndi ég ekki
gera mikið úr þensluhvetjandi
áhrifum lítils atvinnuleysis.“ - sdg
Starfandi fólki á Íslandi fjölgaði um 4,7 prósent frá 2004 til 2005:
Atvinnuleysi í lágmarki
STEFÁN ÚLFARSSON HAGFRÆÐINGUR HJÁ
ASÍ Segir gríðarmiklar þjóðfélagsbreytingar
að eiga sér stað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNMÁL Félag launþega í Sjálf-
stæðisflokknum í Reykjavík,
Óðinn, hafnar öllum hugmyndum
þess efnis að dregið verði úr eða
frestað fyrirhuguðum skattalækk-
unum ríkisstjórnarinnar.
Benda þeir á að stefna Sjálf-
stæðisflokksins við síðustu kosn-
ingar hafi verið að lækka skatta
og með frestun sé verið að hafa
löngu tímabærar skattalækkanir
af almennu launafólki. Krefjast
þeir þess að stjórnvöld stýri gerð-
um sínum í samræmi við gefin lof-
orð við kosningar og leiti annarra
leiða til að slá á þá þenslu sem nú
ríkir. - aöe
Málfundafélagið Óðinn:
Hafnar frestun
skattalækkana
VEÐUR Samkvæmt könnun sem
ParX - viðskiptaráðgjöf IBM gerði
dagana 9.-17. maí bera landsmenn
mikið traust til Veðurstofu Íslands.
Þar kemur fram að 86 prósent
aðspurðra treysta veðurspám
Veðurstofunnar vel, en einungis 1,6
prósent treysta þeim illa. Þá kemur
fram í könnuninni að fólk er
almennt ánægt með þjónustu
Veðurstofunnar. Þegar spurt er um
ástæður þess að fólk kynni sér
veðurspár nefna 58 prósent
almennan áhuga, 39 prósent vegna
ferðalaga, 28 prósent vegna atvinnu
og 27 prósent vegna tómstunda.
Flestir þeirra sem kynna sér veður-
spár gera það gegnum útvarp, eða
51 prósent aðspurðra.
Úrtak könnunarinnar var 1200
manns alls staðar af landinu. - öhö
Veðurstofa Íslands:
Fólk treystir
veðurspám
SVÍÞJÓÐ, AP Sænska lögreglan
hefur staðfest að efnið sem bundið
var um mitti grátandi Norðmanns
í Stokkhólmi á sunnudaginn var
virkt sprengiefni.
Málið þykir allt hið kynlegasta
og var Norðmaðurinn, sem er á
þrítugsaldri, settur í geðrannsókn
eftir að sprengjubeltið var leyst af
honum. Hann heldur því fram að
honum hafi verið haldið nauðug-
um viljugum í þrjá daga í íbúð í
Stokkhólmi og strokið úr vistinni á
sunnudaginn.
Einn maður hefur nú þegar
verið handtekinn í tengslum við
mannránið og lögreglan leitar
tveggja annarra. - kóþ
Niðurstöður lögreglunnar:
Raunverulegt
sprengiefni